Morgunblaðið - 02.07.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.07.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að gera það besta úr því sem þú áttir og hafðir var einhvern veginn auðveldara þegar þú varst yngri. Settu þér takmark og neitaðu að láta vaða yfir þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Metnaður þinn er vakinn og verður mik- ill næstu sex vikurnar. Orka þín er mikil þessa dagana og þú ættir að nýta hana. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú eigir bágt með að skilja gjörðir vinar þíns er engin ástæða til þess að leggja vináttuna á ís. Verðlaunaðu þig fyrir vel unnin störf undanfarið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú gætir lent í erfiðum deilum við makann. Leitaðu álits vina á því hvernig best sé að taka á málum. Þú ert ekkert að missa móðinn þó þú haldir það stundum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nágranni eða fjölskyldumeðlimur virðist ætla að eyðileggja næðið sem þú metur svo mikils. Hafðu hugfast að allt á sér sinn stað og sína stund. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er einhver sem vill umfram allt hafa undirtökin í sambandinu við þig. Farðu í gönguferðir eða gerðu eitthvað annað sem lyftir þér upp og hressir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Orðspor þitt er mikilvægara en peningar í banka. Matur upp á gamla góðinn er þér að skapi, bjóddu í mat þeim sem eru á sömu línu og þú. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að fá aukið svigrúm svo þú náir að einbeita þér að þeim verkefnum sem fyrir liggja. Vendu þig á að sjá jákvæðu hlutina í öllum aðstæðum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki láta það verða til þess að þú miss- ir sjónar á markmiðum þínum. Batnandi fólki er best að lifa. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú nýtur þess að vera í hópi góðra vina í dag. Lítil próf og litlar breytingar undir- búa þig fyrir hið stóra tækifæri. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er yfir margan þröskuldinn að fara til að ná því takmarki sem þú hefur sett þér. Vinur úr fortíðinni birtist og raskar ró þinni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú kemst langt á kurteisinni. Þér vefst tunga um tönn þegar þér er boðið í veislu. Þar verður líklega aðili sem þig langar ekki að hitta. Ólafur Stefánsson skrifar:„Djásnin á Leir eru auðvitað þessar fáu konur sem þar eru á húsi, ef svo má segja. Þær eru svo fáar að það ætti að vera vandalaust að ljóða á þær. Fyrst til Fíu: Umkringd þessum öldnu jöxlum, alltaf hress og glöð. Fía ber á báðum öxlum Boðnar- leir og mjöð. Þá Sigurlín: Veðurspá er varla fín, viðsjált mjög að fara af stað. Sómakonan Sigurlín, sendir vísu fyrir það. Að endingu er það Sigrún: Sigrúnar úr safni braga sendingu naumast finn. Myndi ásýnd Leirsins laga ef legði hún meira inn.“ „Bændavísur eru skemmtilegar,“ skrifar Skírnir Garðarsson í Leir- inn, „enda bændur skemmtilegir, þó líf þeirra sé eintómt basl frá A til Ö“: Þrotlaust basl frá A - Ö, er einatt líf í sveitunum, við hnegg og gól og me og mö, og mögnuð hjóð í geitunum. Tíðin slæm og tuggan rök, traktorinn á verkstæði, mætti gjarnan mála þök, og mykju dreifa á túnstæði. Kvennaskortur, kvótatal, hvílíkt vesen alla tíð. Við hænugagg og hanagal, hokra menn þó ár og síð. Á miðvikudaginn skrifaði Ing- ólfur Ómar í Leirinn: „Það er bara ágætisveður hér syðra í dag. Það sást örla á smá sólarglætu:“ Andinn hressist ólund dvín ekkert kæti grandar þegar sól á sundin skín og sunnangolan andar. Eitt sinn kom Skarða-Gísli í kaupstað og fékk staup af brenni- víni og renndi því niður í einum teig. Þetta sá Johnsen kaupmaður og hafði orð um að sér þætti þessi aðferð „svolaleg“. Þá kvað Gísli: Hálsinn skola mér er mál mín því hol er kverkin; ég mun þola þessa skál, það eru svolamerkin. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mjaltakonurnar þrjár og basl bænda „ER ÞETTA AÐ VERÐA TIL? ÞAU ERU ALVEG AÐ KOMA.“ „STÓRFÓTUR!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar það kemur bara ykkur við. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ORÐ DAGSINS ER „DRÓMASÝKI“ NÚ ÆTLA ÉG AÐ NOTA ÞAÐ Í SETNINGU ÉG ER OF GAMALL FYRIR ÞETTA! VITLEYSA! NEI, Í ALVÖRU! ÉG TÓK LEIKFANGAKASSA PRINSINS! Á stórafmælum fólks og við andlátbirtast gjarnan í dagblöðum greinar þar sem tíunduð eru helstu æviatriði viðkomandi. Sjálfsagt er auðvitað að segja þar frá fjölskyldu og allra helstu störfum en annað til- tekið er á stundum undarlegur sparðatíningur. Þar á Víkverji við að í sérstakar frásögur sé færandi hvaða félagsstörfum viðkomandi hafi gegnt, setið í nefndum og ráð- um, stjórn íþróttafélags og lokið prófgráðum hvaða ár. Hver fram- gangur hafi verið í titlatogi og deildaflakki innan fyrirtækis eða stofnunar. Svona upptalning er ein- faldlega hallærisleg en segir auðvit- að talsvert um fólkið sem í hlut á svo og kannski gildismat samfélagsins. x x x Kannski er allt hégómi og eft-irsókn eftir vindi,“ segir í Pré- dikaranum. Sækir fólk virkilega upphefð sína og fær lífsfyllingu með því að veljast til forsvars? Vera í fé- lagsstarfi; sinna skylduverkum við að manna tiltekna pósta eða geta verið í ráðsmannshlutverki? Geta sagt öðrum fyrir verkum, komið með hugmyndir, lagt línurnar og fengið aðra til að fylgja sér? Ellegar að til- taka sérstaklega alls konar heiðurs- merki og viðurkenningar sem við- komandi áskotnast, sem efalítið eru verðskuldaðar. Hver veit? En eru slíkir verðlaunapeningar mikils virði þegar öllu er á botninn hvolft í reikn- ingsskilum ævinnar? x x x Víkverji hefur jafnan forðast öll fé-lags- og trúnaðarstörf, sem höfða ekki til hans. Er sjálfum sér nægur í flestu; er í frábærri vinnu, elskar að vera með fjölskyldu og vin- um, ferðast heima og erlendis, lesa góðar bækur, fara í gönguferðir og æsir sig helst ekki yfir málefnum líð- andi stundar. Þægilegt líf er mark- mið Víkverja og eins að eiga sig sjálfur. Vissulega þurfa alltaf ein- hverjir að veljast í leiðtogahlutverk; sjá til þess að verkefni dagsins gangi upp og góð mál verði að veruleika. Slíkt á þó jafnan að vera á lág- stemmdum nótum og eins og hvert annað skylduverk en aldrei frásagn- arvert fínirí í afmælisgreinum. vikverji@mbl.is Víkverji Enginn er sem þú, Drottinn. Vold- ugur ert þú og mikill er máttur nafns þíns. (Jeremía 10.6)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.