Morgunblaðið - 02.07.2018, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018
✝ Sigurjón Val-geir Hafsteins-
son fæddist á Sel-
fossi 2. janúar
1983. Hann lést 20.
maí 2018.
Foreldrar: Erla
Guðlaug Sigur-
jónsdóttir f. 29.3.
1965, og Hafsteinn
Jónsson, f. 16.2.
1960. Foreldrar
Erlu eru Guðlaug
Sigurðardóttir og Sigurjón Þór
Erlingsson, foreldrar Hafsteins
voru Guðrún Bjarnfinnsdóttir
og Jón Valgeir Ólafsson.
Systkini Sigurjóns Valgeirs
eru Steinar, f. 16.3. 1989, eig-
inkona hans er Kristrún Elsa
Harðardóttir og dóttir þeirra er
Anna Rakel, f. 2015; Guðlaug
Stella, f. 18.11. 1994, unnusti
hennar er Sigurjón Þór Widnes
Friðriksson.
Sigurjón Valgeir lauk hefð-
erfitt þetta var honum og fjöl-
skyldu hans.
Hann aflaði sér kerfisstjóra-
réttinda í tölvufræði og hafði
hugsað sér að eiga þar aftur-
kvæmt út í atvinnulífið.
Sigurjón Valgeir var félagi í
Rauða krossi Árnessýslu, var
umsjónarmaður neyðarvarna í
sýslunni, og sá um strákakaffi
Rauða krossins á Selfossi.
Í þessum erfiðu veikindum
fór hann að vinna úr gleri. Hann
hnýtti flugur fyrir stangveiði og
liggur eftir hann safn sem for-
eldrar hans varðveita. Ljós-
myndun var einnig eitt af hans
áhugamálum, einnig stjörnu-
fræði.
Fallegt steinasafn prýðir
heimili foreldra Sigurjóns Val-
geirs og er það afrakstur
margra ára söfnunar hans er
hann var í jarðfræðináminu.
Eitt af hans stóru áhugamálum
var stangveiði. Hann sat í stjórn
Landssambands stangveiði-
félaga. Hann spilaði einnig
handbolta með UMF Selfossi í
nokkur ár.
Útför hans fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 2. júlí 2018,
klukkan 14.
bundinni skóla-
göngu frá Grunn-
skólanum á Selfossi
og hóf nám í Fjöl-
brautaskóla Suður-
lands á Selfossi þar
sem hann útskrif-
aðist sem stúdent
árið 2003. Hann hóf
nám í Háskóla Ís-
lands í jarðfræði og
útskrifaðist með
BS-gráðu árið
2007.
Hann var trúlofaður Ásdísi
Ólafsdóttur, foreldrar hennar
eru Ólafur Börkur Þorvaldsson
og Ragnheiður Einarsdóttir.
Upp úr sambandi þeirra slitnaði
eftir níu ára samband.
Frá árinu 2007 og til dauða-
dags glímdi Sigurjón Valgeir
við illvíga flogaveiki sem tók
stóran toll af honum en honum
tókst að halda því til hliðar
þannig að ekki allir vissu hve
Í dag kveðjum við elsku Sig-
urjón Valgeir okkar, ég veit að
núna ertu búinn að fá lausn
þinna veikinda, þú gast ekki
meir og ætlum við að virða
þessa ákvörðun þína. Þetta er
búið að vera rúmlega 10 ára
stríð hjá þér og aldrei heyrðist
frá þér kvart eða kvein yfir ör-
lögum þínum. Fyrir 10 árum
hékk líf þitt á bláþræði en sem
betur fer fengum við þig aftur
og sögðum stundum við þig að
þeir þarna upp vildu þig ekki
strax því þú áttir eftir að skila af
þér verkefnum hér á jörðu niðri,
sem þú gerðir svo sannarlega.
Nýútskrifaður sem jarðfræðing-
ur veiktist þú og upp úr þeim
veikindum fékkstu illvíga floga-
veiki. Þú lést flogaveikina ekki
stoppa þig í því sem þú varst að
gera þó svo þú fengir mörg flog
á dag, tókst bara flogið og hélst
síðan áfram að gera það sem þú
varst að gera ekkert væl og vol
á þeim bænum.
