Morgunblaðið - 31.07.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Tvísýnt er um það hvort Finnboga-
staðaskóli í Árneshreppi verður
starfræktur næsta skólaár. Skólinn
er eini grunnskólinn í hreppnum en
einungis einn nemandi er eftir í skól-
anum. „Það er ekki alveg útséð með
það hvort skólanum verði lokað. Við
ætlum aðeins að skoða málið og spá í
það hvaða leiðir eru færar,“ segir
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Ár-
neshrepps, í samtali við Morgun-
blaðið.
Spurð út í þær leiðir sem standa
nemandanum til boða verði skólan-
um lokað segir Eva of snemmt að
segja til um það, en langt er í næsta
skóla. Skólinn var rekinn eftir ára-
mót með tveimur nemendum en Eva
segir stöðuna aðra þegar einungis
einn nemandi er eftir.
„Við myndum alveg vilja halda
skólanum opnum en félagslega séð
er það ekki rétt gagnvart barninu.“
Um það hvort framkvæmdir við
Hvalárvirkjun gætu orðið til þess að
fleiri nemendur stunduðu nám við
skólann segir Eva: „Það er nú það
sem gæti orðið og við bindum vonir
við. Það er aldrei hægt að hætta að
vona og þess vegna vonum við ein-
læglega að þetta eigi eftir að snúast
við.“
Eva segir að þrátt fyrir að skól-
anum yrði lokað væri það ekki til
frambúðar. „Við verðum bara að sjá
hvernig þróunin verður í sveitarfé-
laginu. Vonandi verða einhver um-
skipti á þessu sviði.“
Aðeins einn nemandi eftir
Hvalárvirkjun gæti bjargað Finnbogastaðaskóla
Fjör Nemendur Finnbogastaðaskóla leika sér á lóð skólans á árum áður.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Í þessu máli er ekki bara einn sem
kærir heldur fimm aðilar og þeir eru
ekki allir tengdir,“ segir Sævar Þór
Jónsson, lögmaður og réttargæslu-
maður tveggja þeirra einstaklinga
sem kærðu stuðningsfulltrúa hjá
Barnavernd Reykjavíkurborgar sem
ákærður var af héraðssaksóknara 11.
maí síðastliðinn.
Stuðningsfulltrúinn var sýknaður í
Héraðsdómi Reykjaness í gær af
ákærum um að hafa beitt fjögur börn
grófu kynferðisofbeldi og var í kjöl-
farið sleppt úr haldi yfirvalda, að því
er fram kom á mbl.is í gær, eftir rúm-
lega sex mánaða gæsluvarðhald.
Dómurinn hafði í gærkvöldi ekki ver-
ið birtur á vef Héraðsdóms né heldur
vildu lögmenn afhenda hann. „Það
sem snýr að mínum umbjóðendum
var mjög trúverðugur framburður,
gögn og fleira, en dómarinn taldi ekki
grundvöll fyrir sakfellingu,“ segir
Sævar Þór, sem sagði í samtali við
mbl.is að í dómnum hefði komið fram
að vitnisburður umbjóðanda hans
væri trúverðugur og líkindi fyrir
sekt. Dómarinn hefði hins vegar tekið
það fram að fjölskylda umbjóðanda
hans hefði haft tíma til þess að ræða
málið sín á milli og það drægi úr trú-
verðugleika málsins.
Bíða þess að sjá dóminn
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga-
móta, sagði í samtali við Morgun-
blaðið óábyrgt að tjá sig um dóminn
áður en hún hefði fengið tækifæri til
að lesa hann. Heiða Björg Pálma-
dóttir, settur forstöðumaður Barna-
verndarstofu, var sama sinnis.
Þá vildi Ómar Örn Bjarnþórsson,
lögmaður ákærða, ekki tjá sig við
blaðamann um málið og ekki náðist í
Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksókn-
ara vegna málsins.
Þá hefur úttekt innri endurskoð-
unar sem gerð var á Barnavernd og
velferðarsviði Reykjavíkur, á reglum
og verkferlum er varða tilkynningar
og ábendingar sem berast Barna-
vernd Reykjavíkur, sýnt að mistök
hafi verið gerð þegar ekki var brugð-
ist við tilkynningu um meint brot
stuðningsfulltrúans 2008. Lögreglan
viðurkenndi einnig mistök við frum-
greiningu þegar tilkynnt var um
meint kynferðisbrot mannsins og að
ekki hefði verið kannað strax hver
starfsvettvangur hans væri.
Stuðningsfulltrúinn laus úr haldi
Sýknaður af ákærum um gróft kynferðisofbeldi gagnvart fjórum börnum Sat í rúma sex mánuði í
gæsluvarðhaldi Dómari segir að framburður þolanda sé trúverðugur og líkindi séu fyrir sekt geranda
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dómur Beðið er eftir því að dómur sem kveðinn var upp í gær verði birtur.
