Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Fallegar vörur
Ítalskt nautsleður
Stærð: 214 cm Verð frá 270.000 kr
Stærð: 194 cm Verð frá 258.000 kr.
Stærð: 172 cm Verð frá 235.000 kr.
Roby sófar fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Aþena Örk Ómarsdóttir hjúkrunarfræðinemi á 20 ára afmæli ídag. Hún er búin með eitt ár, en hún útskrifaðist 17 ára gömulfrá Menntaskólanum í Hamrahlíð, tveimur árum á undan jafn-
öldrum sínum og þá með tvöfalt stúdentspróf, þ.e. alþjóðlegt stúdents-
próf úr IB námi og af listdansbraut hjá danslistarskóla JSB.
Hún tók síðan hlé frá skóla í eitt ár og fór að vinna hjá Mjólkursam-
sölunni og hefur verið að vinna þar með hjúkrunarfræðináminu og er
þar núna einnig í sumar.
„Ég vinn í afgreiðslunni og þetta er hálfgert þjónustuver. Mér líkar
síðan mjög vel í hjúkrunarfræðináminu,“ segir Aþena aðspurð. „Ég
var fyrst mjög óviss hvað ég vildi gera en ákvað að skella mér í hjúkr-
unarfræðinámið því ég hef alltaf haft áhuga á heilbrigðisgeiranum og
finnst námið spennandi.“
Aþena er ekki lengur að æfa dans en gæti vel hugsað sér fara aftur
í dansnám síðar. Áhugamál hennar eru ferðalög, tónlist og að fara í
leikhús. „Ég fer alltaf nokkrum sinnum í leikhús á ári.“
Aþena er lögð af stað í útilegu með pabba sínum og systur og eru
þau stödd einhvers staðar á Norðurlandi. Hún heldur því upp á af-
mælið seinna.
Foreldrar Aþenu eru Inga Guðrún Birgisdóttir og Ómar Guð-
mundsson. Systkini hennar eru Helena Sól, f. 1995, og Gabríel Máni, f.
2002.
Hjúkrunarfræðinemi Aþena Örk er búin með eitt ár í náminu.
Lögð af stað í útilegu
um Norðurlandið
Aþena Örk Ómarsdóttir er tvítug í dag
Þ
órður Skúlason fæddist á
Hvammstanga 27.7. 1943
og ólst þar upp. Hann tók
gagnfræðapróf frá Hér-
aðsskólanum á Reykjum í
Hrútafirði 1960, var verslunar- og
skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Vest-
ur-Húnvetninga á Hvammstanga
1960-73 og sveitarstjóri á Hvamms-
tanga 1973-1990.
Árið 1990 varð Þórður fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga og samstarfsstofnana
þess sem þá voru Lánasjóður sveitar-
félaga og Bjargráðasjóður: Þá flutti
fjölskyldan frá Hvammstanga til
Reykjavíkur.
Þórður átti sæti í stjórnum ýmissa
félaga og atvinnufyrirtækja á
Hvammstanga, m.a. Steypuþjónust-
unnar hf., Mjöls hf. og Prjóna- og
saumastofunnar Drífu hf. á Hvamms-
tanga, en þar var hann fram-
kvæmdastjóri 1972-78 og stjórn-
Þórður Skúlason, fyrrv. bæjar- og framkvæmdastjóri – 75 ára
Hjónin Þórður með eiginkonu sinni, Elínu Þormóðsdóttur, á veitingahúsi á suðrænum slóðum fyrir nokkrum árum.
Með hugann við hesta,
horfin hús og bifreiðar
Hestamaðurinn Þórður og hesturinn Strákur njóta sumarblíðu á Grund.
Grindavík Agla Ýr Guð-
björnsdóttir fæddist 14.
október 2017 kl. 21.22. Hún
vó 3.682 g og var 50 cm
löng. Foreldrar hennar eru
Eva Katrín Jóhannsdóttir
og Guðbjörn Ólafsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is