Morgunblaðið - 20.07.2018, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Youssou N’Dour, einn vinsælasti
tónlistarmaður Afríku, heldur tón-
leika í Eldborgarsal Hörpu 29.
ágúst næstkomandi, ásamt fjöl-
mennri hljómsveit. N’Dour hélt
eftirminnilega tónleika hér á landi
10. júní árið 2000 sem voru hluti af
tónlistarhátíðinni Reykjavík Music
Festival sem haldin var í Laug-
ardalshöll. Kom
þar fram fjöldi
tónlistarmanna
og var það mat
blaðamanns
Morgunblaðsins
að N’dour hefði
verið bestur allra
og ekki aðeins
fyrir frábæran
söng og afbragðs
lagasmíðar, held-
ur einnig hljóm-
sveitina sem lék með honum. Þótti
blaðamanni N’Dour vera öflugur á
sviði, sviðsvanur og sjálfsöruggur.
N’Dour er ættaður frá Senegal og
hefur um árabil verið einn vinsæl-
asti tónlistarmaður Afríku og þá
bæði í heimaálfu sinni og öðrum
löndum.
„N’Dour ferðast um með stóra
hljómsveit sem framreiðir ótrúlega
bylgju af tónlist sem er blanda af
senegölskum tónlistarhefðum með
áhrifum frá latneskri danstónlist,
kúbverskri rúmbu, tangói og jafnvel
jazz og hipphoppi,“ segir í tilkynn-
ingu frá skipuleggjanda tón-
leikanna, Þorsteini Stephensen og
að N’Dour muni mæta með stór-
skotalið í afrískum takti og hruna.
Fólk kann að meta fjölbreytni
„Það kemur þannig til að umboðs-
menn Youssou höfðu sett sig í sam-
band við starfsfólk Hörpu og spurst
fyrir um möguleika á að koma fram í
Hörpu. Þau Arngrímur og Svanhild-
ur hjá Hörpu vissu að ég hef í gegn-
um tíðina haldið ófáa tónleika með
listamönnum sem kenndir eru við
heimstónlist, bæði í Hörpu sem og í
öðrum húsum, og höfðu samband við
mig og spurðu hvort ég væri áhuga-
samur um að koma að þessu verk-
efni, sem ég að sjálfsögðu var.
Það hefur sýnt sig að þó að tónlist
frá framandi heimshlutum sé ekki
sérlega áberandi í daglegu lífi á Ís-
landi þá tekur fólk henni fagnandi
og kann að meta fjölbreytnina,“
svarar Þorsteinn þegar hann er
spurður að því hvers vegna hann sé
að standa fyrir tónleikum með
N’Dour.
-Veistu hvaða tónlist hann mun
flytja, verða þetta að mestu ný lög?
„Ég reikna með að hann komi
með svipað prógramm hingað og
hann er að notast við í öðrum lönd-
um. Brot af því besta sem frá honum
hefur komið, svona sambland af stíl-
um, allt frá þekktum poppsmellum
til mjög kraumandi afrískra takta,“
segir Þorsteinn.
Hann er í kjölfarið spurður að því
hvort tónlist N’Dour hafi breyst
mikið frá því hann hélt tónleika hér
á landi árið 2000. „Þegar hann kom
hingað fyrir 18 árum var hann nýbú-
inn að toppa vinsældalista um alla
Evrópu með lagi sínu og Neneh
Cherry, „Seven seconds“, en á tón-
leikunum var hann engu að síður
mjög trúr uppruna sínum og sinni
tónlist, ég reikna ekki með að það
hafi breyst,“ svarar hann.
Fann fyrir gömlum fiðringi
-Verður stór hljómsveit með í för
og verða þarna einhver forvitnileg
hljóðfæri frá Afríku?
„Því miður veit ég ekki hljóð-
færaskipan ennþá en hann kemur,
já, með 18 manna hljómsveit með
sér. Þá má reikna með sérkenni-
legum afrískum slaghörpum og fjöl-
breyttu slagverki í bland við hörku
blásaragrúppu.“
-Ertu mikill aðdáandi N’Dour?
„Já, ég er það. Reyndar hef ég
ekki hlustað mikið á hann undan-
farin ár en um leið og þessi mögu-
leiki kom upp dustaði ég rykið af
gamla dótinu hans og þá fann maður
fyrir gömlum fiðringi og ég held að
þetta verði gjörsamlega klikkaðir
tónleikar,“ segir Þorsteinn.
Miðasala á tónleikana hefst föstu-
daginn 20. ágúst á harpa.is og tix.is.
