Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Merkingumá þjóð-vegum landsins er iðu- lega ábótavant, sérstaklega þegar komið er af þjóð- vegi eitt. Í Morgunblaðinu í fyrradag birtust myndir af einni fjöl- förnustu leið landsins, hinum svokallaða Gullna hring að Gullfossi og Geysi, þar sem engar merkingar er að sjá. Á einni þeirra mæta tveir bílar rútu í sömu andrá og þeir fara fram úr manni á reið- hjóli. Ljóst er að á þröngum veginum má ekki mikið út af bera. Í Morgunblaðinu í gær kemur fram að í fyrra hafi 2,5 milljónir gesta komið að Geysi og hefur þeim fjölgað um 1,5 milljónir frá 2014. Segir einnig að á árunum 2014 til 2015 hafi 70% ferða- manna lagt leið um Gullna hringinn. Á þessari leið er því mikið af langferðabílum og erlendum ökumönnum, sem eru alls óvanir akstri á Ís- landi. Það auðveldar ekki aksturinn þegar engar merk- ingar er að sjá á veginum og getur valdið hættu. Í Morgunblaðinu í gær seg- ir fjölskyldufaðir frá Texas að þótt vegmerkingar vanti sums staðar hafi ferðin verið þægi- leg í dagsbirtunni, en bætir við: „Þó væri ég ekki til í að keyra þennan veg í rökkri þar sem ég sé að oft vantar bæði stikur og merkingar á veg- ina.“ Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, segir í samtali við Morgunblaðið að vegirnir uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar séu til svo fjölfarinna vega. Hann bætir við að ástandið verði enn verra þegar merkingar séu í ólagi og það sé „því miður töluvert um að það séu van- höld á yfirborðsmerkingum á Íslandi“. Vegagerðin bendir á að til standi að mála merkingar á vegina í sumar en einnig eigi eftir að vinna í styrkingum og yfirlögnum. Þá hafi veðrið sett strik í reikninginn. Það er rétt að veðrið lætur lítt að stjórn og í vætunni í sumar hefur verið erfitt um vik. Þetta er ekki dýrasti þátturinn í viðhaldi vega og því má spyrja hvort ekki væri rétt að mála merkingar á vegi strax á vorin ef merkingar eru orðnar máðar og lítt sýni- legar þannig að þær séu í lagi þegar umferðin er mest, þótt það kunni að kosta tvíverknað vegna annars viðhalds yfir sumartímann. Það auðveldar ekki aksturinn þegar engar merkingar er að sjá á vegum og getur valdið hættu} Öryggi á vegum Nixon, forsetiBandaríkj- anna, mátti sæta því eftir Water- gate-uppnámið að honum mátti ætla flest misjafnt og margir kusu að trúa öllu án fyrirvara. Fullyrt var að Nixon hefði iðulega komið alvarlegum ásökunum á framfæri um and- stæðingana og þegar bent var á að ekkert haldbært styddi það hafði hann sagt: Látum þá bera þetta af sér (Let them deny it). Þessi setning og klækirnir sjálfir voru líka eignaðir öðr- um, enda skyld dæmi til um söguna þvera og endilanga. Nixon var reyndar oftar en flestir fórnarlamb aðferð- arinnar. Það líða ekki margir blaðamannafundir erlendis þar sem einhver fundarmanna reynir ekki að lokka fyrirsvars- manninn í þessa gamalkunnu gildru. Gjörð blaðamannsins týnist en sá sem fellur í gildr- una situr uppi með „orðróm- inn“ sem hann afneitaði. Ný- legt dæmi er sláandi. Háttsettur lífvarðaforingi forseta Frakklands gat ekki stillt sig um að taka fullfast í lurginn á mótmæl- anda í skjóli þess að hann væri óþekkjanlegur þar sem hann var klæddur í hefð- bundinn varn- arbúning sem þekur óbreytta liðsmenn óeirðalögreglu frá hvirfli til ilja. En ekki tókst betur til en svo að útsjónar- samur fréttahaukur greindi eigi að síður að þar væri ekki venjulegur lögreglumaður heldur hinn háttsetti lífvörður forseta Frakklands, Alexandre Benalla. Svör forsetans um lífvörðinn hafa flengst um í fyrirsögnum án þess að tilefni svaranna, spurningarnar, fylgi: Macron um Benalla: „Hann er ekki ástmaður minn!