Morgunblaðið - 30.07.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
Úrval af íslenskri hönnun
Unicorn hálsmen
frá 5.400,-
SEB köttur - gylltur
frá 18.600,-
Alda hálsmen
frá 9.600,-
Birki armbands spöng
frá 24.900,-
Sumarið hjá mér hefur veriðlíflegt. Ég hef verið mikið áflakki, vinnutengdu og fjöl-skyldutengdu. Hef farið í
styttri og lengri ferðir síðan í byrjun
júní og því lítið náð að velta mér upp
úr rigningarsumrinu mikla hér
heima. Sem er bara hið besta mál,
finnst mér. Ég er meira fyrir sól en
rigningu.
Ég stökk svo nánast beint út úr
flugvél á Guns N’ Roses-tónleikana í
Laugardalnum. Tónleika sem ég var
búinn að hlakka mikið til eftir að
hafa hlustað á hljómsveitina út í eitt
á menntaskólaárunum. Þetta voru
að mínu mati frábærir tónleikar –
fyrst og fremst vegna þess að það
var svo augljóst að þeir félagar
höfðu gaman af því sem þeir voru að
gera. Maður sá það á allri líkams-
tjáningu og hreinlega í augunum á
þeim. Og það smitaði út frá sér,
skapaði jákvæða og góða orku í
Laugardalnum.
Daginn eftir tónleikana datt ég
svo ofan í tómarúm og það kom mér
algjörlega í opna skjöldu. Hafði á
flakkinu hlakkað til að koma heim og
vera heima, en það var eins og tón-
leikarnir hefðu verið einhvers konar
endapunktur á keðju atburða sem
mynduðu stóran hluta sumarsins hjá
mér. Og þegar ég velti því betur fyr-
ir mér er ég búinn að upplifa svo
margt spennandi, nýtt og skemmti-
legt í sumar að það er líklega eðlilegt
að ég lendi í spennufalli þegar hlutir
róast. Spennufallinu fylgdi ör-flensa,
hausverkur og líkamleg þreyta og ég
streittist fyrst á móti, reyndi að
halda áfram með mín verkefni og
skyldur. En svo ákvað ég að fylgja
eigin ráðleggingum, fresta verkefn-
unum og hreinlega sofa þetta úr
mér. Henti mér í bælið og var þar í
tæpan sólarhring. Vaknaði svo
ferskur og bjartur. Kominn út úr
tómarúminu og spenntur fyrir öllu
því sem framundan er hér á Íslandi
næstu vikur og mánuði.
Við þurfum öll að taka hvíldina al-
varlega, passa upp á okkur sjálf til
þess að geta gefið af okkur og verið
öðrum til stuðnings og hvatningar.
Pælið bara í Slash, eftir að hafa verið
á sviðinu í Laugardalnum í tæpa
fjóra klukkutíma, stútfullur af orku
og leikgleði, skellti kappinn sér í
handstöðu áður en hann labbaði
keikur út af sviðinu. Þannig orku
hefur maður bara ef maður hefur
gaman af því sem maður er að gera
og passar að hvíla sig milli lota.
Tómarúm eftir tónleika
Njóttu ferðalagsins
Guðjón Svansson
guðjon@njottuferdalagsins.is
Guðjón Svansson er Íslendingur,
ferðalangur, eiginmaður, fjögurra
stráka faðir, rithöfundur, fyrirles-
ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og
nemandi sem heldur úti bloggsíð-
unni njottuferdalagsins.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Rjómablíða Tökum hvíldina alvarlega. Sundið er gott fyrir líkama og sál.
Líkt og síðustu ár verður fjöl-
skylduhátíðin Sæludagar haldin í
Vatnaskógi um verslunarmannahelg-
ina þar sem fjöldi fólks á öllum aldri
skemmtir sér saman á. Hátíðin hefst
nk. fimmtudag 2. ágúst.
„Dagskráin í ár er fjölbreytt og
spennandi að venju. Í Vatnaskógi er
frábær aðstaða fyrir unga sem aldna
og er hún nýtt á skemmtilegan og
fjölskylduvænan máta Sæludögum,“
segir Benjamín Pálsson sem er einn
af forsvarsmönnum hátíðarinnar.
