Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 32

Morgunblaðið - 27.06.2018, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2018 Breska listakonan Kitty Von Some- time frumsýndi nýja stuttmynd eða myndband um síðustu helgi sem nefnist Origin. Kitty, sem býr og starfar hér á landi, gerði verkið í samvinnu við KERAI, hóp tónlistar- framleiðenda og listamanna í Lond- on „af ýmsum kynjum og engu kyni“, eins og því er lýst í tilkynn- ingu á ensku. Myndin er sú fyrsta sem Kitty sendir frá sér frá því #Embrace- Yourself var frumsýnd en hún var hluti af þekktu listaverkefni hennar, The Weird Girls Project. Origin er bæði sjálfstætt verk og tónlistar- myndband, að því er segir í tilkynn- ingunni, en þeir sem vilja horfa á það geta gert það á vefnum Vimeo á slóðinni vimeo.com/271940791. Veran sem sést í stuttmyndinni eða myndbandinu mun vera ómennsk og öðlast rödd með aðstoð KERAI, skv. tilkynningu og segir einnig í henni að með þessu nýjasta verki sínu fari Kitty inn á öllu myrk- ara svæði en í fyrri verkum sínum. Origin dregur nafn sitt af sam- nefndu lagi sem ómar undir í mynd- bandinu og er það önnur smáskífan sem gefin er út af KERAI af vænt- anlegri breiðskífu hópsins með sama nafni. Tökur á myndbandinu fóru fram í og við gamla sementsverk- smiðju sem hefur verið rifin niður að hálfu leyti. Til að verjast steypuryki varð tökulið Kitty að bera ryk- grímur. Ómennsk Veran í myndbandi Kitty með höfuð af gínu, að því er virðist. Kitty gerði mynd- band við lag KERAI Sýning á vatnslitamyndum eftir Ólaf Elíasson var opnuð 7. júní í Staatliche Graphische Sammlung í München í Þýskalandi og stendur hún yfir til 2. september. Ólafur er þekktur að annars konar verkum og þá einkum innsetningum og skúlptúrum og er þetta fyrsta sýn- ingin sem eingöngu er helguð vatnslitamyndum eftir hann. Á vef Staatliche Graphische Sammlung segir að teikning sé Ólafi afar mik- ilvæg enda móti hann hugmyndir sínar upphaflega út frá þeim og skrásetji þannig hugsanaferlið. Sýningin í München ber titilinn WATERcolours og segir um hana að í verkunum sýni Ólafur marg- hliða hæfileika sína í teikningu. Hugmyndin með sýningunni hafi verið að sýna bæði tilfinningalega og vitsmunalega tengingu milli teikninga hans og innsetninga og gefa kost á því að endurupplifa verk hans með þeim hætti. Fyrsta sýning Ólafs á vatnslitaverkum Morgunblaðið/Kristinn Hugmyndaríkur Ólafur Elíasson hefur vakið heimsathygli fyrir list sína. Bandaríski leikarinn Robert De Niro hefur bæst á lista þeirra sem segja Weinstein-framleiðslu- fyrirtækið skulda þeim fúlgur fjár en fyrirtækið hefur lýst sig gjald- þrota eftir að upp komst um kyn- ferðisbrot og kynferðislega áreitni framleiðandands Harveys Wein- steins sem stofnaði og rak fyrir- tækið með bróður sínum Bob. De Niro segir að fyrirtækið skuldi sér 940.000 dollara, jafnvirði um 101,6 milljóna króna, vegna kvikmyndar- innar Silver Linings Playbook sem hann lék í og var frumsýnd árið 2012. De Niro var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni og hefur nú gert kröfu á þrotabú fyrirtækisins en meðal annarra leikara sem gert hafa slík- ar kröfur eru Meryl Streep og George Clooney og meðal leikstjóra Quentin Tarantino. Tarantino segir fyrirtækið skulda sér tæpar fjórar milljónir dollara. Allar eignir Weinstein-fyrirtæk- isins eru nú í söluferli og kaupand- inn er fyrirtækið Lantern Capital sem lækkaði tilboð sitt verulega svo hægt yrði að ganga frá kaupunum. Óttast margir þeir sem eiga inni peninga hjá Weinstein að þeir fái þá ekki greidda frá hinum nýju eig- endum. Weinstein skuldar De Niro tæpa milljón AFP Krafa De Niro er einn margra sem eiga inni háar fjárhæðir hjá Weinstein. Vargur 16 Bræðurnir Erik og Atli eiga við fjárhagsvanda að stríða. Þeir grípa til þess ráðs að smygla dópi. Erik skipulegg- ur verkefnið og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 20.00 Undir trénu 12 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 18.00 Svanurinn 12 Morgunblaðið bbbmn IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 20.00 