Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 10

Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Miklu meira en bara ódýrt! Lyklahús Sláttuorf 3.495 5.495 rrulás 1.995 1.995 7.995 4.995 3.995 3.995 Kerrulás Hjólastandur á bíl 1.995 Tjaldstæðatengi Tengi 12v í 230v Hraðsuðuketill 12v USB 12v tengi Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þetta er ein af birtingarmyndum enn stærra vandamáls,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, aðspurður um áhrif enskra merkinga í búðargluggum miðbæjar- ins á íslenska tungu. Eins og glöggir miðbæjarunnendur hafa eflaust tekið eftir eru auglýsingar í búðargluggum og skilti á gangstéttum ósjaldan á ensku. Enskan hætt að vera gestur „Þetta verður ekki til þess að drepa íslenskuna eða eitthvað slíkt en ensk- an verður okkur sífellt eðlilegri. Hún er orðin svo sjálfsögð í umhverfi okk- ar að við höfum ekki lengur tilfinn- ingu fyrir því að hún sé gestur eða að hún sé í raun erlent tungumál.“ Aðspurt hvers vegna merkingar væru á ensku sagði flest verslunar- fólk í miðbænum að það hentaði betur þar sem langflestir viðskiptavinir væru erlendir. Í Cintamani á Lauga- vegi tjáði listrænn stjórnandi keðj- unnar, David Young, blaðamanni Morgunblaðsins að keðjan sniði skilti og aðrar merkingar að kúnnum sín- um. „Í Kringlunni og Smáralind eru merkingar á íslensku, þar sem meira er um Íslendinga en ferðafólk þar. Hér á Laugaveginum eru svona 90% kúnnahópsins ferðafólk svo við ákváðum að hafa merkingar á ensku hér.“ Vitundarvakning nauðsynleg Eiríkur segir skiljanlegt að versl- unareigendur ákveði að hafa auglýs- ingaskilti og aðrar merkingar á ensku. „Menn vilja náttúrlega ná til ferðamanna en það er engin nauðsyn að íslenskan hverfi af þeim sökum.“ Eiríkur ítrekar þó að hann hafi ekkert á móti ensku. „Við verðum að passa okkur að fara ekki í einhvers konar stríð við enskuna, við höfum ekkert á móti henni. Hún er náttúrlega al- þjóðamál og nauðsynlegt samskipta- mál.“ Inntur eftir því hvort eitthvað sé til ráða til að sporna við minni notkun ís- lenskunnar segir Eiríkur: „Það þarf að fara fram einhvers konar vitund- arvakning sem felur í sér að fólk átti sig á því að íslenskan á alltaf við, alls staðar. Ef við höldum því ekki til streitu þá erum við komin á hættu- lega braut. Jafnframt þurfum við að leggja áherslu á það að auðvitað er enskan mikilvæg og það er sjálfsögð kurteisi og þjónusta við fólk sem heimsækir okkur að nota hana. Ensk- an má bara ekki útrýma íslenskunni.“ Enskan er hætt að vera gestur  Merkingar í búðum eru gjarnan á ensku  Íslenskufræðingur segir það birtingu á stærra vandamáli  Íslendingar þurfa að átta sig á því að vel er hægt að nota íslenskuna á öllum sviðum samfélagsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útivist Í Cintamani á Laugavegi kemur aðallega erlent ferðafólk. Vintage Að sögn starfsfólks hentar orðið vintage betur en „notuð föt“. Skart Í GÞ jewellery koma aðallega erlendir ferðamenn. Bastard Á Bastard koma bæðir Íslendingar og ferðafólk. Prikið Staðurinn hefur löngum verið vinsæll meðal Íslendinga. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, lést á hjartadeild Landspítalans að morgni 29. júní. Jónas var blaðamað- ur og fréttastjóri á Tímanum 1961-1964, fréttastjóri Vísis 1964- 1966, ritstjóri Vísis 1966-1975, einn stofn- enda og ritstjóri Dag- blaðsins 1975-1981, rit- stjóri DV 1981-2001, ritstjóri Fréttablaðsins 2002, útgáfustjóri Eið- faxa ehf. 2003-2005, leiðarahöfundur DV 2003-2005, ritstjóri DV 2005- 2006 og stundakennari í blaða- mennsku við símennt Háskólans í Reykjavík 2006-2008. Jónas fæddist í Reykjavík 5. febr- úar 1940. Foreldrar hans voru Anna Pétursdóttir bókari og Kristján Jón- asson læknir. Systir Jónasar er Anna Halla lögfræðingur. Jónas lauk stúdentsprófi frá MR 1959 og BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1966. Hann var formaður Blaðamannafélags Ís- lands og Íslands- nefndar International Press Institute. Jónas skrifaði fjölda bóka, einkum ferðabækur og hestarit. Einnig hélt hann úti vefnum jonas.- is og birti þar fjölda pistla og greina. Eiginkona hans, Kristín Halldórs- dóttir, fyrrverandi alþingismaður, lést 14. júlí 2016. Börn þeirra eru Kristján jarðfræðingur, Pálmi fréttamaður og sagnfræðingur, Pét- ur kerfisfræðingur og Halldóra flug- maður. Andlát Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.