Morgunblaðið - 30.07.2018, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Guðmundur Þór Valsson, mælingaverkfræðingur hjá Landmæl-ingum Íslands, á 40 ára afmæli í dag. „Ég starfa við að búa tilnet sem eru notuð við framkvæmdir á Íslandi og kortagerð.
Það felur líka í sér að vakta hreyfingar landsins. Það er það sem gerir
þetta spennandi við Ísland er að maður er líka að glíma við þetta, að
landið sé ekki stöðugt. Þótt það sé ekki mikil hreyfing þá safnast
þetta saman og með nútímatækni er nákvæmnin orðin svo mikil að
maður verður fljótlega var við breytingar.
Guðmundur útskrifaðist með BS-gráðu í umhverfis- og bygg-
ingaverkfræði frá Háskóla Íslands 2001 og tók síðan meistaragráðu í
mælingaverkfræði við Landbúnaðarháskólann í Ås í Noregi. Guð-
mundur er Skagamaður og Landmælingar eru uppi á Akranesi. Hafði
það áhrif á val námsins? „Já, það má segja það. Ég var sumarstarfs-
maður hjá Landmælingum og varð strax hrifinn af starfinu, Suður-
landsskjálftarnir urðu þarna árið 2000 og mér fannst líka spennandi
að geta bæði unnið inni og úti við mælingar. Mér finnst það mikill
kostur að geta ferðast um landið.“
Áhugamál Guðmundar eru tónlist, íþróttir, sérstaklega fótbolti og
golf, og veiðar. Hann spilar á saxófón og gítar og hefur sungið í kór-
um.
Kona Guðmundar er Katrín Valdís Hjartardóttir, kennari í Grund-
arskóla. Börn þeirra eru tvíburarnir Kristín Anna og Unnur Katrín
sem eru að verða sex ára og Guðmundur Kári sem er eins árs.
„Það verða rólegheit hjá mér í tilefni afmælisins, ég býð nánustu
fjölskyldu í mat og svo verður kannski partí í ágúst þegar flestir eru
komnir úr sumarfríi.“
Mælingaverkfræðingurinn Guðmundur í mælingum við Flókalund.
Vaktar og mælir
hreyfingar Íslands
Guðmundur Þór Valsson er fertugur í dag
G
uðrún Lilja Gunnlaugs-
dóttir fæddist á Húsa-
vík 30.7. 1968, var öll
sumur sem barn og
unglingur á Sandi í Að-
aldal hjá ömmu sinni og afa, en
borgarbarn í Hlíðunum á veturna:
„Þetta tvennt, sveitin og borgin
eiga mig jafnt. Ég tel mig ótrúlega
heppna að hafa átt afa og ömmu í
sveit, sveitin togaði í okkur hjónin
þegar við fluttum með börnin í Að-
aldalinn 1994. Eftir átta ár í sveit-
inni og eitt barn í viðbót var stefnan
tekin til Hollands í hönnunarnám
með fjölskylduna, hund og tvo
ketti.“
Guðrún lauk prófi í förðun við
Dawn Cragg School of Theatrical
and Television Makeup 1990, burt-
fararprófi í húsgagnasmíði frá
Tækniskólanum 1994, var í Mynd-
listarskólanum á Akureyri 2001-
2002, lauk BA-prófi í iðnhönnun frá
Design Academi Eindhoven í Hol-
landi 2005 og MPM, meistarprófi í
verkefnastjórnun og leiðtogahæfni,
frá HR 2013.
Guðrún var förðunarfræðingur
fyrir kvikmyndir og auglýsingar hjá
Saga Film 1990-93, var smíðakenn-
ari við Hafralækjarskóla 1999-2001
og starfaði við Studio Makkink &
bey í Rotterdam 2004. Hún stofnaði
eigið fyrirtæki Studiobility 2005 og
vörumerkið Bility 2008 og starf-
rækti hvort tveggja til 2015. Undir
merkjum Studiobility hefur hún
hannað allt frá ilmvatnsflöskum yfir
í gestastofur fyrir erlenda og inn-
lenda aðila.
Guðrún hefur kennt við Listahá-
skóla Íslands á BA- og MA-stigi og
haldið fjölda fyrirlestra og nám-
skeiða. Guðrún hefur tekið þátt í
fjölda hönnunarsýninga hérlendis
og erlendis og unnið til marg-
víslegra verðlauna fyrir verk sín,
Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, hönnuður og deildarstjóri – 50 ára
Ljósmynd/Marinó Thorlacius
Jón og Gunna Hér eru hjónin í Vestfjarðarleiðangri fyrir fjórum árum og í gönguferð með Rauðasand í baksýn.
Gerir ekki upp á milli
sveitasælu og borgarlífs
Hraunblóm Skúlptúr eftir Guðrúnu,
unninn úr íslensku hrauni.
Hveragerði Karen
Lilja Björnsdóttir
fæddist 17. október
2017 kl. 9.42 í
Reykjavík. Hún vó
3.748 g og var 49 cm
löng. Foreldrar henn-
ar eru Guðrún Björg
Úlfarsdóttir og Björn
Aron Magnússon.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is