Morgunblaðið - 02.07.2018, Qupperneq 14
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Það má finna margt jákvætt við þessa þróun
og hefur hún t.d. gert vinnumarkaðinn sveigj-
anlegri og leyft fyrirtækjum að bregðast við
mjög mikilli mannaflsþörf sem hefði ekki verið
nein leið til að fullnægja með innlendu vinnuafli.
Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá því
að vinnumarkaðurinn virðist vera að þróast í þá
átt að vera mjög skýrt tvískiptur.“
Þetta segir Gylfi Magn-
ússon um áhrif erlendra
starfsmannaleiga á íslensk-
um vinnumarkaði en hann
er einn af höfundum greinar
í Stjórnmálum & stjórnsýslu
þar sem farið er í saumana á
þessum nýja áhrifavaldi á
vinnumarkaðinum. „Algengt
virðist að þeir erlendu
starfsmenn sem koma til Ís-
lands í gegnum starfs-
mannaleigur beri minna úr býtum en Íslend-
ingar í sömu störfum. Ekki nóg með það heldur
eru ýmis útgjöld þyngri hjá þeim en hjá inn-
fæddum og dæmi um að þessi hópur borgi
meira fyrir húsnæði til að búa í og greiði alls
konar þjónustugjöld til starfsmannaleiganna.
Þá eru mjög skýrar vísbendingar um að ekki sé
farið eftir þeim kjarasamningum sem gilda hér
á landi. Vinnumarkaðurinn er því tvískiptur að
því leyti að annars vegar er fólk sem býr við full
réttindi og nýtur þeirrar verndar sem kjara-
samningar og ýmsar hefðir og venjur tryggja
þeim og hins vegar hópur fólks sem er jaðar-
settur og ber skarðan hlut frá borði.“
Gylfi er dósent við Háskóla Íslands og skrif-
aði greinina í samvinnu við Ingu Minelgaite,
Erlu S. Kristjánsdóttur og Þóru H. Christian-
sen. Hann segir að áhrif starfsmannaleiganna
megi skoða frá ýmsum sjónarhornum. „Það er
t.d. rétt að að mörgu leyti njóta heimamenn
góðs af þessu fyrirkomulagi. Þökk sé því fólki
sem fengið er til starfa í gegnum starfsmanna-
leigur geta íslensk fyrirtæki vaxið hratt, greinar
á borð við ferðaþjónustu skapað mikinn gjald-
eyri og aukin umsvif skilað auknum skatt-
tekjum í opinbera sjóði. Erlenda starfsfólkið
gengur líka í störf sem heimamenn hafa lítinn
áhuga á og t.d. sjaldgæft að Íslendingar vinni
við það í dag að þrífa skrifstofubyggingar eða
starfi á gólfinu í fiskvinnslunum. Undir vissum
kringumstæðum mætti halda því fram að
starfsmannaleigurnar hefðu þau áhrif að und-
irbjóða eða hafa vinnu af heimamönnum, og þá
helst ungu fólki og ófaglærðum, en það virðist
samt ekki raunin í augnablikinu og virðast núna
allir geta fengið vinnu sem vilja,“ segir hann.
Margföldun á nokkrum árum
Umsvif starfsmannaleiganna hafa aukist
hratt. Þær voru fjórar talsins árið 2014 og með
22 starsfmenn á sínum vegum á Íslandi en voru
orðnar 36 árið 2017 og starfsmennirnir þá orðn-
ir 3.205. Um 200.000 manns eru á vinnumarkaði
á Íslandi og þrátt fyrir að vera allstór og ört
vaxandi hópur er útlit fyrir að þeir sem hér
starfa á vegum starfsmannaleiga myndi innan
við 2% af heildarvinnuafli í landinu. Starfs-
mannaleigur voru einnig mjög virkar fyrir fjár-
málahrun en þó með öðrum hætti en nú: „Greina
má tvö tímabil: fyrst komu þensluárin fyrir hrun
þar sem starfsmannaleigur voru einkum nýttar í
kringum verklegar framkvæmdir og aðallega að
starfsmennirnir væru karlkyns. Núna sjáum við
starfsmannaleigur nýttar víðar og hlutfall
kvenna að aukast. Er sérstaklega áberandi hvað
ferðaþjónustugeirinn reiðir sig mikið á starfs-
mannaleigur.“
Gylfi undirstrikar að starfsmannaleigurnar
sem slíkar séu ekki óæskilegar, og jákvætt að ís-
lenski vinumarkaðurinn sé opinn fólki frá öðrum
löndum EES. Þá hafi hlutur starfsmannaleiga
haft þau áhrif í hruninu að hægt var að „tappa
af“ íslenska vinnumarkaðinum mjög hratt þegar
farandverkafólk flutti aftur til síns heima svo að
atvinnuleysi mældist ekki jafnmikið og ella.