Það var alveg sama hvað þér
datt í hug að gera, þú leystir þau
verkefni með miklum sóma og
gast bókstaflega allt, frá því að
hekla, prjóna, hnýta veiðiflugur,
veiða og glerlist og er til mikið
af fallegu handverki eftir þig.
En veiðimennska var þitt líf og
yndi og þú varst mikil aflakló.
Ég veit ekki hvernig ég kemst
af án þín en okkar samband var
mjög sérstakt, ég átti þig aðeins
17 ára gömul og hef alltaf sagt
að þú hafir alið mig upp en ekki
ég þig.
Ein minning er frá ferð okkar
norður til Heiðu og Ellerts, þá
varst þú nýkominn með æfinga-
akstur og ég lét þig keyra því ég
treysti þér betur til þess en mér.
Þrjóskur gastu verið og í einni
ferðinni okkar til Reykjavíkur
fannst gömlu þú keyra fullgreitt
og bað þig um að hægja á þér.
Við vorum stödd við Litlu kaffi-
stofuna. Þú leist á mig og sagðir
er ég eða þú að keyra, þú hægð-
ir á þér og ég varð að gjöra svo
vel að keyra heim með þér á 50
km hraða það sem eftir var ferð-
ar. Þegar heim kom sagðir þú:
ertu ánægð núna?
Við pabbi þinn eigum svo
margar góðar minningar því þú
varst ekki bara sonur heldur
okkar besti vinur og verða þess-
ar minningar geymdar í hjörtum
okkar alla ævi.
Eitt sem þú gerðir var að
kalla mig alltaf Erlu en ekki
mömmu og skrítið sem það var
þótti mér vænt um það.
Þú fórst að vinna hjá Rauða
krossinum í Árnessýslu sem
sjálfboðaliði og settir þar af stað
hóp sem heitir Strákakaffi og
þar varst þú mikil fyrirmynd
þessara ungu stráka. Einnig
varst þú umsjónarmaður neyð-
arvarna hér hjá Árnesingadeild.
Sameiginlegt áhugamál okkar
var að fara í ketilbjöllur. Pabbi
þinn og þú áttuð sameiginlega
veiðidellu og voruð þið miklir
veiðimenn. Eldamennska var
þitt líf og yndi enda snilldar-
kokkur og þú sérhæfðir þig sér-
staklega í taílenskum réttum.
Einnig var veður, þá sérstaklega
vont veður, eitt af því sem þú
elskaðir og var farið í marga
óveðursrúnta.
En elsku drengurinn okkar,
söknuðurinn og sorgin er svo
sár. Við vitum að það hefur verið
tekið vel á móti þér í sumarland-
inu því yndislegri engil er ekki
hægt að finna. Megi guð og góð-
ir englar vaka yfir þér, elsku
Sigurjón Valgeir okkar, minning
þín lifir í hjörtum okkar.
Mamma og pabbi.
Nú kveð ég þig, elsku besti
bróðir. Stundin þegar ég fékk
fréttirnar að þú værir týndur
var eins og atriði úr lélegri bíó-
mynd. Svo óraunverulegt. Ég
trúi ekki að ég hafi ekki fengið
að kveðja þig almennilega. Ef ég
hefði vitað það að Eurovison-
kvöldið hefði verið síðasta kvöld-
ið sem ég sá þig lifandi hefði ég
ekki sleppt takinu á þér. Mesta
eftirsjáin sem ég hef núna er að
hafa ekki sagt oftar við þig
hversu vænt mér þótti um þig
og hvað ég elskaði þig mikið. Því
miður fæ ég ekki tækifæri til að
segja það við þig. Ég skrifa
þetta með tárin í augunum og
hugsa um allar þær góðu stundir
sem við áttum saman. Þú varst
mér ekki bara stóri bróðir held-
ur mikill vinur og veiðifélagi.
