Morgunblaðið - 30.07.2018, Side 32

Morgunblaðið - 30.07.2018, Side 32
MÁNUDAGUR 30. JÚLÍ 211. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Spá þrumuveðri og jafnvel hagléli 2. „Ég hélt að þetta væri búið“ 3. „Ljótustu samskipti sem ég hef átt“ 4. „Getum við plís ekki látið þetta … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Víkingur Heiðar Ólafsson fylgir vel- gengni fyrstu plötu sinnar, sem Deutsche Grammophon gaf út, eftir með plötu með einleiksverkum eftir Johann Sebastian Bach. Kemur hún á markað 7. september næstkomandi. Á heimasíðu sinni segir Víkingur upp- tökurnar hafa reynt á þolrifin. Bach sé „erfiðasti en líka ástríkasti kenn- arinn, mesti arkitektinn en líka inn- blásnasta skáldið“. Á plötunni séu alls 34 verk, frá örstuttum sögum að mikilfenglegum tvöföldum fúgum, „upprunalegur Bach en líka Bach endurskapaður af Rachmaninoff, Busoni, Kempff og mér sjálfum.“ Plata með verkum Bachs væntanleg  Eftir að hafa keypt nokkur mynda- albúm á flóamarkaði í Belgíu fór leikskáldið og rithöfundurinn Frið- geir Einarsson að vinna í því að setja saman sögu konunnar sem hafði eitt sinn átt albúmin. Þegar hann hófst handa vissi hann aðeins að belgísk kona hefði farið í frí til Mallorca á Spáni, fyrir 40 árum, á Club Rom- antica, dukkið þar sangríu, farið á ströndina, brugðið sér á hjólabát og tekið myndir af sér og vinkonu sinni. Friðgeir mun segja sögu þessarar belgísku konu í sýningu sem verður frumsýnd á Nýja sviðinu í Borg- arleikhúsinu í febrúar á næsta ári og honum til aðstoðar verður tónlistarmaðurinn Snorri Helgason sem mun semja tón- list fyrir sýn- inguna. Friðgeir segir sögu belgískrar konu Á þriðjudag Austlæg átt, 3-13, hvassast og rigning suðaustantil á landinu, en víða þurrt annars staðar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast vestan- og norðanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 5-15 m/s, hvassast suðaust- antil. Rigning með köflum eða skúrir syðra og rigning á annesjum norðanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum á Norðurlandi. VEÐUR Frændsystkini úr Keili í Hafnarfirði, Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, fögnuðu sigri á Íslands- mótinu í golfi sem lauk í Vestmannaeyjum í gær eftir fjögurra daga keppni venju samkvæmt. Guðrún varð Ís- landsmeistari í fullorðins- flokki í fyrsta sinn en Axel er öllu vanari því að vinna mót- ið og varð nú Íslandsmeist- ari í þriðja sinn og annað árið í röð. »4-5 Frændsystkini stóðu upp úr Lið Stjörnunnar hefur allt sem þarf til að fara alla leið og vinna Íslandsmót karla í knattspyrnu í sumar að mati hins þrautreynda blaðamanns Víðis Sigurðssonar. Þetta kemur fram í umfjöllun hans um leik Víkings og Stjörnunnar í gær þar sem Garðbæ- ingar unnu 4:0 stórsigur. Í gær náði ÍBV í þrjú mikilvæg stig með 2:1 sigri á KA í Eyjum. »2 Garðbæingar hafa burði til að fara alla leið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Ég synti frá Alcatraz-fangelsiseyjunni til San Francisco 9. júní, en það hafði mig dreymt um að gera frá því að ég fór að stunda sjósund,“ segir Rúnar Guðbjartsson, sem búið hefur í San Franc- isco í Bandaríkjunum í sex ár. „Veðurskilyrði voru ekki þau bestu og mikill straumur. Ég þurfti því að synda eftir