Morgunblaðið - 27.07.2018, Side 24

Morgunblaðið - 27.07.2018, Side 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 ✝ Þóranna Gunn-arsdóttir fædd- ist 1. september 1981. Hún lést 16. júlí síðastliðinn. Þóranna ólst upp í Hafnarfirði að mestu þó með stuttu stoppi í Kópavoginum. Hún lætur eftir sig unn- usta, Jónbjörn Breiðfjörð, dóttur, Evu Marý Rúnarsdóttur og stjúpdætur, Ósk og Önnu Jón- björnsdætur. Foreldrar Þórönnu eru Gunnar Jónsson og Karólína Kristín Jósepsdóttir. Systir hennar er Margrét Kristín Gunn- arsdóttir. Þóranna stund- aði nám í við- skiptafræði á Bif- röst en hefur undanfarin ár starfað sem leigu- bílstjóri þar sem hún átti og rak Reykjavík Taxi, ferðaþjónustufyr- irtæki, ásamt unnusta sínum samhliða því að vinna hjá Hreyfli. Útför Þórönnu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 27. júlí 2018, kl. 13. Ég sat í sumarparadísinni og sötraði kaffibollann minn á ver- öndinni þegar símtalið kom, sím- talið sem breytti heiminum, „Magga, hún systir þín er dáin.“ Hún systir mín kom inn í líf mitt þegar ég var 5 ára gömul, hún var líflegur og skemmtilegur krakki sem hentaði rólegu mér kannski ekkert endilega þar sem ég hafði átt hana mömmu mína bara fyrir mig í þessi fyrstu fimm ár mín. En síðan hún var sirka 13 ára höfum við verið mjög nánar og átt yndislegt systrasamband. Undanfarin ár höfum við sjaldnast búið í sama landi en verið duglegar að heimsækja hvor aðra og á ég margar dýr- mætar minningar úr slíkum ferð- um. Einnig eru mér dýrmæt þessi 5 ár sem við fjölskyldan bjuggum heima þar sem það gaf stelpunum mínum gott tækifæri til að kynnast þessari yndislegu frænku sinni. Þeim líkaði meira að segja svo vel við hana að sú yngsta spurði hvort frænka gæti ekki gifst pabba sínum, þegar ég benti henni á að hann væri gift- ur mér sagði hún „en mamma, þið getið bara skiljað ykkur.“ Annars er erfitt mitt í svona stórri sorg að ná utan um allar minningar og tilfinningar svo ég hef bara skrifað nokkur handa- hófskennd augnablik niður á blað. Þegar hún var lítil og faldi sig inni í fataskápnum mínum til að njósna um mig og vini mína. Þegar ég var að kenna henni að hjóla á stóra hjólinu mínu á planinu uppi í Öldó og hún datt og fékk stýrið í hálsinn og missti andann. Þá var ég viss um að ég væri búin að drepa hana. Þegar hún sagði mér 14 ára hágrátandi að hún væri ófrísk. Þegar hún bjó á sófanum mín- um. Þegar hún heimsótti mig til Noregs og við keyptum sjúklega mikið nammi og spjölluðum svo mikið að við föttuðum ekki að strætóinn sem við vorum að bíða eftir var hættur að ganga. Þegar við gengum niður Karl Johan og sungum „These boots were made for walking“ og einhver henti í okkur 20 kalli því hann hélt við værum að betla. Öll Skype-ljóðalestursstefnu- mótin okkar þegar ég bjó í Dan- mörku. Uppáhaldsljóðið hennar var „Anabell Lee“ eftir Edgar Allan Poe. En mest bara allir rúntarnir og spjöllin og hláturinn, okkur þótti við alltaf svo sjúklega fyndnar, algerar tvíburasálir, elskuðum að vera eins. Brosið hennar, hlýjan og umhyggjan sem hún hafði fyrir sínum nán- ustu. Þóranna var ástrík, traust og trú, heiðarleiki og fjölskyldan var henni mjög mikilvæg. Hún var hávær, fyndin, falleg og hlý, enginn sem hún elskaði efaðist um hug hennar. Það verður erf- itt að halda áfram án hennar. Margrét Kristín Gunnarsdóttir. Elsku frænka og vinkona, við kveðjum þig með trega í hjarta og trúum því varla að lífið geti verið svona hverfult. Það er óraunverulegt að þú sért farin frá okkur, fallin frá í blóma lífs þíns. Blóma, sem þú vannst öt- ullega að sjálf með þrautseigju og ákveðni sem við dáðumst að systurnar. Við syrgjum þig og söknum þín sárt. Nærvera þín var alltaf hlý, alltaf góð og það var alltaf svo fáránlega gaman og hress- andi að vera með þér. Þú varst svo lagin við að láta öllum líða vel í kringum þig, svo hnyttin og leikandi stríðin og glettin og hlóst svo hátt og dátt að