Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 VINNINGASKRÁ 13. útdráttur 26. júlí 2018 424 8014 16970 25865 35222 42459 54339 66547 478 8119 17182 25890 35349 42658 55097 66878 593 8267 17685 26482 35725 42664 55563 67499 697 8338 17734 26956 35831 42990 55650 67619 735 8597 17742 27051 35861 43135 55680 68185 810 8618 18115 27127 36313 43676 55699 68290 815 8676 18654 27200 36562 44362 55853 68792 942 8990 19519 27270 36924 44736 57148 71222 1302 9031 19713 27424 37146 45275 57522 71350 2111 9059 19739 27467 37202 45289 57606 71946 2126 9641 19961 27544 37322 45920 57615 72256 2648 10010 20201 27743 37354 46128 57964 72790 2910 10235 20294 27916 37430 46181 58069 73318 3053 10260 20496 27984 37452 46276 58280 73770 3165 10300 20601 29416 37615 46628 58329 73879 3380 10539 20604 29452 37734 46829 58417 74264 3527 10722 20771 29477 37735 46926 58462 74558 3655 10740 20871 29862 37982 46944 58865 75148 3707 10781 20874 31039 38149 47262 59033 75215 4554 10791 20973 31338 38166 47328 59273 76623 4767 10952 21339 31511 38313 47965 59331 76963 5030 11703 21384 31568 38413 48367 59875 77003 5053 11915 21388 31813 38456 48389 60100 77152 5147 12145 21766 32142 38466 48590 60487 77734 5306 12204 22092 32223 38776 49019 60726 77778 5723 12526 22508 32326 39030 49107 61265 78128 6225 12584 22678 32502 39039 51199 61968 78694 6290 12869 23504 32923 39354 51597 62114 78942 6687 12897 23512 33556 39531 52367 62435 79100 6872 12920 24206 33966 39613 52485 62986 79642 7042 13181 24305 34029 39716 52610 63094 79968 7109 13890 24361 34454 39869 52623 63337 7329 14722 24369 34474 40295 52986 63380 7549 14948 24974 34592 40896 53215 63657 7735 15140 25260 34710 41064 53596 65501 7886 16041 25356 34749 41130 53598 65598 7984 16454 25548 35083 41912 54171 66360 5 7194 24031 32148 42707 57289 62110 72551 150 8468 24519 33623 44415 57918 65529 72751 319 10616 25110 34732 45407 59044 65795 73146 448 11844 25404 35067 45508 59164 66545 73828 632 14175 25508 35955 45602 59299 66997 74044 922 16203 26036 36129 49022 59315 67058 75017 2125 17391 27480 36889 49699 59752 67299 75248 5212 17624 28222 37433 49882 59817 67490 76365 5536 17702 28760 37916 50892 60213 69777 79834 5826 18262 28987 40683 51012 60786 69978 6013 21044 30074 41151 51556 60810 71081 6473 21717 31072 42009 55545 61141 71968 7085 23275 31681 42675 56135 61517 72435 Næsti útdráttur fer fram 2. ágúst 2018 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 15327 21207 23286 38999 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 6341 15344 39624 44383 62037 66441 6879 22416 40866 44858 63845 68775 11788 29776 41936 46837 64736 74426 12062 32848 43435 51830 65108 74639 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 7 3 1 1 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fyrsta breiðskífa hins skeggprúða Teits Magnússonar, 27, sem hann vann að þegar hann var 27 ára, kom út árið 2014 og hlaut mikið lof gagnrýnenda og almenna athygli, enda Teitur einkar lunkinn laga- og textasmiður og hljóðfæraval óvenjulegt og frumlegt. Og Teitur virðist hrifinn af töl- unni 27 því önnur breiðskífa hans, Orna, kemur út í dag, 27. júlí. Í samtali við ofanritaðan í febrúar í fyrra sagði Teitur m.a. að ef 27 væri vor- eða sumarplata (plötu- umslagið er grasgrænt og mynd af honum á því miðju, umvöfðum gróðri) væri Orna meiri haust eða vetur. Blaðamaður rifjar upp þessi ummæli í samtali við Teit tæpu einu og hálfi ári síðar og spyr hvort