Morgunblaðið - 27.07.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
æli- & frystiklefar
í öllum stærðum
K
Hættuástand á þjóðvegunum
Vegakerfi landsins er í molum, segir stjórnarformaður Gray Line Víða má finna ónýtar eða illa
farnar vegaxlir Hjólreiðamenn hjóla oft samhliða á vegum og taka ekki tillit til vélknúinna ökutækja
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
„Vegakerfið er í molum og öryggis-
stuðull veganna hefur lækkað veru-
lega,“ segir Þórir Garðarsson,
stjórnarformaður Gray Line á Ís-
landi, í samtali við Morgunblaðið.
Þórir segir ástandið mikið áhyggju-
efni sem hafi farið stigvaxandi und-
anfarin ár.
Þjóðvegir landsins hafa verið í
deiglunni undanfarið, m.a. vegna
slysa sem orðið hafa í umferðinni.
Þórir segir dæmin sýna vel ástand
veganna. „Það fer t.a.m. bíll út af á
Mosfellsheiðinni og þar verður al-
varlegt slys. Á svipuðum tíma fer
bíll út af á Hellisheiðinni og þar
verður ekki slys á fólki. Vegurinn á
Hellisheiðinni uppfyllir þessa örygg-
isstaðla sem gerðir eru til þjóðvega
en ekki vegurinn á Mosfellsheið-
inni.“
Þórir telur að axlir á mörgum
vegum séu orðnar ónýtar og hafi
einfaldlega gefið sig. „Þegar stórir
bílar fara út á þessar axlir þá gefa
þær sig. Á slíkum vegum er erfitt
fyrir bifreiðar að mæta t.d. hjól-
reiðafólki sem skapar mikla hættu.“
Í Morgunblaðinu í gær birtist við-
tal við rútubílstjóra sem sagði hjól-
reiðafólk skapa mestu hættuna í
umferðinni í dag.
Þórir segir fjölda hjólreiðamanna
í umferðinni hafa
aukist mjög að
undanförnu. „Það
er ákveðið vanda-
mál að komast
fram úr hjól-
reiðafólki. Því
miður hefur borið
mikið á því að það
hjólar samhliða
bifreiðum og tek-
ur ekki tillit til
umferðarinnar fyrir aftan sig. Það
þarf að auka verulega kynningu til
þessa hóps og stuðla að því að hann
verði ekki að lestarstjóra á vegun-
um,“ segir Þórir.
Guðmundur Baldursson, hjá Snæ-
land Travel, hefur starfað sem rútu-
bílstjóri undanfarin 5 ár. Hann segir
þörf á að upplýsa hjólreiðamenn um
umferðina hér á landi. „Til dæmis
þurfa þeir að vera í áberandi klæðn-
aði, sumir eru mjög dökkklæddir og
það væri mjög skynsamlegt að vera
með vesti til sölu í Leifsstöð og al-
mennar leiðbeiningar þar.“ Þá segir
hann sérstaklega þörf á að setja svo-
nefndum racer-hjólreiðamönnum
þröngar skorður.
Mikið álag á rútubílstjórum
Guðmundur segir starf rútubíl-
stjóra hafa breyst mjög undanfarin
þrjú ár. „Bílaleigutraffík hefur auk-
ist gífurlega og álag á rútubílstjór-
um samhliða því. Margir á þessum
bílum hafa litla reynslu af akstri.
Það mætti spyrja sig að því hvort
það sé eðlilegt að bílaleigubílum geti
fjölgað endalaust? Við rútubílstjóar
þekkjum vel þessa hættu með bíla-
leigubíla því þeir geta átt það til að
snögghemla og fikta í leiðsögutækj-
um. Hættan hefur því aukist mikið.“
Þá telur hann að blikur séu á lofti
varðandi endurbætur á vegunum.
