Morgunblaðið - 30.07.2018, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
Ástkær móðir okkar,
INGIBJÖRG K. GUÐJÓNSDÓTTIR
PATTON.
fædd á Eiríksgötu 25, Reykjavík,
búsett í Bandaríkjunum,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 1. ágúst klukkan 11.
Gloria Sherrill John Patton
Arthur Patton Steven Patton
Ástkær móðir okkar,
AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 20,
sem lést mánudaginn 16. júlí, verður
jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn
3. ágúst klukkan 13.
Jón Hermannsson og fjölskylda
Ragnhildur Hermannsdóttir og fjölskylda
Guðmundur Hermannsson Klara Njálsdóttir
Aðalsteinn Hermannsson Jóhanna Þórarinsdóttir
Sigurborg Ágústa Jónsdóttir og fjölskylda
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR KARLSDÓTTIR,
Lóa,
Grænumörk 1, Selfossi,
lést á dvalarheimilinu Ási miðvikudaginn
25. júlí.
Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju miðvikudaginn
1. ágúst klukkan 14.
Erna Magnúsdóttir Steindór Kári Reynisson
Aðalheiður Millý Steindórsd. Kristján Guðnason
Elín Gíslína Steindórsdóttir
og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, stjúpfaðir, bróðir, mágur, afi og
langafi,
ÞORSTEINN INGÓLFSSON,
fyrrverandi sendiherra,
Kópavogstúni 4,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. ágúst
klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Hólmfríður Kofoed-Hansen
Ingólfur Þorsteinsson Þorbjörg Kristinsdóttir
Hanna Valdís Þorsteinsdóttir Sheer El-Showk
Hallveig Fróðadóttir
Ragna Fróðadóttir
Björn Fróðason Lovísa V. Bryngeirsdóttir
Hólmfríður Fróðadóttir
Örn Ingólfsson Hjördís Óskarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
✝ Guðný Þórð-ardóttir fædd-
ist á Sauðárkróki
8. júní 1937. Hún
lést af slysförum
21. júlí 2018.
Foreldrar Guð-
nýjar voru Þórður
P. Sighvats, raf-
virkjameistari og
símstjóri á Sauð-
árkróki, og María
Njálsdóttir, hús-
móðir og verkakona
Eiginmaður Guðnýjar í rúma
hálfa öld var Grétar Magni
Guðbergsson jarðfræðingur,
fæddur 24. desember 1934, dá-
inn 31. mars 2013. Sonur Grét-
ars og Guðnýjar er Þórður
Grétarsson, fæddur 1963. Sam-
býliskona hans er Jóhanna Mar-
grét Einarsdóttir. Dóttir Þórð-
ar er Brynhildur
Sonur Grétars og fóst-
ursonur Guðnýjar er Sigfús,
fæddur 1955. Móðir Bergþóra
Sigfúsdóttir. Eiginkona Sigfús-
ar er Margrét Sigríður Sig-
björnsdóttir. Börn þeirra eru
Friðrik Atli, Snorri Grétar og
þegar heim var komið. Nokkr-
um árum síðar var hún skipuð
yfirumsjónarmaður Talsam-
bands við útlönd og gegndi
þeirri stöðu í rúm tuttugu ár.
Guðný sótti ýmis námskeið á
ferli sínum, má þar nefna náms-
dvöl í Þýskalandi 1979, náms-
ferð til Stokkhólms 1980 þegar
sjálfvirkni komst á í Evrópu
auk þess tók hún nokkur nám-
skeið í stjórnun. Þá lauk hún
þýskunámi við öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Guðný hafði yfirgripsmikla
þekkingu á íslenskum fornbók-
menntum og sótti fjölmörg
námskeið í Háskóla Íslands um
þær.
