Morgunblaðið - 31.07.2018, Side 14

Morgunblaðið - 31.07.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 Bamix töfrasproti Verð 29.900 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir við nýtt hótel í Tryggvagötu í Reykjavík, Exeter- hótel, eru á lokastigi. Keahótel munu reka hið nýja hótel. Nafnið vísar til Exeter-hússins sem stóð á reitnum en var rifið í óleyfi. Fyrir framan hótelið er torg, sem gert verður aðgengilegt fyrir borgarbúa og gesti borgarinnar. Í Exeter-hóteli verða 106 her- bergi og byrjað er að taka við bók- unum. Á jarðhæð hússins verða veitingastaðurinn Le Kock, barinn Tail og bakaríið Deig, að því er fram kemur á heimasíðu hótelsins. Mannverk hefur unnið að upp- byggingu á lóðinni Tryggvagötu 10- 14. Fyrir framan uppbyggingar- svæðið stendur svokallað „Nausta- torg“ sem Mannverk hefur verið með að láni hjá Reykjavíkurborg fyrir aðstöðu verktaka. Nú er kom- ið að því að Mannverk gangi frá torginu og skili því í sama ástandi til Reykjavíkurborgar. Mannverk og skrifstofa eigna og atvinnuþróunar borgarinnar létu vinna drög að nýju skipulagi á Naustatorgi og Norðurstíg þar sem torgið og stígurinn verða endurnýj- aðir frá grunni. Borgarráð sam- þykkti samninginn á fundi sínum 5. maí s.l. Verktakinn endurbyggir Til að ná því markmiði að torgið verði ekki lagfært að óþörfu eru að- ilar sammála um að Mannverk end- urbyggi torgið á sinn kostnað, segir í samkomulaginu. Reykjavíkurborg mun sjá um alla hönnun utan lóðar og kosta hana og að koma fyrir ljósastaurum, pollum og setpalli. Hann er hugsaður bæði sem set- pallur og stallur fyrir listaverk. Áætlaður kostnaður Reykjavíkur- bogar vegna þessa verks verður um 10 milljónir króna. Reykjavíkurborg mun síðar end- urnýja Norðurstíg, milli Vestur- götu og Tryggvagötu, með fyrir- vara um samþykkt fjárhagsáætl- unar. Stefnt er að því að Norður- stígur verði á fjárhagsáætlun árs- ins 2019. Sem fyrr segir var Exeter-húsið rifið í óleyfi. Það gerðist í apríl 2016. Gefið hafði verið leyfi til þess að rífa hluta bygginga á þessari lóð og lyfta Exeter-húsinu upp um eina hæð, breyta formi þaks á bakhlið og byggja við húsið, sem var reist árið 1906 og var friðað. Í yfirlýsingu Mannverks baðst fyrirtækið „afsökunar á skorti á að- gát“ við framkvæmdir við Tryggva- götu 10-14. Nýtt hús, í sömu mynd, var reist á umræddum reit. Það er gult að lit. Húsið Tryggvagata 10, þar sem áður var fiskverslunin Fiskhöllin, var einnig endurbyggt í upphaf- legri mynd. Það hús var rifið eftir að hafa skemmst mikið í eldsvoða árið 2009. Morgunblaðið/sisi Naustatorg Húsin þrjú við torgið verða brátt tilbúin til notkunar, Exeter-hótel, Exeter-húsið og Fiskhöllin. Naustatorg lagað  Framkvæmdir við Tryggvagötu 10-14 eru á lokastigi  Exeter-hótel brátt opnað  Veitingastaðir og bakarí námi í stjórnun og forystu í skóla- umhverfi frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Valgerður hefur víðtæka reynslu af skólastarfi sem kennari, náms- ráðgjafi, deild- arstjóri í Fram- haldsskólanum á Húsavík og skólameistari Fram- haldsskólans á Laugum,“ segir þar einnig. Valgerður Gunnarsdóttir hefur ver- ið skipuð skólameistari Framhalds- skólans á Húsavík. „Að fenginni um- sögn skólanefndar Framhalds- skólans á Húsavík hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menning- armálaráðherra, ákveðið að skipa Valgerði í embættið, en skipað er til fimm ára frá og með 1. ágúst 2018,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins, en tvær umsóknir bárust um embættið. „Valgerður lauk B.A. prófi í ís- lensku frá Háskóla Íslands, námi í kennslu- og uppeldisfræði frá Há- skólanum á Akureyri og diplóma- Nýr skólameistari Valgerður Gunnarsdóttir  Tekur við á Húsavík 1. ágúst nk. á sameinuðu embætti sýslu- manns á Suður- landi. Kristín hefur verið settur sýslumaður á Suðurlandi frá 1. maí 2017. Sambýlis- maður Kristínar Þórðardóttur er Friðrik Erlingsson og eiga þau þrjú börn. Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra hefur skipað Kristínu Þórð- ardóttur til að vera sýslumaður á Suðurlandi frá 1. ágúst næstkomandi. Kemur þetta fram í tilkynningu sem birt er á heimasíðu dómsmálaráðu- neytisins. Kristín er fædd hinn 6. september árið 1979. Hún lauk lögfræðiprófi frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2006. Kristín starfaði eftir útskrift sem fulltrúi og staðgengill sýslumanns og lögreglustjóra á Hvolsvelli, en frá árinu 2015 hefur hún gegnt því starfi Skipuð sýslumaður  Tekur við á Suðurlandi 1. ágúst nk. Kristín Þórðardóttir Lilja Guðný Jóhannesdóttir hefur verið skipuð skólameistari Verk- menntaskóla Austurlands. „Að feng- inni umsögn skólanefndar Verk- menntaskóla Austurlands hefur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ákveðið að skipa Lilju Guðnýju í embættið en skipað er til fimm ára frá og með 1. ágúst 2018,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu, en ein umsókn barst um starf skólameistara. Lilja Guðný hefur lokið M.Ed. námi frá Háskóla Íslands, auk við- bótarnáms í stjórnun og mati menntastofnana frá sama skóla. „Hún hefur víð- tæka kennslu- reynslu á grunn- og framhalds- skólastigi, auk þess sem hún hef- ur sinnt kennslu í framhalds- fræðslu,“ segir einnig en hún hefur starfað við skólann sl. sex ár. Skipuð skólameistari  Hefur starfað við skólann sl. sex ár Lilja Guðný Jóhannesdóttir Alls voru 29 ökumenn teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höf- uðborgarsvæðinu um nýliðna helgi. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu voru tuttugu ökumenn stöðvaðir af lögreglu innan marka Reykjavíkur, fimm í Kópavogi, þrír í Hafnarfirði og einn í Garðabæ. Hinir brotlegu voru af báðum kynjum, 24 karlmenn á aldrinum 18 til 75 ára og fimm konur á aldrinum 22 til 41 árs. Sjö þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og höfðu þrír hinna brotlegu aldrei öðlast ökuréttindi. Ölvunar- og fíkniefnaakstur hef- ur verið til umræðu að undanförnu, en að sögn lögreglu hefur þessum brotum fjölgað mjög. Mikið um ölvunar- og fíkniefnaakstur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.