Morgunblaðið - 30.07.2018, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 2018
//////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Bandaríska tímaritið LIFE gefur
út sérblað í tilefni þess að Mick
Jagger og Keith Richards verða
75 ára í ár, og nefnist það „The
Rolling Stones: Their Rock ‘n’
Roll Life“.
Af öllu því sem Jagger hefur
látið frá sér í miðlum og á þeim
rúmlega tvö þúsund tónleikum
sem hann hefur sungið á á 56 ára
tímabili, er yfirlýsing hans frá
árinu 1975 frægust: „Ég vil frekar
vera dauður, en að vera enn að
syngja „Satisfaction“ þegar ég
verð orðinn 45 ára.“
Jagger var 31 árs þegar hann
sagði þetta í viðtali við tímaritið
People, og bandið hafði hljóðritað
lagið góða tíu árum fyrr, endur-
hannað blúsinn og staðið fyrir
bresku innrásinni í rokkið. Jagger
sagði þetta í því sambandi að það
væru aðrir heimar að sigra og í
raun að Rollings Stones væri að
hverfa frá þeim heimi sem þeir
hefðu sjálfir skapað.
Keith Richards datt þessa gríp-
andi laglína í hug eina nóttina
þegar hann var að reyna að sofna
og tók hana upp á segulband. Jag-
ger skrifaði svo textann á sund-
laugarbakka í Florida þar sem
bandið var að túra. Síðan var bara
að bæta við trommum og bassa og
lagið lenti í 1. sæti bandaríska vin-
sældalistans í júní 1965 og sat þar
langa hríð.
Jagger var enn að syngja lagið
þegar hann var 45 ára á Steel
Wheels-túrnum árið 1989. Og líka
árið 2015 þegar hann var gestur á
tónleikum hjá Taylor Swift sem er
fædd 1989.
Hrokinn sem fylgdi þessari yfir-
lýsingu á sínum tíma hefur breyst
í skemmtilega kaldhæðni. Höf-
undar lagsins verða 75 ára í ár,
þeir eru enn að túra og „Satis-
faction“ er á lagalistanum.
Þrátt fyrir ást þeirra á eiturlyfj-
um og brotthvarf ýmissa hljóm-
sveitarmeðlima, auk stöðugra erja
á milli afmælibarnanna tveggja,
hefur bandið staðist tímans tönn.
Þeir eru enn að og enn að gera
það sama og þeir hafa alltaf gert.
Á seinustu plötu sinni Blue &
Lonesome frá árinu 2016 flytja
þeir lög eftir sömu höfunda og
þeir voru að flytja lög eftir fyrir
alla vega 50 árum. Hvergi bólar á
nýjum heimum hjá einu besta
rokkbandi sögunnar.
Enn að syngja „Satisfaction“
AFP
Orkubolti Jagger á tónleikum með félögum sínum í Rolling Stones á Velo-
drome-leikvanginum í Marseille í Frakklandi 26. júní síðastliðinn.
Bandaríska leikkonan Kristen
Stewart mun leika í nýrri Char-
lie’s Angels mynd sem byggist á
sjónvarpsþáttaröðinni og fyrri
kvikmyndum, sem fjalla um þrjá
kvenkyns einkaspæjara. Stewart
sem þekktust er fyrir að leika í
Twilight-myndunum leikur einn af
„englunum“ á móti bresku leik-
konunum Naomi Scott og Ellu
Balinska.
Leikstjórn verður í höndum
leikkonunnar Elizabeth Banks sem
einnig leikur Bosley, fulltrúa um-
boðsskrifstofu einkaspæjara, sem
hinn dularfulli Charlie á. Lét hún
hafa eftir sér að Charlie’s Angels
væri eitt af fyrstu fyrirbærunum
til að fagna sterkum kven-
persónum, eða allt frá byrjun átt-
unda áratugarins.
Kvikmyndagagnrýnanda BBC,
finnst þetta gott næsta skref hjá
Stewart. Ímynd hennar hafi breyst
síðan í Twilight, og hún sé vel
þekkt í myndum sem ætlaðar séu
konum. Hún sé að vaxa sem leik-
kona og þessi mynd verði meira
töff og áreiðanlega háðsk í leik-
stjórn Banks. Einnig sé hún
möguleg leið fyrir hana inn í gam-
anmyndageirann.
