Morgunblaðið - 20.07.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.07.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI æli- & frystiklefar í öllum stærðum K Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Það er oft mikill reykur hér og við finnum lykt af honum. Það hefur einnig verið þannig að við sjáum ekki í fjöllin,“ segir Lena Monica Fernlund, sem búsett er ásamt manninum sínum, Guðna Kristjáni Ágústssyni, í bænum Oviken í Sví- þjóð. Þar í landi hafa geisað miklir skógareldar undanfarið og búa hjón- in í grennd við þá. „Þetta er svo skrýtið ástand, mað- ur hefur aldrei lent í svona nátt- úruhamförum hér. Fólk er bara óttaslegið. Þetta er alveg ótrúlega óhugnanlegt og maður veit ekki hversu nálægt eldarnir eru og hvernig maður getur hjálpað til.“ Mikill þurrkur er meðal ástæðna fyrir eldunum, en þurrkurinn setur svip sinn á daglegt líf Lenu og Guðna. „Það er helst þurrkurinn sem hefur áhrif á okkur. Við erum með íslenska hesta sem við viljum helst vera með á beit út september en það er ólíklegt að það sé hægt úr þessu.“ Þau hjónin fylgjast vel með fréttum um eldana. „Við fylgjumst vel með þróun eldanna og þurfum alltaf að athuga hvort við getum keyrt tiltekna vegi á svæðinu áður en við förum eitthvert vegna eld- anna.“ Eldrautt sólarlag Sólarlagið er talsvert rauðara en venjulega að sögn hjónanna. „Við fórum í fyrradag og tókum myndir þegar sólin var að setjast og þá var sólin eins og þegar verður eldgos á Íslandi, hún var mjög rauð.“ Lena kveðst afar ósátt við hegðun Svía í þessu brothætta ástandi. „Það sem mér finnst mjög leiðinlegt í þessu öllu og heimskulegt er að fólk er samt að grilla úti þó að það sé bannað núna og mjög hættulegt. Svo er fólk að þvælast fyrir björgunar- aðgerðum í kringum eldana, það er á veginum með dróna og er þá fyrir flugvélum sem eru að sækja vatn til að slökkva eldana. Fólk ber ein- hvern veginn enga virðingu fyrir þessu og skilur ekki að þetta er al- vörumál. Fólk sem hefur búið á Ís- landi hugsar kannski aðeins öðruvísi og veit að náttúran getur stjórnað lífi manns alveg.“ Margir leggja hönd á plóg Mikill viðbúnaður hefur verið vegna eldanna. „Þó nokkrir bændur hér af svæðinu hafa keyrt með trak- tora og haugsugur til skógareldanna til að hjálpa til við flutning á vatni til slökkvibílanna. Þyrlur eru einnig notaðar og svo sérhannaðar flug- vélar sem koma frá Ítalíu,“ segir Guðni. Lena bendir á að ýmsir komi að slökkvistörfunum og að margir sjálf- boðaliðar leggi til vinnu sína. „Það virðast vera margir sem vilja hjálpa til. Það er til dæmis einn mjög áhugaverður ungur maður sem tók upp á því að fá lánaðar litlar rútur hjá bílaleigu og svo keyrir hann sjálfboðaliða á þau svæði sem þarf að slökkva elda á.“ Náttúruhamfarir skelfa Íslendinga í Svíþjóð  Búa í grennd við mikla skógarelda  Óhugnanlegt ástand Morgunblaðið/Guðni Kristján Skógareldar Mikill reykur er yfir þorpinu Oviken sem Lena og Guðni Krist- ján búa í og er reykjarlykt orðin að daglegu brauði í lífi þeirra. Morgunblaðið/Guðni Kristján Hestur Hjónin eru með íslenska hesta hjá sér í Svíþjóð en vegna þurrka hafa þau áhyggjur af því að þeir muni ekki geta verið á beit mikið lengur. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ákvörðun FISK Seafood ehf. um að loka rækjuvinnslu fyrirtækisins í Grundarfirði kemur illa við bæinn og er mikil blóðtaka að mati Jósefs Ó. Kjartanssonar, forseta bæjarstjórnar Grundarfjarðar. Hann gagnrýnir harðlega samráðsleysi forsvars- manna FISK Seafood gagnvart bæjaryfirvöldum. Starfsfólki verksmiðjunnar var til- kynnt um ákvörðunina á fundi í gær og taka uppsagnir nítján starfsmanna gildi um næstu mánaðamót. Tveimur verður boðið að starfa við frágang og undirbúning sölu tækja og búnaðar á næstu mánuðum. Langvarandi taprekstur Ákvörðunin var tekin vegna lang- varandi tapreksturs vinnslunnar, sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæður, að því er fram kemur í tilkynningu frá FISK Seafood. Rekstrarumhverfi veiða og vinnslu á rækju á Íslandi er sagt hafa breyst verulega á undanförnum árum með óhjákvæmilegum samdráttar- áhrifum. „Það