það var ekki hægt annað en að hlæja með. Hláturinn þinn var engum líkur, svo dillandi og prakkara- legur og ólýsanlega skemmtileg- ur; honum munum við aldrei gleyma. Í þér bjó ljós sem leyfði öðrum að skína því alltaf áttir þú fallegt hrós eða góðan brandara sem létti lund. En þótt alltaf væri stutt í glensið og mýktina var heldur ekki langt í alvöruna og hörkuna þegar svo bar undir. Þú lést sko engan vaða yfir þig og lést ekki bjóða þér neitt bull eða órétt- læti. Þú hafðir sterka réttlæt- iskennd og stóðst eins og klettur með þeim sem á þér þurftu að halda eins og við nutum báðar góðs af: Það braut sko enginn á þér eða þínum! Við vitum líka að lífið reyndist þér oft erfitt og að á vegi þínum urðu erfiðar hindr- anir sem mörgum hefðu reynst óyfirstíganlegar. Okkur er því bæði huggun og harmur í vitn- eskjunni um að þú sigraðist á þessum hindrunum. Um að þú hafir verið edrú í sex ár, um að þú hafir fundið ástina og ham- ingjuna og við huggum okkur við það að þú hafir verið á þessum fallega stað þegar þú féllst frá. Elsku Þóranna, þú litaðir líf okkar systra öllum regnbogans litum og við vitum að einhvers staðar málar þú regnboga nú. Þú trúðir á góða guð og englana eins og amma Magga og mikið eru þau heppin, að fá þig í gleð- skapinn, svona sæta og hressa skvísu. Við kveðjum þig með orðum frá rithöfundi sem við höldum sérstaklega upp á í fjölskyld- unni, Terry Pratchett, sem skrif- aði svo fallega um lífið og dauð- ann, í lauslegri þýðingu: „Engin er endanlega dáin fyrr en gárurnar sem hún olli í ver- öldinni hefur lægt að fullu, fyrr en klukkan sem hún trekkti hættir að tifa, fyrr en vínið sem hún bruggaði hefur fullgerjast, fyrr en kornið sem hún sáði hef- ur verið upp skorið. Jarðvist hvers og eins er aðeins kjarni hinnar raunverulegu tilvistar hennar.“ Dóttur þinni, henni Evu Marý, Möggu systur þinni, Köllu mömmu þinni og Gunna pabba þínum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur, og líka honum Jónbirni unnusta þínum, manninum sem við hlökkuðum til að sjá þig giftast á næsta ári. Hvíldu í friði, elsku frænka, og takk fyrir allt. Edda Karólína Ævars- dóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Nú þegar ég sit hér og skrifa nokkur minningarorð um Þór- önnu frænku mína er rúmlega vika liðin frá því að hún lést, óvænt og langt fyrir aldur fram. Sú staðreynd er enn þá óraun- veruleg og erfitt að meðtaka hana. Við Þóranna vorum systkina- börn og jafnöldrur, fæddar á sama árinu. Við lékum okkur oft saman sem börn og ég á margar minningar um hana frá þeim tíma, sérstaklega frá heimili ömmu og afa á Hagamel í Skil- mannahreppi. Hagamelur var algjör paradís fyrir krakka – þar var til dæmis flottasti róló í heimi, hægt að fara á hestbak, byggja snjóhús á veturna, fara í heita pottinn og tjalda í garð- inum á sumrin. Ég man eftir alls konar ævintýraferðum um ná- grennið, og oftar en ekki var það Þóranna sem var óhrædd og þorði að fara lengra, og ég fylgdi. Við sáumst sjaldnar undan- farin ár, en það var samt alltaf jafn gaman að hitta Þórönnu. Aldrei fann ég fyrir því að það væri langt síðan síðast. Hún var mikill húmoristi og sagði skemmtilega frá, og það var allt- af mikið líf í kringum hana. Hún var líka sterkur karakter, dug- leg, góðhjörtuð og samkvæm sjálfri sér. Lífið virtist leika við hana síðustu ár og það var gam- an að sjá hvað hún fann mikla hamingju í því að verja tíma með fólkinu sínu, og í tilverunni almennt. Ég votta aðstandendum og öllum sem syrgja og sakna Þór- önnu samúð mína. Við eigum öll góðar minningar um hana og hún verður áfram í huga okkar. Helga Sigríður. Elsku hjartans vinkona, þetta er allt svo óraunverulegt og ósanngjarnt. Lífið fór að leika við þig og þá ert þú kölluð í burtu. Eftir sitja fjölskylda og ástvinir með mikla sorg en einn- ig fullt af góðum, fallegum og yndislegum minningum um fal- lega, góðhjartaða og sterka konu. Þegar ég hugsa