Morgunblaðið - 30.07.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Eru sparifötin
hrein?
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Verð á nýjum bílum hækkar um
20-30% um áramót ef stjórnvöld
bregðast ekki við breyttum að-
ferðum við mælingu útblásturs
bíla samkvæmt nýrri löggjöf Evr-
ópusambandsins. Áhrifin hafa
beinar afleiðingar á vörugjöld
innfluttra bíla vegna uppsetn-
ingar tollaflokka hér á landi. „Við
höfum kallað eftir því að stjórn-
völd endurskoði þessa reglu og
óskað eftir fundum með ráðherr-
um, en ekki fengið enn. Það er
mjög brýnt að niðurstaða í þessu
máli liggi fljótt fyrir,“ segir María
Jóna Magnúsdóttir, nýr fram-
kvæmdastjóri Bílgreina-
sambandsins.
Góð endurnýjun
verði áfram tryggð
„Við þetta bætist að reglur
um mengun og útblástur hafa ver-
ið hertar svo bílaframleiðendur
hafa þurft að endurþróa vélar og
annan búnað bíla. Kostnaði vegna
þessa velta framleiðendur út í
verðlagið og ekkert hægt að gera
við því. Hinu má bregðast við og
er nauðsyn. Þegar verð á bílum er
hækkað um tugi prósenta kemur
það illa við neytendur en einnig
atvinnulífið þar sem fjöldinn allur
af fólki hefur atvinnu sína af þjón-
ustu og sölu á bílum. Bílar eru
mjög verðteygin vara og hækk-
anir sem þessar munu stöðva sölu.
Í dag eru allir að berjast við að
minnka mengun og væri það því
glapræði hjá stjórnvöldum að
tryggja ekki áfram þá góðu end-
urnýjun sem hefur verið á bílum
síðustu ár til að fá minna meng-
andi og öruggari bíla á mark-
aðinn, “ segir María ennfremur.
Bílgreinasambandið eru sam-
tök nærri 150 fyrirtækja sem
selja bíla, gera við, þjónusta og
svo framvegis. „Þetta er pólitík
og barátta fyrir hagsmunum, sem
eru auðvitað mismunandi og ólík-
ir eins og fyrirtækin eru mörg.
Rauði þráðurinn er samt sá að
tryggja að regluverk í greininni
sé sanngjarnt fyrir alla og svo að
tryggja að menntunarmál séu í
lagi. Í dag fara um það bil 50
krakkar á ári í nám á þessu sviði,
það er bifvélavirkjun, rétting og
sprautun. Þarna þyrftum við að fá
fleiri í nám en það býður upp á
marga skemmtilega möguleika, í
greinum sem eru sífellt að þróast
og breytast. “
Bílaáhugi vaknaði snemma
Áhugi Maríu Jónu á bílum
vaknaði snemma. Afi hennar rak
bílaverkstæði á Akureyri, faðir
hennar átti góða bíla og yndi
ungrar stúlku var að fara með á
rúntinn. „Ég undi mér ekki í
framhaldsskóla, fór suður og hóf
vinnu hjá Toyota á Íslandi. Vann
þar meðal annars við fyrstu skref
að opnun þjónustuvers sem í
kringum aldamótin var nýmæli
hjá bílaumboði,“ segir María
Jóna,„Ég var seinna sölumaður
hjá Toyota og í ýmsum fleiri
störfum fram til 2010. Já, konur
mættu vera miklu duglegri að
hasla sér völl í bílgreininni sem er
heillandi heimur. Bílar eru í
hraðri þróun um þessar mundir,
nýjar týpur og útgáfur eru að
koma fram. Það er enginn iðn-
aður sem hefur þróast jafn hratt á
síðustu árum.“
Orkuskipti íslenska bílaflot-
ans eru komin á fullt. Bílarnir eru
betri og langdrægari en áður,
tæknibúnaður þeirra betri. Á Ís-
landi verða innviðir líka sífellt
traustari og við vinnustaði, versl-
anir, heimahús og víðar eru
komnar orkustöðvar fyrir raf-
magns- og vetnisbíla sem seljast
vel.