er auðvitað alltaf ömurlegt þegar fólki er sagt upp. Það er líka vont fyrir okkur sem bæjarfulltrúa að lesa fyrst um þetta í blöðunum. Þetta samráðsleysi er ekki til fyrirmyndar,“ segir Jósef. „Ég skil vel að forsvars- menn fyrirtækisins vilji ræða sérstak- lega við starfsfólkið, en mér hefði fundist eðlilegt að við heyrðum af þessu áður en fréttatilkynningar voru sendar út,“ segir hann. Haft er eftir Friðbirni Ásbjörns- syni aðstoðarframkvæmdastjóra að rækjuveiðar við Ísland séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét og að hráefnið, sem stöðugt hækki í verði, komi nú orðið að lang- mestu leyti frá útlöndum. Mjög munar um störfin tuttugu Jósef segir að lokunin sé mikið áfall fyrir bæinn. Miklu muni um störfin tuttugu. „Í bæ þar sem íbúar eru um 800 og helmingurinn af þeim er börn og eldri borgarar munar mjög um tuttugu manns sem vinna. Þetta þýðir minni útsvarstekjur, þetta er tekju- tap. Síðan er alltaf talað um að fólk finni sér aðra vinnu í staðinn, en það er alls ekki í hendi. Það er ekki búið að tilkynna mér um neinar hugmyndir að lausnum eða slíku,“ segir hann. „Ég geri ekki lítið úr því að þetta geti verið erfiður rekstur, en ég gagnrýni aðferðafræðina,“ segir hann enn fremur. Málið var tekið fyrir á fundi bæjar- ráðs í gær. Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs, segir fundar- mönnum hafa brugðið við tíðindin enda hafi þau borið að rétt í þann mund er fundurinn var að hefjast. Bæjarráð átti samtal við áðurnefndan Friðbjörn um stöðu mála. „Við bókuðum að við lýstum yfir miklum áhyggjum af lokun rækju- vinnslunnar. Þetta er fyrirtæki sem hefur verið lengi í Grundarfirði og er einn af stærstu atvinnurekendum og fasteignaeigendum bæjarins. Þetta fyrirtæki ber mikla samfélagslega ábyrgð og við óskuðum eftir mótvæg- isaðgerðum af hálfu fyrirtækisins til að lágmarka skaðann fyrir okkur,“ segir hún. Bæjarráð óskaði eftir fundi með framkvæmdastjórn fyrirtækis- ins um framhald mála og mótvægis- aðgerðir. Blóðtaka fyrir Grundarfjörð  FISK Seafood lokar rækjuvinnslu í Grundarfirði vegna langvarandi tapreksturs  Rækjuveiðar við Ísland eru orðnar innan við 10% af því þegar best lét  Forseti bæjarstjórnar gagnrýnir samráðsleysi FISK 21 starfsmaður missir vinnuna vegna lokunar rækjuvinnslunnar. Teitur Gissurarson Arnar Þór Ingólfsson „Ríkissáttasemjari kom með þessa hugmynd inn á fundinn og kynnti hana fyrir báðum aðilum áður og ósk- aði svo eftir afstöðu okkar, hvors um sig. Svo var gert stutt hlé. Síðan var niðurstaðan sú að við vorum tilbúin að láta á þetta reyna en þær ekki.“ Svona lýsti Gunnar Björnsson, for- maður samninganefndar ríkisins, fundinum sem nefnd hans átti við kjaranefnd ljósmæðra í húsnæði ríkissáttasemjara í gær. Bar fundur- inn því engan árangur, en tilboðið sem fulltrúar ljósmæðra höfnuðu fól meðal annars í sér að stofnaður yrði gerðardómur sem myndi meta kröfu ljósmæðra, þ.e. að aukin ábyrgð, auk- ið vinnuálag og framhaldsmenntun þeirra gæfi tilefni til launahækkana. Spurður hvaða ástæðu ljósmæður hafi gefið þegar tilboðinu var hafnað svarar Gunnar: „Þetta var ekki nóg.“ Í samtali við mbl.is í gærkvöldi sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, for- maður kjaranefndar ríkisins: „Miðl- unartillagan felur í sér nákvæmlega sama samning og ljósmæður felldu núna í júní, ekkert meira og ekkert öðruvísi. Það að setja svo málið í gerðardóm eins og var talað um, það í rauninni er svolítið ótryggt að okkar mati, þegar ekkert meira kemur sam- hliða.“ Þá segir hún að þær missi samn- ingsumboð sitt um leið og þær sam- þykki að setja deiluna í gerðardóm og á það geti þær ekki fallist. Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans verður lokað í dag og starfsemi hennar sameinuð kven- lækningadeild 21A vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjölfar upp- sagna og yfirvinnubanns ljósmæðra. Þá mun fyrsta reglubundna ómskoð- un, sem framkvæmd er á 11.-14. viku, falla niður frá og með næstkomandi mánudegi. Enn er engin lausn sjáanleg  Boði ríkissáttasemjara var hafnað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.