Ekki veit ég hvernig verður að
veiða án þín og ekki grunaði mig
það í fyrra að veiðiferðin okkar í
Baugstaðarós væri sú síðasta
sem við færum saman. Kannski
var það tilviljun eða örlög að í
þessari síðustu veiðiferð var
veiðin góð og saman veiddum við
tíu fiska og alla yfir fimm pund.
Ein besta veiði sem við bræður
höfum átt var jafnframt sú síð-
asta.
Veiðin okkar er mér ofarlega í
huga þar sem við áttum þar
margar okkar bestu stundir. Það
varst þú sem gafst mér fyrstu
flugustöngina mína og kenndir
mér á hana. Það voru margir
dagar sem við vorum í Úlfljóts-
vatni að æfa okkur saman. Eitt
atvik þaðan er mér vel minnis-
stætt en það var þegar þú hélst
að þú hefðir týnt úrinu þínu. Við
stóðum vel úti í vatninu og þá
segir þú við mig að þú sért að
fara að fá flog. Ég aðstoða þig
upp á bakkann og svo færð þú
gott flog. Eftir að þú varst búinn
að jafna þig spurðir þú mig
hvort ég væri með úrið þitt, en
ég kannaðist ekki við það. Þá
byrjuðum við að leita og stóð
leitin í hátt á annan klukkutíma.
Loks gáfumst við upp þó þú
værir ekki glaður með það að
hafa tapað úrinu þínu. En þegar
við fórum svo klæða okkur úr
veiðifötunum þá á tókst þú eftir
því að úrið var búið að vera allan
tímann á úlnliðnum á þér. Við
höfum nú oft hlegið að þessari
sögu saman.
Þú varst einstakur bróðir,
með stórt hjarta og alltaf til í að
hjálpa þínu fólki. Ég veit ekki
hversu oft ég náði að plata þig
með mér á ruslahaugana þegar
ég nennti ekki fara einn. Ég bjó
alltaf til afsökun til að fá þig
með. Þó svo að þú sæir alltaf í
gegnum þær, enda lélegar með
eindæmum, þá komstu alltaf
með mér. Ekki þurfti ég að
sannfæra þig mikið til að að-
stoða mig við að byggja pall og
pott eða skjólvegg þó launin
væru sjaldnast góð hjá mér,
einn til tveir bjórar. Næsta
verkið okkar, Hraunhelluna,
náum við því miður ekki að klára
saman, elsku bróðir.
Þessi tími frá því að þú fórst
frá okkur hefur verið erfiður. Þá
sérstaklega sá tími sem fór í að
finna þig, en nú ertu kominn
heim, elsku bróðir.
Kæri bróðir. Ég mun sakna
þín alla ævi. Lífið verður ekki
eins án þín en minningin um þig
og allar góðu stundirnar mun
lifa með okkur fjölskyldunni.
Það er huggun í því að geta fylgt
þér síðasta spölinn. Þú munt
alltaf eiga stað í hjarta mínu.
Þinn bróðir,
Steinar.
Ég sit hér og bíð, með tár í augunum.
Bíð þess að þú vaknir elsku bróðir
minn.
Ég kveiki á kerti og bið til æðri afla
fyrir þér.
Ég vona að englarnir hugsi vel um þig
og verndi þig.
Elsku besti bróðir, ég bið fyrir þér
hvar og hvenær sem er.
Láttu þér batna, Sigurjón Valgeir
minn.
Þetta ljóð samdi ég fyrir þig
árið 2007 þegar ég missti þig í
fyrsta sinn þegar þú fékkst
heilabólguna. Ég syrgði þig svo
sárt, því ég hefði getað misst
stóra bróður minn. En þú
slappst og fékkst í raun nýtt líf,
en með þessu nýja lífi fylgdi
flogaveiki.
Eins og Fönix þá reistu upp
úr öskunni og varst harðákveð-
inn að þetta ætti ekki að stoppa
þig. Þú barðist eins og hetja í 10
ár eða akkúrat 3.703 daga. Það
er ótrúlegt, þú lifðir þannig séð
með flogaveikinni eða reyndir
það að minnsta kosti. En þann
20. maí 2018 þá gast þú ekki
barist meira. Þeim degi mun ég
aldrei gleyma, þá missti ég þig í
annað sinn og núna endanlega.