“ „Mac- ron forseti neitar því að hafa trúað Alexandre Benalla fyrir leynilegu aðgangstölunum til að virkja frönsk kjarnorku- vopn.“ Í kjölfarið koma svo fréttir um að fylgið hríðfalli af forsetanum. Hver svo sem á hinn óskráða höfundarrétt að „let them deny it“ gæti því verið ánægður með lærisveinana. Hver sem veruleik- inn er þá féll Macron forseti óneitanlega í velþekkta gildru} Látum þá bera af sér bullið U ppkaup erlendra auðmanna á jörðum hér á landi er áhyggju- efni og brýnt er að takmarka þau strax með lagasetningu. Jarðakaupin eru ekki nýmæli hér á landi en það er hins vegar á allra síðustu árum sem auðmenn hafa sölsað undir sig heilu landshlutana. Stjórnvöld standa álengdar og horfa aðgerðalaus á. Það er kaldhæðni örlag- anna að á sama tíma og við fögnum 100 ára fullveldi horfum við á eftir landinu okkar í hendur útlendinga, sem ekki vilja byggja það. Í fjölmörgum ríkjum eru settar takmark- anir á jarðakaup erlendra aðila, hvað stærð lands og fjölda jarða varðar. Sjálfsagt og eðli- legt er að setja takmarkanir hér á landi með sama hætti. Auk þess takmarkanir hvað varð- ar búsetu, náttúru- og umhverfisverndarsjón- armið og í menningarlegu tilliti. Samkvæmt núgildandi lögum, nr. 19/1966, um eign- arrétt og afnotarétt fasteigna þurfa þeir sem hyggjast kaupa fasteignaréttindi hér á landi, þar á meðal veiði- rétt, að vera íslenskir ríkisborgarar eða vera með lög- heimili á Íslandi. Ef um félag er að ræða þurfa allir að vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi í samfellt 5 ár. Í lögunum segir jafnframt að ráðherra veiti undanþágu frá þessum skilyrum. Aðilar frá ríkjum innan EES hafa hins vegar sömu réttindi og íslenskir ríkisborgarar. Það er því ráðherra sem veitir erlendum aðilum utan EES leyfi til að kaupa hér jarðir. Hér er skýrt dæmi um það hvernig Alþingi hefur framselt vald sitt. Eðlilegt er að löggjafinn sjálfur, Alþingi, ákveði það hvaða undanþágur skuli veittar frá skil- yrðum laganna. Búsetukrafa á jörðum og EES-samningurinn EES-samningurinn veitir opna og löglega leið fyrir erlenda aðila til jarðakaupa á Íslandi. Sætir það undrum að stjórnvöld skuli ekki hafa sett neinar takmarkanir í þessum efnum, eins og löggjöf nágrannaþjóða okkar kveður á um. Nærtækast væri að horfa til norsks réttar um búsetukröfur á jörðum en það ákvæði brýtur ekki gegn 40 grein EES-samningsins og hefði fyrir löngu átt að vera sett í lög hér á landi. Bú- setukrafan á jörðum samrýmist hugmyndum okkar um blómlega byggð um allt land. Aumingjaskapur stjórmálamanna Bændahöfðingi á Austurlandi sagði fyrir skömmu að það væri aumingjaskapur stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. Í maí 2014 kom út vönduð skýrsla á vegum nefndar þáverandi innan- ríkisráðherra um tillögur til úrbóta í þessum efnum og nauðsynlegar breytingar á lögum. Þá strax hefði Alþingi getað gripið inn í málið með vel undirbúinni lagasetningu. Það var ekki gert. Það er skylda stjórnmálamanna að standa vörð um landið. Tilvera okkar sem þjóðar er landinu að þakka. Birgir Þórarinsson Pistill Sofandi að feigðarósi í jarðakaupum Höfundur er þingmaður Miðflokksins. birgirth@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ný köfunarlög tóku gildi ísumar með það að mark-miði að stuðla að auknuöryggi við köfun. Lögin voru samþykkt á Alþingi 11. júní síð- astliðinn og breyttu þar með fjöl- mörgum ákvæðum frá fyrri löggjöf. Viðurkenning og eftirlit með köf- unarbúnaði færist nú yfir til Vinnueft- irlits ríkisins í samræmi við sam- ræmdar evrópskar reglur um