Youssou N’dour, einn vinsælasti tónlistarmaður Afríku,
heldur tónleika í Eldborg í ágúst með 18 manna hljómsveit
Heimsþekktur Youssou N’Dour er einn vinsælasti tónlistarmaður Afríku og má búast við miklu fjöri í Eldborg.
Morgunblaðið/Sverrir
Fjörkálfur Það var stiginn villtur dans í Laugardalshöllinni við afríska
sveiflu Youssou N’Dour þann 10. júní aldamótaárið 2000.
N’Dour snýr aftur
Þorsteinn
Stephensen
Árið 2017 var farsælt fyrir breska
bókaútgefendur þar sem slegin voru
ný bóksölumet. Framkvæmdastjóri
samtaka bókaútgefanda þar í landi,
Stephen Lotinga, segir þetta sanna
að bókaást fólks sé engan veginn að
dvína.
Á meðan hafa hins vegar laun
breskra rithöfunda lækkað um 42%
á síðasta áratug, en samkvæmt dag-
blaðinu The Guardian eru þeir nú
sagðir vera að meðaltali með undir
1,5 milljónir í árslaun.
Rithöfundar hafa því gert kröfur
um hærri ritlaun og að útgefendur
veiti meir fé til vinnslu bókanna,
ekki síst þeirra sem hafa þegar átt
metsölubækur.
Joanne Harris, höfundur bók-
arinnar Chocolat, segir útgefendur
einblína á næsta stórsmell frá hvít-
um, bandarískum karlmanni á sjö-
tugsaldri. Einnig gagnrýnir hún
upphæðirnar sem lagðar eru í sam-
skiptamiðlastjörnur og frægt fólk,
en sá peningur skili sér ekki alltaf.
Bendir hún á að Brooklyn Beckham
hafi fengið gífurlega fyrirfram-
greiðslu fyrir 50 punda ljósmynda-
bók sem seldist ekkert.
Solomon segir rétt að útgefendur
sanki að sér rithöfundum en séu síð-
an ekki tilbúnir til að standa með
þeim, nema þeir hafi borgað form-
úgu fyrir að fá þá til sín.
Útgefendur græða, rithöfundar tapa
Áhyggjufull Joanne Harris, höf-
undur skáldsögunnar Chocolat.
Nú er í vinnslu ný leikin ofurhetju-
sjónvarpsþáttaröð sem verður sú
fyrsta til að skarta samkynhneigðri
aðalpersónu.
Batwoman, eða Leðurblöku-
konan, er í þróun hjá CW sem hefur
fært okkur aðrar ofurhetjur eins og
Arrow, The Flash og Supergirl.
Leðurblökukonan birtist fyrst í
teiknimyndablöðum árið 1956 sem
Kathy Kane, ástarviðfang Leður-
blökumannsins. Árið 2006 var hún
dregin fram aftur og þá sem lesb-
íska gyðingakonan Kate Kane.
Variety segir að í þáttaröðinni sé
þessi persóna opinberlega samkyn-
hneigð og vel þjálfuð götubardaga-
kona, sem sé vopnuð ástríðu fyrir
samfélagslegu réttlæti og hæfileik-
anum til að segja það sem henni býr
í brjósti.
Lesbísk leðurblökukona mætir á svæðið
Hörkutól Leðurblökukonan er vel þjálfuð
götubardagakona og berst fyrir réttlæti.
Kvikmyndin The First Man verður
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Feneyjum sem hefst í lok ágúst.
Myndin er byggð á því þegar geim-
flaugin Apollo 11 lenti á tunglinu
árið 1969 og fer Ryan Gosling með
hlutverk Neil Armstrong.
Leikstjóri myndarinnar er Dam-
ien Chazelle sem leikstýrði söngva-
myndinni La La Land, sem Gosling
lék einnig í og var einmitt frum-
sýnd á sömu hátíð árið 2016. Sú
mynd hlóð á sig verðlaunum, þótt
hún hlyti ekki Óskarinn sem besta
myndin – eins og frægt er orðið.
Chazelle sagði BBC að hann vildi
„skoða hversu róttækur, sturlaður
og umdeildur þessi leiðangur var“.
Claire Foy leikur Janet, unga
eiginkonu geimfarans, en Corey
Stoll og Lukas leika hina geimfar-
ana, Buzz Aldrin og Michael Coll-
ins.
The First Man opnunarmynd í Feneyjum
Sá fyrsti Ryan Gosling í hlutverki geim-
farans Neil Armstrong í The First Man.
Dreifingardeild Morgunblaðsins
leitar að dugmiklu fólki 13 ára og
eldra, til að bera út blöð.
Allar nánari upplýsingar
í síma 569 1440
eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
www.mbl.is/laushverfi
Hressandi
morgunganga