Elsku Sigurjón Valgeir, ég
veit ekki alveg hvað ég á að
segja varðandi hvað ég á eftir að
sakna þín mikið. Þegar þú varst
týndur í Ölfusá þá var þetta ekki
raunverulegt. Hugsanir komu í
kollinn á mér um litla von,
kannski komst þú upp úr og
ákvaðst að hefja nýtt líf einhvers
staðar. En þegar ég fór og sótti
dótið þitt þá molnaði ég. Ég
komst varla út í bíl, ég grét svo
sárt. En ég hélt svo fast í þessa
litlu von, því það var það eina
sem ég átti eftir svo þetta væri
ekki raunverulegt. Ég gat ekki
trúað því að ég væri búin að
missa þig. Þann 23. júní 2018
komst þú heim, ætli þú hafir
ekki þurft að skoða þig um í Ölf-
usá. Enda varstu ekki þekktur
fyrir það að stressa þig of mikið
á hlutunum, það rann varla í þér
blóðið. Ég vona að einn daginn
munum við hittast á ný, þú tek-
ur á móti mér bakvið ósýnilega
vegginn. Þangað til þarf ég að
halda minningunni þinni lifandi í
hjarta mínu, þú átt part í því og
munt alltaf eiga. Þó hjartað sé
aumt núna þá eigum við samt
fullt af minningum saman. Eins
og þegar ég var sex ára og þú
áttir hvítu Toyotuna þá leyfðir
þú mér stundum að sitja í fang-
inu á þér og „rúnta“. Þú hafðir
þó vit á að stoppa mig áður en
ég keyrði niður grindverk eða
saklausan bæjarbúa. Svo varstu
líka svo sérvitur og ég gerði í því
að pirra þig með því, var svo
voða saklaus þegar þú skamm-
aðir mig fyrir það, ég biðst af-
sökunar en þetta var of
skemmtilegt. Ég færði hárburst-
ann þinn og handklæðið svo þú
hélst að einhver hefði notað það.
Tók inniskóna þína og bollann
þinn. Braut sófann þinn, reynd-
ar óvart.
Ég vonaðist til að ég myndi
aldrei þurfa að klára ljóðið sem
ég samdi fyrir þig árið 2007 en
núna klára ég það.
Núna ertu farinn, farinn frá okkur.
Hvar sem þú ert, þá veit ég að þú
vakir yfir okkur.
Nú bíð ég eftir því að þú komir heim,
komdu heim.
Ég elska þig og mun alltaf gera.
Ég sakna þín og mun alltaf gera.
Minning þín lifir og mun alltaf gera.
Hvíldu í friði, Sigurjón Valgeir minn.
Elsku Sigurjón, ég vona að
þér líði vel hvar sem þú ert
núna. Ég veit við sjáumst ein-
hvern tímann seinna en ég veit
ekki hvenær. Ég elska þig.
Kveðja, prinsessan á heimilinu,
Guðlaug Stella.
Þegar Sigurjón Valgeir, dótt-
ursonur minn, er fallinn í valinn
35 ára gamall eftir tíu ára erfiða
glímu við ólæknandi kvalafullan
sjúkdóm þá reikar hugurinn víða
og spyr hvers vegna hann hlaut
svo grimm örlög, þessi fallegi og
glæsilegi piltur sem fékk að
blómstra í 25 ár þar til hann
varð fyrir óbærilegu höggi.
Hann ólst upp í foreldrahús-
Sigurjón Valgeir
Hafsteinsson
✝ Guðrún ErnaNarfadóttir
fæddist 9. júní 1936
í Reykjavík. Hún
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Eir 26.
júní 2018.
Hún var dóttir
hjónanna Narfa
Þórðarsonar húsa-
smíðameistara og
Sigurlaugar Jóns-
dóttur húsfreyju.
Hinn 4. júní 1960 giftist Guðrún
Erna Jóni Sturlu Ásmundssyni
rafvirkjameistara, f. 17. júlí
1934, og eignuðust þau þrjár
dætur, þær eru: Sigurlaug, f.
