Morgunblaðið - 27.07.2018, Side 10

Morgunblaðið - 27.07.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Arndís Jóhannsdóttir Helga Mogensen Kristin Sigfríður GarðarsdóttirTinna Bjarnadóttir ásta créative clothes Hulda B. Ágústsdóttir Ólöf Erla Bjarnadóttir Guðrún Borghildur Margrét Guðnadóttir Valdís Harrysdóttir Sunna Sigfríðardóttir Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Seinni leiðangurinn af tveimur kláraðist á sunnudaginn. Báðir leið- anangranir gengu vel og nú er unn- ið úr niðurstöðunum,“ segir Þórdís V. Bragadóttir, umsjónarmaður fyr- ir friðlandið Surtsey sem samþykkt var á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2008. „Ég nýtti tímann í Surtsey til þess að tína rusl á tanganum sem safnast hafði fyrir yfir veturinn,“ segir Þórdís sem tíndi upp talsvert magn af plastflöskum, netakúlum og netabelgjum auk þess sem stígvél og fótbolti fundust í fjörunni. Að sögn Þórdísar er ruslið í svipuðum mæli og fyrir ári. „Það er einstakt að dvelja í kyrrð- inni í Surtsey. Þar eru engin um- hverfsihljóð nema sjávarniðurinn. Það er alltaf eitthvað nýtt að sjá og gaman að fylgjast með því hvernig nyrsti tanginn á Surtsey breytist vegna ágangs sjávar. Hann færist eftir vindáttinni, en í fyrra sneri tot- an að mig minnir í vestur þegar við hófum leiðangurinn en hafði snúist til austurs þegar honum lauk,“ segir Þórdís sem segir að enginn fari í Surtsey nema með skriflegu leyfi og í vísindalegum tilgangi. „Í ár fóru vísindamenn frá Nátt- úrufræðistofnun, Landbúnaðarhá- skólanum, Jarðvísindastofnun, Mat- ís og Ísor auk meistara- og doktorsnema, tveggja erlendra vís- indamanna og ljósmyndara. „Veðurstofan sendi menn til þess að yfirfara veðurstöðina og vef- myndavélina í Surtsey,“ segir Þór- dís og bendir á að mynd frá Surtsey birtist á klukkustundar fresti á vef Veðurstofunar. Þar megi oft sjá Vestmannaeyjaklasann eða fugl á steini. Einnig sé að hægt að kynnast Surtsey í gestastofunni sem staðsett er í Eldheimum í Eyjum. Samfélag örvera í 80 gráðum „Ég var í seinni leiðangrinum sem var jarðfræði- og örveruleið- angur og í honum var m.a. skoðað hvernig samfélag örvera verður til og þróast í berginu langt undir yf- irborði jarðar við háan hita allt að 80 gráðum. Við mældum einnig bor- holur sem boraðar voru í fyrra til þess að að skoða breytingar á berg- inu í Surtsey,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og bætir við að í fyrra hafi verið boraðar holur skáhallt undir aðal- gíginn í gegnum gosrásina til þess að kanna hvernig breytingar á eyj- unni hafa þróast. „Við mældum þær holur nú og fengum athyglisverðar niðurstöður sem verið er að vinna úr. Þetta var bein sönnun þess hvernig gosrásin undir eyjunni var og það kom okkur á óvart að hún væri enn 60 gráðu heit,“ segir Magnús Tumi og bætir við að tvisvar hafi verið borað í Surtsey, árið 1979 og aftur í fyrra. „Við höfum fleiri en eina borholu til samanburðar og mældum dálítið hærri hita en áður með því að bora skáhallt. Hitinn var allt að 140 gráð- ur mest á 120 metra dýpi sem er um 60 metra undir sjávarmáli í berginu. Mælingin staðfestir að töluverður hiti er enn í berginu,“ segir Magnús Tumi sem segir hitann hjálpa vís- indamönnum að skilja hvernig Surtsey hafi myndast og móbergið sem þekur hana og ver eyjuna og aðrar eyjar í Vestmannaeyjaklasan- um gegn ágangi sjávar. Magnús Tumi segir að rannsóknir í Surtsey hjálpi til við rannsóknir á því hvernig önnur móbergsfjöll á Ís- landi hafi myndast og ummyndun þeirra hafi þróast undanfarin 50 ár. „Rannsóknir þar sem fylgst er með breytingum á nýju eldfjalli hafa ekki verði gerðar nema í Surts- ey,“ segir Magnús Tumi. Næg rannsóknarefni eru í Surtsey  Allt að 140 gráðu hiti á 120 metra dýpi  Nyrsti tanginn sveiflast eftir áttum Ljósmynd/Magnús Tumi Guðmundsson Rannsóknir Vísindamenn við mælingar og rannsóknir á borholum í Surtsey í árlegum vísindarannsóknarleiðangri. Ferðalag Það er að mörgu að hyggja þegar komast þarf úr og í Surtsey.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.