Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 1

Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 1
F Ö S T U D A G U R 2 7. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  175. tölublað  106. árgangur  ALLTAF STUTT Í LEIKINN Á NÝJU PLÖTUNNI MÓTORHJÓLA- SKÓGUR DAFNAR GERA RÁÐ FYRIR MANNMERGÐ Í TRÉKYLLISVÍK UPPGRÆÐSLUSTARF 12 TÓNLEIKAR Í ÁRNESKIRKJU 31TEITUR MAGNÚSSON 30 Miklar hækkanir að baki  Framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Festis spáir minni hækkun á íbúðaverði  Horfir til þess við hönnun Héðinsreitar  Launahækkanir gætu þrýst á verðið Róbert Aron segir Festi munu taka mið af verðþróuninni við hönn- un um 200 íbúða á Héðinsreit. Mark- aður fyrir dýrar íbúðir sé lítill. Ef margar slíkar komi á markaðinn geti svo farið að þær seljist ekki. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, tekur undir að skeið mikilla hækkana sé að baki. Hins vegar kunni launahækkanir á næsta ári að ýta enn frekar undir fasteignaverðið. Laun og fasteigna- verð fylgist enda að þegar til lengri tíma er litið. Vegna verðbólguáhrifa slíkra launahækkana sé þó ekki víst að raunverðið hækki mikið. Þrátt fyrir að almennt muni hægja á hækkunum geti einstakir eigna- flokkar átt inni hækkanir. Til dæmis geti lægri vextir ýtt undir verð stærri eigna. Nú sé orðinn lítill mun- ur á verði íbúða og sérbýlis. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tímabil mikilla verðhækkana á nýj- um og vel staðsettum fasteignum á höfuðborgarsvæðinu er að baki. Fram undan er skeið þar sem fast- eignir hækka í takt við verðlag. Þetta er mat Róberts Arons Ró- bertssonar, framkvæmdastjóra fast- eignaþróunarfélagsins Festis, sem stýrt hefur stórum íbúðaverkefnum. Nýr risi á markaði » Kaldalón byggingar hf. keypti lóðir Festis í Vogabyggð. » Aðaleigendur Festis eru hjónin Ólafur Ólafsson, gjarn- an kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjánsdóttir. MSpái nú minni … »14 Þór, bátur Björgunarfélags Vestmannaeyja, flyt- ur jarðfræðivísindamenn í Surtsey og sækir í sömu ferð líffræðivísindamenn sem stundað hafa fjölbreyttar rannsóknir í Surtsey. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti jarðvísindamennina að loknum leiðangri sem heppnaðist mjög vel, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlis- fræðings. Hann segir að 140 gráðu heitt vatn úr borholu hafi komið á óvart. Magnús Tumi segir landtöku í Surtsey ekki auðvelda. Þangað sé að- eins fært þyrlum og gúmmíbátum sem geta lent á ströndinni norðan til þegar sjór er kyrr. Surts- ey, sem er friðlýst og lokuð almenningi, komst á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2008. »10 Ljósmynd/Magnús Tumi Guðmundsson Vísindaleiðangrar ferjaðir til og frá friðlandinu Surtsey Náttúruperla á heimsminjaskrá Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi, segir vegakerfi landsins „í molum“ og að öryggis- stuðull veganna hafi lækkað „veru- lega“. Ástandið segir hann mikið áhyggjuefni sem hafi farið stigvax- andi undanfarin ár. Mjög hefur verið fjallað um ástand vega að undanförnu, meðal annars í kjölfar alvarlegra umferð- arslysa. Þórir segir slysin sýna vel ástand vegakerfisins hér á landi. „Það fer til að mynda bíll út af á