Heima Heimildamynd um hljóm- sveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland sumarið 2006. IMDb 8,6/10 Bíó Paradís 22.00 In the Fade 12 Metacritic 64/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.00 Call Me By Your Name 12 Metacritic 93/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 22.00 Sicario: Day of the Soldado 16 Barátta Bandaríkjamanna við eiturlyfjabaróna í Mexíkó tekur á sig jafnvel alvarlegri mynd þegar hryðjuverka- mönnum er smyglað yfir landamærin. Laugarásbíó 17.20, 19.50, 22.20 Sambíóin Keflavík 22.15 Smárabíó 19.10, 20.00, 21.50, 22.40 Háskólabíó 21.00 Love, Simon Myndin fjallar um samkyn- hneigðan strák sem heitir Simon. Hann veit ekki hver hinn nafnlausi bekkjarbróðir er, sem hann er orðin skot- inn í á netinu. Metacritic 72/100 IMDb 7,8/10 Smárabíó 15.00, 16.30, 17.10, 19.30, 22.00 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 19.30 Tag 12 Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Lítill hópur fyrrum bekkjar- félaga skipuleggur flókinn, árlegan „klukk“ leik, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt. Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.20, 17.30, 20.00, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.10, 19.40, 22.00 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.15 Sambíóin Keflavík 20.00 Book Club Metacritic 53/100 IMDb 6,3/10 Líf fjögurra góðra vinkvenna breytist til frambúðar, eftir að þær lesa söguna 50 Sha- des of Grey í bókaklúbbnum sínum. Smárabíó 17.00, 19.40 Háskólabíó 18.20, 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.30 Ocean’s 8 Debbie Ocean safnar saman liði til að fremja rán á Met Gala-samkomunni í New York. Metacritic 61/100 IMDb 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00 Sambíóin Kringlunni 21.00 Sambíóin Akureyri 22.30 Solo: A Star Wars Story 12 Ævintýri Han Solo og Chew- bacca áður en þeir gengu til liðs við uppreisnina, þar á meðal kynni þeirra af Lando Calrissian. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 19.40, 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.00 Deadpool 2 16 Eftir að hafa naumlega kom- ist lífs af í kjölfar nautgripa- árásar á afmyndaður kokkur ekki sjö dagana sæla. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 22.00 Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á með- an Helen, Teygjustelpa, fer og bjargar heiminum. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Laugarásbíó 15.00, 17.30 Sambíóin Álfabakka 15.00, 16.00, 17.00, 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 16.00, 17.00, 18.30, 19.30, 22.00 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.20, 17.30, 22.15 Háskólabíó 18.00 Draumur Myndin skoðar ósagða sögu Mjallhvítar, Öskubusku og Þyrnirósar, sem komast að því að þær eru allar trúlof- aðar sama draumaprins- inum. Laugarásbíó 15.20 Smárabíó 15.00, 17.20 Pétur Kanína Smárabíó 14.50 Ferdinand Metacritic 58/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 11.00 Þegar eldfjallið á eyjunni vaknar til lífsins þurfa Owen og Claire að bjarga risaeðlunum frá út- rýmingu. Morgunblaðið bbmnn Metacritic 52/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 22.00 Sambíóin Álfabakka 19.30, 22.15 Sambíóin Egilshöll 17.20, 19.40, 22.20 Borgarbíó Akureyri 21.40 Jurassic World: Fallen Kingdom 12 Kona fer í stríð Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar- verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há- lendi Íslands þar til mun- aðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur inn í líf hennar. Morgunblaðið bbbbb Laugarásbíó 19.50 Háskólabíó 17.50, 21.00 Bíó Paradís 20.00 Adrift 12 Myndin fjallar um unga konu, Tami sem þarf að takast á við mótlæti eftir að skúta sem hún og unnusti hennar sigldu gjör- eyðilagðist. í 4. stigs fellibyl. Metacritic 56/100 IMDb 6,7/10 Laugarásbíó 17.40, 19.50, 22.00 Smárabíó 17.40, 19.50, 22.20 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 17.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna mbl.is/bio

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.