hann sé enn á því að platan sé haust- og vetrarlegri en sú fyrsta. „Jú, að einhverju leyti, kannski bara út af því að það er meira um hljóðgervla og hún er hæglátari að vissu leyti,“ svarar hann. Samdi „Kollgátuna“ á 28 ára afmælisdeginum Platan virðist við fyrstu hlustun vera beint framhald af 27, lögin um margt svipuð, að mati blaðamanns. Teitur er spurður að því hvort á plötunni megi finna lög sem hann samdi um svipað leyti og lögin á 27. „Lagið „Kollgátuna“ samdi ég rétt eftir að hin platan kom út, mánuði síðar, á afmælisdegi mínum þegar ég varð 28 ára. Þannig að ferlið byrjar strax þar,“ segir hann. –Þú ert með eitt tökulag á Orna, líkt og á 27, „Hringaná“. Hvers vegna varð það góðkunna lag fyrir valinu? „Ég hef alltaf þekkt þetta lag, söng það þegar ég var lítill og þeg- ar ég var í kór og svo fékk ég söngtíma í jólagjöf og kennarinn benti mér á það. Ég var að fara að syngja á Reykjavík Folk Festival og úr varð þessi útsetning mín á laginu sem endaði síðan á Orna.“ –Þurftirðu á söngtímum að halda eða voru þeir bara til þess að betr- umbæta sönginn hjá þér? „Ég var nú ekkert viss um hvort ég þyrfti á þeim að halda en svo prófaði ég bara og þeir reyndust mér rosalega vel,“ segir Teitur. Söngkennarinn hafi kennt honum söngtækni sem hafi nýst honum vel. En er söngurinn þá betri á þess- ari plötu en þeirri fyrstu? „Ég veit það ekki, það gæti verið. Ég var náttúrulega tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngv- ari ársins fyrir hina plötuna þannig að kannski vinn ég verðlaunin núna,“ segir Teitur kíminn og bæt- ir við að hann geti ekki dæmt um það sjálfur hvort honum hafi farið fram sem söngvara. Tók upp í skúr nágrannans –Fyrri platan er dálítið hippaleg, heilmikill leikur í henni. Ertu sam- mála því og hefur þú haldið í þessa stemningu á nýju plötunni? „Já, vinnuferlið er kannski svip- að en nær yfir lengra tímabil þann- ig að það er öðruvísi. Hin var kannski aðeins hrárri en það er alltaf stutt í leikinn,“ svarar Teit- ur. –Var sama fólk að vinna með þér að þessari plötu og 27? „Já, nánast. Þetta var sami hóp- ur en nokkrir bættust við. Upp- tökustjórinn að síðustu plötu, Mike Lindsay, flutti úr landi og ég flutti í Vesturbæinn og kynntist Leifi Björnssyni nágranna mínum og við fórum að taka þessa plötu upp í skúrnum hans, þetta byrjaði þann- ig. Leifur og Mike eru gamlir sam- starfsmenn og Leifur stjórnaði upptökum hérna og svo fórum við Arnljótur [Sigurðsson] með allar rásirnar til London og kláruðum plötuna þar með Mike,“ segir Teit- ur. Hjálpa til við að sigta úr Tónlistarmennirnir sem leika eða syngja með Teiti á plötunni eru margreyndir, þau Ingibjörg Elsa Turchi, Arnljótur Sigurðsson, Magnús Trygvason Eliassen, Steingrímur Karl Teague, Erling Bang, Örn Eldjárn, Mike Lindsay, Steinunn Harðardóttir, Sigurlaug Gísladóttir, Þorgerður Gefjun Sveinsdóttir og Samúel Jón Sam- úelsson. Teitur er spurður að því hversu miklu máli það skipti hverjir séu að vinna með honum, hversu mikil áhrif hann telji samstarfsmennina hafa á útkomuna. Hann svarar því til að vissulega hafi samstarfsfólkið allnokkur áhrif. „Ég fæ bara inn spilara, þeir spila og svo hefur lokaferlið oftast mest áhrif, að Alltaf stutt í leikinn  Önnur breiðskífa Teits Magnússonar, Orna, kemur út í dag  Lengra vinnuferli og fleiri samstarfsmenn  Fékk söng- tíma í jólagjöf og tók fyrir „Hringaná“ sem rataði á plötuna Eftirfarandi texti við lagið „Skriftagang“ af plötu Teits er nútímavædd útgáfa af texta við lag Þursaflokksins en á plöt- unni Orna hefur Teitur samið nýtt lag við textann. Textinn er að hluta til úr þjóðsögum og að hluta saminn af Skarphéðni Bergþórusyni og Teiti. Prestur með pokarass Áttu ekki dropa vatns að selja mér til sunnudags Ég hef stolið mör úr ám bæði svörtum og grám ég hef stolið mókollóttum hrúti svo er þessi skriftargangur úti Ég hef sögu að segja þér segðu hana ekki eftir mér syndir mínar segi ég þér segðu þær ekki eftir mér Pusher með pokarass áttu ekki hluta gramms að kríta á mig til mánudags ég hef stolið flatskjám úr gám bæði hvítum og blám ég fann eitt sinn lögg á kúti sumarið sem ég lá úti Prestur með pokarass SKRIFTAGANGUR Kvikmyndin Hotel Artemis verður frumsýnd í Háskóla- bíói í dag. Sögusvið hennar er Los Angeles í ekki svo fjarlægri framtíð og hafa blóðug og mannskæð uppþot og óeirðir sett daglegt líf fólks úr skorðum, eins og segir á vefnum kvikmyndir.is. Ein vin er til staðar mitt í glundroðanum, Hotel Artemis, sem er í raun leynilegt sjúkrahús fyrir glæpamenn. Leikstjóri myndarinnar er Drew Pearce og meðal aðalleikara eru Sofia Boutella, Dave Bautista, Jodie Foster og Jeff Goldblum. Kvik- myndin hlýtur meðaleinkunnina 52 af 100 á Metacritic. Hótel sem er í raun sjúkrahús Sofia Boutella Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borg- arfirði eystri stendur sem hæst, en hún er nú haldin 14. árið í röð. Hápunktur hátíðarinnar er stórtón- leikar annað kvöld. Þá stíga á svið í Bræðslunni, eitt af öðru frá kl. 19.30: Atomstation, Between Mountains, Daði Freyr, Stjórnin, Emmsjé Gauti og Agent Fresco. Bein útsending er frá tónleikunum á Rás 2 og streymi á ruv.is. Í kvöld er boðið upp á tvo föstu- dagsforleiki. Annars vegar tónleika með Amabdama, Mugison og JóaP & Króla kl. 20 í Fjarðarborg og hins vegar tónleika með sömu tónlist- armönnum kl. 23.30 á sama stað. Fyrri tónleikarnir eru sitjandi og börn velkomin, en þeir seinni stand- andi fyrir dansþyrsta. Í millitíðinni eða kl. 21 verða tónleikar með þeim Sigríði Thorlacius, Sigurði Guð- mundssyni og Guðmundi Óskar, í Álfakaffi. Þess má svo geta að Afréttarinn 2018 verður kl. 21 á sunnudaginn í Fjarðaborg, en þá verður tískusýn- ing óskilamuna og uppskeruhátíð aðstandenda Bræðslunnar. Nánari upplýsingar á braedslan.is Morgunblaðið/Hanna Með bros á vör Daði Freyr og fleiri valinkunnir tónlistarmenn troða upp á fjórtándu Bræðsluhátíðinni í Borgarfirði eystri um helgina. Fjórtánda Bræðslan Bræðurnir, leikstjór- arnir og óskarsverð- launahaf- arnir Joel og Ethan Coen hafa löngum þótt ólíkindatól. Öllum að óvörum ætla þeir að tefla The Ballad of Buster Scruggs fram sem kvikmynd í fullri lengd upp á 132 mínútur á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum í lok ágúst að því er hermt er í Variety og víðar. Upphaflega stóð til að Ball- aðan um Buster Scruggs yrði sex þáttaröð á Netflix með jafnmörgum sögum af villta vestrinu frá sjón- arhóli Scruggs. Kvikmyndin verður því fyrst tekin til sýninga í kvik- myndahúsum áður en fólk fær hana heim í stofu í boði Netflix. Coen- bræður bæði skrifa handrit mynd- arinnar og leikstýra. Menn gera því skóna að ákvörðun þeirra helgist af því að þeir hefðu ekkert á móti því að hampa Óskarnum eina ferðina enn. Og lái þeim hver sem vill. Tim Blake Nelson, sem lék í kvikmynd bræðaranna frá 2007, No Country for Old Men, fer með hlutverk Bus- ter Scruggs. Ballaðan um Buster Ethan og Joel Coen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.