Morgunblaðið - 30.07.2018, Page 8

Morgunblaðið - 30.07.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018 U Sumarútsalan hafin í Kaiu Opið virka daga kl. 11-18, lokað laugardaga í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 30-70%af öllum vörum Eyþór Arnalds, oddviti sjálf-stæðismanna í borgarstjórn, vék að vaxandi stjórnsýslu Reykja- víkur í pistli á dögunum. Hann benti á að skrifstofa borgarstjóra og borgarritara hefði vaxið einna hraðast, kostn- aðurinn hefði verið 157 milljónir fyrir níu árum en yfir 800 milljónir í fyrra.    Og Eyþór benti á nokkur starfs-heiti og starfslýsingar á skrif- stofu borgarstjóra, sem benda ekki endilega til að aðhaldið sé mikið á efstu hæð ráðhússins.    Einn starfsmaður skrifstofunnarer „dagskrárfulltrúi borg- arstjóra“ og hefur „umsjón með dagskrá borgarstjóra og sinnir al- mennri þjónustu við borgarstjóra“. Á skrifstofu borgarstjóra er líka „starfsmaður í kaffi- og funda- umsjón“ auk „móttökufulltrúa“. Þar er líka að finna „teymisstjóra“ og „verkefnastjóra verkefnastofu“ (nei, þetta starfsheiti er ekki tilbún- ingur).    Þetta eru aðeins nokkrir afstarfsmönnum á vaxandi skrif- stofu borgarstjóra og útsvarsgreið- endur í borginni hljóta að velta því fyrir sér hvort ekki væri möguleiki að borgarstjóri hefði aðeins færri aðstoðarmenn.    Svo er það áróðurssvið borg-arinnar. Þar er mikill fjöldi sem slær ekki slöku við í áróð- ursmálum fyrir meirihlutann, eins og sást vel í nýafstöðnum kosn- ingum.    Allt bendir þetta til að sparamætti víðar hjá borginni en í þjónustu við borgarbúa eins og nú er gert. Verkefnastjóri verkefnastofu STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.7., kl. 18.00 Reykjavík 16 alskýjað Bolungarvík 8 súld Akureyri 12 alskýjað Nuuk 13 léttskýjað Þórshöfn 13 léttskýjað Ósló 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 24 skýjað Stokkhólmur 22 skúrir Helsinki 28 heiðskírt Lúxemborg 29 heiðskírt Brussel 26 heiðskírt Dublin 16 skýjað Glasgow 14 súld London 19 súld París 26 rigning Amsterdam 22 rigning Hamborg 28 heiðskírt Berlín 29 heiðskírt Vín 31 léttskýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 30 heiðskírt Mallorca 30 heiðskírt Róm 31 heiðskírt Aþena 24 skýjað Winnipeg 19 heiðskírt Montreal 22 skýjað New York 25 heiðskírt Chicago 24 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. júlí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:29 22:40 ÍSAFJÖRÐUR 4:11 23:08 SIGLUFJÖRÐUR 3:53 22:52 DJÚPIVOGUR 3:53 22:15 Þúsundir komu saman í Þórshöfn, höfuðborg Færeyja, um nýliðna helgi til að taka þátt í Ólafsvöku, þjóðhátíð Færeyinga. Er hún haldin dagana 28. og 29. júlí á hverju ári. Sem fyrr var mikið um dýrðir í Þórshöfn og mátti víða sjá fólk klætt í sitt fínasta púss. Nær hátíðin jafn- an hámarki síðla kvölds á Ólafs- vökudag, 29. júlí, þegar stiginn er hinn frægi færeyski hringdans undir kvæðasöng. Að sögn Halldórs Arndísarsonar, sem staddur var á Ólafsvöku, varð vart þverfótað fyrir fólki á aðal- torginu í Þórshöfn þar sem sungið var og dansað. Þá var einnig margt um manninn við úrslitin í færeysku meistarakeppninni í kappróðri, sem fara ávallt fram á Ólafsvöku. Ólafsvaka er til minningar um Ólaf Helga Haraldsson Noregskon- ung, sem féll í Stiklastaðaorrustu ár- ið 1030. Þá er lögþing Færeyinga sett á Ólafsvöku. Lögmaður Fær- eyja, Aksel V. Johannesen, flutti Ólafsvökuræðu sína á Lögþinginu í gær og lagði hann meðal annars áherslu á mikilvægi fjölskyldunnar innan samfélagsins. axel@mbl.is Gleði og gaman á Ólafsvöku í Færeyjum Ljósmynd/Gunnar Arndísarson Góða Ólafsvöku! Ungir sem aldnir fjölmenntu á Ólafsvökuhátíð í Þórshöfn. Smíði á 34 íbúða fjölbýlishúsi við Urriðaholt í Garðabæ, sem fyrirtækið IKEA stendur fyrir, er á lokastigum, að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmda- stjóra IKEA. Bú- ist er við því að fyrstu leigjendur flytji inn í byrjun næsta árs. Aðspurður segir Þór- arinn of snemmt að segja til um kostnað og leiguverð. „Við stefnum ennþá að því að bjóða þessar íbúðir á umtalsvert lægra verði en gengur gerist,“ segir Þórarinn í samtali við Morgunblaðið. „Það er búið að glerja og setja hurðir í, þannig að það er búið að loka húsinu. Nú er unnið að inni- vinnunni.Við fáum húsið afhent í október og getum þá byrjað að koma fyrir innréttingum og gólf- efni. Þetta gengur því bara vel,“ segir Þórarinn enn fremur. Íbúðirnar verða 25-60 fermetrar stærð og eru aðallega hugsaðar fyrir starfsfólk IKEA. Nokkrar íbúðir verða þó leigðar út á almenn- um leigumarkaði, t.a.m. til náms- manna. axel@mbl.is Smíði senn lokið á íbúð- um IKEA Þórarinn Ævarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.