Morgunblaðið - 20.07.2018, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það var kominn tími til að gera upp
Sjóminjasafnið og það var ákveðið
að gera það á metnaðarfullan hátt,“
segir Sigrún Kristjánsdóttir, sýn-
ingarstjóri Sjóminjasafnsins í
Reykjavík, og bætir við að það hafi
tekið þrjú og hálft ár að koma
grunnsýningunni upp með það leið-
arljós að sýna hin gamla atvinnuveg
sjávarútveginn í nýju og fersku
ljósi.
Hún segir að frá því að safnið var
opnað hafi aðsókn verið mikil og al-
veg troðfullt upphafshelgina 9. og
10. júní.
„Við ákváðum að hressa upp á
Sjóminjasafnið við sameiningu
nokkurra safna árið 2014 og afrakst-
urinn er grunnsýningin Fiskur &
fólk – sjósókn í 150 ár.
Sýningin Mjaltastúlkan var einnig
opnuð í nýuppgerðum sérsýningar-
sal, Vélasalnum. Sýningin byggir á
doktorsrannsóknum á flaki holl-
ensks skips sem strandaði við Flat-
ey á 17. öld.
Að sögn Sigrúnar var vandað til
verka við hönnun sýningarinnar og
leitað til rýnihópa utan frá til þess
að fá sem breiðasta sýn á sögu
sjávarútvegsins.
Kostnaður í mannslífum
„Það var munur á áhuga eftir því
hvaðan fólk kom. Þeir sem unnið
hafa í sjávarútveginum höfðu eðli-
lega mikinn áhuga á þróun veið-
anna, skipakosti og tækniþróun.
Aðilar utan sjávarútvegsins voru
mjög áhugasamir um menningu,
sögur og persónulegar frásagnir
þeirra sem unnið hafa við sjávar-
útveginn. Hollensku hönnuðirnir
sem við fengum til þess að hanna
sýninguna voru áhugasamir um
hvað sjávarútvegurinn hefði kostað
íslensku þjóðina í mannslífum.
Nokkuð sem við höfum ekki notað
sem mælikvarða,“ segir Sigrún.
Hún segir að strax hafi verið ákveð-
ið að gestsaugað yrði fyrirferð-
armikið á sýningunni og því hafi
verið gengið til samninga við hönn-
uði hjá Kossman.dejong sem eru
margverðlaunaðir sýningahönnuðir.
Sjóminjasafnið er á Grandagarði
8, í svokölluðu Búr-húsi.
„Það á vel við að hafa sýninguna í
gömlu fiskvinnsluhúsi og halda
þannig í heiðri sögu sjávarútvegs í
útgerðarbænum Reykjavík,“ segir
Sigrún og bendir á að lagt hafi verið
upp úr því að nýta fjölbreytt form
miðlunar við hönnun sýningarinnar.
„Texti er notaður, kvikmyndir
sýndar, upptökur af viðtölum við
fólk hefur notið mikilla vinsælda og
hægt er að hlusta á sögur af sjávar-
háska og sjóveiki. Grafík er notuð
og teikningar þegar erfitt er að út-
skýra flókna hluti með orðum, eins
og til dæmis veiðiaðferðir,“ segir
Sigrún og heldur áfram. „Við notum
leiki til þess að koma upplýsingum á
framfæri og öll umgjörð sýningar-
innar eða hönnun er í anda nútíma
frystihúss. Okkur langaði til að gera
tilraun til þess að víkka aðeins út
sjónarhornið á ímynd sjávarútvegs-
ins með því að gera landvinnslunni
hátt undir höfði og fleiri þáttum
sjávarútvegsins en sjálfum veið-
unum. Þær fá að sjálfsögðu góða
umfjöllun. Þannig vildum við mynda
rými fyrir bæði kynin og sýna
hversu margir koma að sjávarútveg-
inum með einum eða öðrum hætti.
„Gagnagrunnur þar sem hægt er
að fletta upp nöfnum allra sem farist
hafa á sjó á 100 ára tímabili og frá-
sagnir sjómanna af skipssköðum
hefur vakið upp minningar og haft
áhrif á marga sýningargesti,“ segir
Sigrún. Hún segir að safnið sé í
samstarfi við ýmsar stofnanir, svo
sem Hafrannsóknastofnun, Háskóla
Íslands og Háskólann á Akureyri.
Tekið verður á móti skólahópum á
safninu, en fræðslustarf er mik-
ilvægur hluti alls safnastarfs.
„Við hugsuðum sýninguna út frá
öllum hugsanlegum flötum en þurft-
um að bremsa hönnuðina aðeins af
þegar kom að hvalveiðum, sem okk-
ur fannst þeir ætla að gera full hátt
undir höfði,“ segir Sigrún.
Í safninu er búð sem selur ýmsa
gripi tengda sjó og sjósókn og veit-
ingastaður er á jarðhæð safnsins.
Sjóminjasafnið gaf út tvær bækur í
tengslum við sýninguna, Hafið og Á
sjó, bæði á íslensku og ensku, og
áform eru um áframhaldandi út-
gáfu. „Það er ýmislegt hægt að taka
með sér heim úr safninu og hægt að
senda sjálfum sér í tölvupósti mynd-
ir af sér í búningi með veiði dagsins
eða uppskrift að góðum fiskrétti,“
segir Sigrún og bendir á að Sjó-
minjasafnið sé opið alla daga vik-
unnar frá 10 til 17. Hún segir margt
á safninu sem gleðji börnin og upp-
lagt sé fyrir fjölskyldur að dvelja
þar hluta dags.
Útgerðarbærinn Reykjavík
Sjávarútvegurinn í nýju og fersku
ljósi Safn fyrir alla fjölskylduna
Nútímatækni Til þess að öðlast meiri þekkingu á öllu sem viðkemur sjávarútvegi geta stórir
sem smáir nýtt sér tölvutæknina. Hægt er á sýningunni að spila tölvuleik um fæðukeðjuna.
Upplýsingar Árabáturinn Farsæll er eitt form sem notað er til þess að segja sögu sjávarútvegs-
ins. Fjölbreytt tækni og miðlun eru notuð til þess að koma sögunni á framfæri.
Ljósmyndir/Valli
Sjómenn Börn klæðast nútíma sjóklæðum og fara í myndatöku þar sem bakgrunnurinn er eins og á alvöru skipi.
Myndin er send til barnanna í tölvupósti, á henni kemur aflinn í ljós sem getur verið hvað sem er, jafnvel stígvél.
Safnvörður Sigrún Kristjánsdóttir
fyrir framan kvikmyndasýningu.