til baka finnst mér eins og þú hafir alltaf verið hluti af lífi mínu en ætli það séu ekki um 20 ár síðan við kynnt- umst. Fyrst vorum við meira kunningjar en það breyttist fljótlega í sterka vináttu og á tímabili vorum við óaðskiljan- legar. Þegar ég rifja upp minningar frá okkar vinskap koma upp ótrúlega margar, fallegar og skemmtilegar minningar sem hafa nú hjálpað mér að brosa í gegnum tárin. Fallegasta minningin sem ég á frá okkar vinskap, er þegar þú varst viðstödd fæðinguna henn- ar Aliciu minnar. Man eftir þér með tárin í augunum, að halda í höndina á mér og hvetja mig áfram, eins og þér einni var lag- ið. Við vorum búnar að grínast fyrir fæðinguna að ætla að vera með grín þegar hún myndi fæð- ast og stríddi ég þér eftir á að þú hafðir skemmt grínið hjá okkur með því að fara að væla, en þú sagðir að það hefði ekki verið hægt neitt annað en að fara að gráta yfir svona falleg- um atburði eins og þessari fæð- ingu. Þessi minning er líka svo falleg og ég get ekki annað en grátið þegar ég rifja hana upp og mun alltaf varðveita hana heitt. Seinni árin höfum við hist minna en alltaf þegar við hitt- umst þá var eins og við höfðum hist síðast í gær. Ég fann alltaf svo mikla væntumþykju frá þér og ég vona að þú hafir líka fund- ið hana frá mér. Við hittumst síðast í byrjun sumars heima hjá Sigrúnu. Hún hringdi í mig á laugardagsmorgni og sagði mér að þú værir að koma að sækja eitthvað hjá henni og hvort ég vildi ekki kíkja yfir og við gætum fengið okkur kaffi með þér. Þarna var ég varla vöknuð, í náttfötunum, og hefði venjulega ekki nennt út svona snemma. Það hefur samt eitt- hvað eða einhver pikkað í mig og ég ákvað að skella mér yfir. Vil ég meina að þarna hafi ör- lögin ráðið og ég fékk svo gott og innilegt faðmlag frá þér í síð- asta skipti. Ég vona að þú hafir fundið þarna við faðmlagið hvað mér þótti ótrúlega vænt um þig eins og ég fann það frá þér. Eins sárt og það er þá verð ég nú að kveðja þig, kæra vin- kona. Ég mun alltaf sakna að heyra smitandi hláturinn þinn, sjá fallega brosið þitt og ég mun sakna hughreystandi orðanna þinna en minningarnar mínar um þig og fallega vinskapinn okkar munu alltaf lifa með mér. Ég vil votta Jónbirni, Evu Marý, Gunnari, Karólínu, Mar- gréti, fjölskyldu og öðrum ást- vinum mína dýpstu samúð. Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við, minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar, er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á? Heyrirðu ei storm er kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina, sem aldrei gleymist meðan lífs ég er. (Valdimar H. Hallstað og Karl O. Runólfsson.) Þín vinkona, Svala Dröfn Sigurjónsdóttir. Það er ekki gefið að finna part af sálu sinni á gamals aldri eins og þú orðaðir það í afmæl- iskveðju sem ég fékk frá þér, en ég fékk að upplifa það með þér, elsku hjartans besta vinkona. Ég gladdist mikið yfir tilvist þinni og ég veit hreinlega ekki hvernig líf mitt hefði verið ef þú hefðir ekki verið til staðar fyrir mig og stelpurnar mínar Krist- ínu og Sögu. Þú hleyptir fáum að þér, svo við duttum í lukku- pottinn. Ef eitthvað bjátaði á þá sögðu stelpurnar, hringdu bara í hana Þórönnu, sem segir mikið til um hvað þú varst okkur mik- ils virði. Engar ákvarðanir voru teknar nema að bera þær undir þig og fá skoðanir, og svo var það gagnkvæmt. Ég fékk líka að vera til staðar fyrir þig og ynd- islegu dóttur þína hana Evu Marý. Þú varst minn sterki hjarl, besta vinkona og ég tala nú ekki um öryggið sem ég upp- lifði að hafa þig mér við hlið. Ég leit upp til þín. Í mínum augum gastu allt. Þú varst frábær penni og það var svo gaman að lesa það sem þú skrifaðir. Þú varst dugleg í vinnu, skóla, dásamleg húsmóðir, brjálað góð- ur bílstjóri og svo keyrðir þú mótorhjól í þokkabót! Þú dróst mig í ótrúlegustu ævintýri og er ég ævinlega þakklát fyrir ferða- lagið sem við fórum fyrir akk- úrat ári um