Haldnir verða tónleikar á laug-
ardagskvöld þar sem Regína Ósk og
Friðrik Ómar skemmta. Meðal ann-
arra viðburða má nefna varðeld,
íþróttir, fræðslustundir, kvöldvökur,
hoppukastalaþorp, fótbolta, báta,
vatnafjör, brúðuleikhús, fjölskyldu-
guðsþjónustu og spennandi ung-
lingadagskrá
Skemmtilegt og fjölskylduvænt
Sæludagar í Vatnaskógi um verslunarmannahelgina
Ljósm/Aðsend
Vatnaskógur Uppspretta ævintýra í
lífi ungra jafnt sem aldraðra.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Við ætlum að ganga um fal-legt land. Fossarnir í efrihluta Þjórsár eru auðvitaðekki í alfaraleið og því er
gaman að kynna þá fólki sem heillast
af tignarleik þeirra og sterkum svip,“
segir Sigþrúður Jónsdóttir náttúru-
fræðingur.
Um versl-
unarmannahelg-
ina stendur
Ferðafélag Ís-
lands fyrir svo-
nefndri Fossa-
göngu um
Þjórsárdal og
Gnúpverjaafrétt,
sem þær Sig-
þrúður Jónsdóttir
og Björg Eva Er-
lendsdóttir fara
fyrir. Þær eru báðar úr Gnúpverja-
hreppi, hafa oft farið á fjall og eru því
staðháttum kunnugar. Lagt verður af
stað frá Reykjavík árla morguns,
næstkomandi laugardag, 4. ágúst, og
ekið að Stöng í Þjórsárdal – og þaðan
gengið að Háafossi; sem steypist 122
m fram af hálendisbrúninni.
Næsta dag verður svo ekið að
Bjarnarlækjarbotnum á Gnúpverja-
frétti og gengið að Kjálkaversfossi í
Þjórsá. Þaðan verður farið um
Loðnaver að Dalsá, sem þarna fellur í
mörgum litlum og fallegum fossum.
Breiðir úr sér á klöppum
Á sunnudag, þriðja og síðasta
dag ferðarinnar, verður eftir nætur-
dvöl í fábrotnum fjallaskála ekið að
svonefndum Kóngsási og gengið að
fossinum Dynk og þaðan niður með
Þjórsá að Gljúfurleitarfossi.
„Dynkur er auðvitað til-
komumestur fossanna á þessum slóð-
um; 38 metra hár þar sem hann
breiðir úr sér á klöppunum og fellur
fram í miklu gili. Mest er vatnið í
gljúfrinu og ánni að vestan – en að
virða fossinn og náttúruna á þessum
slóðum fyrir sér er alltaf til-
komumikið,“ tiltekur Sigþrúður.
Það var árið 2002 sem Sigþrúður
og Björg Eva efndu til fyrstu skipu-
lögðu göngunnar um þessar slóðir
sem þá voru talsvert í umræðunni
vegna fyrirhugaðrar Norð-
lingaölduveitu. Þar var gert ráð fyrir
stíflu og vatnsmiðlun í Þjórsárverum
en henni hefði fylgt að vatn hefði að
mestu verið tekið af Þjórsá og foss-
arnir þá orðið berar klappirnar.
Hlakka til ferðar
„Sem betur fer tókst að afstýra
þeim framkvæmdum, enda hefði
skaðinn orðið mikill. En eftir stóð að
fjöldi fólks fékk áhuga á fallegri nátt-
úru á þessu svæði og ég hlakka til að
fara þangað nú um verslunarmanna-
helgina,“ segir Sigþrúður.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dynkur Fáir fossar landsins eru jafn tilkomumiklir og svona staði er gaman að skoða í leiðsögn staðkunnugra.
Ferð um fossaslóð
Í efri hluta Þjórsár eru
fallegir fossar. Um næstu
helgi stendur Ferðafélag
Íslands fyrir þriggja daga
gönguferð um þessar fá-
förnu slóðir sem sann-
arlega koma á óvart.
Ljósmynd/Sigþrúður Jónsdóttir
Gljúfurleitarfoss Vatnsmikill þar sem hann fellur í djúpu en grónu gili.
Sigþrúður
Jónsdóttir