Morgunblaðið - 30.07.2018, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is Notendum streymisveitunnar Spo-
tify fjölgar hratt og eru áskrifendur
Premium-þjónustunnar, sem er án
auglýsinga, nú orðnir 83 milljónir
talsins en um 180 milljónir manna
nota veituna á mánuði, skv. frétt á
vef tímaritsins Variety. Þrátt fyrir
þetta hafa hlutabréf í fyrirtækinu
lækkað í verði en það var skráð í
kauphöllina í New York í apríl á
þessu ári og hægt hefur á vexti
tekna fyrirtækisins.
Áskrifendum fjölgaði um átta
milljónir, úr 75 milljónum í 83, á
seinustu þremur mánuðum og er
það nokkuð umfram það sem
stjórnendur fyrirtækisins áttu von
á.
Hin mikla fjölgun áskrifenda hef-
ur fyrst og fremst orðið í Róm-
önsku-Ameríku sem er afar fjöl-
mennt markaðssvæði og því
mikilvægt fyrirtækinu. Og þrátt
fyrir hinn mikla fjölda notenda eru
mörg lönd ónumin enn af Spotify,
t.d. hið gríðarfjölmenna Indland.
AFP
Streymi Áskrifendum Spotify fjölgar hraðar en spár gerðu ráð fyrir.
Áskrifendur Spotify
orðnir 83 milljónir
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Rösklega ár er liðið síðan Gljúfra-
steinn – hús skáldsins var opnað á
ný eftir umfangsmiklar viðgerðir.
Að sögn Guðnýjar Dóru Gests-
dóttur heppnuðust viðgerðirnar vel
en myglusveppur hafði myndast í
byggingunni vegna mikils raka.
„Það þurfti að flytja allan safn-
kostinn út á meðan og ærið verk-
efni að raða öllum mununum aftur
inn og koma safninu í samt horf.
Um stóra framkvæmd var að ræða
og efri hæð safnsins varð nánast
bara fokheld því rífa þurfti allar
klæðningar af veggjum og ein-
angra upp á nýtt. Vanda þurfti til
verka enda húsið friðað og endur-
bæturnar gerðar í nánu samstarfi
við ráðgjafa frá Þjóðminjasafni og
Minjastofnun. Gljúfrasteinn er
núna orðinn eins og hann á að
vera, en lítil sem engin verks-
ummerki er að finna um viðgerð-
irnar.“
Starfið í húsinu heldur áfram að
þróast, og áhugaverð dagskrá þar í
boði árið um kring. Brotið verður
blað í sögu safnsins í dag, 30. júlí,
þegar þar verður opnuð ný sýning
tileinkuð Auði Sveinsdóttur á
Gljúfrasteini, eiginkonu Halldórs
Laxness. Yfirskrift sýningarinnar
er Frjáls í mínu lífi en það var
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sem
hannaði sýninguna.
Ráku saman menningarheimili
Saga Auðar er samofin húsinu
og hún var merkileg manneskja
fyrir margra hluta sakir. Segja má
að eftir að Halldór hlaut Nóbels-
verðlaunin í bókmenntum hafi
Auður tekið að sér nokkurs konar
forsetafrúarhlutverk. „Það þótti
tilhlýðilegt að Nóbelsskáldið tæki á
móti erlendum gestum sem komu í
opinberar heimsóknir til landsins
og stóð hún fyrir veglegum mót-
tökum fyrir ýmis fyrirmenni og
þjóðhöfðingja, þar á meðal Olof
Palme og sænska konunginn sem
heimsótti Gljúfrastein í tvígang,“
útskýrir Guðný. „Auður og Halldór
unnu líka mikið saman, hún vélrit-
aði mikið upp fyrir hann og lýsti
því á einum stað að hún hefði verið
eins og lifandi segulband sem gat
leiðrétt og komið með ábendingar.
Auður tók það líka að sér að svara
bréfum fyrir Halldór og má segja
að þau hafi í sameiningu rekið
smátt en öflugt menningarheimili.“
Auður hefði orðið hundrað ára í
ár, en hún fæddist á Eyrarbakka
þann 30. júlí 1918. „Hún og Hall-
dór giftast í desember 1945 og
skömmu síðar flytja þau inn í
Gljúfrastein en Auður hafði um-
sjón með byggingu hússins. Hún
var mjög drífandi kona og sá um
alla skapaða hluti, og var svo mikið
meira en rösk húsmóðir. Auður lét
sig ýmis málefni varða og skrifaði
heilmikið í kvennatímarit síns
tíma, ritaði m.a. greinar fyrir
kvennasíður Þjóðviljans, í tímaritið
Melkorku og fyrir Hug og hönd,“
segir Guðný og bætir við að Auður
hafi sjaldan legið á skoðunum sín-
um. „Í greinunum fjallar hún t.d.
um íslenskar minjar og mynd-
vefnað, en það var m.a. í vefnaði
og útsaumi þar sem hún fann
sköpun sinni útrás og er heilmikið
til af fallegum gripum sem hún
vann sjálf.“
Að vera eiginkona Nóbelsskálds
gerði Auði líka að opinberri mann-
eskju. „Hún var mikið í viðtölum
og blaðamenn heimsóttu Auði á
Gljúfrasteini við ýmis tækifæri,“
segir Guðný. „Það mæddi meira á
Auði en mörgum samtímakonum
hennar, en af viðtölum við hana að
dæma var hún mjög sátt í sínu lífi
og sátt í sínu hlutverki.“
Í einkalífinu virðist Auður hafa
verið þungamiðja fjölskyldunnar.
„Hún var mjög sjálfstæð kona, en
líka með mjög stóran faðm og hélt
utan um fjölskyldu sína og barna-
börn. Allir þeir sem kynntust Auði
lýsa henni af hlýju og vænt-
umþykju.“
Merkilegir gripir
Á Gljúfrasteini höfðu hjónin
hvort sitt herbergið og hefur sýn-
ingunni um Auði verið komið fyrir
í herberginu hennar. „Þar bjó hún
allt fram á gamalsaldur en flutti
svo í íbúðir fyrir eldri borgara á
Hlaðhömrum. Með hjálp fjölskyldu
Auðar höfum við gert herbergið
„Drífandi kona og sá um alla
Í dag verður opnuð á Gljúfrasteini sýning tileinkuð Auði Sveins-
dóttur Sem eiginkona Nóbelsskáldsins varð hún að opinberri per-
sónu og mæddi meira á henni en mörgum samtímakonum hennar
Kjölfesta „Hún var mjög sjálfstæð kona, en líka með mjög stóran faðm og hélt utan um fjölskyldu
sína og barnabörn,“ segir Guðný um Auði Sveinsdóttur sem fær núna meiri sýnileika á safninu.
Dvalarstaður „Með hjálp
fjölskyldu Auðar höfum við
gert herbergið persónu-
legra og sýnum þar fleiri
gripi sem tengjast henni.“