Mosfellsheiðinni og þar verður al- varlegt slys. Á svipuðum tíma fer bíll út af á Hellisheiðinni og þar verður ekki slys á fólki. Vegurinn á Hellis- heiði uppfyllir þessa öryggisstaðla sem gerðir eru til þjóðvega en ekki vegurinn á Mosfellsheiðinni,“ segir Þórir í samtali við Morgunblaðið. Taka lítið tillit til umferðar Þá segir Þórir ákveðin vandamál fylgja fjölda hjólreiðamanna í um- ferðinni og að erfitt sé fyrir öku- menn að komast framhjá þeim. „Því miður hefur borið mikið á því að þeir hjóli samhliða bifreiðum og taki ekk- ert tillit til umferðarinnar“. »6 Vegakerfi landsins í molum  Umferðarslysin endurspegla ástand Morgunblaðið/Árni Sæberg Örtröð Mikil umferð er við fjölsótta staði og þar eru vegir víða í ólestri. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skammt er stórra verkefna á milli hjá íslenskum tæknifyrirtækjum austast í Rússlandi. Í fyrradag var skrifað undir samninga Skagans 3X og Kælismiðjunnar Frosts um heild- arlausn og frystikerfi í nýja verk- smiðju fyrirtækis sem kennt er við Lenin í Petropavlosk á Kamtsjatka. Á sama tíma eru íslenskir starfs- menn að hefja sína vinnu við upp- sjávarfrystihús á Shikotan, sem er ein Kúrileyja, og eru um 20 íslenskir starfsmenn komnir þangað. Ekki fæst uppgefið hvert samningsverðið er, en áætla má að það sé 6-7 millj- arðar króna fyrir bæði verkefnin. Ætlunin er að verksmiðjan á Kúrileyjum verði komin í gagnið í vetur. Næsta vor verði tæki og tól ís- lensku fyrirtækjanna flutt norður til Petropavlosk þar sem ráðgert er að hefja uppsetningu búnaðar næsta sumar. Gangsetja á verksmiðjuna þar í ársbyrjun 2020. Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Skagans, segir að íslensku fyrirtækin hafi nú samið við tvö risa- fyrirtæki í sjávarútvegi í Austur- Rússlandi. Unnið var að samnings- gerð undir hatti fyrirtækisins Knarr Rússland og segist Ingólfur bjart- sýnn á framhaldið. Ýmislegt fleira sé í gangi og þessir samningar séu von- andi bara byrjunin á verkefnum í Rússlandi. Lokahnykkurinn í Færeyjum Eftir um mánuð verður byrjað að frysta uppsjávarfisk í nýju frystihúsi Varðans á Þvereyri í Færeyjum. Það hús kemur í stað frystihúss sem eyðilagðist í eldi sumarið 2017. Nýja frystihúsið afkastar um 1.200 tonn- um af uppsjávarfiski á sólarhring og mun verða stærsta uppsjávarfrysti- hús í heimi. Auk Skagans og Frosts koma Rafeyri og fleiri íslensk fyrir- tæki að því verkefni, sem kosta mun um fimm milljarða króna. »11 Undirritun Sergey Tarusov, forstjóri Lenin Kolkhoz (t.v.), og Ingólfur Árna- son, framkvæmdastjóri Skagans 3X. Milljarðaverkefni í Austur-Rússlandi  Frá Kúrileyjum til Kamtsjatka  Ýmislegt fleira í gangi í Rússlandi  Dómsmála- ráðherra hefur samþykkt 135 beiðnir útlendra aðila um leyfi til að eignast fast- eign á Íslandi frá árinu 2008 þar til nú. Þrjár bíða af- greiðslu. Frá 2008 til 2011 voru sam- þykktar innan við tíu undan- þágubeiðnir á ári. Frá 2012 til 2015 bárust á annan tug beiðna hvert ár og 2016 og 2017 voru þær á þriðja tug hvort ár. Það sem af er þessu ári eru undanþágubeiðnirnar orðn- ar 15 talsins. »13 Æ fleiri útlendingar vilja kaupa fasteign Fasteignir Vaxandi áhugi útlendinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.