Morgunblaðið - 02.07.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018
Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50
tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög
jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans
ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is
.
Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum.
Arctic Star Sæbjúgnahylki
Sæbjúgu
eru þekkt fyrir:
• Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu
líkamans gegn ýmsum sjúkdómum
• Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla
að myndun húðpróteins
og insúlíns
200 mílur á mbl.is ræddu ígær við Gunnar Gíslason,
viðskiptastjóra hjá Arion banka,
um rekstrar-
umhverfið í
sjávarútvegi.
Hann sagði
lítil og með-
alstór fyrir-
tæki glíma
við erfitt
rekstrar-
umhverfi, ekki síst eftir að ekki
rættist úr frumvarpi atvinnuvega-
nefndar um endurútreikning veiði-
gjalda.
Gunnar segir að veiðigjöldinkomi „virkilega illa við“ litlu
og meðalstóru útgerðirnar og að
margir hafi orðið fyrir vonbrigðum
með að Alþingi skyldi ekki afgreiða
frumvarp um endurútreikning
veiðigjaldanna áður en þing-
störfum lauk. Afleiðing þessa verk-
leysis þingsins er að veiðigjöldin
verða allt of há út þetta ár að
minnsta kosti og Gunnar segir að
þetta verði „þungt ár í rekstri fram
undan fyrir marga“.
Hann nefnir að þeir sem getifjárfest í aukinni tækni til að
hagræða í rekstrinum geri það, en
hann nefnir líka að greinin sé al-
þjóðleg og að vinnslan geti í aukn-
um mæli flust héðan og til Póllands,
þar sem laun séu um þriðjungur af
því sem þau séu hér á landi.
Gunnar segir ljóst að ekki muniallir ráða við að greiða yfir-
vofandi veiðigjöld og vonar að
lausn finnist á þessu. Hann segir að
það sé „auðvitað stórskrýtið að
reyna að reka sjávarútvegsfyr-
irtæki á Íslandi, þú veist aldrei
hvað stjórnvöld ætla að gera næst.
Það er ekki ýkja gott rekstrar-
umhverfi“.
Vonandi hlusta stjórnvöld á slíkvarnaðarorð þeirra sem fylgj-
ast með afkomunni í greininni.
Þungt fram undan
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 1.7., kl. 18.00
Reykjavík 9 rigning
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 14 skýjað
Nuuk 5 skýjað
Þórshöfn 9 skúrir
Ósló 25 heiðskírt
Kaupmannahöfn 20 heiðskírt
Stokkhólmur 17 heiðskírt
Helsinki 20 heiðskírt
Lúxemborg 25 heiðskírt
Brussel 27 heiðskírt
Dublin 22 heiðskírt
Glasgow 21 heiðskírt
London 27 léttskýjað
París 30 heiðskírt
Amsterdam 25 heiðskírt
Hamborg 21 heiðskírt
Berlín 20 heiðskírt
Vín 20 heiðskírt
Moskva 24 skúrir
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 26 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 28 heiðskírt
Aþena 29 léttskýjað
Winnipeg 24 léttskýjað
Montreal 29 léttskýjað
New York 33 heiðskírt
Chicago 30 léttskýjað
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:09 23:56
ÍSAFJÖRÐUR 1:55 25:20
SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20
DJÚPIVOGUR 2:25 23:39
Sídðegis í gær
var björgunar-
sveitin á Akra-
nesi kölluð út
vegna slasaðrar
konu við fossinn
Glym í Hvalfirði.
Hópur björgun-
arsveitarfólks
ásamt sjúkra-
flutningamönn-
um á Akranesi
náði í konuna, sem er af erlendu
bergi brotin. Fór hópurinn gangandi
og á sexhjólum upp að fossinum til
að flýta fyrir björguninni og flutti
hana niður á börum þar sem sjúkra-
bíll beið niðri við veg. Fyrr um dag-
inn aðstoðaði björgunarsveit Vest-
mannaeyja erlendan mann sem
kominn var í sjálfheldu í Dalfjalli, en
hann hafði misst sjónar á gönguleið-
inni og tapað staf sínum. Honum
varð ekki meint af. Þá fór björg-
unarsveitin á Snæfellsnesi í útkall
vegna hestaslyss við Ingjaldshól í
Snæfellsbæ. Sveitin aðstoðaði
sjúkrabíl sem þegar var kominn á
vettvang við að koma hinum slasaða
í bíl.
Annríki hjá
björgunar-
sveitunum
Þrjú útköll í gær
vegna slysa
Hásumar Mikið um
bjarganir í sumar.
Stjórn Gæðingadómarafélags Ís-
lands gagnrýndi á dögunum afskipti
stjórnar Landsmóts hestamanna af
vali dómara og yfirdómara á Lands-
móti 2018. Sagði stjórnin í yfirlýs-
ingu að mikil óánægja væri innan fé-
lagsins vegna skipunar yfirdómara
mótsins og að ekki væru fordæmi
fyrir því að stjórn LH skipti sér af
slíku vali. Stjórn gæðingadómara-
félagsins velur þann hóp gæðinga-
dómara sem dæmir á landsmótum. Í
nýrri yfirlýsingu sem stjórn félags-
ins sendi frá sér í gærmorgun segir
þó að fyrri yfirlýsing hafi ekki verið
send með samþykki meirihluta
stjórnar félagsins. Segir þar jafn-
framt að málið teljist leyst og að far-
ið hafi verið eftir öllum settum lög-
um og reglum um val dómara.
Gæðingadómarar
gagnrýna afskipti
Ljósmynd/Landsmót
Sátt Gæðingadómarar gagnrýndu stjórn LH en hafa nú tekið það til baka.