Morgunblaðið - 02.07.2018, Qupperneq 26
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Stjúpfjölskyldur eru ekki minni-
hlutahópur að stærð en virðast hafa
minnihlutastöðu í samfélaginu. Við
fögnum margbreytileikanum og er-
um meðvituð um réttindi alls kyns
hópa en þegar kemur að stjúp-
fjölskyldum vill það gerast að þær
verði ósýnilegar í kerfinu.“
Þetta segir Valgerður Halldórs-
dóttir, höfundur bókarinnar Hver er
í fjölskyldunni? – Skilnaðir og stjúp-
tengsl. Valgerður er félags- og fjöl-
skylduráðgjafi,
heldur úti vefsíð-
unni www.stjup-
tengsl.is og er
formaður félags
stjúpfjölskyldna.
Hver er í fjöl-
skyldunni? kom
fyrst út árið 2012
en bókin var ný-
lega endur-
útgefin. Að sögn Valgerðar er það
ánægjuefni að bókin hafi selst svo
vel að kalli á endurútgáfu, en ein
ástæða fyrir áhuganum á verkinu er
að Hver er í fjölskyldunni? er notuð
sem kennslubók í háskólanám-
skeiðum. „Fagstéttir eru bless-
unarlega farnar að gefa hlutskipti
stjúpfjölskyldna gætur en fólk sem
er sjálft í stjúpfjölskyldum er líka
þakklátt fyrir að hafa rit sem getur
leiðbeint þeim í gegnum þau vanda-
mál sem algengt er að þannig fjöl-
skyldur reki sig á.“
Vandamál koma upp þrátt
fyrir góðan ásetning
Ósýnileiki stjúpfjölskyldna er m.a.
greinilegur í dægurmenningunni og
erfitt að finna uppbyggilegar fyrir-
myndir í kvikmyndum eða sjón-
varpsþáttum sem stjúpfjölskyldur
geta samsamað sig við og reynt að
nota sem fordæmi um hvernig má
best leysa úr þeim vandamálum sem
komið geta upp innan fjölskyld-
unnar. Nokkurs konar leiðarvísir
fyrir þetta fjölskylduform komi í
góðar þarfir.
Valgerður segir vandamálin geta
blossað upp jafnvel þótt allir séu af
vilja gerðir að láta hlutina ganga:
„Gefum okkur t.d. stjúpfjölskylduna
Jón og Gunnu þar sem Gunna á barn
úr fyrra sambandi við Sigurð og þau
skiptast á að hafa barnið hjá sér. Nú
hringir Sigurður og spyr Gunnu
hvort barnið geti verið hjá henni í
næstu viku svo hann geti skotist úr
bænum, og Gunna svarar strax ját-
andi og þykir ekkert mál. Þetta
myndi kallast góð foreldrasamvinna,
nema hvað Jón, nýi makinn, getur
upplifað þetta þannig að verið sé að
taka ákvarðanir um hans tíma án
þess að haft sé við hann samráð.
Smám saman getur hann fengið það
á tilfinninguna að komið sé fram við
hann eins og hann skipti engu máli
og leiðir á endanum til ágreinings
sem hefði verið auðvelt að fyrir-
byggja,“ útskýrir Valgerður og bæt-
ir við að oft á tíðum sé fólk ómeð-
vitað að skapa vandamál þar sem
það vantar þekkingu á sérstöðu
stjúpfjölskyldna og dýnamík henn-
ar. „Lausnin getur verið ósköp ein-
föld: að haft sé samráð við núverandi
maka um breytingar áður en
ákvörðun er tekin. Ef þetta samráð
vantar er hætta á að það leiði til
ágreingins sem hefur áhrif á maka-
sambandið og aðlögun barnins að
stjúpfjölskyldunni.“
Erfitt að taka góðar
ákvarðanir í skilnaðarkrísu
Þá fer fólk stundum inn í nýtt
samband með alls konar farangur úr
fyrra sambandi. „Bæði fyrrverandi
maki og börn upplifa iðulega að hlut-
irnir gerist mjög hratt. Stundum á
eftir að greiða úr ýmsum málum frá
fyrra sambandi, s.s. peningahliðinni
og umgengni, og koma á viðeigandi
samskiptum milli fyrrverandi maka.
Allt getur þetta litað nýja sam-
bandið. Annar aðilinn er ef til vill
tilbúinn að horfa fram á við og tilbú-
inn að stofna heimili en hinn er með
augun á baksýnisspeglinum og þykir
ýmislegt óklárað. Það er margt sem
fólk áttar sig ekki alltaf á við skilnað
og þegar farið er í nýtt samband get-
ur verið óljóst hver verkefnin eru
varðandi börnin. Stundum er fólk
heldur ekki almennilega í stakk búið
til að taka góðar ákvarðanir í skiln-
aðarkrísunni,“ segir Valgerður.
