Morgunblaðið - 27.07.2018, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.07.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Veiðisport Selfossi Þjónustustöðvar N1 um allt land. Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“ Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Að minnsta kosti 81 lét lífið í skógareldum sem geisuðu í Grikk- landi á mánudag og þriðjudag. Margra er enn saknað og óttast leitarteymin að tala látinna muni hækka. Eldarnir eru með þeim mannskæðustu sem hafa orðið í sögu Grikklands. Varnarmálaráðherra Grikklands, Panos Kammenos, sagði í samtali við BBC að ólöglegar byggingar hafi stuðlað að hörmungunum. „Þetta er glæpur frá fortíðinni,“ sagði hann. „Megnið af þessum húsum við strendur Aþenu eru án byggingarleyfis. Strandlengjan er undirlögð, í leyfisleysi.“ Hann segir að byggingar milli trjágróinna svæða séu glæpur sem lokaði fyrir flóttaleiðir. Neitar hann öllum ásök- unum um að ríkisstjórnin hafi brugðist Grikkjum í öryggismálum. Hann heimsótti hörmungasvæðið í bænum Mati, sem þurrkaðist nán- ast út. Við honum tóku reiðir heimamenn sem sökuðu varnar- málaráðherrann um að hafa brugð- ist þeim. „Þú skildir okkur eftir,“ heyrðist í einum sem gekk við hlið bæjarstjóra Mati. BBC greinir frá því að maður hafi haft samband við slökkviliðið og beðið um hjálp, en þá hefði það ekki verið upplýst um eldinn. Evangelos Bournous, bæjarstjóri í Rafina, stærsta bænum á strand- svæðinu, sagði að eitt af hverjum fjórum húsum í Mati hafi eyðilagst algerlega í eldsvoðanum. Helming- ur allra húsanna hafi orðið fyrir skemmdum. Eldarnir geisuðu í héraðinu Raf- ina, í nágrenni við Aþenu. Sterkir vindar dreifðu eldinum í strand- bænum Mati, þar sem margir fór- ust. Nokkur hundruð manns flúðu í sjóinn og björguðust. „Sem betur fer er sjórinn hérna og við stukkum út í. Logarnir eltu okkur alla leið í sjóinn,“ segir einn eftirlifenda, Kos- tas Laganos. „Við brenndumst á bakinu og stungum okkur í vatnið. Um stórslys er að ræða í þessum annars yndislega bæ.“ Grísk yfirvöld hafa óskað eftir aðstoð frá öðrum Evrópulöndum, s.s. þyrlum og slökkviliðsmönnum til að takast á við eldinn. Margra er enn saknað eftir skógarelda í Grikklandi  Varnarmálaráðherrann segir ólöglegar byggingar hafa lokað flóttaleiðum AFP Rústir Bærinn Mati eyddist næstum í skógareldunum. Eitt af hverjum fjórum húsum brann til kaldra kola. Breiddust hratt út » Eldar kviknuðu í furu- skógum og breiddust hratt út til bæja í nágrenni við Aþenu. » Heit og þurr sumur gera skógarelda að viðvarandi vandamáli á svæðinu. Ákveðið hefur verið að heimila notkun kanna- bisefna í lækn- ingaskyni í Bret- landi. Þá munu yfirlæknar geta ávísað lyfjum sem verða fram- leidd úr efninu. Þetta tilkynnti innanríkis- ráðherra Bretlands, Sajid Javid. Hann gagnrýnir núgildandi lög og segir þau ófullnægjandi. Javid segir: „Nýleg mál sem varða veik börn vörpuðu ljósi á stöðu okkar í þessum málum. Hún er óvið- unandi.“ BRETLAND Kannabis í lækn- ingaskyni lögleitt Lyf Bretar gera stefnubreytingu. Imran Khan hef- ur lýst yfir sigri flokks síns, PTI, í þingkosningum í Pakistan. Fulltrúar ann- arra flokka, s.s. PML-N, segja hins vegar brögð vera í tafli um niðurstöðu kosn- inganna. „Við náðum árangri og okkur hefur verið gefið umboð,“ sagði Khan í beinni útsendingu við heim- ili sitt í Islamabad í gær. Hins vegar hafði engin opinber staðfesting á úrslitum kosninganna borist frá kjörstjórn á meðan ræða Khans stóð yfir. Khan sagði í útsending- unni að kosningarnar hefðu verið þær „gagnsæjustu“ í sögu Pakist- ans og þá sór hann þess eið að berj- ast gegn spillingu í landinu. PAKISTAN Khan lýsir yfir sigri Imran Khan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.