persónuhlífar. Samgöngustofa þurfti áður fyrr að veita viðurkenningu á köfunarbúnaði ásamt því að eigandi búnaðarins þurfti að bera ábyrgð á því að hann uppfyllti öll skilyrði. Nýju lögin skýra einnig ákvæði um skír- teinaútgáfu betur og eru skilyrði fyrir köfunarskírteini gerð ítarlegri. Kaf- arar þurfa nú einnig að tilkynna það sérstaklega vilji þeir kafa utan skil- greindra þjónustusvæða. Þurfa þeir að tilkynna fyrirhugaða köfun og sýna fram á að þeir hafi leyfi til hennar þar sem við á. Þar er átt við svæði í einka- eigu, þjóðgarð og friðlýst svæði og staði í óbyggðum fjarri alfaraleið. Slíkri tilkynningarskyldu svipar til til- kynninga til Landsbjargar um ferðir á viðfeðma jökla eða há fjöll og langar göngu- eða skíðaferðir um óbyggðir. Nýmæli um námskröfur Þá er nýmæli í lögunum þar sem sérstaklega er mælt fyrir kröfur til náms í köfun. Einstaklingar eða lög- aðilar þurfa nú heimild frá Sam- göngustofu til að skipuleggja nám í köfun samkvæmt viðurkenndri nám- skrá. Viðurkennd námskrá Sam- göngustofu tiltekur meðal annars efni námsins, lengd þess, hæfi kennara og leiðbeinanda og fyrirkomulag náms- mats. Nám til atvinnuköfunar sem fram fer erlendis og uppfyllir al- þjóðleg viðmið um menntunar- og hæfniskröfur, fullnægir skilyrðum nýju laganna að gefnu samþykki Sam- göngustofu. Þeir kafarar sem hafa þannig skírteini sem heimilar köfun í atvinnuskyni eftir að hafa lokið námi til köfunar erlendis, hjá aðila sem uppfyllir skilyrði, þarf nú að leggja fram öll nauðsynleg gögn til staðfest- ingar þess að hann hafi staðist með fullnægjandi árangri til Samgöngu- stofu. Skírteini atvinnukafara er í gildi svo lengi sem handhafi þess getur framvísað heilbrigðisvottorði nema það sé fellt úr gildi af Samgöngustofu. Slys fara fyrir rannsóknar- nefnd samgönguslysa Í lögunum er kveðið á um að rannsóknarnefnd samgönguslysa fari með rannsókn í kjölfar köfunarslysa. Rannsóknin skal miða að því að leiða í ljós orsakir köfunarslyssins með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og afleiðingum sambærilegra slysa. Slíkar rann- sóknir eru óháðar rannsóknum lög- reglu og byggjast á lögum um rann- sókn samgönguslysa. Samgöngustofa hefur enn þá eftirlit með því að lögum um köfun sé fylgt. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið tekur fram á heimasíðu sinni að víðtækt samráð var haft við hagsmunaaðila í und- irbúningsvinnu við gerð laganna og var tillit tekið til athugasemda og ábendinga. Þá hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, heimild til að setja reglugerð um frekari skilyrði er varða köfun hérlendis. Herða öryggiskröfur um köfun með lögum Silfra Í Silfru á Þingvöllum er einn vinsælasti köfunar- og snorklstaður landsins. Öryggiskröfur í Silfru voru hertar í fyrra eftir röð slysa. Guðmundur Zebitz, köfunarkennari hjá Köfunarfélagi Íslands, segir ljóst að hið opinbera ætlar að hafa meira fé af köfun. „Úttekt búnaðar og svona kemur pottþétt til með að kosta. Nógu dýrt er að læra kafa og nógu lítið hefur maður upp úr því að kenna,“ segir Guðmundur um breytingar í nýju lögunum. „Það er margt þarna af hinu góðu þó að margt sé afskaplega íþyngjandi. Öryggi í þessu eins og öðru er bara af hinu góða svo lengi sem það sé innan skynsemismarka.“ Hann segir það einnig skjóta skökku við í reglunum hérlendis að ekki megi kenna börnum að kafa fyrr en við 17 ára aldur, en á Íslandi er kennt eftir alþjóðlegu PADI- kerfi sem gerir ráð fyrir að kafarar megi vera 13 ára. Aukin kostnaður á kafara KOSTNAÐUR VIÐ EFTIRLIT LEGGST Á KAFARANA Guðmundur Zebitz Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.