„Ég myndi segja að það væri hollt
að gera ráð fyrir því eftir skilnað að
foreldrar tækju reglulega stöðuna,
s.s. á 6-12 mánaða fresti, og gerðu
með sér það sem ég kalla foreldra-
samning sem snýst ekki bara um
hvar börnin eru stödd á ákveðnum
tímum eða dögum heldur hvernig
foreldrar barnsins taka t.d. ákvarð-
anir um breytingar og tímamót í lífi
barnsins, tryggja tengsl við báðar
fjölskyldur og aðkomu stjúpfor-
eldra,“ útskýrir Valgerður. „Það er
ekki alltaf sniðugt að ætla að útkljá
og útfæra hvert einasta atriði strax
eftir skilnaðinn enda skilnaðurinn
erfiður tími og fólk veit ekki í upp-
hafi þeirrar vegferðar hvaða mál
geta komið upp og hvaða nýju skyld-
ur það kann að hafa þurft að taka á
sig.“
Vilja ekki kveðja börnin ósátt
Fyrir mestu er að gætt sé að
hagsmunum barnanna sem stundum
þýðir að það þarf að sýna þeim aga
og aðhald – en það getur verið hæg-
ara sagt en gert. „Ég hef rekið mig á
það í starfi mínu að margir foreldrar
eiga erfitt með að setja börnum sín-
um heilbrigð mörk þegar þau eru
kannski bara viku í senn hjá hvoru
foreldri. Ein mamman sagðist til að
mynda ekki vilja að börnin færu
ósátt frá henni, því það gæfist svo
Að skapa stjúpfjölskyldu þar
sem allt gengur að óskum
Bókin Hver er í fjölskyldunni? var nýlega endurútgefin Íslenskar stjúp-
fjölskyldur reka sig á ýmsar krefjandi áskoranir og hafa fátt til að styðjast við
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2018
Miðasala á stórmyndina Ocean’s 8
hefur gengið stórvel vestanhafs en
hún hefur þénað samtals 171 milljón
í heild á heimsvísu. Myndin er sjálf-
stæð en þó byggð á á grunni hinna
Ocean’s-myndanna sem fjalla um
teymi karla (nú kvenna) sem taka
höndum saman og gerast þjófar. Í
Ocean’s 8 eru konur í aðalhlutverki
og ákveða þær að ræna verðmætum
á Met Gala og skipta gróðanum á
milli sín. Framleiðendur Ocean’s 8
gerðu myndina í þeim tilgangi að
fjölga stórmyndum með konum í að-
alhlutverki. Bendir allt til þess að
bíógestir séu því sammála en mynd-
in endar líklegast sem önnur sölu-
hæsta Ocean’s-myndin á eftir upp-
runalegu Ocean’s 11-myndinni sem
út kom 2001. Má þó benda á að kon-
urnar eru í hlutverkum sem áður
voru skipuð körlum og mætti því
spyrja sig hvort framleiðendur
treysti ekki kvennamyndunum
nægilega mikið til að þær fái eigin
söguþráð. Svipað var upp á ten-
ingnum þegar farið var í gerð kven-
útgáfu Ghostbuster-myndanna sem
kom út árið 2016, en hún gekk einnig
mjög vel ytra.
Glæpakvendi Úr Ocean’s 8, sem hefur fengið fína aðsókn í Bandaríkjunum.
Glæpakvendin í
Ocean’s 8 vinsæl ytra
Flestir foreldrar hafa áhyggur af börnum sínum við
skilnað. Valgerður segir börnin flest jafna sig á skiln-
aði fyrr eða síðar og að í sumum tilvikum sé skilnaður-
inn jafnvel léttir fyrir börn.
Hún mælir með því að foreldrarnir upplýsi barnið í
sameiningu um skilnaðinn, hvað tekur við og hver
áhrifin verða á líf barnsins. „Skilnaðurinn getur skapað
mikla óvissu fyrir barnið, sem vill t.d. fá að vita hvort
það getur áfram gengið í sama skóla eða hvenær það
verður hjá öðru foreldrinu og hvenær hjá hinu.“
Valgerður segir það á ábyrgð foreldranna að ákveða
að skilja og það sé ákvörðun sem barnið eigi aldrei að
taka þátt í. „Börn hafa líka tilhneigingu til að kenna
sjálfum sér um hlutina og því mikilvægt að þau fái skýr
skilaboð um að svo sé ekki,“ segir hún. „Það ætti líka
aldrei að gerast að börnin séu sett í það hlutverk að
flytja skilaboð á milli foreldra sinna. Ef það er eitthvað
sem foreldrarnir þurfa að ræða gera þau það beint sín
á milli eða með aðstoð fagfólks, ekki í gegnum barn-
ið.“
Er líka brýnt, þegar skilnaður er afstaðinn, að for-
eldrar gæti þess að tala ekki illa hvort um annað við
barnið eða láti það hlusta á neikvæða umræðu. „Það
getur setið eftir alls kyns gremja og særindi, en það
eru þá hlutir til að ræða við aðstandendur eða fagfólk
en ekki börnin.“
Hvernig á að búa barn undir skilnað?
BÖRNUM HÆTTIR TIL AÐ KENNA SJÁLFUM SÉR UM