Morgunblaðið - 20.07.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2018
Þegar Pia var spurð taldi hún aðPíratar hefðu ratað í pínu
ógöngur. Og hún bendir á að syst-
urflokkur íslensku vinstri flokk-
anna, Sósíaldemókratar í Dan-
mörku, hafi tekið upp harðari stefnu
í málefnum innflytjenda.
Og Pia Kjærsga-ard telur að ís-
lensku vinstri flokk-
arnir þyrftu að átta
sig á því sem er að
gerast í heiminum.
Sjálfsagt er að taka
undir það, enda væri
það mjög til bóta.
Það væri líka tilbóta ef hinir
vönduðu og faglegu
Píratar fylgdust með því sem er að
gerst í kringum þá hér heima og á
fundum sem þeir sitja.
Það hefði getað forðað þeim fráþví að verða sér til skammar
þegar þeir vöknuðu skyndilega af
værum þriggja mánaða blundi í
fyrradag og neituðu að mæta á þing-
fund vegna boðsgests sem þar yrði.
Forseti Alþingis hafði sagt frá þvíí apríl að von væri á boðsgest-
inum og það mun hafa komið fram
ítrekað síðan á undirbúningsfundum
þingsins.
Það afsakar ekki framkomu þing-manna Pírata þó að Jón Þór
Ólafsson, Þórhildur Sunna Ævars-
dóttir eða aðrir forystumenn þeirra
sofi á fundum og séu illa áttaðir á
milli funda.
Þingmenn sem ekkert gera annaðen tala um vinnubrögð og fag-
lega meðferð mála, auk þess að
krefjast afsagnar annarra, hljóta að
bregðast við eigin mistökum með
öðrum hætti en þeim sem komið hef-
ur fram.
Pia Kjærsgaard
Kannski bara Ratar?
STAKSTEINAR
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður
Samfylkingar, vék úr sal í mótmæla-
skyni þegar Pia Kjærsgaard, forseti
danska þjóðþingsins, ávarpaði gesti
hátíðarkvöldverðar á Hótel Sögu í
fyrradag. Aðspurð segir hún að sér
hafi verið ljúft og skylt að mæta til
kvöldverðarins enda hafi hann verið
hluti af hátíðarhöldum vegna 100 ára
afmælis undirritunar sambandslag-
anna. Fyrr um daginn hafði Helga
Vala leikið sama leik á hátíðarþing-
fundi á Þingvöllum.
„Þá brá ég mér frá meðan Pia tal-
aði, settist síðan í brekkuna hjá þeim
fáu gestum sem þar voru og hlustaði
á ræðu forseta Íslands,“ segir Helga
Vala í samtali við Morgunblaðið. „Ég
mætti í kvöldverðinn enda var hann
hátíðarviðburður í tilefni af 100 ára
afmæli samnings um fullveldi Ís-
lands. Mér var ljúft og skylt að
mæta. Þegar hún hóf ræðu sína vék
ég úr salnum,“ segir hún. Að ræð-
unni lokinni hafi hún síðan aftur
gengið inn í salinn.
Brá sér einnig frá í kvöldverðinum
„Mér var ljúft og skylt að mæta“
Morgunblaðið/Hari
Ósátt Helga Vala gekk ein í burtu.
Karlmaður var í
vikunni dæmdur
í tveggja ára
skilorðsbundið
fangelsi í Hér-
aðsdómi Norð-
urlands fyrir
kynferðisbrot
gegn stjúpdótt-
ur sinni þegar
hún var á leik-
skólaaldri. Brot-
in áttu sér stað á árunum 2010-2014.
Lögreglan hafði áður rannsakað
málið árið 2014 þegar grunur lék á að
maðurinn hefði brotið gegn stúlkunni
en ekki fundust næg sönnunargögn
til ákæru og var málið fellt niður.
Í maí á síðasta ári leitaði maðurinn
til lögreglu að eigin frumkvæði og
viðurkenndi meðal annars að hafa
þuklað og strokið kynfæri stúlkunnar
og að hafa í eitt skiptið tekið upp brot
sín á myndband þó að því hafi síðar
verið eytt.
Við ákvörðun refsingar var litið til
þess að um mjög alvarlegt brot væri
að ræða þar sem manninum var trúað
fyrir barninu og hafði við það fjöl-
skyldutengsl. Einnig var litið til þess
að maðurinn hefði hreinan sakaferil
og að hann hefði tilkynnt glæpinn af
sjálfsdáðum og iðrast verknaðarins.
Manninum verður því gert að sitja
inni í þrjá mánuði og er seinni hluti
dómsins skilorðsbundinn.
Dómur Maðurinn
játaði brot sitt.
Braut gegn
stjúpdóttur
Tveggja ára skil-
orðsbundið fangelsi
Bætt tannlæknaþjónusta við aldraða og örorkulífeyrisþega
Sjúkratryggingar Íslands vekja athygli á fyrirhuguðum rammasamningi
um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Samningnum er ætlað að taka til
almennra tannlækninga (annarra en tannréttinga) fyrir aldraða og öryrkja
sem sjúkratryggðir eru á Íslandi. Í því fellst m.a. skoðun, röntgenmyndataka,
reglulegt eftirlit, tannviðgerðir, rótfyllingar, tannvegslækningar, úrdráttur
tanna og laus tanngervi. Miðað er við að tannplantar og föst tanngervi verði
styrkt upp að vissu marki.
Fyrirhugað er að rammasamningurinn taki gildi 1. september 2018 og verði
til þriggja ára, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Drög ramma-
samningsins eru á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands. Áskilinn er réttur til að
gera lagfæringar á þeim.
Tannlæknar og tannlæknastofur með viðeigandi starfsleyfi og
tryggingar geta óskað eftir að gerast aðilar að samningnum til
og með 24. ágúst 2018.
Veður víða um heim 19.7., kl. 18.00
Reykjavík 14 léttskýjað
Bolungarvík 10 léttskýjað
Akureyri 11 skýjað
Nuuk 9 rigning
Þórshöfn 10 rigning
Ósló 22 heiðskírt
Kaupmannahöfn 23 heiðskírt
Stokkhólmur 27 heiðskírt
Helsinki 27 heiðskírt
Lúxemborg 27 heiðskírt
Brussel 26 heiðskírt
Dublin 21 skýjað
Glasgow 20 léttskýjað
London 26 skýjað
París 29 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 23 heiðskírt
Berlín 24 heiðskírt
Vín 28 heiðskírt
Moskva 20 skúrir
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 29 heiðskírt
Mallorca 29 heiðskírt
Róm 29 heiðskírt
Aþena 31 léttskýjað
Winnipeg 27 alskýjað
Montreal 23 léttskýjað
New York 16 heiðskírt
Chicago 26 léttskýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:58 23:12
ÍSAFJÖRÐUR 3:30 23:49
SIGLUFJÖRÐUR 3:11 23:34
DJÚPIVOGUR 3:19 22:49