„Vegagerðin hefur tekið gríðarlegan
kipp í sumar, sérstaklega í Gullna
hringnum, sem er mjög fínt. En veg-
urinn austan Seljalands og suður-
ströndin eins og hún leggur sig eru
víða stórhættuleg því þar eru engar
axlir og gríðarleg umferð.“
Þórir
Garðarsson
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Að einangra útveggi utan frá er að
færast í aukana,“ segir Hannes Örn
Jónsson, byggingatæknifræðingur
hjá verkfræðistofunni VSB. Vísar
hann í máli sínu til fréttar sem birtist
í Morgunblaðinu í gær þar sem rætt
var við Jóhann Björn Jóhannsson,
sem nýverið lauk meistaraprófi í
byggingarverkfræði frá KTH-há-
skólanum í Stokkhólmi. Í meistara-
verkefni Jóhanns kom fram að nið-
urstöður rannsókna hans bentu til
þess að meiri líkur væru á myglu í
húsum hér á landi en erlendis. Komi
það til af því að útveggir hér á landi
séu einangraðir að innan en ekki að
utan líkt og tíðkast annars staðar.
Hannes segir að ýmsar vangavelt-
ur hafi verið uppi um hvers vegna
mygla í húsum
hérlendis er tíðari
en í öðrum lönd-
um. „Menn hafa
auðvitað spáð í
hvaða ástæða geti
legið þar að baki.
Óháð því hvernig
útveggir eru ein-
angraðir þá snýst
þetta um að loft-
ræsting sé í lagi
þannig að raki myndist ekki,“ segir
Hannes og bætir við að það hafi
færst í aukana síðustu ár að útveggir
hér á landi séu einangraðir utan frá.
Þá sé það talsverð breyting frá
byggingarstílnum undanfarin ár.
„Gamla byggingarhefðin er að gera
þetta innan frá. Það er t.d. miklu al-
gengara í dag að fjölbýlishús séu ein-
angruð utan frá. Aðferðin sem notuð
er þegar einangrað er innan frá er í
raun hverfandi. Mér finnst eins og
þróunin sé í þá átt að hús verði í
framtíðinni einangruð utan frá,“ seg-
ir Hannes.
Heitir veggir þýða minni raki
Spurður um hvers vegna meiri lík-
ur séu á myglu þegar einangrað er
innan frá segir Hannes það vera
vegna mismunandi hitastigs innan
útveggjarins. „Þegar þú einangrar
innan frá þá eltir hitastig veggjarins
hitann sem er úti. Ef veggurinn er
hins vegar einangraður utan frá þá
eltir hann hitastigið innanhúss og er
hlýrri en veggir sem einangraðir eru
að innan. Heitir veggir eru auðvitað
þurrari þannig að þá eru minni líkur
á raka. Það gildir þó alltaf að hreyf-
ing verður að vera á lofti og loftræst-
ing í lagi,“ segir Hannes.
Einangra á veggi að utan
Aðferð sem dregur úr líkum á myglu og raka í húsum
Hannes Örn
Jónsson
Sveitarstjórn
Dalabyggðar
samþykkti í gær
að ráða Kristján
Sturluson, sér-
fræðing í dóms-
málaráðuneyt-
inu, sem næsta
sveitarstjóra.
Alls sóttu þrett-
án um starfið.
Kristján, sem
er Dalamaður að uppruna, hefur
langa reynslu af stjórnunarstörfum
á ýmsum stöðum. Hann var sviðs-
stjóri stjórnsýslusviðs Hafnarfjarð-
arbæjar frá 2013 til 2016, gegndi
starfi framkvæmdastjóra Rauða
krossins á Íslandi um átta ára skeið
og þar áður var hann framkvæmda-
stjóri mannauðs- og umhverfismála
Norðuráls á Grundartanga. Hann
hefur einnig sinnt kennslu, en hann
er félagsráðgjafi og sálfræðingur
að mennt og hefur einnig lokið
MBA-prófi frá Háskóla Íslands.
Kristján kemur til starfa hjá
Dalabyggð 1. september næstkom-
andi.
Í dag búa 667 manns í Dala-
byggð, sem afmarkast af Bröttu-
brekku, miðri Skógarströnd, Lax-
árdalsheiði og Gilsfirði. Þéttbýli er
í Búðardal og ferðaþjónusta og
landbúnaður undirstöðugreinar á
svæðinu.
