Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.07.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 2018 Eftir að hafa greint 6.147 kvik- myndahandrit hafa breskir vís- indamenn fundið formúlu að kvik- myndum sem afla mestra tekna. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá þessu. Vísindamennirnir flokkuðu myndirnar í sex mismunandi til- finningalegar þyrpingar en flokk- unin hefur áður verið nýtt til að flokka skáldsögur. Í kjölfarið gátu þeir kortlagt þær þyrpingar sem voru hvað farsælastar, óháð kvik- myndategund. Þyrpingin sem aflaði mestra tekna var sú sem vísindamennirnir kalla „mann í holu“. Slíkar myndir hefjast á einhvers konar falli en að lokum verður ris og allt endar vel. Samkvæmt vísindamönnunum lík- aði fólki ekki best við þessar mynd- ir en það var mest talað um þær. Dæmi um slíka mynd er Guðfað- irinn, eða The Godfather, mafíu- drama með Marlon Brando í aðal- hlutverki. Myndir sem féllu undir „maður í holu“-þyrpinguna kostuðu að meðaltali 40,5 milljónir banda- ríkjadala, eða rúma 4,2 milljarða ís- lenskra króna, og öfluðu að með- altali tæpra 60 milljóna bandaríkja- dala í tekjur, eða rúmra 6,3 millj- arða íslenskra króna. Aðrar þyrpingar voru til dæmis „tötrar til ríkidæmis“ og „ríkidæmi til tötra“. Undir fyrrnefndu þyrp- inguna falla myndir með samfelldu tilfinningalegu risi út í gegnum myndina en myndir sem falla undir síðari þyrpinguna fela í sér þver- öfugan söguþráð, allt byrjar vel en smám saman fer allt í hundana. Þrátt fyrir að „maður í holu“- þyrpingin hafi komið best út yfir allt þá voru „tötrar til ríkidæmis“ sú þyrping sem aflaði mestra tekna fyrir ævisögulegar kvikmyndir. Þyrpingin kom talsvert verr út í samhengi við sakamálamyndir og hrollvekjur. Gamanmyndir sem falla undir þyrpinguna „ríkidæmi til tötra“ voru þær sem gekk að meðaltali verst og öfluðu minnstra tekna. Ganna Pogrebna, prófessor í at- ferlishagfræði, leiddi rannsókn- arteymið. Hún sagði í viðtali við The Guardian að vísindamennirnir séu ekki að hvetja til þess að ein- ungis kvikmyndir sem falli undir „maður í holu“-þyrpinguna séu framleiddar. „Við erum ekki að reyna að drepa kvikmyndaiðn- aðinn, við erum bara að reyna að sjá hvað er fengsælt.“ ragnhildur@mbl.is Guðfaðirinn Myndin er dæmi um ,,maður í holu“-formúluna sem vísinda- menn segja afla mestra tekna, að því er fram kemur í grein The Guardian. Formúla fundin að far- sælum kvikmyndum Jason Spencer, þingmaður í Georgíu, hefur sagt af sér eftir að hafa berað sig og brúkað rasískt orðbragð í þætti grínistans Sacha Baron Cohen. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá þessu. Þátturinn er hluti af nýrri seríu Cohens sem ber heitið Who Is Am- erica? Cohen var í gervi ísraelsks hersérfræðings þegar þátturinn var tekinn upp og var Spencer mættur í þáttinn til þess að læra að fæla frá og berjast við íslamska hryðjuverkamenn. Ein af aðferðum ísraelska her- sérfræðingsins var að bera á sér þjóhnappana og ota þeim að hryðjuverkamönnum. Það gerði Spencer án þess að hika og öskraði um leið „Ameríka“ og „USA“. Sömuleiðis brúkaði Spencer ras- ískt orðbragð til að draga að sér athygli, sýndi af sér afar rasíska hegðun með því að leika Kínverja og tók mynd upp undir búrku hjá konu til að athuga hvort hún væri nokkuð karlmaður, og þar af leið- andi hryðjuverkamaður, eins og ýj- að er að í þættinum. Spencer er ekki sá fyrsti til að láta blekkjast af Cohen en Cohen er þekktur fyrir að bregða sér í gervi ýmissa persóna og fá fólk til að gera hluti sem það síðar sér eft- ir. Nýlega fékk Cohen Sarah Palin, bandaríska stjórnmálakonu, til að koma í viðtal til sín en þá þóttist hann vera fatlaður fyrrverandi hermaður. Í yfirlýsingu sem Spencer sendi frá sér á mánudag baðst hann af- sökunar á framkomu sinni en neit- aði að segja af sér. Nú hefur tals- maður Georgíuríkis samt sem áður staðfest að Spencer muni segja af sér. Í þættinum sem Spencer kem- ur fram í er farið yfir eitt og ann- að um hann. Þar er til dæmis minnst á það að hann hefur sett fram frumvarp sem bannar fólki að hylja andlit sín meðal almenn- ings. Ef slíkt frumvarp væri sam- þykkt þá myndi það þýða að fólk mætti ekki ganga um í búrkum. ragnhildur@mbl.is Skammarlegt Spencer lét Cohen