Morgunblaðið - 27.07.2018, Side 20

Morgunblaðið - 27.07.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 Það er ekki bitið úr nálinni með aðkomu RÚV að HM. Nú eru talin áhöld um hvort rétt hafi verið staðið að kynningu á viðburðinum og hvort leyfi- legt hafi verið að nota þjóðsönginn í því skyni. RÚV svarar því m.a. til að eitt aðaðlmarkmið stofnunarinnar sé að „þjappa þjóðinni saman“. Göfugt markmið en ég hélt að það væri síst til vinsælda fallið nú að hampa um of þjóðernissjón- armiðum. Ef RÚV vill þjappa þjóðinni saman svo menn geti tjáð sig við næsta mann á biðstofum og í strætisvagninum, þá ættu þeir að sýna okk- ur götutæmingarþætti á borð við Derrik eða Húsið á sléttunni. Ég á auðvitað við nýtt efni sem hefði sömu áhrif og þessir þættir höfðu. Því miður hefur tæknin séð til þess að þetta er óraunhæf nostalgía, hver og einn getur horft á það sem honum sýnist og óvíst að jafnvel hjón deili sama sjónvarpsefni. Þau geti því orðið að finna sér annað koddahjal. Það var þó einn í blaðinu um daginn að vestan, sem sá ástæðu til að þakka útsendingar HM. Það er altént eitthvað. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Meiri pirringur Gæðastundir? Þjappaði þjóðin sér saman fyrir framan skjáinn til að horfa á fótbolta? Í Fréttablaðinu hinn 9. júlí sl. birtust tvær greinar er varða kjara- mál. Önnur eftir Guð- mund Steingrímsson um traust og tor- tryggni og hin eftir Gunnar Helgason um kjaramál heilbrigðis- stétta. Það er alveg rétt sem fram kemur hjá Gunnari að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gat þess í frétta- tíma Stöðvar 2 að komið væri upp neyðarástand vegna stöðu samn- inga við ljósmæður. Allt komið stál í stál. Já, en hvað er þá til ráða? Rétt er að skoða aðeins hver sé hinn raunverulegi bölvaldur í þess- um málum. Jú, bölvaldurinn er efa- lítið kjararáð sem var lagt niður á síðustu dögum Alþingis í vor. Sem dæmi um ákvarðanir kjararáðs sem giltu frá 1. nóvember 2016 og fyllir sjö A4-síður. Þessar hækkanir nema nærri 45% og eru sem hér segir: Laun forseta Íslands skulu vera 2.985.000 krónur á mánuði. Þingfararkaup skal vera 1.101.194 krónur á mánuði. Laun forsætisráð- herra að meðtöldu þingfararkaupi skulu vera 1.826.273 krónur á mán- uði. Já, og undir þetta skrifa kjar- aráðsmennirnir Jónas Þór Guð- mundsson, Hulda Árnadóttir, Óskar Bergsson, Svanhildur Kaaber, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson. En þrátt fyrir það að búið sé að leggja kjar- aráð niður kemur fram í hádeg- isfréttum í dag, 12. júlí, að laun til þessa opinbera aðals hafi hækkað einu prósenti meira en laun á al- mennum vinnumarkaði á sama tíma. Já, það er einmitt þetta sem lýsir siðleysinu sem viðgengst í þjóð- félaginu hvað best og að það séu af- settir þrælar Mammons sem stjórna hér enn, ekki virkt lýðræði. Það voru einmitt þessar ákvarðanir kjararáðs sem eyðilögðu alla mögu- leika til að nýta efnahagsleg stöðu- leikatímabil til að byggja upp raun- verulega kaupmáttar aukningu. Stöðugleiki og ráðdeild í fjár- málum ríkissjóðs hef- ur tekið gífurlegum breytingum í tíð Bjarna Benedikts- sonar sem ráðherra. Ekki þarf lengur að greiða milljóna tugi í vexti af lánum rík- issjóðs eins og áður var. Það má því segja að ráðuneytið sé sjálf- bært, þar sem það á fyrir útgjöldum af eigin fé. En þó að búið sé að leggja kjara- ráð niður, þá stöndum við eftir með þá bölvun sem það olli með öllum þeim ákvörðunum sem það tók. Og ekkert leiðrétt vegna þessara arfa- vitlausu ákvarðana sem kjararáðið tók. Það mætti halda að kjararáðs- meðlimirnir, sem allir eru opinberir starfsmenn, hafi haldið að þeirra hlutverk væri aðeins að vernda sín eigin kjör. En svo er ekki, því hér er verið að fjalla um ráðstöf- unartekjur til að reka öll útgjöld þjóðarinnar. Og það er af og frá að yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar, það er þeir sem eru á al- mennum vinnumarkaði að við- bættum öllum eldri borgurum og öryrkjum, fái ekkert um þetta háttalag kjararáðs að segja. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að sjá hvernig slíkt getur samrýmst stjórnarskrá landsins. Þar sem op- inberir starfsmenn eru langt innan við 10% þjóðarinnar og að þeir ráði öllu. Nei, slík framkvæmd stenst aldrei í lýðræðisþjóðfélagi, enda er hún gjörsamlega siðlaus. Vandinn sem þjóðin stendur frammi fyrir er ekki fjárhagsvandi. Eins og að framan segir er fjár- málaráðuneytið nánast sjálfbært, þökk sé þér, Bjarni. En hinsvegar er siðferðisvandinn sem kjararáðið skilur eftir sig gífurlegur og vand- séð hvernig hægt er að snúa ofan af honum. En ég ætla þó að leyfa mér að koma með tillögu um að Alþingi verði kallað saman til þess eins að lækka laun allra þingmanna, ráð- herra og annarra embættismanna um 15% því það eru þessar hækk- anir kjararáðs sem yfirfylltu mæl- inn og gerðu allt vitlaust. Verði þetta ekki gert tel ég víst að hér hefjist illviðráðanlegt höfr- ungahlaup einstakra verkalýðs- félaga. Verkalýðslöggjöfin er einnig alltof rúm og henni þyrfti að breyta þannig að ekki sé hægt að stofna nánast ótakmarkaðan fjölda félaga innan sömu atvinnugreinar. Best væri að öll félög innan sömu at- vinnugreinar yrðu í einu og sama landsfélaginu. Með slíkri breytingu verður öll kjarasamningagerð bæði einfaldari og markvissari. En fyrst verður að lækka öll laun opinberra starfsmanna frá 1. nóvember 2016. En það var einmitt þá sem Kjara- ráðið hækkaði laun forseta Íslands, forsætisráðherra og annarra ráð- herra og þingmanna. Forsetinn gat þess að hann hefði aldrei óskað eft- ir þessari hækkun. Það var þessi arfavitlausa ávörðun kjararáðs sem enginn kannast við að nokkur hafi óskað eftir sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Mér sýnist kjararáðið hafa ætlað að ná sér í stuðning ríkis- stjórnarinnar með þessum ákvörð- unum sínum en það hafi hinsvegar snúist í höndunum á þeim og flýtt fyrir því að ráðið var lagt niður á lokadegi vorþings. Já, og það er þess vegna sem ég leyfi mér að koma með þá tillögu að lækka laun þeirra um 15%. Ég er þess næsta viss að þessi leið myndi einnig hafa verulega góð áhrif á þá hættulegu stöðu sem uppi er í kjaradeilu ljósmæðra, því sú deila byggðist einnig á þessum sömu röngu ákvörðunum kjararáðs frá 1. nóvember 2016, sem sprengdu upp allt siðferðisþrek landsmanna. Vandinn er ekki fjár- hagslegur heldur fyrst og fremst siðferðislegur. Nokkur orð um kjaramál og siðferði Eftir Guðjón Tómasson » Vandinn er ekki fjárhagslegur heldur fyrst og fremst siðferðislegur. Guðjón Tómasson Höfundur er eldri borgari. Fyrir skömmu var góður drengur fenginn til þess að setja saman einkar fagra hljómlist, sem gjarnan er leikin á milli dagskrárliða Ríkisútvarpsins. Þetta indæla frauð, með bjöllum, fallegum hörpum og rafur- mögnuðum strengja- leik, getur oft að heyra á eftir ýmsu úrvarps- efni, svo sem til aðgreiningar, áður en haldið er áfram. En dásamlegt og óviðjafnanlegt er þegar svo hittist á að við komumst ekki hjá því að hlýða á þetta dill eins og viðbót við verk tónskálda. Þannig er t.d. gamall og góður siður Ríkisútvarpsins á nýárs- dag, svo dæmi sé tekið, að bregða á grammófóninn Níundu sinfóníu Beethovens með því nafni. En strax og Óðurinn til gleðinnar er á enda kljáður og skilur hlustandann eftir sem uppnuminn, kemur Ríkisútvarp- ið tafarlaust til skjalanna og spilar tónarununa sína, og bætir um betur í leiðinni, gæðir meistaraverkið ómiss- andi heimatilbúnum eftirmála, setur punktinn fræga yfir i-ið. Stjórnendur Ríkisútvarpsins munu hafa tíðkað það í gamla daga að huga að valdi manna á íslensku máli, fram- burði þeirra á tungunni, hvort nægi- lega skýr væri og með íslenskulegri hrynjandi, hlustað eftir því jafnvel, hvort viðkunnanlegar væru raddir þeirra, er ráðnir skyldu að útvarpinu. Prýðileg hljóðin í gömlu þulunum voru eins konar mannfélagsstofnanir Íslands; þjóðarsálin, til sjávar og sveita, tók undir við þá þakklát og samsinnandi. Um ungu lesarana hjá Ríkisútvarpinu núna gildir að þar verður vart meiri fjöl- breytni og gætir hennar þó þá fyrst að ráði, þeg- ar þeir taka að bera fram útlensku. Þannig voru menn þar á bæ full- komlega sjálfum sér samkvæmir, þegar þeir nefndu á dögunum nafn danska þingforsetans Píu Kjærsgaard; sögðu þá nær undan- tekningarlaust Kjers- gorD eða jafnvel Kjers- garD. Nýlega las Helgi sálugi Hjörvar kvöldsöguna og mátti þá heyra gott dæmi um snilld gömlu mannanna, sem nú hefur að mestu troðist undir hjólbörðum nýja tímans. Gunnar, afi minn, Ólafsson ók næturlæknum Reykjavíkur í áratugi. Honum sagð- ist svo frá, að meðan Helgi las í út- varp framhaldssöguna Bör Börson eftir Johan Falkberget, hefði það aldrei borið við, að konubarn í bæn- um yrði svo veikt að kalla þyrfti á lækninn, aldrei, ekki í eitt einasta skipti, aldrei nokkurn tíma. Nú er öldin önnur. Ungt og vel menntað efnisfólk les í útvarpið. Gjörsneytt allri sjálfumgleði muldrar það feimnislega eins og í hálfum hljóðum, tautandi ofan í bringuna, í kyndugri tóntegund, með skringi- legum áherslum, dögum oftar ákaf- lega fljótmælt og gott ef ekki hálf- brostinni röddu. Eftir Gunnar Björnsson Gunnar Björnsson » Strax og Óðurinn til gleðinnar er á enda spilar Ríkisútvarpið tónarununa sína. Höfundur er pastor emeritus. Útvarpið enn HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.