Guðný og Grétar voru lengst
af búsett í Reykjavík og síðar á
Seltjarnarnesi en eftir að þau
fóru á eftirlaun settust þau að á
jörð sinni Hvammkoti í Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði, en
Hvammkot hafði þá verið í eyði
í hálfa öld. Að húsbyggingu lok-
inni hófu þau hjónin svo skóg-
rækt í samvinnu við Norður-
landsskóga og nú vex upp
mikill skógur í kotinu. Eftir að
Grétar féll frá bjó Guðný lengst
af í Reykjavík en dvaldi tíma-
bundið á hverju ári fyrir norð-
an.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 30. júlí, kl.
15.
Hildur Þóra. Dóttir
Sigfúsar og Ingrid
Markan er María
Huld Markan Sig-
fúsdóttir. Barna-
börnin eru fjögur,
Úlfur Esra, Þor-
gerður, Móey,
Lúna Rós og óskírð
stúlka. Eftirlifandi
bróðir Guðnýjar er
Pétur Jónsson, eig-
inkona hans er Sig-
rún Skarphéðinsdóttir. Eftirlif-
andi stjúpbróðir Guðnýjar er
Friðbjörn G. Jónsson, eiginkona
hans er Sólveig Hannesdóttir.
Guðný ólst upp á Sauð-
árkróki, Siglufirði og á Akra-
nesi. Hún varð gagnfræðingur
frá Gagnfræðaskólanum á
Akranesi og nam einn vetur við
Húsmæðraskólann á Löngumýri
í Skagafirði. Hún hóf störf hjá
Landssímanum 1951 og starfaði
hjá Símanum allan sinn starfs-
feril, nema með hléum vegna
náms Grétars í Skotlandi. Hún
nam ensku einn vetur í versl-
unarháskóla í Aberdeen en hóf
störf aftur hjá Pósti og síma
Guðný Þórðardóttir var ein af
þeim sem lögðu aldrei illt til nokk-
urs manns en voru alltaf reiðubún-
ir að aðstoða og hjálpa ef til þeirra
var leitað.
Það hefur auðgað líf mitt veru-
lega að fá að hitta hana nánast
daglega undanfarin ár. Hún sagði
mér sögur af lífi sínu þegar hún
var að alast upp, snjónum á Siglu-
firði, ferðunum á milli Sauðár-
króks og Siglufjarðar á vorin þeg-
ar hún fór til sumardvalar hjá
föður sínum. Henni þótti sérlega
vænt um þessa staði enda lágu þar
rætur hennar, Svo kom Hvamm-
kot inn í myndina og þar átti hún
góða daga. Hún hafði gaman af að
segja sögur.
Í vor fórum við norður og hún
sagði mér og sýndi mér húsin sem
voru henni kærust á Króknum.
Skömmu síðar ókum við saman
um Vesturbæinn og þú sýndir mér
húsin þar sem þú hafðir heimsótt
sem barn og svo húsið sem
geymdi íbúðina þar sem vinkon-
urnar leigðu á Víðimelnum þegar
þið voruð ungar og ógiftar í blóma
lífsins. Það var mikið hlegið þenn-
an dag.
Ég dáðist oft að þér fyrir að
vera stöðugt að mennta þig. Þú
fórst á námskeið, þú hélst við
tungumálakunnáttu þinni bæði í
þýsku og ensku með stöðugum
lestri og varst alltaf að bæta í
orðaforðann. Við deildum líka ást
á því að lesa bækur, fræðibækur
jafnt sem skáldsögur. Ég velti því
fyrir mér nú við hvern ég eigi að
ræða bækurnar sem ég er að lesa
hverju sinni. Báðar létum við hvor
aðra lesa allskonar bækur sem
hinni hefði aldrei dottið í hug að
lesa. Það var gaman.
Þú varst mér góð og fyrir það
er ég þakklát. Þú vildir allt fyrir
fólkið þitt gera og barst hag allra
fyrir brjósti. Þú gladdist yfir sér-
hverjum áfanga sem þitt fólk náði
í lífinu.
Að leiðarlokum þakka ég þér
góða samfylgd og vildi óska að við
hefðum átt miklu fleiri ár saman.
Jóhanna Margrét.