Kristján
er nýr sveit-
arstjóri
Kristján
Sturluson
Til starfa í Dala-
byggð 1. september
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Umhverfisstofnun (UST) synjaði
umsókn Hauks Sigurðssonar hjá
Fjólubláu húfunni ehf. á Ísafirði,
fyrir hönd Vestfjarðastofu; um
leyfi til að taka kvikmyndir við
tófugreni og fuglabjarg í friðland-
inu á Hornströndum. Stofnunin tel-
ur að myndatakan myndi hafa
verulega truflandi áhrif á dýralíf
innan friðlandsins. Refir eru alfrið-
aðir þar.
Titill verkefnisins sem snerist
um myndatöku af yrðlingum á
greni er Yrðlingar í 360 gráðum.
Gert var ráð fyrir einum starfs-
manni og ætlaði sá að gista í tjaldi
á opinberu tjaldstæði. Hann ætlaði
að fara tvisvar að tófugreni og
koma þar upp lítilli 360 gráða
myndavél. Tveimur klukkustundum
síðar yrði myndavélin sótt. Einnig
var leitað leyfis til að fljúga flygildi
við Hornbjarg og þar í kring.
UST leitaði eftir umsögn Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands (NÍ) í
ljósi þess að Hornstrandir eru frið-
land og NÍ stundar þar refarann-
sóknir. NÍ taldi að ekki væri hægt
að réttlæta þá truflun og hættu
sem drónaflug geti skapað við
fuglabjörg á þeim tíma sem varp er
í hámarki þegar tilgangurinn er
myndataka í auglýsinga- eða kynn-
ingarskyni. Í svari UST sagði m.a.
að ef myndatakan væri hugsuð í
markaðssetningarskyni, til að
fjölga ferðamönnum á svæðinu og
þeim sem vilja leita uppi greni og
yrðlinga, þá væri það andstætt
þeirri stefnu að vernda viðkvæmt
dýralíf og refi innan friðlandsins.
„Mikilvægt er að allar leiðir séu
notaðar til að upplýsa ferðmenn um
friðhelgi tófunnar á grenjum og að
myndatökur við greni séu ekki
heimilar,“ sagði í svarinu. Þá sagði
UST að í sumar hefði verið mikið
álag á grenjum á Hornbjargi og
væru refir nú mun meira á ferðinni
milli grenja en áður hefði sést.
Vildi komast nálægt refunum
Haukur kvaðst í samtali við
Morgunblaðið hafa framleitt kynn-
ingarefni fyrir Vestfjarðastofu og
ferðaskrifstofur á Ísafirði sem selja
ferðir á Hornstrandir og víðar.
Hann hefur tekið mikið af myndum
á Hornströndum og víðar um Vest-
firði.
Haukur kvaðst hafa fengið hug-
myndina að yrðlingamyndunum frá
manni sem setti 360° myndavél á
meðal ljóna og tók mjög skemmti-
legar myndir. „Ég hugsaði með
mér að það væri hægt að gera
þetta við refi, þegar yrðlingarnir
fara að fara úr greninu og gefa
áhorfendum upplifun af nálægð við
refina,“ sagði Haukur. Hann sagði
sig hafa langað að taka myndirnar
við Hornbjarg vegna þess hve þar
er fallegt.
Haukur kvaðst hafa velt því fyrir
sér að finna greni annars staðar til
að mynda yrðlinga. Hann taldi ólík-
legt að það yrði bannað því grenja-
skyttur fái að fara á grenin til að
veiða refina og yrðlingana. „Ég
geri ekki ráð fyrir að þurfa að
sækja um leyfi til myndatöku ann-
ars staðar. Ástæða þess að ég sótti
um leyfi til UST var friðlandið. Það
er mikið álag á refina í Hornvík og
því þótti mér réttara að sækja um
leyfi,“ sagði Haukur.
Mátti ekki mynda yrðlingana
Morgunblaðið/Árni Sæberg