Eldri myndirnar sem byggðust
á þessum gömlu sjónavarpsþáttum
voru frumsýndar árin 2000 og
2003, og þá léku leikkonurnar
Drew Barrymore, Lucy Liu og
Cameron Diaz þetta lokkandi
þríeyki, sem notar sambland af
gáfum og bardagalist til þess að
leysa glæpamál.
Vampíra verður
lokkandi engill
AFP
Engill Kristen Stewart er ein þeirra
leikkvenna sem leika munu Engla
Charlie, Charlie’s Angels.
persónulegra og sýnum þar fleiri
gripi sem tengjast henni. Með sýn-
ingunni er Auður að fá meira pláss
í þessu húsi, og sjáum við fyrir
okkur að bjóða litlum hópum upp á
sérstaka leiðsögn um Gljúfrastein
þar sem ævi og verk Auðar verða í
forgrunni.“
Plássið á Gljúfrasteini er af
skornum skammti og þurfti að
beita útsjónarsemi til að koma sýn-
ingunni um Auði fyrir. „Í móttöku-
húsinu, sem var áður bílskúr heim-
ilisins, höfum við sett upp ljós-
myndir af verkum Auðar, og af
Maríuteppinu fræga sem hún
saumaði. Einnig sýnum við búta úr
bréfasafni Auðar og styðjumst þar
við grúsk Mörtu Guðrúnar Jóhann-
esdóttur sem skrifaði meistara-
ritgerð í safnafræði um Auði,“ út-
skýrir Guðný en meðal gripa sem
ættingjar Auðar hafa lánað safninu
vegna nýju sýningarinnar er for-
láta værðarvoð sem var breidd yfir
bæði Halldór og Auði þegar þau
létust. „Einnig er sýndur einn af
fimm kjólum sem saumaðir voru
fyrir Auði fyrir Nóbelsverð-
launahátíðina og til að nýta plássið
sem best höfum við notað skúff-
urnar í kommóðu í herbergi Auðar
og geymum í hverri skúffu sögu-
bút úr lífi hennar.“
Morgunblaðið/Hari
skapaða hluti“
Gljúfrasteinn er lítið hús sem
rúmar mikla starfsemi. Auk sjálfs
safnsins, sem einblínir á líf og
störf Halldórs Laxness og leyfir
gestum að koma inn á heimili
skáldsins nokkurn veginn eins og
það var meðan hann var á lífi, eru
þar skrifstofur og rými sem hýsa
fjölbreytta menningarviðburði yfir
árið. Á sumrin eru haldnir tón-
leikar á Gljúfrasteini alla sunnu-
daga og að vetri til er m.a. hefð
fyrir að bjóða rithöfundum að lesa
úr nýútkomnum bókum sínum í
aðdraganda jóla.
Guðný segir mikla umferð um
húsið og að æskilegt væri að geta
stækkað safnið. „Það hefur verið í
umræðunni allar götur síðan safn-
ið opnaði fyrst í september 2004
og núna síðast árið 2016 lögðu
fulltrúar allra flokka fram þings-
ályktunartillögu þar sem lagt var
til að byggt yrði við safnið,“ út-
skýrir Guðný og bendir á að fara
megi ýmsar leiðir, s.s. að kaupa
annað þeirra húsa sem liggja að
safninu eða byggja viðbót við
safnið í næsta nágrenni þess. „Í
nýrri byggingu mætti t.d. hafa
vinnuaðstöðu starfsfólks,
geymslur undir safngripi og að-
stöðu fyrir sýningar og viðburði. Í
dag er staðan þannig að ef við
fáum til okkar eina rútu fulla af
fólki þá er Gljúfrasteinn orðinn
pakkfullur.“
Að sögn Guðnýjar eru ýmis for-
dæmi fyrir því erlendis að söfn á
fyrrverandi heimilum merkra
skálda breiði úr sér til nærliggj-
andi íbúða og húsa. „Ágætt dæmi,
en mjög stórt, er heimili Astrid
Lindgren en bæði er heimilið varð-
veitt, og húsin þar allt í kring, stór
sýningarsalur og gönguleiðir um
svæðið fyrir gesti.“
Ein rúta af
gestum og
húsið er fullt
LANGAR TIL AÐ STÆKKA SAFNIÐ