Gömlu bílunum
mætti fækka hraðar
„Á næstu þremur til fimm ár-
um verður gjöbreyting og má bú-
ast við að framleiðslu á að
minnsta kosti minnstu dísilbíl-
unum verði hætt. Í rafmagns-
bílum eru færri snúningsfletir en
þeim sem knúnir eru jarð-
efnaeldsneyti sem þýðir að færra
og minna þarf að gera við. Upp-
færslur á tölvubúnaði, þá hugs-
anlega með fjarvinnslu í gegnum
netið gæti orðið viðgerðarmáti
framtíðarinnar. Og með vísan til
umhverfissjónarmiða eigum við
að flýta fyrir endurnýjun bílaflot-
ans sem er farinn að eldast nokk-
uð,“ segir María Jóna og bætir við
að lokum:
„Fyrstu árin eftir hrun
keypti almenningur sáralítið af
nýjum bílum. Bílaleigurnar héldu
markaðnum uppi og nú er tals-
verð sala í nýlegum bílum sem
þær eru að losa sig við. En gömlu
bílunum mætti fækka hraðar og
þar kæmi til dæmis til greina að
hækka skilagjaldið sem í dag er
20 þúsund krónur og hefur ekki
breyst í fjölda ára. Allt þetta þurf-
um við að nálgast af raunsæi því
þrátt fyrir fallegar hugsjónir
reiðhjólafólks og annarra þá er
og verður fjölskyldubíllinn Ís-
lendingum mikilvægur aðstæðna
vegna.“
Gagnrýnir breytingar á vörugjöldum bifreiða og kallar á aðgerðir stjórnvalda
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Bílar Enginn iðnaður hefur þróast jafn hratt á síðustu árum og bílgreinin
hefur gert, segir María Jóna Magnúsdóttir hér í viðtalinu,
Bílasala mun stöðvast
María Jóna Magnúsdóttir er
fædd 1978, útskrifaðist með
B.Sc. í viðskiptafræði frá HR
árið 2005. Starfaði hjá Toyota
2000-2010, síðast sem yf-
irmaður viðskiptatengsla. Nam
ensku og stærðfræði í Banda-
ríkjunum, útskrifaðist með
M.Sc. í fjármálum og stefnu-
mótun frá Copenhagen Busi-
ness School árið 2012.
Starfaði um skeið hjá Arion
banka m.a. við innleiðingu
straumlínustjórnunar. Var síð-
ast framkvæmdastjóri hjá
Heklu hf. en tók við fram-
kvæmdastjórn Bílgreina-
sambandsins nú í júní.
Hver er hún?
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Verkalýðsleiðtogar telja harða kjara-
deilu framundan í vetur, m.a. vegna
mikillar misskiptingar í launahækk-
unum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ, segir að boðaðar hækkanir á
vörum séu óskiljanlegar. „Við gerð-
um kjarasamning við fyrirtækin árið
2015, það var gert við aðstæður sem
reyndust fyrirtækjunum býsna vel og
þau fengu ágætis afkomu í kjölfarið.
Það er ekki eins og það hafi reynt
mikið á þau.“ Þá segir Gylfi ljóst að
krónan hafi verið að styrkjast sem
hafi gert samkeppnisstöðu erfiðari.
„En þá eiga fyrirtæki ekki að spyrna
við fótum með því að hækka verð á
vöru, þá hlýtur samkeppnisstaðan að
versna enn meira.
Þetta er gömul
saga og ný í efna-
hagsmálum á Ís-
landi – að krónan
hefur verið látin
styrkjast mikið,
en sjaldnast er
hægt að rekja það
til kjarasamn-
inga.“
Vilhjálmur
Birgisson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness, telur að hörð kjaradeila sé
í uppsiglingu. „Þetta lítur alls ekki vel
út og nægir að nefna í því samhengi
að fólk úr efri lögum samfélagsins
hefur verið að fá launahækkanir sem
nema 45% og upp í 56% á einu bretti,
upphæðir sem nema allt að 1,2 millj-
ónum. Hvernig eigum við í verkalýðs-
hreyfingunni að fara inn í kjaravetur
með þessi skilaboð frá þessum aðil-
um?“ Kjarasamningar verka- og
verslunarfólks renna út eftir rúma
100 virka daga og ekki er sátt í sjón-
máli, að mati Vilhjálms. „Það eru
miklar líkur á að það stefni í mjög
hörð átök á íslenskum vinnumarkaði
strax í byrjun næsta árs ef við sjáum
ekki til lands fyrir þann tíma. Það er
gífurlega erfiður vetur framundan“
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, segir umræðuna ekki til að
mynda sátt í samfélaginu.