Ástkær frænka okkar, Guðný
Þórðardóttir, hefur skyndilega
verið hrifin frá okkur í hörmulegu
slysi. Lífið hennar slokknaði á
einu augnabliki, eftir stöndum við
harmi slegin. Guðný, eða Gígi, eins
og hún var alltaf kölluð, var fyrsta
barnabarnið á Stöðinni, Aðalgötu
11, á Sauðárkróki. Húsið var alltaf
kallað Stöðin vegna þess að þar
var fyrsta símstöðin á Króknum
frá 1906 og í rúma hálfa öld. Það
er full ástæða til að minnast upp-
runans í gamla húsinu um leið og
frænku okkar, því að svo nátengt
var líf Gígíar og okkar systkin-
anna þar.
Eftir lát Péturs símstöðvar-
stjóra og úrsmiðs, 1938, bjuggu á
Stöðinni eftirlifandi synir hans,
Pálmi, Þórður og Sighvatur, faðir
okkar undirritaðra. Þórður og
María, foreldrar Gígíar, bjuggu
þar fyrstu hjúskaparárin og eign-
uðust auk Gígíar, soninn Pétur.
Þau Þórður skildu og þegar
María, ásamt Gígí, flutti burt með
seinni manni, varð Pétur litli eftir
á Króknum. Hann lést aðeins 5
ára. Sá missir var mikill og sár en
á því sama ári fæddist annar bróð-
ir, Pétur sem var Gígí einstaklega
kær og nú sér á bak ástkærri syst-
ur.
Gígí sóttist alla tíð eftir því að
dvelja hjá föður sínum, kom sum-
arlangt á Krókinn og átti þar sitt
annað heimili. Þau voru afar sam-
rýnd og Gígí sýndi föður sínum
alltaf mikla tryggð og umhyggju
og fylgdi honum eftir til síðasta
dags. Hún fylgdist líka með okkur
systkinum á Stöðinni og þegar
börnin okkar fæddust fylgdist hún
með þeim, naut þess að kynnast
nýjum hrokkinkollum og öllum
öðrum. Frændræknin var sterk
enda átti hún Sighvat gamla Borg-
firðing sem langafa í báðar ættir.
Þau Gígi, Grétar og fjölskylda
voru glaðir þátttakendur í stóra
niðjamótinu til heiðurs Sighvati og
afkomendum sumarið 2010.
Lífið hennar Gígíar var sann-
arlega nátengt símanum. Hún
horfði stolt yfir ævistarf sitt innan
veggja Landssímans, þar var hún
líka þriðja kynslóð, því Þórður
faðir hennar varð stöðvarstjóri og
lengi flokksstjóri Landssímans á
Norðurlandi. Gígí var sannarlega
ein af „stelpunum á stöðinni“, eins
og hún sagði sjálf með áherslu og
gleðitón. Hún var mikill gleðigjafi,
ræddi af áhuga alls konar hugð-
arefni, kryddaði mál sitt með gam-
anyrðum, hafði afar hljómþýða
rödd og var í einu orði sagt falleg
innst sem yst. Hún var mjög bók-
elsk, sást varla án bókar í hönd,
var listelsk og dugleg að sækja sér
fróðleik, fór á Njálunámskeið og
mörg önnur slík, ferðaðist víða,
bakaði holl brauð og miðlaði stöð-
ugt af gleði, jákvæðni og um-
hyggju. Hún var líka mikið nátt-
úrubarn, elskaði að njóta
stemningar hvort sem var á há-
sléttu Tenerife eða í Hvammkoti,
hvort sem var á þýsku, spænsku
eða öðrum tungumálum, en hún
var næm á tungumál og lét
drauma sína rætast í þeim efnum.
Við systkinin erum einlæglega
þakklát fyrir að hafa átt hana að,
hún var alltaf ein af okkur, hélt
góðu sambandi, ræktaði frænd-
semina af einstakri vinsemd og
umhyggju, um það eigum við
mörg dæmi og viljum þakka af al-
hug. Minningarljósið hennar Gígí-
ar frænku mun lifa með okkur alla
tíð. Við systkinin vottum fjöl-
skyldu og ástvinum Gígíar frænku
einlæga samúð.
