Morgunblaðið - 27.07.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
Fyrir rúmum mánuði boðaði fjár-málaráðherra Grikklands
„endalok grísku krísunnar … sögu-
lega stund“. Þá hafði ESB náð að
taka landið enn
einn snúning og í
ágúst skyldi takið
losað og Grikkland
komast út úr
greiðslustöðv-
uninni sem segja
má að landið hafi
verið í frá því að
evran sigldi það í
kaf.
Grikkland er þó fjarri því sloppið,það er enn með evruna, það er
enn með himinháar skuldir og það er
með um fjórðungi minni landsfram-
leiðslu en þegar kreppan skall á.
En það er fleira en evran semplagar efnahag Grikklands.
The Wall Street Journal fjallaði um
það í gær að þó að landið hefði upp-
fyllt ströng skilyrði annarra evru-
ríkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
hefði það gert það „með því að
hækka skatta svo mikið að þeir eru
að kæfa litlu fyrirtækin sem mynda
grunn efnahagslífsins“.
Íslendingar áttu á hættu að lenda ísömu stöðu og Grikkir. Ef vinstri-
stjórninni hefði á árunum 2009-2013
tekist að hengja Icesave-skuldir á
landsmenn væri ástandið annað hér
en nú er og ef þráhyggjumönnum
samfylkingarflokkanna hefði tekist
að koma okkur undir evruna væri
staðan enn líkari gríska harm-
leiknum.
En staðan er þó lík að því leyti aðvið eins og Grikkir sitjum enn
uppi með skattahækkanir frá þessum
árum. Þær skattahækkanir eru ekki
síður böl hér en þar, en munurinn er
sá að hér höfum við haft sjálfdæmi
um að lækka skatta á meðan Grikkir
hafa lotið stjórn annarra.
Hér er engin skylda
að hafa háa skatta
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 26.7., kl. 18.00
Reykjavík 14 alskýjað
Bolungarvík 9 alskýjað
Akureyri 11 rigning
Nuuk 10 skýjað
Þórshöfn 16 léttskýjað
Ósló 25 heiðskírt
Kaupmannahöfn 29 heiðskírt
Stokkhólmur 31 heiðskírt
Helsinki 27 léttskýjað
Lúxemborg 29 léttskýjað
Brussel 34 heiðskírt
Dublin 24 léttskýjað
Glasgow 26 heiðskírt
London 32 heiðskírt
París 34 heiðskírt
Amsterdam 32 heiðskírt
Hamborg 32 heiðskírt
Berlín 31 heiðskírt
Vín 23 skúrir
Moskva 24 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 31 heiðskírt
Mallorca 30 heiðskírt
Róm 30 léttskýjað
Aþena 25 þrumuveður
Winnipeg 18 skýjað
Montreal 24 alskýjað
New York 26 skýjað
Chicago 22 léttskýjað
Orlando 31 þrumuveður
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
27. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:20 22:50
ÍSAFJÖRÐUR 3:59 23:20
SIGLUFJÖRÐUR 3:41 23:04
DJÚPIVOGUR 3:43 22:26
Mennta- og menningarmálaráðherra
hefur skipað tvo nýja skólameistara á
framhaldsskólastigi. Steinn Jóhanns-
son mun taka við embætti rektors
Menntaskólans við Hamrahlíð frá og
með 1. ágúst næstkomandi. Hann
hefur frá árinu 2017 gegnt embætti
konrektors við skólann. Áður var
hann skólameistari Fjölbrautaskól-
ans við Ármúla 2012-2017.
Magnús Ingvason mun frá og með
1. ágúst taka við stöðu skólameistara
Fjölbrautaskólans við Ármúla. Síð-
astliðin fimm ár hefur hann gegnt
starfi aðstoðarskólameistara við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti. Hann hef-
ur 26 ára kennslu- og stjórnunar-
reynslu að baki við skólann.
Tveir nýir
skóla-
meistarar
Taka við keflinu í
Ármúla og Hamrahlíð
Steinn
Jóhannsson
Framkvæmdir á lóð Grunnskóla Ön-
undarfjarðar á Flateyri hefjast um
helgina. Framkvæmdin er liður í
uppbyggingu skólalóðarinnar, en til
stendur að bæta við leiktækjum á
lóðina. Þórhallur Snædal, eigandi
Heiðarfells efh. sem sér um fram-
kvæmd verksins, segir að búa eigi til
svokallaðan sælureit á skólalóðinni.
„Það er verið að breyta aðeins til á
grunnskólalóðinni með því m.a. að
bæta við leiktækjum. Þess utan á að
gróðursetja í beðin og fríkka aðeins
upp á útlit lóðarinnar. Þetta er ekki
mjög mikil framkvæmd en tilgang-
urinn er að búa til sælureit þar sem
börnin geta verið,“ segir Þórhallur.
Þar sem sælureiturinn á að koma
er nú möl en til hliðar við hana er
sparkvöllur sem gerður var fyrir
nokkrum árum. Þórhallur segir að
það hafi verið kominn tími á að klára
skólalóðina. „Það hefur verið spark-
völlur á lóðinni og nú er verið að
klára dæmið. Þetta verður flottur
reitur þar sem börnin geta leikið
sér,“ segir Þórhallur.
Spurður hvenær hann geri ráð
fyrir að ljúka verkinu segist Þórhall-
ur ekki vilja gefa það upp. Það verð-
ur þó fyrr en síðar. „Við ætlum að
gera þetta eins hratt og hægt er.
Vonandi klárast þetta fljótt.“
Ljósmynd/Ísafjarðarbær
Skólinn Grunnskóli Önundarfjarðar.
Sælureitur í bígerð í Önundarfirði
Hefjast handa við framkvæmdir á lóð Grunnskóla Önundarfjarðar um helgina
Magnús
Ingvason