Morgunblaðið - 27.06.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 27.06.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 Uppi á Helgafelli Anna úti að leika í bakgarðinum sínum. Ævintýraferðir um óbyggðir á fjallahjóli Anna Kristín Sigurpálsdóttir er fertug í dag Anna Kristín Sigurpálsdóttir verkfræðingur á 40 ára afmæli í dag.Hún starfar á Ferli verkfræðistofu við verkefnastjórnun og fram-kvæmdaeftirlit. „Mér finnst frábært að vera orðin fertug og ég reyni að nota hvert tækifæri til að leika mér, hvort sem er á hlaupum, skíðum eða hjólum.“ Anna byrjaði að stunda hjólreiðar fyrir þremur árum, í kjölfar Wow Cyclothon 2015. „Ég fylgdist með vinkonu minni hjóla hringinn í kringum landið á tveimur sólarhringum og svaf lítið fyrir spenningi. Nokkrum dögum síðar, á afmælisdaginn minn, gekk ég inn í Tri hjólaverslun, gaf sjálfri mér götuhjól í afmælisgjöf og byrjaði að æfa.“ Anna hefur tvisvar sinnum farið í Wow-ið en síðan hefur fjallahjólið fangað hug hennar. „Frelsið sem fylgir fjallahjólinu, ævintýraferðir um óbyggðir, brölta með hjólið upp brattar hlíðar og láta svo vaða niður. Það eru líka frábærir staðir í höfuðborginni til að leika sér og þjálfa tæknina.“ Æfingar gengu vel og vann Anna meðal annars Kia gullhringinn 2016 og Bláalónsþrautina 2017. En það er fleira en hjólin sem heilla og reyndar bara flest það sem við- kemur útivist og hreyfingu á fjöllum. Anna fjárfesti í fjallaskíðum í vetur, fór í fyrstu skíðakeppnina um daginn, Super Troll Ski Race á Siglufirði og landaði öðru sætinu. „Fjallahjól og fjallaskíði fara mjög vel saman; sumar- og vetrarsport sem er hægt að splæsa saman á vorin.“ Afmælisveisluna hélt Anna um síðustu helgi. „Þá mættu hressir vinir og fjölskyldumeðlimir í afmælisfjallahjólaferð rétt fyrir utan borgina sem endaði í grillveislu í Heiðmörk. Afmælisdeginum ætla ég svo að eyða með fjölskyldunni og að sjálfsögðu að draga hana með að fylgjast með startinu á Wow Cyclothon, sem ber upp á sama dag.“ Anna er uppalin í Garðabæ og býr þar ásamt þremur börnum sínum, þeim Jóni Arnari 16 ára, Ásdísi 13 ára og Snædísi fimm ára, Ólafsbörnum. J ón Steindór Valdimarsson fæddist 27. júní 1958 á Akureyri og ólst þar upp. Hann vann sem unglingur á sumrin hjá skógræktinni í Kjarnaskógi, síðar hjá Akureyrar- bæ í malbiksvinnu. Jón Steindór gekk í Barnaskóla Akureyrar og Gagnfræðaskóla Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá MA 1978. „Margir af bestu vinum mínum í dag voru með mér í Barna- skóla Akureyrar. Þar vil ég sér- staklega nefna þá Óðin Jónsson út- varpsmann og Sigurbjörn Jónsson listmálara. Taugin milli okkar er römm.“ Jón Steindór hóf nám í ís- lensku við HÍ 1978, hóf nám 1980 við lagadeild HÍ og lauk þaðan embættisprófi í lögfræði 1985. Hann lauk meistaraprófi í verkefnastjórn- un (MPM) frá tækni- og verkfræði- deild HR 2013. Jón Steindór fluttist til Reykja- víkur um tvítugt og hefur búið þar síðan. Hann vann í fjármálaráðu- neytinu á sumrin meðan á há- skólanámi stóð og vann í ráðuneyt- inu tæpt ár eftir að lagaprófi lauk. Jón Steindór hóf þá störf hjá Vinnu- málasambandi samvinnufélaganna og var þar um þrjú ár þar til störf fyrir Félag íslenskra iðnrekenda, síðar Samtök iðnaðarins, tóku við. „Þar vorum við Sveinn Hannesson nánir samverkamenn og höfum verið vinir síðan. Síðustu árin hjá Samtök- unum var ég framkvæmdastjóri. Það voru erfið ár að mörgu leyti því að skömmu eftir að framkvæmda- stjórastarfið hófst varð efnahags- hrunið sem hafði mikil áhrif á mörg iðnfyrirtæki og starf samtakanna. Leiðir Samtaka iðnaðarins og mín skildu svo árið 2010. Við tók há- skólanám og sjálfstæður rekstur ráðgjafarfyrirtækja með nokkrum kjarnakonum, m.a. þeim Huldu Herjolfsdóttur Skogland og Jónu Sólveigu Elínardóttur, fyrrverandi alþingismanni.“ Í tengslum við námið í HR í verk- efnastjórnun hjá Jóni Steindóri varð til nýsköpunarfyrirtækið TravAble, sem vinnur að gerð smáforrits sem veitir upplýsingar um aðgengi fyrir Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður – 60 ára Afmælisbarnið Jón Steindór er hreinræktaður Eyfirðingur og Fljótamaður að ætt og uppruna. Þingmennskan spennandi Hjónin Jón Steindór og Gerður í Dolomítafjöllunum á Ítalíu. Hafnarfjörður Tómas Örn Birgisson fædd- ist á Landspítalanum við Hringbraut 7. ágúst 2017 kl. 2.09. Hann vó 4.085 g og var 53 cm langur. For- eldrar hans eru Stein- unn Ósk Brynjars- dóttir og Birgir Ármannsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSuðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.