Morgunblaðið - 30.07.2018, Side 25

Morgunblaðið - 30.07.2018, Side 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018 Nýr stór humar Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sestu nú niður og gerðu áætlun um að gera draum þinn að veruleika. Vertu já- kvæður og skemmtu þér í návist vina þinna. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er góður dagur þegar hlutirnir eru þér í hag vegna dugnaðar. Fólk tekur meira eftir þér en ella og þú átt ekki gott með að falla í fjöldann. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Farðu varlega í samskiptum þínum við fjölskylduna í dag. Mundu að ábyrgð fylgir orði hverju og þá er þér ekkert að vanbúnaði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Árekstrar og valdabarátta halda þér við efnið í dag. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skiptir öllu máli. Mundu að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ráð frá einhverjum þér eldri geta komið þér að gagni í dag og orðið til þess að auka tekjumöguleika þína. Leggðu því vel við hlustir og skrifaðu niður minn- ispunkta. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Smá hlé á þéttri dagskrá þinni gefur þér tíma til að dreyma, hugsa og plana uppákomu í náinni framtíð. Skemmtu þér í góðra vina hópi og gerðu þér dagamun. 23. sept. - 22. okt.  Vog Tilraunir þínar til að afla og eyða pen- ingum ættu að fara að bera meiri árangur en þær hafa gert að undanförnu. Þú munt uppskera ríkulega ef þú sýnir þolinmæði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu það vera að flýta þér um of því það býður hættunni heim og þú skil- ar verri vinnu fyrir vikið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn er kjörinn til þess að hitta vinina og finna út úr því hvernig hægt er að bæta veröldina. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður tími til að gera líf þitt meira skapandi. Fullkomnar aðstæður verða að vaxa með manni og gefa svigrúm fyrir hreyfingu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki hafa áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa. Hagaðu orðum þínum svo að þú þurfir ekki að sjá eftir neinu, hvað sem gerist. 19. feb. - 20. mars Fiskar Aðstæður fyrir endurbætur á heim- ilinu eru góðar í dag. Notaðu tækifærið og þiggðu alla þá hjálp sem þér býðst. Nú er um að gera að skipulegga hirslur og skápa og losa sig við allan óþarfa. Jón Ingvar Jónsson sagði frá þvíundir miðnætti á miðvikudag að um kvöldið hefði hann beðið séra Hjálmar Jónsson að skíra barn í föðurætt sinni: Heimsins ljós í Hafnarfirði heilsar jóði á fögrum stað. Krílið yrði einhvers virði ef þú bráðum skírir það. Séra Hjálmar brást vel við: Áður en kemur hrímkalt haust með harðindum fyrir stafni barnið verður brotalaust blessað í Drottins nafni. Ekki leið á löngu áður en Jón Ingvar léti séra Hjálmar vita af nafni drengs sem hann átti að skíra: Að foreldranna frómu bón fallegt haldið þing var: hann skal nefndur Jón Jón Jón Jón Jón Jón Jón Ingvar. Og bætti við til skýringar: „Þetta er dæmi um vísur þar sem heimilt er að brjóta allar bragfræðireglur, en það þarf næmt brageyra til að vita hvenær má svindla.