Morgunblaðið - 27.07.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Í nýju fiskiðjuveri Lenin-samvinnu-
félagsins í Petropavlosk (Lenin
Kolkhoz) á Kamtsjatka-skaganum í
Austur-Rússlandi verður jöfnum
höndum unninn botnfiskur og upp-
sjávarfiskur. Verksmiðjan verður
búin lausn til að stærðarflokka,
vinna og frysta tegundir eins og
alaska-ufsa, nokkrar tegundir villts
lax, kyrrahafsþorsk, uppsjávarfisk
og smokkfisk. Skrifað var undir
samninga Skagans 3X og Kælismiðj-
unnar Frosts um heildarlausn í nýja
húsið og rússneska fyrirtækisins við
hátíðlega athöfn í íslenska sendi-
ráðinu í Moskvu á miðvikudag.
Haft er eftir Sergey Borisovich
Tarusov, forstjóra Lenin Kolkhoz, í
fréttatilkynningu að með þekkingu
og venjum um vinnslu í Austur-
Rússlandi í bland við framleiðslu-
tækni frá Íslandi verði til framúr-
skarandi leið til að auka nýtingu og
verðmæti auðlindarinnar.
Verksmiðjan verður meðal annars
búin sjálfvirkum plötufrystum frá
Skaganum 3X, einnig mun fyrirtæk-
ið afhenda nýja tegund sjálfvirkra
frysta til að frysta afurðir sem eru
ætlaðar í sögunarverksmiðjur, sem
framleiða fiskbita og þurfa því að
standast stífar kröfur um lögun og
fleiri þætti.
Þessu til viðbótar verður verk-
smiðjan búin lausfrystum sem geta
tekið margs konar afurðir, allt frá
smáum smokkfiski upp í heilan lax. Í
heildina er verksmiðjan hönnuð til að
geta fryst yfir 500 tonn á sólarhring
með möguleika á aukningu seinna.
Fullkomið kerfi frá Frost
Kælismiðjan Frost mun sjá um
allt kælikerfið í verksmiðjunni. Kæli-
kerfið verður af fullkomnustu gerð
og stenst allar nútímakröfur um
orkunýtingu og umhverfismál.
Samlegðaráhrif samvinnu Skag-
ans 3X og Frosts kristallast í fyr-
irtækinu Knarr Rússland, sem er
endursöluaðili fyrir íslensk tækni-
fyrirtæki inn á rússneskan markað,
segir í fréttatilkynningu. „Knarr
Rus hafa í raun virkað eins og brú
fyrir okkur inn á þennan markað.
Þar er fólk sem skilur tungumál og
menningu beggja landa, það væri í
raun ómögulegt að vinna sér sess
þarna inn án þeirra aðkomu,“ er haft
eftir Guðmundi Hannessyni, sölu- og
markaðsstjóra Kælismiðjunnar
Frosts.
Tækifæri til að sanna sig
„Verkefnið er mikilvægt skref fyr-
ir okkur og tækifæri til að sanna enn
frekar getu okkar í Rússlandi, nánar
tiltekið í Austur-Rússlandi en þar er
annars konar vinnsla en tíðkast Evr-
ópumegin,“ er haft eftir Jóni Birgi
Gunnarssyn, markaðs- og sölustjóra
hjá Skaganum 3X, „Við erum nú
þegar á fullu í öðru stóru verkefni
fyrir Gidrostroy þannig að við erum
virkilega að ná fótfestu á þessum
markaði.“
Verkefnið fyrir Gidrostroy er
bygging frystihúss á Shikotan, sem
er ein Kúrileyja, austast í Rússlandi,
en þær eru sunnan Kamtsjatka-
skagans.
Ingólfur Árnason, framkvæmda-
stjóri Skagans 3X, segir jákvætt fyr-
ir fyrirtækin að taka þátt í að koma
vinnslu þarna upp á annað og hærra
stig.
Tólf tímabelti
Í fréttatilkynningu er bent á að á
milli Skipaskaga, þar sem Skaginn
3X er með höfuðstöðvar, og Kamts-
jatka séu 12 tímabelti. Flutningar á
milli þessara tveggja heimshluta
taka því sinn tíma og þannig var
áætlað að það tæki um og yfir 70
daga að koma 90 gámum af tækjum
og tólum til Shikotan frá Íslandi.
Mikilvægt skref á Kamtsjatka
Skaginn 3X og Kælismiðjan Frost gera samninga um frystiverksmiðju í Petropavlosk í A-Rússlandi
Margt líkt
» Á Kamtsjatka búa álíka
margir og á Íslandi og þar af
um 200 þúsund í Petropav-
losk.
» Eldfjöll setja svip á lands-
lagið og sjávarútvegur er burð-
arás í atvinnulífi.
» Fyrirtækin Lenin Kolkhoz og
Gidrostroy eru meðal þeirra
stærstu í sjávarútvegi í Austur-
Rússlandi.
Petropavlosk Tölvumynd af nýju tíu þúsund fermetra fiskiðjuveri og skrifstofum Lenin Kolk-
hoz á Kamtsjatka. Bæði verður unninn bolfiskur og uppsjávarafli og sjálfvirkni verður mikil.
Risaverkefni austast í Rússlandi
Petropavlovsk-Kamcatskij
Okotskhaf
Kyrrahaf
J A P A N
KAMTSJATKA-
SKAGI
K Í N A
Vladivostok
Shikotan
K Ú
RI
LE
YJ
AR
Íslendingar eru einnig með verksmiðju í
byggingu fyrir rússneska útgerðarfélagið
Gidrostroy á Shikotan sem er ein Kúrileyja
Skaginn 3X og Frost hf. hafa gert
samning við Lenin Kolkhoz um smíði
fiskiðjuvers í Petropavlovsk á Kamtsjatka
Verksmiðjan verður búin lausn til að
stærðarflokka, vinna og frysta m.a.
alaskaufsa, villtan lax, kyrrahafsþorsk,
uppsjávarfisk og smokkfisk
Tólf tíma-
belti eru á
milli Íslands
og Kamtsjatka
R
Ú
S
S
L
A
N
D
Shikotan Búnaður hefur verið fluttur um langan veg frá Íslandi til Kúrileyja. Fyrstu íslensku
starfsmennirnir eru komnir á staðinn og uppsetning búnaðar er fram undan á næstu mánuðum.
Færeyjar Byrjað verður að frysta uppsjávarfisk í hátæknihúsi Varðans á
Þvereyri eftir mánuð. Afkastagetan verður um 1.200 tonn á sólarhring.
Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
Nýjar vörur