Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 31

Morgunblaðið - 27.07.2018, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// velja úr og þar koma Leifur og Mike til sögunnar, hjálpa mér að sigta úr hvað sé best að nota. Þeir snúa kannski einhverju á haus sem maður var búinn að festast í,“ út- skýrir Teitur. Leyfir laginu oft að breytast En hvort kemur á undan hjá Teiti, lag eða texti? Hann segir all- an gang á því. „Yfirleitt þegar ég er að semja textann sjálfur kemur hann meðfram laginu eða aðeins á eftir því en stundum hef ég samið lag og fundið svo ljóð sem passar við eða öfugt, fundið ljóð og samið lag sem passar við það.“ –Finnst þér annað auðveldara en hitt? „Það getur verið auðveldara þeg- ar þetta gerist samhliða því að ein- hverju leyti er hægt að festast í laglínunni og reyna að láta orðin passa við hana en ég leyfi oft lag- inu bara að breytast, er ekkert endilega að festa mig það mikið í laglínunni. Sumir eru mjög harðir á þessu, að púsla þessu alveg en ég læt það bara ráðast.“ Umbreytist og fær nýtt líf –Ef þú lítur yfir textana þína sérðu þá einhverja tilhneigingu hjá þér að semja um eitthvert efni, sérðu einhver einkenni á text- anum? „Já, það fer eftir því hvaða tíma- bil maður er að upplifa í lífinu. Ég get kannski verið að hugsa mikið um ákveðna hluti og mig langar að vera samkvæmur sjálfum mér, svo- lítið sannur og miðla inn í lagið ná- kvæmlega hvernig mér líður því annað er eiginlega ekki hægt. Og leyfa því svo að standa þótt ég sé kannski ekki endilega í þessum pælingum seinna meir, þegar ég er að flytja lagið. Þá umbreytist það og fær nýtt líf,“ svarar Teitur. Hvað útgáfutónleika varðar seg- ist Teitur enn vera að leita að réttu dagsetningunni en dagsetn- ing hlustunarteitinnar á Kaffi Ví- nyl, sem er að Hverfisgötu 76, liggur þegar fyrir. Teitin verður haldin 1. ágúst kl. 20 og verður Teitur gestgjafi og platan nýja verður að sjálfsögðu bæði sett á fóninn og til sölu, nema hvað. Ljósmynd/Þórsteinn Sigurðsson Fallegt Umslag Orna er fallega hannað og innblásið af gömlum, íslenskum frímerkjum. Friðsæld Teitur slakar á úti í náttúrunni. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Einn ástsælasti popptónlistarmaður þjóðarinnar, Sturla Atlas, og tónlist- arstjóri Íslensku óperunnar, Bjarni Frímann sameina krafta sína annað kvöld, laugardagskvöld, og halda tónleika í Árneskirkju yngri í Tré- kyllisvík. Þetta er í fyrsta skipti sem Sturla og Bjarni flytja saman tónlist á opnum tónleikum. „Þetta er hugmynd frá Ólafi Kjaran sem er sameiginlegur vinur okkar Bjarna. Hann hefur áður haldið tónleika þarna í Trékyllisvík og hann stakk upp á þessu við mig. Mér leist náttúrlega strax mjög vel á þetta og Bjarni tók í sama streng þannig að þetta var bara borðleggj- andi,“ segir Sturla. Tvennir tónleikar Ólafur Kjaran hefur áður haldið tónleika í Trékyllisvík en þá voru það tónleikarnir Björnsson spilar Bach. „Fyrir nokkrum árum hopp- aði hann upp í bíl og bara keyrði eitthvað. Hann ákvað að fara á stað sem væri frekar fámennur og af- skekktur og hann varð bara svolítið hrifinn af Trékyllisvík og stemning- unni þar. Fyrir tveimur árum lang- aði hann að gera eitthvað fyrir hreppinn og hélt klassíska tónleika þar. Í þetta skiptið vildi hann gera eitthvað sem væri kannski eitthvað aðeins meira fyrir alla eða gera eitt- hvað öðruvísi en síðast.“ Þrátt fyrir að þeir Bjarni og Sturla komi nú fram saman í fyrsta skipti verður ekki beinlínis nýtt efni á tónleikunum. „Við munum kannski taka tvö ný lög en ekkert sem við höfum unnið saman. Við er- um bara í fyrsta skipti núna í vik- unni að fara yfir þetta og stilla sam- an strengi.“ Tónlistin sem mun heyrast er því aðallega lagasmíð Sturlu með tvisti frá Bjarna. „Við erum mestmegnis að fara að halda okkur við rafmagnsorgel eða raf- magnspíanó. Sum lögin sem við tök- um verða bara með því undirspili en önnur verða með einhverjum trommu- og bassaelementum úr upprunalegu lögunum og hann svona spilar sitt inn í það.“ Enginn óperusöngur Bjarni og Sturla kynntust í Ís- lensku óperunni en Sturla fór með hlutverk smaladrengs í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toscu. Að- spurður hvort eitthvað verði um óp- erusöng á tónleikunum í Trékyllis- vík segir Sturla: „Nei, ekki svo gott.“ Ólafur Kjaran, skipuleggjandi tónleikanna, gerir ráð fyrir mann- mergð á tónleikunum þar sem vel hafi verið mætt á tónleikana sem hann stóð fyrir árið 2016 í Trékyll- isvík. „Þar var einmitt stappfullt af fólki,“ segir Ólafur. Sturla vonar að íbúar úr hreppnum láti sjá sig. „Ég vona eiginlega bara fyrst og fremst að allir úr hreppnum muni mæta. Svo eru reyndar merkilega margir sem ætla að koma úr bænum miðað við hvað þetta er langt í burtu. Ég veit alla vega um fimmtán til tutt- ugu krakka sem ætla að koma.“ Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan átta og er frítt inn. Mannmergð í Trékyllisvík  Bjarni Frímann og Sturla Atlas sameina krafta sína á tónleikum Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagar Bjarni (t.v.) og Sturla gæddu sér á tælenskum mat þegar ljósmyndara bar að garði í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.