Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 13

Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is | Opið kl. 10-18 virka daga Misty Toppur 6.990 kr. Buxur 4.850 kr. Slæða 6.990 kr. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dómsmálaráðherra hefur samþykkt 135 beiðnir útlendra aðila um leyfi til að eignast fasteign á Íslandi frá árinu 2008 þar til nú. Þrjár bíða afgreiðslu. Morgunblaðið óskaði eftir upplýs- ingum frá dómsmálaráðuneytinu um ýmislegt varðandi undanþágur frá skilyrðum laga um eignarrétt og af- notarétt fasteigna (19/1966). Frá árinu 2010 og þar til nú bárust 138 undanþágubeiðnir. Upplýsingar um heildarfjölda beiðna árin 2008 og 2009 voru ekki tiltækar en þau ár voru alls sjö beiðnir samþykktar. Athygli vekur að frá 2008 til 2011 voru sam- þykktar innan við tíu undanþágu- beiðnir á hverju ári. Frá 2012 til 2015 barst á annan tug undanþágubeiðna hvert ár og árin 2016 og 2017 voru þær á þriðja tug hvort ár. Þegar þetta ár er rúmlega hálfnað eru undanþágubeiðn- irnar orðnar 15 talsins og hafa 12 verið samþykktar. Umsækjendur á fyrrnefndu tímabili voru af 20 þjóðernum úr öllum álfum. Langflestar umsóknir eða 91 komu frá Bandaríkjunum. Sérstakar reglur um EES-fólk Ráðuneytið bendir á að í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna sé að finna reglur um hverjir megi eiga fasteignir á Íslandi. „Þeir sem ekki falla undir þá skilgreiningu geta óskað leyfis dómsmálaráðherra til að eignast fasteign á Íslandi. Sérstakar reglur gilda um EES-borgara, en þeir þurfa ekki leyfi ráðherra. Sjá reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samn- inginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsam- taka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nr. 702/ 2002.“ Nefnd sem þáverandi innanrík- isráðherra skipaði skilaði tillögum að breytingum á framangreindum lögum í maí 2014. Samkvæmt tillögum nefndarinnar áttu engar eða óveru- lega takmarkanir að vera á heimild er- lendra aðila utan EES-svæðisins til að eiga eða leigja húsnæði hér sem væri á leigulóð. Þeir ættu að geta öðlast rétt til þess á grundvelli sömu reglna og íslenskir aðilar. Þeir ættu því ekki að þurfa til þess sérstakt leyfi. Þó mætti setja skorður á fjölda þeirra fasteigna sem sami aðili eða tengdir aðilar gætu eignast til að raska ekki jafnvægi á húsnæðismarkaði. Takmarkanir utan þéttbýlis Nefndin taldi að afnotaréttur að landi innan skipulagðs þéttbýlis ætti að vera án takmarkana. Eignarrétt að landi innan skipulagðs þéttbýlis ætti hins vegar að takmarka við 5-10 hekt- ara. „Nefndin lagði til að takmarkanir ættu að vera á eignar- og afnotarétti erlendra aðila að landi utan skipu- lagðs þéttbýlis. Heimildir til að kaupa land til að halda heimili eða sem frí- stundahús ættu að miðast við einn hektara og einungis eina lóð fyrir hvern aðila eða tengda aðila. Heim- ildir erlendra lögaðila til að eignast land til beinnar notkunar í atvinnu- starfsemi ættu að miðast við 5-10 hektara, eina lóð fyrir hvern aðila eða tengda aðila, og