Morgunblaðið - 31.07.2018, Side 10

Morgunblaðið - 31.07.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 SKECHERS MOOGEN HERRASKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5 HERRASKÓR KRINGLU OG SMÁRALIND 6.498 VERÐ ÁÐUR 12.995 50% AFSLÁTTUR Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegna endurbóta á Þingvallavegi (36) um þjóðgarðinn á Þingvöllum verður hann lokaður frá og með deg- inum í dag, 31. júlí, fram í október og aftur næsta vor. Fram kemur í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar að hjáleið verður opin um Vallaveg, nær vatninu. Sá vegur er þó mjór og hentar illa fyrir stærstu bíla. Vegagerðin hefur ósk- að eftir því að ferðaþjónustufyrir- tæki noti minni bíla, eins og kostur er, á meðan framkvæmdir standa yf- ir. Vegfarendur eru hvattir til að aka varlega og íhuga að nýta aðrar leiðir. Sumarið 2019 er reiknað með að loka þurfi veginum á tímabilinu apríl til september. Bent er á að veginum verður lokað austan við Þjónustu- miðstöðina þannig að aðgengi að henni verður óbreytt. Ekki í umhverfismat Sú ákvörðun Skipulagsstofnunar að endurbætur á veginum þyrftu ekki að fara í umhverfismat var kærð af Landvernd til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin vísaði kærunni frá. Fram- kvæmdaleyfi var því gefið út fyrir nokkrum vikum. Þjótandi ehf. á Hellu átti lægsta tilboð í endurbæturnar á þessum kafla Þingvallavegar, alls 8,3 kíló- metrum. Alls bárust sjö tilboð í verk- ið og hljóðaði tilboð Þjótanda upp á 488,2 milljónir. Var það 73,5% af áætluðum verkkostnaði, sem var 664 milljónir. Verkið felst í styrkingu og breikk- un núverandi vegar með áherslu á að auka umferðaröryggi. Fræsa skal núverandi klæðingu, breikka og hækka/lækka veginn eftir atvikum og leggja nýtt malbik. Þingvallavegi lokað fram á haust  Kæru Landverndar var vísað frá Þingvallavatn Re yk jav ík Þingvallavegur Þingvallavegur Lokað vinnusvæði Vallavegur Hjáleið Þingvallavegur um þjóðgarðinn lokaður fram í október Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir margar af kröfugerðum verkalýðsforingja ekki eiga heima í kjaraviðræðum. Vísar hann aðspurður m.a. til þeirra ummæla Gylfa Arnbjörns- sonar, forseta ASÍ, að stjórn- völd þurfi að leggja fram nýjar lausnir og þeirra ummæla Vil- hjálms Birgis- sonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, að grípa þurfi til rót- tækra aðgerða. Þá m.a. að af- nema verðtryggingu, lækka vexti og taka húsnæðislið úr vísitölu. Að öðr- um kosti sé „frostavetur“ fram undan. Snýst um kaup og kjör Bjarni gagnrýnir málflutninginn. „Það er auðvitað gamalkunnugt stef að aðilar vinnumarkaðarins vilja seilast sífellt lengra inn í ákvarðanir sem heyra undir þing og ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn hefur lýst yfir ein- dregnum vilja og sýnt það í verki að menn vilja eiga þetta samtal. En menn láta ekki segja sér fyrir verkum. Fæstar af þessum yfirlýs- ingum snúa að því sem á að ræða við samningaborðið. Kjaraviðræður á almenna markaðnum snúast um kaup og kjör en eiga ekki að snúast um sífellda kröfugerð á stjórnvöld. Þessi ríkisstjórn hefur átt í ágætis samtali við aðila vinnumarkaðarins og efnt til fjölda funda á þessu ári. Mér hefur heyrst hafa verið ágætis tónn í því samtali. Ég hef fulla trú á að það skili árangri. Ríkisstjórnin er með áform um að lækka skatta og taka til endurskoðunar samspil skatta og bótakerfa. Um það er fjallað í stjórnarsáttmálanum með sérstakri vísun til þess að það þrengi núna að samkeppnishæfni landsins og svigrúm til launahækkana sé minna en fram til þessa. Ég held að reynslan sýni að það er farsælast fyrir alla að fara inn í kjaralotu með bjartsýni á góða niðurstöðu og sátt en ekki að efna til ófriðar fyrir fram. Ég tel að það sjái það nú allir sanngjarnir menn að okkur hefur tekist núna á síðustu fimm árum að auka kaupmáttinn verulega. Það er mikið fagnaðarefni fyrir alla, þar með talið fyrir tals- menn launþegahreyfingarinnar, og maður saknar þess stundum í þeirra tali að menn eigni sér eitthvað af þeim mikla árangri sem hefur náðst á undanförnum árum. Hann er sögu- lega gríðarlegur en tónninn er eins og hér hafi verið mikil kjaraskerð- ing, að allt sé í uppnámi og þolin- mæðin sé á þrotum. Ég verð að segja að það er undarlegt að heyra þennan tón.