„Við vorum komnir af stað um
miðjan júlí með Premier, en það er
um vika síðan við settum Gullauga
á markaðinn – sem er mjög góð
sumarkartafla,“ segir Hjalti Egils-
son á Seljavöllum í Hornafirði, en
rauðar kartöflur komu um tíu dög-
um síðar og síðast Helga, sem er
meiri vetrarkartafla. „Tíðarfarið
hefur verið alveg þokkalegt, samt
frekar erfitt vor út af kulda, en svo
hefur verið ágætt hérna hjá okkur í
sumar,“ segir Hjalti, sem segir að
uppskeran líti mjög vel út núna og
hann voni að það gangi sem allra
best hjá öllum kartöfluræktendum.
„Þessar miklu rigningar hafa
valdið skemmdum sums staðar í
görðunum. Sumar kartöflurnar
hreinlega drukknuðu,“ segir Sigur-
bjartur Pálsson á Skarði á Hellu og
bendir á að sunnlenskum kartöflum
seinki aðeins í ár. Tíðin hafi verið
ótrúlega slæm fyrir kartöflurækt á
Suðurlandi í sumar. „Svo er líka bú-
ið að vera svo kalt þar til núna og
þá gerist mjög lítið. En við bindum
vonir við að rætist úr veðri nú í
ágúst.“ ernayr@mbl.is
Gullauga frá Hornafirði komið í verslanir en sunnlenskum kartöflum seinkar vegna kulda og bleytu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kartöflur á
Suðurlandi
drukknuðu
„Við erum
ánægðar með
skipan í dóminn
og bíðum spennt-
ar eftir að vinnu
hans ljúki,“ segir
Katrín Sif Sigur-
geirsdóttir, for-
maður kjara-
nefndar
ljósmæðra, í sam-
tali við Morgun-
blaðið. Gerðardómur í deilu Ljós-
mæðrafélags Íslands og
fjármálaráðherra fyrir hönd ríkis-
sjóðs mun eiga fund í dag kl. 10.30 í
húsakynnum ríkissáttasemjara.
Spurð út í væntingar segir Katrín
Sif: „Við viljum að launasetningin
endurspegli menntunarkröfur og
ábyrgð, að við verðum launasettar til
jafns á við aðrar stéttir með sam-
bærilegar menntunarkröfur,“ og
bætir við að ef úrskurður gerðar-
dóms verði á skjön við þær kröfur
gætu margar ljósmæður farið að
endurskoða hvort þær vilji vinna
áfram í faginu. ernayr@mbl.is
Hittast á
fyrsta
fundi í dag
Katrín Sif
Sigurgeirsdóttir
Ljósmæður sáttar
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Samkeppniseftirlitið heimilaði í gær
kaup N1 hf. á Festi hf. Samruninn
er háður skilyrðum sem Samkeppn-
iseftirlitið og samrunaaðilar hafa
gert sátt um, segir í tilkynningu frá
Samkeppniseftirlitinu.
„Við lítum á þetta sem mjög stór-
an áfanga í löngu ferli málsins og
teljum kaupin á Festi mikilvæg til
að bregðast við breytingum sem eru
að verða á smásölumarkaði á Ís-
landi,“ segir Eggert Þór Kristófers-
son, forstjóri N1, í samtali við
Morgunblaðið.
„Markmið samrunans er skýrt,
við ætlum að hagræða í rekstrinum
og veita viðskiptavinum félaganna
betri þjónustu til framtíðar. Við
munum taka við félaginu 1. septem-
ber og nú hefst undirbúningur með
starfsfólki og fleirum,“ segir hann.
N1 skuldbindur sig m.a. til þess
að selja eldsneytisstöðvar til nýs
keppinautar, selja dagvöruverslun
Kjarval á Hellu, auka aðgengi end-
urseljenda að birgðarými, dreifingu
og eldsneyti í heildsölu og tryggja
samkeppnislegt sjálfstæði félagsins.
Sátt við sett skilyrði
Spurður hvort hann sé sáttur við
skilyrðin sem sett voru segir Egg-
ert Þór: „Þetta eru stærstu við-
skipti á Íslandi síðan árið 2006 og
eðlilega vekur svona stór samruni
ýmsar spurningar. Við teljum að
þessi sátt endurspegli áhyggjur
Samkeppniseftirlitsins af tilurð
svona stórs fyrirtækis á litlum
markaði. Við lítum svo á að skil-
yrðin séu eðlileg miðað við það sem
við ætlum að gera og erum sátt við
niðurstöðuna.“
N1 fær að kaupa
Festi með skilyrðum
Stærstu viðskipti á Íslandi síðan 2006