„Þessi barlómur um erfiða stöðu
fyrirtækja byrjar þegar kemur að því
að gera nýja kjarasamninga og þessi
taktík er notuð til að reyna að slá á
væntingar fólks.“ Hann segir Raf-
greinasambandið muni horfa til
launahækkana sem kjararáð hefur
verið að úrskurða í komandi kjara-
samningum. „Þeir hafa sett línurnar,
ef að fólk sem er í efsta stigi launa-
þrepsins getur fengið 45%, af hverju
ekki aðrir?“
„Gífurlega erfiður vetur framundan“
Hörð kjaradeila framundan að mati verkalýðsleiðtoga Nýlegar launahækkanir slá tóninn
Gylfi
Arnbjörnsson
Vilhjálmur
Birgisson
Kristján Þórður
Snæbjarnarson
Axel Helgi Ívarsson
axel@mbl.is
Slappt sumarveður suðvestanlands
undanfarið hefur ekki haft mikil
áhrif á sölu á grillkjöti og ís. En ætla
mætti að minna væri grillað og að
færri gerðu sér ferð í ísbúð í þeirri
veðráttu sem ríkt hefur.
Veðrið hefur verið öllu skaplegra
norðanlands það sem af er sumri. Í
ísbúðinni Brynju á Akureyri hefur
íssala verið mjög góð. Þá selst meira
af ís yfir sumarið með komu fleiri
ferðamanna til Akureyrar, sem
sækja mjög í ísinn þar. Hvað íssölu á
höfuðborgarsvæðinu varðar segir
framkvæmdastjóri Ísbúðar Vestur-
bæjar, Katla Guðjónsdóttir, að íssal-
an sé ekki svo slæm miðað við hve
lítið hefur sést til sólar. Spurð um
mun á milli ára segir Katla hann
ekki vera mikinn og á það við allar
fimm ísbúðir fyrirtækisins.
Mikið keypt af bjúgum og slátri
„Sala á grillvörum er minni en í
venjulegu sumri en á móti er veruleg
söluaukning á bjúgum og slátri, sem
eru meiri vetrarvörur,“ segir Stein-
þór Skúlason, forstjóri Sláturfélags
Suðurlands, í samtali við Morgun-
blaðið um sölutölur sumarsins. Um
10% söluaukning er til verslana á
Austurlandi meðan aðrar búðir á
höfuðborgarsvæðinu eru á pari við
sölu fyrrasumars. Veðrið hefur þó
ekki allt að segja um breyttar sölu-
tölur, segir Steinþór, heldur hafi
samkeppni frá keppinautum líka sitt
að segja.
Einar Long, eigandi Grillbúð-
arinnar, sem er í Kópavogi, segir
sölu á grillum hafa verið töluvert
betri í apíl, maí og júní í ár heldur en
í fyrra. „En síðasta mánuðinn hefur
hún verið minni en venjulega af
skiljanlegum ástæðum,“ bætir Einar
við. Hann tekur fram að hægt sé að
grilla í öllum veðrum en vitanlega er
meiri stemning í því að grilla í góðu
veðri.
„Aftur á móti hefur veðrið bitnað
mun meira á sölu garðhúsgagna.
Fólk sest ekki mikið út á sólbekk um
þessar mundir,“ segir Einar.
Að sögn sölustjóra ÍSAGA ehf,
Þorgeirs Sæberg, hefur veðrið ekki
haft mikil áhrif á sölu gaskúta að
undanförnu. „Það er örlítið minni
sala en í fyrra,“ segir Þorgeir í sam-
tali við Morgunblaðið. Þá er salan
meiri fyrir norðan heldur en fyrir
sunnan. „Miðað við veðrið erum við
mjög sáttir,“ segir Þorgeir.
Grill- og íssala
hefur haldið sér
Fáir kaupa sér þó ný garðhúsgögn
Morgunblaðið/Eggert
Sumartíð Íslendingar láta ekki mis-
jafnt veður koma í veg fyrir ísferð.