1959, hennar dætur eru Guðrún,
Guðrún Erna var alin upp í
Vesturbænum og gekk í Kvenna-
skólann í Reykjavík og síðar í
Húsmæðraskólann á Laugar-
vatni. Sem ung kona vann hún í
Stjórnarráði Íslands sem ritari.
Eftir að dæturnar fæddust dreif
hún sig í nám, árið 1972 tók hún
sjúkraliðaprófið og starfaði eftir
það sem sjúkraliði á Borgarspít-
alanum og á Grensásdeild. Hún
sinnti trúnaðarstörfum fyrir
Sjúkraliðafélagið og Starfs-
mannafélag Reykjavíkur á ár-
unum 1974-1984.
Guðrún Erna og Jón Sturla
bjuggu lengst af í Stóragerði 24
þar sem dæturnar slitu barns-
skónum. Síðar byggðu þau hús
með fallegum garði í Starrahól-
um 10. Síðasta hálfa árið dvaldi
Guðrún Erna á Hjúkrunarheim-
ilinu Eir.
Útför hennar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 2.
júlí 2018, klukkan 15.
f. 1992, d. 1992,
Guðrún Ísafold, f.
1997, og Þórunn
Hekla, f. 2000. Fað-
ir þeirra er Hilmar
Sigurðsson. Svava,
f. 1960, eiginmaður
hennar er Egill
Rafn Sigurgeirsson,
börn þeirra eru
Silja Björk, f. 1985,
Lydía Dögg, f.
1988, og Atli Örn, f.
1990. Erna Björk, f. 1967, eig-
inmaður hennar er Magnús
Birgisson, börn þeirra eru
Sturla Freyr, f. 1991, Birgir
Bragi, f. 1997, og Heiðrún Dís, f.
1999.
Í garðinum á bak við Nýlendu-
götu 23 stóðu lengi vel þrjú greni-
tré. Trén voru gróðursett á 6. og
7. áratug síðustu aldar, eitt tré
fyrir hvert barnabarn húsráð-
enda. Húsráðendur voru þau
Narfi Þórðarson og Sigurlaug
Jónsdóttir, foreldrar Guðrúnar
Ernu, tengdamóður minnar.
Guðrún Erna var einkabarn
foreldra sinna og það var í skjóli
þeirra í litla húsinu á Nýlendu-
götu sem henni voru kennd þau
lífsgildi sem hún svo lifði í sam-
ræmi við alla ævi.
Og lífinu var svo sannarlega
ekki lifað í eftirsókn eftir vindi.
Lífið fólst fyrst og fremst í því að
hugsa um velferð annarra. Eig-
inmanns og þriggja dætra. For-
eldranna sem áttu langa ævi og
háa elli í skjóli Guðrúnar. Barna-
barna og barnabarnabarna. Og þá
má ekki gleyma skjólstæðingum
hennar á Borgarspítalanum en
þar átti hún sína starfsævi sem
sjúkraliði í 21 ár, allan tímann á
Grensás, í þjónustu við þá sem
áttu um sárt að binda og erfiða
ævi í kjölfar áfalla í lífinu.
Hvort lífinu sé lifað til gagns
mælist ekki í fjárhæðum, fer-
metrum, titlum eða öðrum for-
gengilegum hlutum. Það sem
fyrst og fremst ræður hvort líf
manns er farsælt er hvort þau
gildi sem maður sjálfur heldur í
heiðri og góð eru talin lifa af á
milli kynslóðanna.
Það er ekki að sjá annað en að
það hafi tekist í tilfelli Guðrúnar.
Einkabarnið úr Vesturbænum á
núna 16 afkomendur, þrjár dæt-
ur, átta barnabörn og fimm
barnabarnabörn. Og eitt á leið-
inni.
Og þegar hún sjálf á síðustu
misserum ævinnar þurfti á
stuðningi og aðstoð að halda var
enginn skortur á. Jón Sturla hélt
þeim heimili í Grafarholtinu og
með aðstoð systranna sá hann
um allar þarfir eiginkonu sinnar,
lengur en nokkur gæti trúað.