braut og náði að klára sundið, sem er 1,2 km,“ segir Rúnar. Hann segir að slagsmál um pláss í brautinni í byrjun sundsins hafi verið erfiðust og fólk hafi troðist hvað yfir annað. Rúnar tók einnig þátt í sundi undir Golden Gate brúna þann 22. júlí. „Ég er sáttur við að hafa náð að klára sundið, sem er 2,6 km, og synt á 45 mínútum. Ég fékk meira að segja medalíu í flokknum 25 til 29 ára. En ég synti reyndar einn í þeim flokki,“ segir Rúnar og hlær við. Hann segir að kalt hafi verið úti í djúpum sjón- um og töluverður öldugangur. Hann hafi bæði fengið krampa í tær og kálfa á sundinu. „Ég var hálf smeykur við að stinga mér til sunds því það sást til hvítháfs á svæðinu en ég sá sem betur fer bara seli og höfrung á sundinu,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi í raun aldrei ætlað sér að byrja að stunda sjósund. Fékk lærlingsstöðu hjá PayPAl „Pabbi, Guðbjartur Rúnarsson, byrjaði í sjó- sundi þegar ég var unglingur og ég hélt að hann væri orðinn klikkaður. Hann fór oft út að hlaupa og vildi enda á sjósundi í Nauthólsvík og bað mig um að sækja sig þangað. Honum fannst tilvalið að ég færi með honum í sjóinn sem ég gerði fyrir rest,“ segir Rúnar, en hann flutti á sínum tíma til San Francisco og hóf nám í vef- og nýmiðlun á fót- boltastyrk en Rúnar spilaði lengst af með Þrótti. „Sumarið sem ég útskrifaðist bauðst mér lær- lingsstaða hjá PayPAl og fékk svo tilboð um fullt starf í kjölfarið,“ segir Rúnar sem kann vel við sig í San Francisco og í starfinu hjá PayPAl. Rúnar býr enn í sömu íbúð og hann leigði á meðan hann var námsmaður og leigir ennþá með öðrum Íslendingum. „Íbúðin okkar er þekkt sem Litla-Ísland og er tryggilega merkt með íslenska fánanum,“ segir Rúnar sem er hættur að spila fótbolta en stundar í þess stað box og sjósund. „Það er ótrúlega gott að núllstilla sig í sjónum,“ segir Rúnar að lokum. Synti í land frá Alcatraz-eyju  Hákarl á sundsvæðinu og slagsmál á byrjunarreit Sundkappi Rúnar Guðbjartsson lætur hvorki hákarla né kulda halda sér frá því að stunda sjósund. „Fjölskyldan er öll í fluginu – pabbi, afi, bróðir, systir, frænka, frændi og mágkona. Ég fékk ekki flugbakteríuna og fór aðra leið,“ segir Rúnar sem hittir hluta fjölskyld- unnar í Chicago á þriðjudaginn. „Þau koma fljúgandi og bróðir minn verður flugstjóri í ferðinni, frænka mín flug- maður, systir mín flugfreyja og frændi minn farþegi,“ segir Rúnar sem tekið hefur upp nafnið Roo. Hann segir að í fyrsta tíma í skólanum í San Francisco hafi kenn- arinn ekki getað sagt Rúnar og kallað hann Roo. Í næsta tíma hafi annar kennari spurt um gælunafn. „Mér fannst tilvalið að taka upp nafn sem allir geta borið fram,“ segir Rúnar eða Roo sem notar nafnið bæði í Bandaríkjunum og heima á Íslandi. Nafnið Roo í stað Rúnars FLUGFJÖLSKYLDA Fjölskyldan Rúnar Guðbjartsson, er hér ásamt foreldrum og systkinum á góðri stundu. KR tók heldur betur við sér í Pepsí- deild kvenna í knattspyrnu á laugar- daginn og burstaði FH 5:1 í Kapla- krika en leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni. Meist- ararnir í Þór/KA unnu ÍBV 2:0 og tylltu sér á toppinn en Breiðablik á leik til góða. »6 KR tók hressilega við sér í Kaplakrika

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.