Morgunblaðið - 30.07.2018, Side 11

Morgunblaðið - 30.07.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018 Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is Unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og mangan í hreinu íslensku vatni. fyrir uppbyggingu beina og styrkingu bandvefjar þ.m.t. liðbönd, liðþófar og krossbönd. Liðir og bein Repair Nánari upplýsingar á www.geosilica.is Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Mikil sumarstemning ríkti á barnahátíðinni „Kátt á Klambra“ á Klambratúni í hjarta Reykjavíkur í gær. Mikið líf og fjör var á staðnum eins og myndirnar sýna enda veður með allra besta móti. Ljósmyndari og blaðamaður Morgunblaðsins kíktu á stemninguna þegar hitastig hafði náð um 20 gráðum. Alls voru yfir 2.500 manns á staðnum, að sögn aðstandenda, og börn á öllum aldri tóku þátt í leikjum eða fylgdust með skemmtidagskrá á sviðunum tveimur. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún stækkað jafnt og þétt í umfangi. Í ár var börnunum m.a. boðið upp á sirkuskennslu, húllafjör, dansverk, ljóðaupplestur og þrautabrautir. Auk skemmtiatriða frá Jóa Pé og Króla, Emmsjé Gauta og Ronju Ræningjadóttur, til að nefna nokk- ur. Á svæðinu hljómaði lagið „Ég fer í fríið“ og má ætla að hinir fullorðnu hafi tengt við lagið og upplifað sanna sumarfrístemningu með fjölskyldum sínum. Íslendingar á faraldsfæti Í miðbænum er hefð fyrir því að fólk safnist saman á góðviðris- dögum, sér í lagi á Austurvelli. Í gær virtist miðbærinn nokkuð daufur miðað við aðra sólardaga. Meirihluti gesta í miðbænum voru erlendir ferðamenn sem virtust njóta sín í þessum óvanalega hita. Blaðamaður hitti fyrir hjólreiða- mennina Michael Leseka og David Lowe frá Bandaríkjunum sem slöpp- uðu af á Austurvelli. „Ég er á Íslandi því ég er frá Las Vegas. Ég er ekki hingað kominn vegna góðs veðurs. Rigningin er mér kærkomin“ sagði David og hló við. Þeir sögðu veðrið á Íslandi hafa verið ívið breytilegra en þeir áttu von á. „Vindurinn og rign- ingin hafa sett strik í reikninginn. Við sáum það reyndar fljótt að versta veðrið hefur í för með sér fal- legasta landslagið að okkar mati.“ Í dag er þó hvorki vindur né rigning og ákváðu þeir því að gera hlé á hjólaferðum sínum og slappa af. Þær Jana Steingrímsdóttir og Berglind Ómarsdóttir nutu veð- urblíðunnar við Tjörnina í mið- bænum. „Ég bjóst við betra veðri, sólin hefði mátt láta sjá sig, en þetta er ósköp þægilegt.“ Þær áttu von á að fleiri væru að spóka sig í svo fá- gætum hlýindum. „Líklega hafa margir lagt leið sína út úr bænum. Íslendingar fara oftast eitthvað af stað þegar það kemur gott veður.“ Morgunblaðið/Valli Fjör Meðal fjölmargra atriða í gær var danskennsla á túninu sem andlitsmáluð börnin skemmtu sér vel í. Sumarstemning Yfir 2.500 manns tóku þátt í barnahátíðinni á Klambratúni. Dansgleði Hópur ungmenna flutti dansverk við góðar undirtektir barnanna. Sumardagurinn í ár  2.500 manns sóttu barnahátíðina „Kátt á Klambra“  Erlendir ferðamenn nutu veðurblíðunnar í miðbænum Íslensk kona um sextugt slasaðist á göngu yfir Klofningsheiði frá Flat- eyri yfir í Sunnudal um klukkan 14 í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði var konan á ferð með gönguhópi er hún rann skyndilega niður hlíð og lenti illa á grjóti, með þeim afleiðingum að hún slasaðist á herðablaði og hendi. Kalla þurfti til björgunarfólk frá Suðureyri vegna slyssins og aðstoð- aði það við að flytja konuna að sjúkrabíl sem í kjölfarið flutti hana undir læknishendur. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er konan ekki talin vera lífs- hættulega slösuð, en ekki er vitað nánar um líðan hennar. Göngukona rann niður hlíð og slasaðist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.