Morgunblaðið - 02.07.2018, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.07.2018, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 Sjálfseignarstofnunin Sigfúsar- sjóður er meðal þeirra sem leigja Alþingi húsnæði í Austurstræti 10a í Reykjavík. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyr- irspurn frá Birni Leví Gunnars- syni, þingmanni Pírata, um hús- næðismál þingsins. Sjóðurinn er eigandi 2. hæðar hússins þar sem þingið er með skrifstofur. Sigfúsarsjóður hefur um langt árabil verið fjárhagsleg- ur bakhjarl flokka íslenskra sósíal- ista og er einn eigenda að húsnæði Samfylkingarinnar á Hallveigar- stíg 1. Fermetraverð leigunnar var í fyrra rúmlega 31 þúsund krónur, en heildarupphæð kemur ekki fram í svarinu enda ekki um það spurt. Meðal annarra leigusala Alþing- is eru Arion banki, Íbúðalánasjóð- ur, Reitir ehf., LMK fasteignir ehf. og Félagshúsið ehf. Eitt hús á Ólafsfirði Fram kemur að heildarstærð húsnæðis í eigu Alþingis er rúm- lega 11 þúsund fermetrar. Stærst er Alþingishúsið sjálft og Skálinn, tæplega 2.700 fermetrar. Allt húsnæðið er í miðbæ Reykjavíkur nema 60 fermetra eign á Ólafsfirði þar sem skönnun Alþingistíðinda fer fram. Leigu- húsnæði þingsins er einnig allt í miðbænum nema húsnæði í Ár- múla 7 og á Ólafsfirði. Starfsmenn Alþingis voru í fyrra 107, en að auki voru þar 6 starfs- menn þingflokka og formanna flokka í stjórnarandstöðu. Alþingi leigir af Sigfúsarsjóði  Starfsemi Alþingis á 11.000 fermetrum  Margir leigusalar Eva B. Helgadóttir, lögmaður H- Foss, sem stóð fyrir gjaldtöku á bíla- stæðum við Hraunfoss í vetur, segir að engin svör hafi borist frá umhverf- isráðuneytinu vegna kæru sem félag- ið sendi til ráðuneytisins eftir að lög- regla stöðvaði gjaldtökuna í október í fyrra. Lagðar voru dagsektir á H- Fossa í maí vegna endurtekinnar gjaldtöku félagsins, en Umhverfis- stofnun féll frá þeim í maí eftir að gjaldtökunni var hætt. „Við erum ennþá að bíða eftir um- hverfisráðuneytinu,“ sagði Eva í sam- tali við mbl.is. Hún telur að ekki séu svo miklar lögfræðilegar flækjur fyr- ir hendi í málinu að það útskýri seina- gang ráðuneytisins til svara. Spurð um framhaldið, verði niður- staða ráðuneytisins óhagfelld félag- inu, segir Eva að félagið muni þá fara með málið fyrir dómstóla. Afstaða fé- lagsins sé að það hafi rétt til að njóta arðs af leigurétti sínum. „Framhaldið væri þá bara að fara í dómsmál, eftir atvikum, og það er í vinnslu að kæra ákvarðanir og aðgerðir lögreglunnar í málinu,“ sagði Eva. Framhaldið yrði dóms- mál, segir lögmaður Í dag mega landsmenn búast við svipuðu veðri og verið hefur und- anfarna tvo til þrjá mánuði, en veð- urhorfur á landinu í dag, samkvæmt vef Veðurstofu Íslands, eru suðvest- an fimm til 13 metrar á sekúndu sunnan- og vestantil. Rigning eða súld verður með köfl- um um landið vestanvert, mest um hádegisbilið vestanlands, á Vest- fjörðum og í innsveitum á Suður- landi en styttir þó eitthvað upp er líður á daginn. Þurrt verður austan- til og léttir til með sól um landið að austan- og suðaustanverðu er líður á daginn. Hitastigið verður fimm til 13 stig um landið vestanvert en 12 til 20 stig norðaustan- og austanlands. Á þriðjudag verður breytileg átt og á miðvikudag snýst í austlæga og síð- an norðaustlæga átt, á fimmtudag verður norðvestlæg átt og á föstu- dag er búist við suðlægri eða breyti- legri átt þar sem gæti létt til á köfl- um. Rigning sunnan og vestan til  Þurrt og léttir til fyrir austan í kvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veður vott Rigningasumarið ætlar engan endi að taka á SV-landinu. Opið er fyrir umsóknir úr Menning- arsjóði vestfirskar æsku, en úr hon- um eru veittir styrkir til framhalds- náms sem vestfirsk ungmenni geta ekki stundað í heimabyggð sinni. Í fyrra voru veittir styrkir að upphæð 450 þúsund krónur úr sjóðnum. Ungmenni sem hafa misst fyrir- vinnu, föður eða móður, njóta for- gangs um styrk ásamt einstæðum mæðrum og konum á meðan fullt launajafnrétti er ekki í raun, eins og segir í tilkynningu frá sjóðnum. Þar segir ennfremur að ef engar umsóknir berist frá Vestfjörðum komi umsóknir Vestfirðinga, sem búsettir eru annars staðar, til greina. Senda skal umsóknir fyrir lok þessa mánaðar til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku, c/o Haukur Hannibalsson, Digranesheiði 34, 200 Kópavogur, og skal umsögn fylgja frá skólastjóra og/eða öðrum sem þekkja viðkomandi nemanda, efni hans og aðstæður. Einnig má senda umsóknir á netfangið: haukurhannibalsson@simnet.is Opið fyrir umsóknir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.