“ Skattar lækki í áföngum – Hvað með tryggingagjaldið? „Ég sé fyrir mér lækkanir á tryggingagjaldi í skrefum strax um næstu áramót og svo aftur ári síðar. Síðan stendur yfir vinna – við ræð- um um það í stjórnarsáttmálanum – við að lækka neðra skattþrepið. Það mun sömuleiðis gerast í áföngum á kjörtímabilinu en við viljum huga vel að þessu samspili bótakerfanna og skattþrepanna,“ segir Bjarni. Hann segir það standa upp úr að „þrátt fyrir alla óánægjuna, verkföll- in og allar þessar stóru yfirlýsingar hafi kjaraþróunin í landinu sjaldan verið jafn jákvæð og þessi misseri“. „Og nú ríkir mikill stöðugleiki. Ég hefði haldið að menn gætu orðið a.m.k. sammála um að þá góðu stöðu þyrfti að verja og viðhalda þeim stöðugleika sem við njótum í dag.“ – Hvað með það sjónarmið Guð- rúnar Hafsteinsdóttur, formanns Samtaka iðnaðarins, að nú sé lítið svigrúm til launahækkana? „Það eru engin tíðindi fyrir mig. Og rataði beint í stjórnarsáttmálann þegar ríkisstjórnin var mynduð. Það liggur fyrir, og hefur legið lengi fyrir, að svigrúm til launahækkana er orðið lítið sem ekkert. Þess vegna skiptir máli að stjórnvöld geta liðkað fyrir með þeim aðgerðum sem ég hef verið að nefna. Það er auðvitað með ólíkindum að heyra verkalýðs- leiðtoga að því er virðist tala gegn betri vitund um að það sé svigrúm á almenna markaðnum til tuga pró- senta launahækkana – kannski 20- 30% launahækkana – og af því að það hafi ekki skilað verðbólgu í for- tíðinni muni það ekki gera það í framtíðinni. Það er mjög undarlegt að hlusta á svona tal,“ segir Bjarni og vísar til orða Vilhjálms Birgis- sonar í fréttum Stöðvar 2 síðastliðið laugardagskvöld. Bílgreinasambandið áætlar að verð á nýjum bílum hækki að óbreyttu um 20-30% um áramót. Það er vegna breyttra mælinga á út- blæstri bifreiða samkvæmt nýrri löggjöf Evrópusambandsins. Ekki markmið að auka tekjur Fram kom í Morgunblaðinu 16. júní að málið væri til meðferðar hjá fjármálaráðuneytinu. Spurður um stöðu málsins segir Bjarni það ekki markmið með breyt- ingunum að auka tekjur ríkissjóðs af bifreiðum. „Ég hef haft áhyggjur af þessu máli og er með það til greiningar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeirri vinnu er ekki alveg lokið. En ég útiloka ekki að við bregðumst við vegna þessara ábendinga.“ Fjármálaráðherra segir lítið sem ekkert svigrúm til launahækkana  Segir undarlegt að hlusta á kröfur um 20-30% hækkanir  Ekki skuli efna til ófriðar fyrir fram Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Atvinnulíf Fjármálaráðherra boðar lækkun tryggingagjalds í áföngum. Bjarni Benediktsson Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir úrskurði kjararáðs eiga þátt í ósætti á vinnumarkaði. Spurður um þetta sjónarmið segist Bjarni Benediktsson sjálfur hafa átt mikið frum- kvæði að því að endurskoða alla umgjörð um kjararáð. „Ég lagði fram frumvarp sem var samþykkt á Alþingi á sínum tíma sem gerði róttækar breyt- ingar og stórfækkaði þeim sem heyra undir ráðið. Ný ríkisstjórn setti síðan saman nefnd sem fór ofan í saumana á þessum málum og skýrslan liggur fyrir frá því snemma á þessu ári. Sem sýnir fram á að launaþróun þeirra sem heyra undir kjararáð er þrátt fyrir alla umræðuna sambærileg við bæði almenna og opinbera markaðinn. Nú hefur kjararáð verið lagt niður með frumvarpi sem samið var í mínu ráðuneyti og lagt fram af efnahags- og viðskiptanefnd. Fram hefur komið til kynningar nýtt frum- varp um framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Þannig að ég verð að lýsa vissri undrun á því að menn kalli eftir frekari aðgerð- um vegna kjararáðs. Vegna þess að kjararáð hefur bæði verið lagt niður, nýtt fyrir- komulag kynnt, og gögn verið lögð fram um það að til dæmis kjörnir fulltrúar sem síðast voru hækkaðir á kjördag 2016 séu komnir á sama ról undir lok þessa árs og aðrir hópar.“ Á sama róli og aðrir KJÖRNIR OG KJARARÁÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.