Ragnar, Rósa, Pálmi, Ingvar,
Þórunn, Björn, Sigrún
og Daníel Sighvatsbörn
og fjölskyldur.
Kveðjustundin er komin, svo
óvænt, sem hún oft er þó svo ald-
urinn færist yfir. Við í hópnum
okkar sem nefnum okkur „Skaga-
klúbbinn“ kveðjum nú hana Gígí,
konu sem var svo sérstök. Einlæg,
hógvær, vel lesin, ljúf í allri fram-
komu og gat líka haft sínar skoð-
anir og fylgt þeim. Hún var góð
fyrirmynd okkar hinna.
Hópurinn okkar sem núna
nálgast fimmtíu ára tilvist, allar
Skagastelpur hvort sem við vor-
um fæddar þar eða aðfluttar. Vor-
um í upphafi sjö, urðum flestar
fimmtán en erum núna ellefu. Vin-
áttan nær frá skólaárum, atvinnu
og fleiru. Við höfum komið saman
reglulega alla vetrarmánuði öll
þessi ár. Makar okkar hafa líka
notið samverustunda með okkur
bæði innanlands og utan. Minn-
ingar sem hlaðast upp, hver og ein
tengjast, samanstanda af vænt-
umþykju, glaðværð, vináttu og
tryggð. Við erum þakklátar fyrir
að hafa haft hana Gígí sem einn
hlekkinn í þessari keðju okkar og
hann sterkan. Við sendum fjöl-
skyldu hennar og vinum innileg-
ustu samúðarkveðjur með orðum
spámannsins Khalils Gibran.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
aftur hug þinn og þú munt sjá, að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín.“
Fyrir hönd Skagaklúbbsins,
Erla Sigurðardóttir.
Dauðinn – Þetta óútskýrða fyr-
irbrigði kemur oft eins og leiftur-
blik og hverfur svo aftur jafn-
skjótt. Ætíð tekur hann með sér
eitt jarðarinnar barn sem ferða-
félaga en hvert er ferðinni heitið?
Það veit enginn. Þá er spurt er
ferðafélaginn horfinn með öllu úr
þessum mannheimi sem við lifum í
en því fer fjarri. Andrúmið – genin
lifa áfram í ættleggnum og minn-
ingarnar verða skuggamyndir á
vegg eilífðarinnar. Hvort er okkur
eftirlifendum dýrmætast, minn-
ingin um óþreytandi móður sem
elur okkur í móðurkviði og annast
okkur af óbilandi eljusemi, þess
vegna frá vöggu til grafar, eða ein-
læg og kröfulaus vinátta sem allt-
af er fyrir hendi þegar mest á
reynir? Erfitt er að gera þarna
upp á milli. En eitt er víst – þetta
hvort tveggja nær dauðinn ekki í,
lífið geymir þetta út yfir dauða og
gröf. Hvers vegna er ég að pára
þessar línur? Vegna þess að dauð-
inn hreif í burtu úr hræðilegu slysi
vinkonu mína Guðnýju Þórðar-
dóttur – Gígí, og skildi um leið eft-
ir mikla sorg og mikinn söknuð.
Hún var eiginkona besta vinar
míns og skólafélaga, Grétars Guð-
bergssonar heitins, og saman fór-
um við í gegnum lífið með mörg-
um gleðifundum og
glettnisboðum, samvera okkar var
full af hlátrum og gáska og hjálp-
semi og vinsemd hvert í annars
garð. Það er gott að geta boðið
dauðanum birginn með þessum
jákvæðu minningum og þessum
yndislegu skuggamyndum af fal-
legri vinkonu sem er ekki lengur
meðal vor. Kannski hittast þau
hjónin fyrir hinum megin – eigi
veit ég, en eitt er víst, að þá verða
miklir gleðifundir.
