Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 11
11Landsmót hestamanna 2018
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess
að þau þekkja tal betur en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Landsmót hestamanna hófst í blíð-
skaparveðri á svæði hestamanna-
félagsins Fáks í Víðidal í gær. Er
þetta í þriðja sinn sem mótið er hald-
ið í Reykjavík en áður hafa þar verið
haldin mót árin 2000 og 2012. Móts-
haldarar áætla að allt að tíu þúsund
manns verði á mótinu þegar mest
verður og töldu að um þrjú þúsund
manns hefðu verið á svæðinu í Víði-
dal í gær. Höfðu viðstaddir orð á því
að það mætti teljast mikil mildi að
ekki væri rigning og því margir sem
nutu útiverunnar í brekkunni við
völlinn. Mótið hófst á sérstakri for-
keppni í barnaflokki og tók svo við
keppni í unglingaflokki sem stóð yfir
fram eftir degi. Milliriðlar í barna-
og unglingaflokki fara fram á þriðju-
dag og miðvikudag.
Þá var boðið upp á skemmtidag-
skrá fyrir unga sem aldna en frítt
var inn á svæðið fyrir almenning.
Síðdegis mætti Guðni Th. Jóhannes-
son forseti og hélt stutta tölu þar
sem hann lýsti yfir ánægju sinni með
áhuga ungu kynslóðarinnar á hest-
um og hestaíþróttinni. Þá veitti hann
þátttakendum í barnaflokki svokall-
aðar knapagjafir fyrir þátttöku sína
á mótinu. Deginum lauk með barna-
balli í reiðhöllinni (nú Mathöllinni)
þar sem JóiPé og Króli ásamt Magna
tróðu upp.
Fjölbreytt fræðslu- og skemmti-
dagskrá verður á mótinu nú í vik-
unni. Í dag hefst keppni í B-flokki
fyrir hádegi og ungmennaflokki (18-
21 árs) síðdegis.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Gleði Guðni Th. Jóhannesson forseti veitir þátttakendum í barnaflokki knapagjafir fyrir drengilega frammistöðu.
Landsmót hafið í Víðidal
Landsmót hestamanna hófst í 23. sinn í gær á svæði Fáks
Skemmtidagskrá og keppni í yngri flokkum fyrsta daginn
Blaðamaður Morgunblaðsins hitti
fyrir ungan knapa sem var að
keppa á sínu fyrsta landsmóti.
Kristín Karlsdóttir er 11 ára Reyk-
víkingur, búsett í Reykholti í Borg-
arfirði. Hún æfir með Fáki og hefur
verið lengi í kringum hesta. „Ég hef
verið í hestum eiginlega allt mitt líf.
Mamma mín og pabbi eru hestafólk
svo ég hef verið í kringum þennan
heim síðan ég man eftir mér.“ Hún
segist oft hafa keppt áður á minni
mótum en þetta er fyrsta lands-
mótið þar sem hún tekur þátt í
keppni. Hestur hennar heitir Há-
varður og býr að mikilli reynslu.
„Hann er mjög góður. Hann hefur
unnið landsmót áður, árið 2006. Þá
var knapinn Ragnar Bragi Sveins-
son, frændi minn.“ En hvað snýst
landsmót um í hennar augum?
„Landsmótið snýst auðvitað mest
um að hafa gaman og svo reyni ég
að gera mitt besta. Ég reyni að
komast í milliriðla núna á eftir.
Þetta er mitt fyrsta landsmót og
ekki það síðasta,“ segir Kristín, að
vonum spennt yfir því að keppa í
fyrsta sinn á svo stóru móti.
ninag@mbl.is
Ljósmynd/Nína Guðrún Geirsdóttir
Ungur knapi Kristín var mjög spennt að fara á bak á sínu fyrsta landsmóti.
Fyrsta landsmótið
af mörgum