Hann segir engu að síður eðlilegt að vera hugsi
yfir því ef íslenskur vinnumarkaður verður í
reynd tviskiptur, jafnvel þó að erlendu starfs-
mennirnir búi við betri kjör á Íslandi en þeir
myndu gera í heimalandi sínu. Gylfi segir jafn-
framt ekki hægt að stóla á að hinn frjálsi mark-
aður rétti hlut starfsfólks starfsmannaleiganna:
Þekkja ekki rétt sinn
„Reikna má með að þeir útlendingar sem
hingað koma á vegum starfsmannaleiga til að
vinna í skemmri eða lengri tíma kunni ekki vel á
íslenskt samfélag og þekki ekki rétt sinn. Þetta
fólk getur líka átt allt undir vinnuveitandanum
og í þeirri óskemmtilegu stöðu að geta misst
bæði vinnu, húsnæði og jafnvel eitthvað fleira ef
það reynir að sækja rétt sinn. Það þarf ekki
endilega meira regluverk, en betri dreifing upp-
lýsinga gæti fengið þennan markað til að virka
betur.“
Aðspurður hvort einhverjar reglubreytingar
gætu hjálpað segir Gylfi að verkalýðshreyfingin
hafi lagt til að leiða í lög svokallaða keðjuábyrgð.
„Það þýðir að þeir sem fá undirverktaka til
starfa fyrir sig geta ekki fríað sig ábyrgð ef und-
irverktakinn t.d. greiðir ekki rétt laun, skilar
ekki sköttum eða vanrækir að borga í lífeyris-
sjóð. Væri mjög jákvætt skref að innleiða lög af
því tagi um leið og leitað væri leiða til að gera
markaðinn gegnsærri svo að starfsfólk starfs-
mannaleiga geti tekið betur upplýstar ákvarð-
anir.“
Vinnumarkaðurinn að verða tvískiptur
Morgunblaðið/Ómar
Þróun Fyrir hrun voru starfsmannaleigur einkum nýttar í kringum verklegar framkvæmdir.
„Núna sjáum við starfsmannaleigur nýttar víðar og hlutfall kvenna að aukast,“ segir Gylfi.
Á síðasta ári störfuðu liðlega 3.200 manns hér á landi á vegum erlendra starfsmannaleiga
Hópur fræðimanna hefur áhyggjur af að þetta fólk geti orðið jaðarsett á vinnumarkaðinum
Gylfi
Magnússon
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Kínverska renminbíið veiktist um
3,3% gagnvart Bandaríkjadalnum í
júní og er það mesta mánaðarlækk-
un gjaldmiðilsins allt frá því að kín-
verski gjaldeyrismarkaðurinn var
settur á laggirnar árið 1994. Í síð-
ustu viku nam lækkunin 1,9% og hef-
ur renminbíið aðeins einu sinni
lækkað jafn mikið á einni viku en það
var árið 2015 þegar óvænt breyting í
peningastefnu seðlabanka Kína
hristi upp í mörkuðum og olli því að
gjaldmiðillinn veiktist um 2,8% á
einni viku.
Á árunum 2005 til 2014 leituðust
ráðamenn í Peking við að veikja kín-
verska gjaldmiðilinn og voru gagn-
rýndir fyrir að veita þarlendum út-
flytjendum ósanngjarnt forskot. Á
undanförnum árum hefur stefnan
snúist við og stjórnvöld reynt að
styrkja renminbíið til að forða fjár-
magnsflótta.
Að sögn FT óttast markaðsgrein-
endur að veikingin í janúar sé til
marks um að kínversk stjórnvöld séu
reiðubúin að nota veikingu renmin-
bísins sem vopn í harðnandi tolla-
stríði við Bandaríkin. Veikingin kann
þó líka að vera ósköp eðlileg leiðrétt-
ing en renminbíið, sem er lauslega
tengt körfu alþjóðlegra gjaldmiðla,
hefur þótt haldast óvenju sterkt
gagnvart gagnvart dalnum það sem
af er þessu ári á meðan gjaldmiðlar á
borð við evruna hafa verið að veikj-
ast gagnvart gjaldmiðli Bandaríkj-
anna. Einnig gæti veikingin í júlí
verið merki þess að kínversk stjórn-
völd séu reiðubúinn að láta markað-
inn leika stærra hlutverk í því hvaða
stefnu gengið tekur. ai@mbl.is
Reuters
Dýfa Veiking renminbísins í júní
vekur spurningar um framhaldið.
Veiking renminbís-
ins veldur áhyggjum
Sérfræðingar óttast möguleikann á
gjaldmiðlastríði milli BNA og Kína