Suðurlandið. Elsku besta vinkona, ég vil ekki trúa því á nokkurn hátt að þú sért farin frá okkur. Þú sem varst svo hamingjusöm. Þú sást varla sólina fyrir unnusta þínum Jónbirni og dætrum hans tveim- ur sem þú dýrkaðir og dáðir. Það fór þér vel að sinna því hlut- verki að vera stjúpmóðir þeirra, sem lýsir svo vel hve yndisleg og góð þú varst. Svo kem ég að Evu Marý þinni sem þú elskaðir svo mikið. Hún var þitt hjartans mál. Foreldrum þínum sinntir þú vel svo við öll erum að missa yndislegan engil. Ég mun sakna þess að geta ekki hringt í þig daglega, farið með þér á Sushi Train og allar stelpuutanlands- ferðirnar sem við ætluðum að fara í. Þetta er ekki réttlát, en svo er sagt að þeir deyja ungir sem guðirnir elska mest og þú varst svo sannarlega guðsbarn. Elsku Jónbjörn, Eva Marý, Ósk, Anna, Kalla og Gunni, hjartans samúðarkveðjur. Ég vil enda þessa kveðju á ljóði til þín minn yndislegi engill sem heitir Hin hinsta kveðja. Kveðja vil ég þig kæri vin að góðra manna sið Þú sem ekki lengur stendur mér við hlið Við þig gat ég alltaf rætt hin ýmsu mál Þú hafðir að geyma góða og yndis- lega sál Nú þegar sorgin blasir við mér … þá rifjast upp þær stundir sem ég átti með þér Það var svo margt sem við gerðum saman Á mörgum þeim stundum var feiki gaman. Ætli þú munir þær eins vel og ég? Ó, hve sorgin er óyfirstíganleg. Mér finnst svo oft að þú sért enn hér og ég muni fljótlega heyra í þér. Raunveruleikinn blasir þá við Þú ert farinn í gegnum hið gullna hlið. Ég veit að þú ert komin á betri stað þó erfitt sé að hugsa um það. Ætíð vildi ég hafa þig mér hjá. Því þurftir þú að fara jörðu frá? Við áttum ætíð að vera saman um alla eilífð hafa gaman. En þú fórst alltof fljótt. Hvernig á mér þá að vera rótt. Hvað geri ég án þín? Hvað geri ég nú? Minn elsku besti vinur það varst og ert þú!!! (Katrín Ruth.) Ykkar, Sif. Elsku vinkona mín. Ég er búin að hugsa og hugsa um hvað ég get skrifað til þín, ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja því ég trúi því ekki að þú sért farin. Ég er óendanlega þakklát fyrir þær minningar sem við eigum, og geymi þær í hjarta mér. Guð geymi þig, elsku Þóranna mín. Elsku Eva Marý mín, ég sendi þér og fjölskyldu þinni mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið guð og alla hans engla að veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. Þín vinkona, Guðrún. Þóranna Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún.) Sigrún Eygló. Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem hafa sýnt okkur samúð, kærleik og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, BIRNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, hjúkrunarfræðings. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Lögmannshlíðar fyrir alúð og kærleiksríka umönnun. Berglind Svavarsdóttir Hildigunnur Svavarsdóttir Ögmundur H. Knútsson Anna Margrét Svavarsdóttir Örvar Þór Jónsson Sveinn Svavarsson Sigyn Sigvarðardóttir og barnabörn Kærar þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vinarhug vegna fráfalls og útfarar ERLU PÁLSDÓTTUR frá Reyni í Mýrdal, til heimilis á Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Klausturhóla og Heilsugæslustöðvarinnar í Vík fyrir einstaka aðstoð og umönnun. Páll Jónsson M. Sigríður Jakobsdóttir Margrét Jónsdóttir Sigurjón Árnason Sigurlaug Jónsdóttir Ólafur Helgason Sveinn Jónsson Jóna Svava Karlsdóttir Jónatan G. Jónsson Valgerður Guðjónsdóttir Guðrún Jónsdóttir Jón E. Einarsson Einar Jónsson Ágústa Bárðardóttir Guðbjörg Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir fyrir hlýhug og kærleika við andlát og útför ástkærs eiginmanns, sonar, föður, tengdaföður, afa og bróður, GUNNARS H. HAUKSSONAR, Álfholti 20, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Líknardeildar LSH fyrir einstaka umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Björg Einarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.