Síðustu mánuðina bjó hún á Eir
og naut umönnunar starfsfólks
þar. Nærvera ættingja og vina
síðustu mánuðina sem hún var á
Eir var nánast samfelld og ég
hugsa að þær hafi ekki verið
margar vökustundirnar sem hún
var ein.
Það er því með sanni hægt að
segja að Guðrún hafi uppskorið
eins og hún sáði. Samvera, um-
hyggja og natni er það sem hún
sýndi öðru fólki alla ævi. Sam-
vera, umhyggja og natni er það
sem hún fékk.
Við Erna Björk hófum okkar
sambúð í kjallaranum á Nýló eins
og húsið var gjarnan kallað. Eða
öllu heldur, við höfðum þar að-
stöðu, eins og Guðrún orðaði það.
Sú aðstaða var heimili okkar í tvo
vetur og það var yndislegt. Og æ
síðan höfum við alltaf getið gengið
að aðstoð og stuðningi vísum og
það hefur verið ómetanlegt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Magnús Birgisson.
Í dag kveð ég elskulega mág-
konu mína, Guðrúnu Narfadótt-
ur.
Gunna var alltaf sérstök í mín-
um augum. Hún var fyrsta
tengdadóttir foreldra minna og
þegar Sturla, bróðir minn, kynnti
mig fyrir þessari glæsilegu stúlku
eignaðist ég ekki bara mágkonu,
heldur trausta og góða vinkonu.
Það var alltaf gleði sem fylgdi
nærveru Gunnu og gaman að
njóta samverustunda með henni.
Gunnu fylgdi alltaf mikil reisn og
glæsileiki.
Minningarnar eru margar og
ljúfar: Fjölskylduboð, ferðalög,
útilegur og eldhúsdagsumræður.
Utanlandsferðirnar skemmti-
legu, Gunna mín, voru margar og
eftirminnilegar. Til dæmis á Kan-
aríeyjum, þegar við týndum Giss-
uri mínum og þú varst sannfærð
um að hann hefði dottið ofan í
kaktusabeð í garðinum sem við
vorum að skoða. Allt fór vel og við
skemmtum okkur konunglega og
hlógum mikið. Einnig minnist ég
ferðar okkar á síðustu öld til
Júgóslavíu, en þar hlógum við út í
eitt og skáluðum oft í rúsínuvíni.
Já, Gunna mín, minningarnar
eru margar og dýrmætar, ég
þakka fyrir samfylgdina í ferða-
lagi lífsins.
Elsku Sturla bróðir og fjöl-
skylda, megi góði Guð og englarn-
ir styrkja ykkur í sorginni.
Þín systir,
Hrefna
Ásmundsdóttir.
Í dag fer fram útför Guðrúnar
Ernu Narfadóttur frænku minn-
ar. Mér þykir ákaflega miður að
geta ekki fylgt frænku minni síð-
asta spölinn.
Gunna Narfa, eins og hún var
gjarnan kölluð, var meira eins og
systir mömmu en frænka. En þær
voru systradætur. Alla tíð var
mikill vinskapur milli foreldra
minna og Gunnu og Sturlu.
Margs er að minnast frá gamalli
tíð, t.d. má nefna útilegur á Laug-
arvatni þar sem eldaðar voru
heilu máltíðirnar á prímus. Þar
voru mamma og Sturla í aðalhlut-
verki í eldamennskunni en pabbi
og Gunna meira að hafa það
huggulegt. Ég veit að pabba þótti
Gunna alltaf mjög skemmtileg
eins og okkur öllum. Mín fyrsta
minning frá Reykjavík sem barn
var í Stóragerðinu hjá Gunnu
frænku, þar var alltaf pláss fyrir
stóra fjölskyldu úr Borgarnesi
hvort sem það var í mat eða gist-
ingu. Einnig kemur Nýlendugat-
an, æskuheimili Gunnu, upp í
hugann sem órjúfanlegur partur
Guðrún Erna
Narfadóttir