Morgunblaðið - 30.07.2018, Page 17

Morgunblaðið - 30.07.2018, Page 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018 Jökulsárlón Ferðamenn virða fyrir sér Jökulsárlón við rætur Breiðamerkurjökuls á fallegum sumardegi. Lónið fór að myndast eftir að jökullinn tók að hopa á fjórða áratug aldarinnar sem leið. Ásdís Í samræmi við stjórnarsáttmála rík- isstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var það eitt fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar í desember sl. að bregð- ast við fordæmalausum vanda sauðfjárbænda. Þannig var varið 665 milljónum króna í ýmis verkefni til að koma til móts við atvinnugrein- ina og var með því verið að bregðast við vandanum til skemmri tíma. Til lengri tíma er í mínum huga ljóst að þörf er á breytingum á þeim búvörusamningi sem gerður var við sauðfjárbændur og tók gildi 1. janúar 2017. Fyrir liggur að endurskoðun samningsins skal fara fram á næsta ári og því var í febrúar sl. skipaður samráðshópur um endurskoðun bú- vörusamninga. Þar eiga sæti fulltrú- ar neytenda, stjórnvalda, bænda, af- urðastöðva og atvinnulífs. Vegna þeirrar stöðu sem blasir við greininni beindi ég þeim tilmælum til samráðshópsins í lok mars að hraða vinnu varðandi samninginn um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Þessi fjölbreytti hópur skilaði síðan sam- hljóða tillögum sínum til breytinga á gildandi samning nú í byrjun júlí. Í þeim koma fram ákveðnar hug- myndir til að bregðast við erfið- leikum sauðfjárbænda, bæði bráða- aðgerðir og aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í sauð- fjárrækt. Endurskoðun flýtt Nú hefur tekist samkomulag með stjórnvöldum og Bændasamtökum Íslands um að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfs- skilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endur- skoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. Grunnur þeirra viðræðna verða þær tillögur sem sam- ráðshópurinn hefur skilað og er stefnt að því að ljúka heildarend- urskoðun samningsins síðar á þessu ári. Þá munu stjórnvöld í þess- um viðræðum leggja áherslu á þær aðgerðir sem birtast í stjórn- arsáttmála ríkisstjórn- arinnar, m.a. um að samhliða nýrri kynslóð landbúnaðarsamninga verði inn- leiddir sérstakir aðlögunarsamn- ingar um nýja starfsemi til sveita. Með þeim verði horfið frá núverandi kerfi þar sem stuðningur við bændur er fastbundinn við ákveðið kerfi sem skilyrðir hann við ákveðna fram- leiðslu. Þess í stað myndu bændur fá frelsi til að nýta stuðninginn til fjöl- breyttari starfsemi en áður. Tækifæri til breytinga Ég bind vonir við að endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauð- fjárræktar muni marka nýja og bjartari tíma í íslenskri sauðfjárrækt. Að við sköpum þessari mikilvægu at- vinnugrein þær forsendur að hún verði sjálfstæð og samkeppnishæf þannig að greinin geti nýtt tækifæri framtíðarinnar – bændum og neyt- endum til heilla. Með þessi markmið að leiðarljósi ganga íslensk stjórn- völd bjartsýn til þeirra viðræðna sem fram undan eru. Eftir Kristján Þór Júlíusson » „Ég bind vonir við að endurskoðun samn- ings um starfsskilyrði sauðfjárræktar muni marka nýja og bjartari tíma í íslenskri sauð- fjárrækt.“ Kristján Þór Júlíusson Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Öflug sauðfjárrækt til framtíðar Viðvaranir við hættum af gervi- greind virðast vera um allt þessa dagana. Allt frá Elon Musk til Henrys Kissingers heyrast varnaðarorð um að ofurgreindar tölvur gætu þurrkað okkur út líkt og í myndinni Tortímand- anum. Við að hlusta á þá tala mætti halda að við værum á barmi dapurlegrar framtíðartilveru – að vitundar- netið, Skynet, úr þeim mynda- flokki væri á næsta leiti. Þessar viðvaranir skipta máli, en með þeim er horft fram hjá brýnni vanda. Gervigreindin hefur þegar verið vígvædd. Valdamikil hagsmunaöfl, allt frá fyrirtækjum til ríkisstofnana á borð við her og lögreglu, nota gervigreind til að fylgjast með fólki, vega það og meta og taka ákvarðanir um líf þess. Ætti þegar að liggja fyrir sáttmáli um bann við sjálfráðum vopnum? Aldeilis. En við þurfum ekki að taka mannfólkið „út úr jöfnunni“ til þess að valda tjóni. Gölluð reikniritaferli hafa skaðað fátæk og brothætt samfélög um árabil. Ég tók fyrst eftir því hvernig gagnaknúin leit að skotmarki gæti farið úrskeiðis þegar ég var í Jem- en fyrir fimm árum. Ég var í höf- uðborginni Sana’a að taka viðtöl við fólk, sem hafði lifað af banda- ríska drónaárás, sem hafði orðið saklausu fólki að bana. Tveir þeirra, sem létu lífið, gætu hafa verið bandamenn Bandaríkja- manna. Annar þeirra var lög- reglumaðurinn í þorpinu, hinn ímam sem hafði predikað gegn al- Qaeda nokkrum dögum fyrir árás- ina. Ættingi annars þeirra, verk- fræðingur Faisal bin Ali Jaber að nafni, sem lifað hafði af árásina, spurði mig einfaldrar spurningar: Hvers vegna var árásinni beint að þeim, sem voru honum hjartfólgn- ir? Faisal og ég ferðuðumst sjö þúsund mílur, frá Ar- abíuskaganum til Washington, í leit að svörum. Embættis- menn í Hvíta húsinu hittu Faisal, en eng- inn gat útskýrt hvers vegna fjölskylda hans lenti í eldlínunni. Með tímanum varð sannleikurinn ljós. Ættingjar Faisals létu lífið vegna þess að fyrir mistök lentu þeir inni í skotmarka- leit hálfsjálfvirks leitarkerfis. Þetta vitum við vegna þess að bandarísk yfirvöld hafa viður- kennt að drónar þeirra ráðist á skotmörk, sem ekki sé vitað hver séu. Þar kemur gervigreindin til skjalanna. Bandaríkin eru ekki með fólk til að veita upplýsingar í innstu lögum samfélagsins í Jem- en og reiða sig því að miklu leyti á yfirgripsmiklar leitir í netsam- skiptum. Þessi gögn eru greind með hjálp gervigreindar og leitar- kerfið látið vita af hugsanlegum skotmörkum. Mannshöndin skaut sprengjuflaugunum, en það er nánast fullvíst að það var vegna þess að forritið mælti með því. Aðgerðir af þessu tagi hafa ver- ið kallaðar „kennimerkjaárásir“ („signature attacks“) vegna þess að þar er stuðst við hegðunar- mynstur og tengslanet án þess að kennsl hafi verið borin á einstak- lingana (innsk. þýð.) og eru flest- ar drónaárásir af þeim toga. Um leið er orðið meira um að almenn- ir borgarar láti lífið í loftárásum í forsetatíð Donalds Trumps – rúm- lega sex þúsund í fyrra í Írak og Sýrlandi. Þetta er umdeildasta hliðin á gervigreind. Í vor dróst Google inn í deiluna vegna tilboðs um að aðstoða bandaríska varnarmála- ráðneytið við að greina boð frá drónum. Þúsundir starfsmanna fyrirtækisins mótmæltu og ein- hverjir sögðu upp. Þetta þó ekki eina mögulega misnotkunin á gervigreind sem við þurfum að hafa í huga. Blaðamenn eru farnir að kanna margvíslega notkun gervigreindar, sem gæti verið vandkvæðum bundin. Þar má nefna notkun hita- korta til að segja fyrir um glæpi. Þessi tækni hefur ýtt undir kyn- þáttaskekkju í meðferð glæpamála í réttarkerfinu. Tækni til að greina andlit, sem lögregla í London og fleiri borgum hefur verið að þreifa sig áfram með, hef- ur reynst skeikul í allt að 98% til- fella. Innkaup á netinu? Þú gætir allt eins verið að borga meira en nágranninn vegna mannamunar í verðlagningu. Og við höfum öll heyrt af því hvernig ríkisvaldi hef- ur verið beitt til að misnota News Feed á Facebook til að setja áróð- ur á skjái milljóna manna. Fræðimenn segja stundum að gervigreindartæknin og sjálfnám véla sé enn að slíta barnsskónum. Ef það er rétt höfum við gefið barninu vald til þess að hafa áhrif á fréttir, ráða og reka fólk og jafnvel drepa það. Rannsókn og stjórn á því hvern- ig gervigreind er notuð er eitt mikilvægasta rannsóknarefnið, sem blasir við mannréttinda- frömuðum og borgurum, sem láta sér ekki á sama standa, um þessar mundir. Í hvert skipti, sem við heyrum af ákvörðun, sem tekin er með þessari tækni, ættum við að spyrja okkur: Hver er að nota hugbúnaðinn? Að hverjum beinist hún? Hver tapar og hver græðir? Og hvernig köllum við þá sem nota þessi tæki og þá sem smíð- uðu þau til ábyrgðar? Eftir Cori Crider »Mannshöndin skaut sprengjuflaugunum, en það er nánast fullvíst að það var vegna þess að forritið mælti með því. Cori Crider Höfundur er lögfræðingur í Banda- ríkjunum og hefur rannsakað örygg- issamfélagið og siðferði tækninotk- unar við njósnir og upplýsingaöflun. Hún er fyrrverandi yfirmaður mann- réttindasamtakanna Reprieve. © Project Syndicate 1995–2018 Hættur gervigreindar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.