Morgunblaðið - 30.07.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
Z-brautir &
gluggatjöld
Opið mánud.-föstud. 10-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is |
Mælum, sérsmíðum og setjum upp
Úrval - gæði - þjónusta
Falleg gluggatjöld
fyrir falleg heimili
Manntjón í hörðum jarðskjálfta
Snarpur jarðskjálfti reið yfir eyjuna Lombok í Indónesíu Talið að 14 manns hafi látið lífið og 162
eru slasaðir eftir að byggingar hrundu Fjöldi öflugra eftirskjálfta og íbúar óttast að snúa heim til sín
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Að minnsta kosti 14 manns týndu lífi
og yfir 160 manns slösuðust er
snarpur jarðskjálfti af stærðargráð-
unni 6,4 reið yfir eyjuna Lombok í
Indónesíu á hádegi að íslenskum
tíma í gær. Breska ríkisútvarpið,
BBC, og fréttaveita AP greina frá
þessu.
Mikil skelfing greip um sig þegar
skjálftinn reið yfir, en Lombok er
vinsæl ferðamannaparadís austan
við eyjuna Balí. Tjón varð á fleiri en
1.000 húsum og fannst skjálftinn
víða, þar á meðal á Balí, en ekki hafði
í gær verið tilkynnt um mannfall,
slys eða skemmdir þar.
Mælingar bandarísku jarðfræði-
stofnunarinnar benda til þess að
skjálftinn eigi upptök sín á sjö kíló-
metra dýpi, en grunnir jarðskjálftar
sem þessi valda oft meira tjóni en
skjálftar sem eigi sér upptök dýpra.
Skjálftinn átti upptök sín um 50 km
norðaustur af höfuðborginni Mat-
aram á norðanverðri eyjunni.
Héraðið Austur-Lombok varð
verst úti í hamförunum og fórust þar
minnst tíu, en tala látinna gæti
hækkað. Þá eru a.m.k. 162 slasaðir,
þar af 67 alvarlega. Rafmagn fór af í
Norður- og Austur-Lombokhéruð-
um og vatnsleiðslur eru víða í sund-
ur. Verið er að hlúa að slösuðum en
víða er vatnsskortur.
Víða hætta á skriðuföllum
Stór skriða hljóp niður hlíðar eld-
fjallsins Rinjani þegar skjálftinn reið
yfir, og þurftu björgunarmenn að
hjálpa um 800 manns af fjallinu, sem
nú hefur verið lokað vegna hættu á
frekari skriðuföllum. Einn malasísk-
ur ferðamaður lét lífið í fjallinu.
Í Austur-Lombok og höfuðborg-
inni stóð jarðskjálftinn, sem varð
rétt fyrir kl. 7 að staðartíma, yfir í tíu
sekúndur og hlupu íbúar út á götur.
Talið er að flest dauðsföll og meiðsli
hafi orðið af hrynjandi byggingum.
Jarðskjálftastofnanir höfðu mælt
130 eftirskjálfta, sá stærsti var upp á
5,7 stig, og eru íbúar tregir til að
snúa heim til sín aftur af ótta við þá.
AFP
Eyðilegging Auk manntjóns varð
víða mikið tjón á mannvirkjum.
Sjötug kona og
tvö barna-
barnabörn
hennar, fjögurra
og fimm ára,
fórust er þau
náðu ekki að yf-
irgefa heimili
sitt sem varð
gróðureldum að
bráð í Redding í
Kaliforníu í gær,
að sögn breska ríkisútvarpsins
Er þá tala látinna komin upp í
fimm og 38 þúsund manns hafa nú
orðið að yfirgefa heimili sín. Svæði
stærra en San Francisco-borg hefur
brunnið í eldunum sem geisað hafa
undanfarna daga. Fleiri en 3.400
slökkviliðsmenn vinna nú við að
reyna að ná stjórn á eldunum, en
heitir þurrir vindar sem mynda log-
andi hvirfilbylji torvelda starfið og
veðurspáin lofar ekki góðu fyrir
slökkvistörf næstu daga.
Forseti Bandaríkjanna, Donald
Trump, hefur ákveðið að veita Kali-
forníuríki aðstoð vegna hamfaranna.
ernayr@mbl.is
Fleiri finn-
ast látnir
Eldur Aðstæður
eru erfiðar.
Óstjórnlegir gróð-
ureldar í Kaliforníu
Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, kvaðst
ekki styðja sinn eigin flokk, Zanu-PF, og frambjóðanda
hans, Emmerson Mnangagwa, í kosningunum þar, en
herinn steypti Mugabe af stóli í nóvember í fyrra að
hans undirlagi. „Ég get ekki stutt kvalara mína,“ sagði
Mugabe sem hefur einungis talað tvisvar opinberlega
eftir valdarán hersins. Jafnframt sagði hann eina álit-
lega frambjóðandann vera Nelson Chamisa, fulltrúa
stjórnarandstöðuflokksins MDC.
„Ég get ekki stutt kvalara mína“
SIMBABVE
Robert Mugabe.
Rússneskar orrustuþotur af gerðinni SU-25 voru
á meðal þeirra stríðstóla sem léku listir sínar á
hátíðardegi sjóhers Rússa um helgina. Sýndu
flugmenn færni sína við að stjórna þotunum og
lituðu himininn með fánalitum Rússlands, áhorf-
endum til mikillar gleði.
Sjónarspilið fór fram við ána Neva í Sankti
Pétursborg, höfuðvígi sjóhersins þar í landi, en
áin er mjög áberandi í borgarlandslaginu.
Flugkappar hylltu sjóherinn á hátíðardegi
AFP
Dagur rússneska sjóhersins haldinn hátíðlegur í Sankti Pétursborg