“ Tobbo Thor sagði Jón Ingvar í góðum félagsskap. Þannig orti Eg- ill Jónasson um fylgismann Björns á Brún eftir að sá hafði haldið ræðu um kosti Bjarnar: Ef að Jónas eignast börn öll þau heita lætur: Björn, Björn, Björn, Björn, Björn, Björn, Björn; bæði syni og dætur. Og bætti síðan við að kunningi sinn hefði ort að morgni, eftir djúp- stætt fyllirí og langætt, þessa dýrt kveðnu vísu: Æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ; æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ, æ. Jón Ingvar sagðist hafa kunnað fyrri vísuna en ekki vitað um höf- und. En, seinni vísan væri viss full- komnun. Titillinn gæti verið „SUM- ARIÐ 2018“. Steinunn P. Hafstað sagði að hún hefði ort þessa: Ja ba da, ba da ba, da ba da dú gobbe dí gú. Dú be dí, be dí be,dí be dí bú hobbe dí hú. Mér finnst fara vel á því að botna þessa nafnarunu með stöku Bene- dikts Jóhannssonar: Sæmundur hann steig á stokk og stoltur nefnist Sæmi Rokk. Ég hvái og spyr mig hvort ég nenni að heita núna Benni Penni. Og til gamans er hér hringhenda sem ort var á þeim árum sem nafn- giftin „Sæmi Rokk“ varð til: Rokkið prísa skólaskröll skandalísera bæinn, það eru skvísleg húllum-höll húkkar físu gæinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet Vísnahorn Skírn og SUMARIÐ 2018 „ÉG VIL ÞOLINMÆÐI DÝRLINGS, STÁLTAUGAR OG FRAMÚRSKARANDI ATHYGLISGÁFU. HAFÐU HANN TVÖFALDAN.“ „ÉG HELD AÐ HANN KOMIST. DRÍFUM OKKUR!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að telja dagana. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KARLAR KUNNA EKKI VIÐ AÐ TALA UM TILFINNINGAR SÍNAR ÞAÐ ER RÉTT ÞAÐ GERIR MIG KVÍÐINN AÐ TALA UM TILFINNINGAR… VAAAARLEGA HELLIÐ SJÓÐANDI OLÍUNNI! EN ÞAÐ ER STRÍÐSGLÆPUR! JÁ, HVAÐ VAR ÉG AÐ HUGSA?! GERIÐ SIGTI ÚR ÞEIM MEÐ ÖRVUNUM! Dalvík er eitt þeirra byggðarlagasem Víkverji hefur heimsótt á þessu sumri. Bærinn er einstaklega gróinn og umgjörð hans falleg; hvort sem litið er til fjalls eða fjöru. Höfn- in er lífæð staðarins; skip og bátar koma og fara og þarna starfrækir Samherji fiskvinnslustöð sem er há- tæknivædd og á heimsvísu. Frekari uppbygging á vegum fyrirtækisins er að hefjast og raunar er mikil upp- bygging á þessum slóðum. Í Svarf- aðardal er blómlegur búskapur og ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu eru mörg. Ef til vill má segja að Dal- víkurbyggð, en svo heitir sveitarfé- lagið, sé gott dæmi um byggð úti á landi þar sem er eðlilegur vöxtur og viðgangur og jafnvægi í íbúaþróun. Slíkt byggist á traustu atvinnulífi en ekki síður því að íbúum séu tryggð góð skilyrði, með til dæmis góðum skólum, íþróttaaðstöðu og velferð- arþjónustu. Allt þarf að haldast í hendur og þar er Dalvík gott dæmi. x x x Búðardalur er sveitaþorp, þar búaum 270 manns en á staðnum er flest sem þarf; verslun, banki, skóli, heilsugæsla og dvalarheimili fyrir gamla fólkið. Þarna starfrækir Mjólkursamsalan mygluostagerð, Vegagerðin er með útibú og ferða- þjónustan er vaxandi vegur í Dala- sýslu. Undirstaða hennar er að Dal- irnir eru söguríkt svæði þó aðatburðirnir sem vísað er til hafi gerst fyrir þúsund árum og vel það eru þeir engu að síður nálægir. Bæj- arnöfnin vísa mörg beint í Laxdælu, sögu Eiríks rauða eða aðra sígilda sagnabrunna. Það er raunar skemmtilegt þegar spunnið er til framtíðar úr gömlum þræði, þá að sjálfsögðu í bland við ný viðhorf, eins og Dalamenn gera með ágætum. x x x Þykkvibær. Þegar ekið er til framtil suðurs átt til sjávar er þorpið að hálfu í hafi, en rís hærra þegar nær ströndinni er komið. Húsin, gömul og ný, lyftast í hillingum sum- arsólar og í mýrinni norðan við þorp- ið snúast vindmyllurnar. Þetta er ís- lenski kartöflubærinn, enda eru akrarnir á þessum slóðum gjöfulir í meira lagi, en kartöfluneysla dregst saman. vikverji@mbl.is Víkverji Annan grundvöll getur enginn lagt en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. (Fyrra Korintubréf 3.11)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.