Sjálfur þakka ég fyrir ríkulega
samveru með þessari góðu vin-
konu minni og óeigingjörnu eig-
inkonu vinar míns, móður sonar
þeirra og ömmu sonardóttur.
Með þessum fáeinu línum
fylgja samúðarkveðjur til Þórðar
Grétarssonar og annarra ættingja
og ástvina vegna fráfalls Guðnýjar
frá okkur Önnu Sigríði.
Knútur Bruun.
Guðný
Þórðardóttir
Góður vinur fall-
inn frá.
Ég kynnist
„Gunna Hauks“ í kringum 10 ára
aldurinn. Þá var Gunnar hjá afa
sínum og ömmu, þeim „Gunna
Mara og Ellu“ á Bakka, þar voru
þau með kindur. Gunnar bjó þá á
Eskifirði, en var nokkur sumur
hjá þeim áður en hann flutti til
Húsavíkur. Vinátta okkar Gunna
fór hægt af stað en hefur enst í
meira en 50 ár.
Við Gunnar áttum það sameig-
inlegt að vera ekki í fótbolta, og
því brölluðum við margt óhefð-
bundið saman og þá helst tveir.
Þegar við Gunnar komum á ung-
lingsár styrktist vináttan veru-
lega. Báðir fórum við svipaða leið
í lífinu. Hann var þó oftast skref-
inu á undan mér, enda hann
fæddur 1955 en ég 1956.
Við fórum báðir snemma til
sjós, fyrst á bátum frá Húsavík.
16 ára vorum við komnir „á síld“
í Norðursjónum. Gunnar var á
Ásgeiri RE en ég á Keflvíking
KE. Hann byrjaði þetta ævintýri
árinu á undan mér. Gunnar byrj-
ar í vélskólanum árið 1973. Ég
byrja í vélskólanum 1974, „þ.e ári
á eftir“ Gunnari. Báðir náðum við
okkur í góða menntun, þó að
skólagangan hafi verið stutt á
unglingsárum.
Ég man vel eftir sveitaballinu
„Sumargleðin Skjólbrekku“ þar
sem Gunnar náði í Guðrúnu Ein-
arsdóttir sem síðar varð eigin-
Gunnar Helgi
Hauksson
✝ Gunnar HelgiHauksson
fæddist 5. nóv-
ember 1955. Hann
lést 12. júlí 2018.
Útför Gunnars
fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 20.
júlí 2018.
konan hans. Guðrún
var þá sumarlangt á
Höskuldsstöðum í
Reykjadal.
Á skólaárum okk-
ar Gunnars styrkt-
ist vináttan enn, og
náðu konur okkar
einnig vel saman og
bundust sterkum
vináttuböndum. Við
Gunnar eigum börn
á svipuðum aldri og
var mikill samgangur og vinátta
hjá þeim líka fram á unglingsár.
Gunnar starfaði hjá Héðni
óslitið frá 1982 til dauðadags.
Hann hafði þó verið hjá Héðni,
með hléum frá 1978. Bjartsýni og
eldhugur Gunnars í störfum hans
fyrir Héðinn, varð til þess að ég
hreifst með, og hóf störf hjá
Héðni 1992.
Mikið er ég þakklátur fyrir að
hafa kynnst „Gunna Hauks“ og
hafa átt hann sem vin.
Æðruleysi Gunnars í veikind-
um sínum sýnir vel hvaða mann
hann hafði að geyma. Ein síðustu
orð sem Gunnar sagði við mig
sýna það vel, „það er betra að
vera sjúklingurinn“ við þessar
aðstæður.
Guðrún Björg, Rakel, Sara,
Arnar, Ethan og Greta Guðrún.
Gerða, Smári, Heiðar og Íris. Þið
hafið misst mikið, allt of
snemma.
Ég og fjölskilda mín viljum
senda ykkur öllum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Vináttan vex
ekki á trjánum
Vökvaðu og nærðu
hana eins vel og þú getur
þá mun hún vaxa og dafna
sem aldrei fyrr
(Höf. ókunnur.)
Júlíus Ívarsson.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta
umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar