Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 15

Morgunblaðið - 02.07.2018, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu taka er merki um samþykki“, sagði hún sænsku fréttastofunni TT. Refsing verður allt að sex ára fangelsi og hámarksrefsing tíu ár ef fórnarlambið er yngra en 18 ára. Sænska lögfræðingafélagið og landsréttarráðið eru á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt löggjöf- ina fyrir að bjóða upp á víða túlkun og geðþóttaákvarðanir, um það hvort téð samþykki liggi fyrir eða ekki, í nauðgunarmálum. Rík- isstjórn Svíþjóðar, mynduð af jafn- aðarmönnum og græningjum, hef- ur aftur á móti varið löggjöfina. Kynlíf án samþykkis nauðgun Ný lög, sem leggja kynlíf án skýrs samþykkis að jöfnu við nauðgun, tóku gildi í Svíþjóð í gær, í fram- haldi af #MeToo-byltingunni þar- lendis. Nýju lögin kveða á um að nauðg- un eigi sér stað í kynferðislegri at- höfn, sem aðili að henni hefur ekki fúslega tekið þátt í. „Til að verða ákærður fyrir nauðgun er ekki lengur skilyrði að ofbeldi eða ógnum hafi verið beitt við athöfnina, eða að hafa nýtt sér varnarleysi fórnarlambsins,“ að sögn stjórnvalda. Dómstólar verði nú að veita því sérstaka athygli hvort samþykki hafi verið gefið með orðum, bendingum eða á ann- an hátt og dæma skv. lögunum. Ekki þörf á formlegu samþykki Dómarinn Anna Hannell, sem hjálpaði við samningu laganna, sagði að það væri „engin þörf á formlegu samþykki, líkamleg þátt- AFP Lög Sænska ríkisstjórnin, undir forystu Stefans Löfvens, ver lögin. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Innanríkisráðherra Þýskalands, Horst Seehofer, hótar að segja af sér embætti ásamt formennsku í Kristi- legum jafnaðarmönnum (CSU) í Bæjaralandi, eftir margra vikna deilur við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og formann Kristilegra demókrata (CDU), um móttökur flóttamanna, skv. heimildum AFP fréttastofunar. Seehofer er sagður afar óánægður með samkomulag sem kanslarinn gerði, með leiðtogum ríkja Evrópu- sambandsins (ESB) á föstudag, til að draga úr flóttamannastraumi til Evrópu. Það sé á skjön við hans eigin fyrirætlanir um að skipa landa- mæravörðum að senda flóttamenn í burtu við landamærin og þykir hann því ekki njóta stuðnings kanslarans. Seehofer hafnar skýringum Merkel um að samkomulagið gefi sömu nið- urstöðu, en hún sagði áður en leið- togarnir hittust, að málefni flótta- manna gætu haft úrslitaáhrif um framtíð ESB. Dýpkandi ágreiningur er á milli systurflokkanna CDU og CSU, sem saman mynda ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum (SDP) í Þýskalandi, en CSU eyddi mörgum vikum í að þrýsta á Merkel um að herða stefnu í málefnum innflytj- enda og flóttamanna, án árangurs. Merkel vann orrustuna en gæti tapað stríðinu, því að með afsögn Seehofer gæti slitnað upp úr ríkis- stjórnarsamstarfi flokkanna. Leiðtogar CSU hittust í München en Merkel og leiðtogar CDU í Berlín í gær. Talsmaður CDU segir kansl- arann hafa þéttan stuðning beggja flokkanna að baki sér og þingflokks- formaður CSU hefur neitað að taka við afsögn Seehofer. Ítalir loka höfnum í sumar Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, kallaði eftir bandalagi stjórnmálasamtaka í Evrópu gegn fjölda-flóttamannastefnu, á tilfinn- ingaþrunginni árlegri samkomu harðlínu stjórnmálaflokks síns, Lega Nord (LN) í gær, eftir að hafa lýst yfir að hafnir landsis verði lokaðar í sumar fyrir skipum samtaka sem flytja flóttamenn til Evrópu, greinir AFP frá. „Ég er að hugsa um stofnun regn- hlífarsamtaka frjálsra hreyfinga í Evrópu sem vilja verja landamæri sín og velferð barnanna sinna,“ sagði Salvini á fimmtu ráðstefnu LN í Pon- tida á Ítalíu. Um 50 þúsund manns víða að frá Ítalíu sóttu viðburðinn, eftir að Salvini gaf út slagorðið „Ítalía fyrst,“ að því er ítalskir fjöl- miðlar greindu frá, en afstaða Ítala gegn flóttamönnum hefur harðnað, þrátt fyrir að komur þeirra hafi dregist saman um 96% frá metárinu 2015. Salvini kvað flokk sinn hafa áunnið sér titilinn mesti popúlistaflokkur Evrópu, en hann tæki því sem hrósi. „Ég mun ferðast til höfuðborga, og ekki aðeins evrópskra, til að bjóða kjósendum valkost gegn Evrópu sem grundvallast á misnotkun skatt- peninga og fjölda-flóttamanna- stefnu.“ Í síðustu viku kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti á að fjár- hagsleg viðurlög yrðu lögð á ESB- ríki sem neita að taka við flótta- mönnum. Innanríkisráðherra Þýskalands hótar afsögn  Innanríkisráðherra Ítalíu kallar eftir bandalagi harðlínuflokka í Evrópu Kona greiðir atkvæði í kosningum til forseta, þings og sveitarstjórna í Mexíkó í gær, en lands- menn eru orðnir langþreyttir á spillingu og of- beldi glæpahringja í landinu. Líklegt þykir að hinn vinstrisinnaði Andreas Manuel Lopez Obra- dor, 64 ára fyrrverandi borgarstjóri Mexíkó- borgar, sigri í kosningunum, en hann hefur heit- ið að berjast gegn spillingu og gæti komið flokkum frá völdum sem hafa stjórnað í nær öld. Þjóðin orðin langþreytt á spillingu og ofbeldi AFP Gengið var til forseta-, þing- og sveitarstjórnarkosninga í Mexíkó í gær eftir öldu ofbeldis í landinu Stórri lögregluaðgerð hefur verið hrundið af stað eftir að alræmdur bankaræningi, Redoine Faid, strauk með þyrlu úr fangelsi nálægt París í Frakklandi í gær. Tveir vopnaðir menn notuðu reyksprengjur og slípi- rokka til að komast að honum í heimsóknarherbergi fangelsisins þar sem hann var að tala við bróður sinn. Þyrlunni hafði verið stolið af skelfingu lostnum þyrlukennara og fannst hún 60 km frá fangelsinu, en þaðan hafði Faid haldið með bifreið sem hefur fundist brunnin við versl- anamiðstöð. Þetta er í annað sinn sem Faid strýkur úr fangelsi, en árið 2013 sprengdi hann sér leið úr öðru fang- elsi í Norður-Frakklandi með dýna- míti. AFP Þyrlan Fannst um 60 km frá fang- elsinu en fangans er nú leitað. Ævintýra- legur flótti úr fangelsi  Komst undan á stolinni þyrlu Kafarar nálgast nú staðinn í ranghölum hellis í Taílandi við landamæri Myanmar og La- os, þar sem tólf drengir og fót- boltaþjálfarinn þeirra hafa verið fastir í meira en viku vegna flóða í kjölfar óveðurs samkvæmt AFP- fréttaveitunni. Óveðrinu slotaði í gær og með hjálp vatnsdælna komust kafar- arnir nær þeim stað þar sem dreng- irnir eru taldir vera. Yfir þúsund manns taka þátt í björgunaraðgerð- inni, þar af sextíu taílenskir og er- lendir kafarar. Kafarar nálgast nú drengina í hellinum Hellirinn Björg- unarstarf í gangi. FASTIR Í MEIRA EN VIKU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.