að land væri neðan hálendislínu. Afnotaréttur af húsnæði og landi til notkunar í atvinnu- starfsemi væri óháð stærð og fjölda lóða en leigutíminn gæti verið bund- inn við 10 ára hámarkstíma,“ segir m.a. í svari ráðuneytisins. Fyrrnefndar tillögur nefndarinnar miðuðust við að erlendir aðilar utan EES-svæðisins ættu rétt á að eignast fasteignir án leyfis frá ráðherra ef skilyrðin væru uppfyllt. Nefndin lagði til að ráðherra gæti veitt undanþágur frá þessum reglum í vissum tilvikum. Ráðherra gæti þannig veitt heimild til eignar eða afnota af landi sem væri allt að 25 hektarar. Ef um sérstaka at- vinnuuppbyggingu væri að ræða á til- teknum svæðum mætti leyfa afnota- rétt af stærra landsvæði. Nefndin lagði ekki til neinar breyt- ingar varðandi rétt EES-borgara til eignar- eða afnotaréttar af fast- eignum. Nefndin fékk lögfræðiálit tveggja lögmanna til að skýra rétt EES-borgara og skoða hvaða heim- ildir væru til takmörkunar á rétti þeirra til að eiga hér fasteign. „Nið- urstaða álitsins var að EES- borgarar ættu sjálfstæðan rétt til að kaupa fast- eignir á Íslandi á grundvelli EES- samningsins. Takmarkanir á þeim rétti gætu verið byggðar á sjón- armiðum um skipulag tiltekinna svæða, landbúnað og rekstur á til- teknum bújörðum, stefnu stjórnvalda um að búið skuli á tilteknum svæðum árið um kring eða umhverfisvernd og vernd sérstakra menningarsvæða. Slíkar takmarkanir yrðu þó að eiga við um íslenska ríkisborgara líka.“ Viðmiðunarreglur gilda Dómsmálaráðuneytið hefur sett fram viðmiðunarreglur, á grundvelli tillagna fyrrnefndrar skýrslu, og er byggt á þeim þegar metið er hvort veita eigi aðila utan EES-svæðisins leyfi til eignar eða afnota af fasteign á Íslandi. Reglurnar eru birtar á heima- síðu ráðuneytisins. Leyfi ráðuneyt- isins byggist á því að umsækjandi uppfylli þau skilyrði sem sett eru í við- miðunarreglunum. Nánar má lesa um fasteignaréttindi útlendinga á þessari slóð: https://www.stjornarradid.is/ verkefni/utlendingar/fasteignarett- indi-utlendinga/ Spurningar Morgunblaðsins til dómsmálaráðuneytisins 2018 15 umsóknir hafa borist það sem af er árinu. Þrjár bíða afgreiðslu m.a. vegna þess að gögn vantar. Samþykktar hafa verið 12 umsóknir, þar af ein vegna frístundahúss (eignarlóð) og 11 vegna íbúða/húsa á leigulóð í þéttbýli. Þjóðerni Kanada (2), Bret- land (búseta utan EES) (2), Bandaríkin (8) 2017 22 umsóknir bárust. Samþykkt var 21umsókn, þar af fjórar vegna frístundahúsa (þrjár á eignarlóð og ein á leigulóð), ein vegna jarðarskika (25% af 3,8 ha.), tvær vegna lands (báðar 25 ha) utan skipulagðs þéttbýlis og 14 vegna íbúða/húsa á leigulóð í þéttbýli. Einni um- sókn var synjað, kaup á 50% hlut í 1.500 ha. lands. Þjóðerni Nýja Sjáland, Kanada, Malasía, Singapúr, Ástralía, Bandaríkin (16). 2016 26 umsóknir bárust. Samþykktar voru 23umsóknir þar af ein vegna frístundahúss á leigulóð, ein vegna frístundahúss á eignarlóð sem var undir 1 ha. að stærð og 21 vegna íbúða/ húsa á leigulóð í þéttbýli. Þremur umsóknum var synjað þ.e. beiðni um kaup á 211 ha. jörð, 50 ha. jörð og beiðni um kaup á 12,9 ha. spildu úr jörð. Þjóðerni Singapúr (2), Nýja Sjáland, Frakkland, Hvíta Rússland, Taíland (2), Bandaríkin (19) 2015 18 umsóknir bárust. Allarvoru samþykktar. Tvær vegna frístundahúsa á leigu- lóðum og 16 umsóknir vegna íbúða/húsa á leigulóð í þéttbýli. Þjóðerni Brasilía, Ástralía, Mexíkó, Indónesía, Kanada (2), Bandarík- in (9), Bretland (búseta utan EES) (3) 2014 12 umsóknir bárust. Samþykktar voru 11umsóknir. Ein vegna frístundahúss undir 1 ha. að stærð, ein vegna leigu á jörð fyrir atvinnu- rekstur 158 ha og níu vegna íbúða/húsa á leigulóð í þéttbýli. Einni umsókn um 16 ha. úr jörð var hafnað. Þjóðerni Kína, Bandaríkin (11) 2013 15 umsóknir bárust. Allar voru samþykktar. Ein vegna sumar- bústaðalands (eignarlóð) undir 1 ha. að stærð og 14 umsóknir voru vegna íbúða/húsa á leigulóð í þéttbýli. Þjóðerni Mexíkó, Kína, Nýja Sjáland, Bretland (búseta utan EES), Kanada, Bandaríkin (10) 2012 17 umsóknir bárust. Allar um-sóknir samþykktar. Ein vegna sumarbústaðalands og 15 vegna íbúða/húsa á leigulóð í þéttbýli. Þjóðerni Úganda, Kanada (2), Nígería, Rússland (2), Bandaríkin (10), vantar uppl. um eina umsókn 2011 8 umsóknir bárust. Samþykktar voru 7umsóknir vegna íbúða/húsa á leigu- lóð í þéttbýli. Einni umsókn var hafnað, 72,19% hlutdeild í 30.639 ha. jörð. Þjóðerni: Kína (2), Ísrael, Malasía, Japan, Rúss- land, Bandaríkin (2) 2010 5 umsóknir bárust. Samþykktar voru 4umsóknir vegna íbúða/húsa á leigu- lóð í þéttbýli. Einni umsókn vegna íbúða/ húsa á leigulóð í þéttbýli var hafnað. Þjóðerni Kína, Úganda, Banda- ríkin (2), Óvissa í einu tilviki 2009 Ekki tiltækar upplýsingar um hvað margar umsóknir bárust. Samþykktar voru 3 umsóknir vegna íbúða/hús á leigulóð í þéttbýli. Þjóðerni Kína, Bandaríkin (2) 2008 Ekki tiltækar upplýsingar um hvað margar um- sóknir bárust. Samþykktar voru 4 umsóknir, tvær vegna íbúða/húsa á leigulóð í þéttbýli, ein vegna vatnsréttinda (borhola í Heiðmörk) og ein lóð í Ölfusi. Þjóðerni Bretland (Eyjan Mön), Argentína, Banda- ríkin (2) 1. Hve margar undanþágur frá lögum 19/1996 hefur ráðuneytið veitt frá 1. janúar 2008 til dagsins í dag, eða til loka árs 2017 ef það er auðveldara? 2. Hvað margar undanþágur vörðuðu kaup útlendinga á fasteignum utan skipulagðs þéttbýlis (bújarða og landar- eigna) á fyrrnefndu tímabili? 3. Er hægt að fá sundurliðun á því hvers konar eignir var um að ræða, t.d. frí- stundahús, bújarðir og aðrar fasteignir? 4. Er hægt að upplýsa um þjóðerni þeirra sem undanþágur fengu og hve margir voru af hverju þjóðerni? Svör dómsmálaráðuneytisins Stígandi fjöldi undanþágubeiðna  Dómsmálaráðherra hefur samþykkt 135 beiðnir útlend- inga um leyfi til fasteignakaupa frá 2008  EES-borgarar þurfa ekki leyfi  Umsækjendur voru af 20 þjóðernum Morgunblaðið/Eggert Fasteignakaup Erlendir aðilar sækja í auknum mæli um leyfi til að kaupa fasteignir hér á landi. EES-borgarar þurfa ekki að sækja um slíkt leyfi. Jarðarkaup á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.