ekki að- eins plata sig úr buxunum heldur líka nær- buxunum. Hér má sjá stillu úr þættinum skömmu áður en nærbuxurnar fuku. Varð sér til skammar og sagði af sér Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Við erum búnir að starfa saman í mörg ár,“ segir söngvarinn Geir Ólafsson um samband sitt við tón- listarmanninn Þóri Baldursson en þeir félagar vinna nú að útgáfu nýrrar hljómplötu þar sem Geir syngur og Þórir spilar undir á píanó. Platan heitir Þú ert yndið mitt yngsta og besta og er túlkun Geirs og Þóris á ýmsum sígildum íslensk- um dægurlögum. Þórir hefur unnið með ýmsum heimsfrægum tónlistar- stjörnum á borð við Elton John og Grace Jones, sér í lagi á níunda ára- tugnum. „Þórir hefur útsett allt fyrir mig í samstarfi mínu við hinar og þessar hljómsveitir og er að útsetja fyrir mig jólatónleikana mína, Las Vegas Christmas Show. Okkar samstarf hefur alltaf verið afskaplega farsælt og gott. Það hafa margir komið til mín og biðlað til mín að gera plötu með íslenskum lögum. Ég fór að hugsa að það væri gaman að gera það, en ég hafði áhuga á að gera það á annan hátt en maður hefur yf- irleitt heyrt. Það hafa margir tekið íslenskar perlur og mér hefur oft fundist vera svipað andrúmsloftið í útfærslunum. Falleg lög og nátt- úrlega frábærir flytjendur en mig langaði til að gera þetta aðeins öðru- vísi. Ég fór að hugsa hvernig ég gæti fundið nýja nálgun á þessar gömlu perlur.“ „Ótrúlegur heiður“ „Ég fékk þá hugmynd að við Þór- ir gætum gert þessa plötu, bara við tveir, með þessum gömlu lögum, þannig að það væri bara píanó og söngur. Þórir hefur áður útsett og spilað fyrir mig á plötur en þetta er í fyrsta skipti sem við gerum plötu tveir saman. Þetta er ótrúlegur heiður og gaman að vinna með Þóri, sem er náttúrulega goðsögn í ís- lenskri tónlistarsögu. Það hefur ver- ið unaðslegt að kynnast og vinna með honum. Mér finnst það stórt skref fyrir mig og minn feril,“ segir Geir. „Þetta eru lög eins og „Bíddu pabbi“, „Þú átt mig ein“ og „Vetr- arsól“ eftir Gunnar Þórðar. Inn- blásturinn fékk ég fyrst og fremst af útsetningunum hans Þóris. Á plöt- unni okkar túlkum við lögin ein- göngu með píanóleik og söng, sem ég hef ekki heyrt áður. Við tökum sönginn minn og píanóleikinn hans Þóris upp beint. Það er gaman að gera hlutina þannig að þeir verði ekki sterílir. Það er annar blær á þeim og önnur nálgun. Yfirleitt þeg- ar maður heyrir þessi lög heyrir maður, hvort sem það er á tón- leikum eða á hljómplötum, að það eru heilar hljómsveitir sem spila undir þau. Það er náttúrlega tölu- vert öðruvísi að hlusta á lögin án hljómsveitanna. Þessi nálgun okkar er öðruvísi og þess vegna hafði ég áhuga á að gera þetta.“ Lá beint við að syngja lög Villa Vill „Þegar það er sungið eingöngu með píanóundirleik reynir meira á söngvarann og túlkun hans því það er ekkert annað á bak við sem felur sönginn. Söngvarinn kemst ekki upp með nein mistök. Túlkunin þarf að vera skýr og tær. Ég er að vona að með þessari plötu nái ég til hlust- andans því það er náttúrulega það sem þetta snýst um, að ná til áheyr- andans í von um að honum líki það sem maður er að gera. Þessar út- setningar hjá Þóri eru náttúrulega frábærar og vinnslan okkar á lög- unum gekk rosalega vel. Nálgunin sem slík og túlkunin myndi ég segja að hafi heppnast hjá okkur. En auð- vitað verða aðrir að dæma um það.“ „Ég var búinn að skrifa niður fullt af lögum, skoða þau og fór síðan að reyna að átta mig á hvaða lög ættu best við mig. Ég er náttúrlega lýr- ískur tenór þannig að það lá beint við að ég myndi syngja lögin hans Villa Vill. Ég reyni þó að túlka þetta út frá mér. Ég hef verið í klassísku söngnámi og ég hef mikið sungið klassískt söngefni bara með píanó- leikara. Þetta er ekki klassískt efni í þeim skilningi en þetta eru klassísk popplög sem hafa í gegnum tíðina yljað hjörtum landsmanna.“ „Túlkunin þarf að vera skýr og tær“ Félagar Geir Ólafsson og Þórir Baldursson hafa oft unnið saman að ýmsum verkefnum en þetta er í fyrsta sinn sem þeir gefa einir út hljómplötu.  Geir Ólafsson og Þórir Baldursson vinna að hljómplötu Morgunblaðið/Arnþór Birkisson VELDU ÚR MEÐ SÁL Frisland 1941 með blárri skífu www.gilbert.is ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.