Morgunblaðið - 30.07.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Stema kerrurCompair loftpressur Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja Stema kerrurCompair loftpressur Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mannshöndin kemur hvergi ná- lægt vörunum þegar þeim verður komið fyrir í hillum nýs vöruhúss heildverslunarinnar Innness ehf. við Korngarða í Sundahöfn eða þegar þær eru teknar til fyrir viðskiptavinina. Kerfið sækir vöruna þegar sölumaðurinn tekur niður pöntun. Framkvæmdir hófust við vöru- húsið í byrjun september og Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf., sem er ein af stærstu matvöru- heildverslunum landsins, segir að þær séu nokkurn veginn á áætlun. Ráðgert er að taka vöruhúsið í notkun undir lok næsta árs. Lofthæðin 35 metrar Sjálfvirkur vöruhúsabúnaður, sá fyrsti sem tekinn verður í notkun hér á landi, gerir það að verkum að vöruhúsið verður eitt það full- komnasta í landinu. Þurrvöru- og frystivörulagerar verða að mestu leyti sjálfvirkir. Vélmenni stýra vörunum upp í hillur og stýra til- tektarskutlum sem taka vörurnar til eftir pöntunum viðskiptavina. Þetta sjálfvirka kerfi færir vör- urnar að tiltektarstöðvum sem verða mannaðar. Starfsfólkið þar tekur kassana eða stykkin og setur á bretti sem færibönd flytja að plöstunarstöð og út á flutningabíl. Sérstakir róbótar sjá um flutning á vörum sem seldar eru á heilum brettum. Húsið verður um 15.500 fermetr- ar að stærð, á þremur millipöllum en geymslurnar með sjálfvirka til- tektarkerfinu verða allt að 35 metrar á hæð og rúma um 20 þús- und vörubretti. Er þetta tvisvar til þrisvar sinnum hærra en í hefð- bundnum geymslum vöruhúsa hér á landi. Magnús Óli segir að þessi lofthæð sé grundvöllur þess að hagkvæmt sé að vera með sjálf- virkan vöruhúsabúnað. Sjálfvirka kerfið nær til al- mennra matvara sem ekki þurfa kælingu, svokallaðra þurrvara, og einnig frystivara. Grænmeti, ávextir og aðrar viðkvæmar vörur í kæligeymslum eru hins vegar færðar til á hefðbundinn hátt. Öll starfsemi á einn stað Innnes ehf. og systurfyrirtæki eru með starfsemi á 5 eða 6 stöð- um í Reykjavík. Dreifingar- miðstöð og skrifstofur eru í Grafarvogi. Það þýðir að flytja þarf vörurnar frá höfninni, inn í Grafarvog og síðan til baka til við- skiptavina sem flestir eru mið- svæðis í borginni. Í húsinu við Korngarða verður öll starfsemi fyrirtækisins sam- einuð á einum stað, steinsnar frá vöruafgreiðslum skipafélaganna og nálægt stærstu viðskiptavinum. Það sparar akstur og auðveldar fyrirtækinu að uppfylla skuldbind- ingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Magnús Óli bætir því við að með sjálfvirku vöruhúsakerfi taki styttri tíma að flytja vörur í geymslur og taka þær til fyrir viðskiptavini, ná- kvæmni aukist og meðferð vör- unnar batni. Þá nýtist tækin betur og minni hætta verði á að starfs- fólk verði fyrir slysum. Vélmenni tekur til vörurnar  Matvælaheildsalan Innnes byggir eitt fullkomnasta vöruhús landsins  Sparar akstur og hjálpar fyrirtækinu að uppfylla skuldbindingar í loftslagsmálum  Verður um 15.500 fermetrar að stærð Tölvuteikning/Innnes Hátækni Vöruhús Innness ehf. í Sundahöfn verður eitt það fullkomnasta hér á landi. Í vörugeymslunum er tvisvar til þrisvar sinnum hærra til lofts en í hefðbundnum vöruhúsum og verður húsið um 15.500 fermetrar að stærð. Magnús Óli Ólafsson Morgunblaðið/Valli Framkvæmdasvæði Vel gengur að byggja nýja vöruhúsið við Korngarða. Heldur dapurt veður á höfuð- borgarsvæðinu í sumar hefur ekki haft áhrif á komu skemmti- ferðaskipa til Reykjavíkur það sem af er, segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta hefur allt gengið sam- kvæmt áætlun,“ segir Gísli og bætir við í léttum dúr að farþegar skemmtiferðaskipa leiti til landsins til þess að kæla sig, en gríðarlega heitt hefur verið í veðri á megin- landi Evrópu í sumar. Talsvert fleiri skemmtiferðaskip, alls 168, koma til landsins í ár heldur en í fyrra en þá voru þau 135. Hófst „vertíðin“ í byrjun maí og stendur allt fram í seinni hluta október. Veðrið stöðvaði ekki skemmtiferðaskipin Gísli Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.