Morgunblaðið - 27.06.2018, Page 31

Morgunblaðið - 27.06.2018, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is »Kvikmyndastjörnur mættu í sínu fín- asta pússi á frumsýningu ofurhetju- myndarinnar Ant-Man and the Wasp, þeirri nýjustu úr smiðju Marvel, í El Capitan-bíóinu í Hollywood í fyrradag. Nýjasta ofurhetjumynd Marvel frumsýnd í Hollywood Kát Leikkonan Michelle Pfeiffer og leikarinn Paul Rudd brostu breitt enda alltaf gaman á frumsýningu. Felulitur? Laurence Fishburne mætti í fagurrauðum fötum og rann saman við rauða dregilinn fyrir frumsýningu. Glæsileg Evangeline Lilly fer með eitt af aðalhlutverkum kvikmyndarinnar um Mauramanninn og Vespuna. Minningar sægarpa semhafa reynst þrautgóðir áraunastundum, og aðrarmeintar sannar frásagn- ir af hetjum hafsins, hafa löngum ver- ið vinsælt lesefni hér á landi og ratað í ófáa gjafapakka – ekki síst til sjó- manna. Hins vegar hafa skáldsagna- höfundar okkar ekki nýtt sér þann spennandi sagnaheim á undanförnum áratugum, með örfáum undantekn- ingum. En nú hefur Einar Kárason sent frá sér áhrifamikla stutta skáld- sögu, eða nóvellu, þar sem hann byggir á atburðum á Nýfundnalands- miðum í febrúar árið 1959, þegar ís- lenskir togarar á karfaveiðum lentu í mannskæðu fár- viðri í fimbulkulda þar sem ís hlóðst á skipin. Höf- undur segir at- burðina kveikjuna að sögunni Storm- fuglum en frásögn og persónusköpun lúti lögmálum skáldskapar. Frásagnir af þessum örlagaríku at- burðum hafa gengið meðal manna og undirritaður minnist þess að hafa set- ið í pásu við saltfiskverkum suður með sjó, þá rétt fermdur, og hlýtt spenntur á dramatískar lýsingar gamals fiskverkamanns á því sem gerðist þessa daga á fjarlægum mið- um þar sem meira en tvö hundruð manns fórust, á þessum sömu slóðum „og við vorum í þessum túr, þar af helmingurinn á Ritubakka á meðan við börðumst við ísinn, og dauðann sem reyndi að draga okkur niður á hafsbotn“, (123) eins og sögumaður segir undir lok bókar. Stormfuglar fjalla um eina mar- traðarkennda ferð Máfs RE 335 á Nýfundnalandsmið. Og frásögnin hefst strax á lýsingu á glímu sjó- mannanna við dauðann, við ísinn sem hlóðst á skipið í fáviðrinu: „Að mölva ís af skipi getur virst við fyrstu sýn eins og óvinnandi verkefni …“ – og setningin heldur áfram með ógnvekj- andi lýsingu á ísnum sem sest á alla fleti skipsins, rekkverk sem stög og víra, höfundur hleður henni hærra og hærra upp áður en hann setur loks punkt á næstu síðu. Fyrir miðju þriðju persónu frá- sagnarinnar í þátíð er átján ára há- seti, Lárus að nafni, sem er að fara í sína fyrstu sjóferð. Fyrir vikið er sjó- mennskan honum nýr heimur og les- andinn upplifir heim skipsins, mann- skapinn um borð og atburðina með hans ungu og forvitnu augum. Þegar sagan hefst eru skipverjar staddir í glímunni miðri við náttúru- öflin, og dregin er upp firnaþétt mynd af átökunum við þau og heimi sjó- mannanna um borð. Þá er stigið til baka, að upphafi siglingarinnar og baksögu Lárusar, áður en lokahluti glímunnar tekur við; þar sem skip- verjar berjast úrvinda af þreytu við að halda Máfinum á floti, á sama tíma og íslensk og erlend skip sökkva nærri þeim. Höfundurinn leikur sér með vísanir í frægustu sjóferðaskáldsöguna, Moby Dick, til að mynda þegar for- boðar um hryllinginn fram undan taka að birtast, eins og tal um danska skipið Hans Hedtoft og Titanic sem hafa farið niður á siglingaleiðinni og ótal margir látið þar lífið. Og Einar lýsir heiminum um borð líka vel, lýsir verklagi við karfaveiðarnar, ýmsum störfum mannanna og aðstöðunni, og þá eru dregnar upp lifandi myndir af nokkrum skipverja. Það eru skip- stjórinn rólyndi, sem getur brýnt röddina svo heyrist út um miðin, en hann situr sólarhringum saman svefnlaus í stýrishúsinu og stýrir skipinu örþreyttur gegnum boðana; loftskeytamaðurinn fróði og sílesandi sem klæðir sig upp þegar hann býst við dauða sínum; en eftirminnilegasta persónan er þó bátsmaðurinn sterki og drykkfelldi, sem leynir á sér; er ljóðskáld og verður lífgjafi Lárusar. Einar hefur löngum sýnt hversu góður sögumaður hann er og hann heldur hér þétt og vel utan um frá- sögnina sem rennur svo vel að margir lesendur munu ekki leggja bókina frá sér fyrr en við sögulok, svo spennandi er hún og vel mótuð. Það spurðist á dögunum að erlend- ir útgefendur hefðu tekist á um út- gáfuréttinn að sögunni og það kemur ekki á óvart. Vel sagðar sögur um mannraunir og baráttu við náttúru- öflin eru alltaf vinsælar, og þessir Stormfuglar verðskulda að fljúga hátt og víða. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Höfundurinn Saga Einars Kárasonar rennur svo vel „að margir lesendur munu ekki leggja bókina frá sér fyrr en við sögulok“, segir rýnir. Þegar dauðinn reyndi að draga þá niður Skáldsaga Stormfuglar bbbbm Eftir Einar Kárason. Mál & menning, 2018. Innb. 124 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.