Morgunblaðið - 31.07.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Breska vikuritið The Spectatorhefur komið út í tæpar tvær
aldir og gleður lesendur sína með
vandaðri og skemmtilegri um-
fjöllun sem á fáa sína líka. Þar á
bæ eru menn ekki mjög ginn-
keyptir fyrir pólitískri rétt-
hugsun en almenn réttsýni og
rökfesta, í bland við á köflum
óvenjulega pistla
og önnur skrif,
gera blaðið jafnan
lestursins virði.
Í nýjasta heftiThe Spectator
er meðal annars fjallað um
ástand sem Íslendingar hafa
varla kynnst, og alls ekki þetta
sumarið, en það eru langvarandi
þurrkar. Þurrkar í Bretlandi
þetta sumarið hafa rifjað upp
ástand sem þar ríkti árið 1976
þegar fólk nýtti sér gosbrunninn
á Trafalgar Square til að lina
þrautirnar.
En The Spectator segir að fólkgleymi því þegar horft er til
baka að árið 1976 hafi vatnsveit-
urnar verið ríkisreknar og hafi
ekki ráðið við vandann. Nú lofi
Corbyn að ríkisvæða þær á ný
þar sem vatnsfyrirtækin hafi ekki
staðið sig eftir einkavæðingu, en
staðreyndir málsins séu aðrar.
Nú standist kerfið þurrkanamun betur en áður, þó að
ekki sé það fullkomið. Áður hafi
vatnsskömmtun verið daglegt
brauð og skömmtun á rafmagni
sömuleiðis, ólíkt því sem nú sé.
Og þá hafi vinstri stjórninskipað sérstakan „þurrka-
ráðherra“, sem hafi sagt frá því
að hann samnýtti baðvatnið með
eiginkonu sinni til að verja illa
stæð vatnsbólin. Það getur út af
fyrir sig verið gott og blessað, en
tæplega besta leiðin til að stýra
vatnsnotkun í heilu landi.
Þurrkaráðherrann
og baðvatnið
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 30.7., kl. 18.00
Reykjavík 13 skúrir
Bolungarvík 10 skýjað
Akureyri 13 skýjað
Nuuk 15 heiðskírt
Þórshöfn 13 skýjað
Ósló 24 heiðskírt
Kaupmannahöfn 28 heiðskírt
Stokkhólmur 25 léttskýjað
Helsinki 27 léttskýjað
Lúxemborg 30 heiðskírt
Brussel 28 heiðskírt
Dublin 16 skúrir
Glasgow 16 rigning
London 21 léttskýjað
París 28 skýjað
Amsterdam 25 léttskýjað
Hamborg 31 heiðskírt
Berlín 31 heiðskírt
Vín 31 léttskýjað
Moskva 22 léttskýjað
Algarve 22 heiðskírt
Madríd 34 heiðskírt
Barcelona 30 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 32 heiðskírt
Aþena 31 léttskýjað
Winnipeg 25 skýjað
Montreal 23 léttskýjað
New York 25 heiðskírt
Chicago 23 léttskýjað
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
31. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:33 22:37
ÍSAFJÖRÐUR 4:15 23:04
SIGLUFJÖRÐUR 3:57 22:48
DJÚPIVOGUR 3:56 22:12
Bragð af
vináttu • Hágæðagæludýrafóður
framleitt
í Þýskalandi
• Bragðgott og
auðmeltanlegt
• Án viðbættra
litar-, bragð- og
rotvarnarefna
Útsölustaðir: Byko,
Dýraland, Gæludýr.is,
4 loppur, Multitask,
Launafl, Vélaval, Landstólpi.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Við sjáum fram á að það verði veitt
auknu fé til fangelsismála og þar
með getum við orðið skilvirkari og
unnið hægt en örugglega á boðunar-
listum,“ segir Páll Winkel fangels-
ismálastjóri í samtali við Morgun-
blaðið.
Útlit er fyrir að fullnusta vararefs-
inga, þ.e. refsingar sem þeir sem
ekki greiða fésektir þurfa að sæta,
geti hafist nú á næstunni og að öll
fangelsisrými landsins verði nýtt.
„Við sjáum fram á það núna á
næstunni, í síðasta lagi á næsta ári,
að geta nýtt öll fangelsi hundrað pró-
sent. Með því tekst okkur að taka frá
pláss sem eru sérstaklega tekin frá
fyrir vararefsingar.“
Páll segir að hingað til hafi áhersla
verið lögð á að framfylgja óskilorðs-
bundnum refsingum. Nú sé hins veg-
ar útlit fyrir að fullnusta vararefs-
inga geti farið fram.
„Við höfum núna um nokkurt
skeið einbeitt okkur að óskilorðs-
bundnum fangelsisrefsingum en
með auknu fjármagni í fangelsis-
kerfið gefst okkur tækifæri til að
nýta öll fangarými og þar með fyrir
þá sem ekki hafa greitt sektir.“
Páll segir brotin sem þarna falla
undir vera af margvíslegum toga.
„Þetta eru mjög fjölbreytt brot. T.d.
umferðarlagabrot eða skattalaga-
brot. Þetta eru einfaldlega þeir sem
hafa verið dæmdir til að greiða sekt-
ir. Þeir sem ekki gera það þurfa þá
að afplána svokallaða vararefsingu
fésekta, og það er vist í fangelsi.“
Eins og fram kom á mbl.is fyrir
helgi hefur föngum fækkað umtals-
vert á síðustu árum en í dag eru 43
fangar á hverja 100.000 íbúa á Ís-
landi.
Til samanburðar voru fangar 56 á
hverja 100.000 íbúa árin 2013 og
2014 og eru að meðaltali 62 á hverja
100.000 íbúa á hinum Norðurlöndun-
um.
Fullnusta vararefsinga hefst á næstunni
Morgunblaðið/Hari
Bjartsýnn Páll sér fram á að auknu fjármagni muni fylgja skilvirkni.
Fullnusta vararefsinga mun nú geta farið fram Öll fangelsisrými verða nýtt
„Getum orðið skilvirkari og unnið á boðunarlistum“ Allar tegundir brota
UTT