Morgunblaðið - 31.07.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
„Þetta er hann aftur.“ Þetta sagði
kambódískur kaffihúsagestur í við-
tali við AFP eftir að flokkur for-
sætisráðherrans Hun Sen vann
kosningasigur í fyrradag. Hun Sen
er einn lífseigasti ríkisstjórnar-
leiðtogi í heimi og hefur setið sem
forsætisráðherra Kambódíu frá
árinu 1979. Það ár kom innrásarher
Víetnama honum til valda þegar ein-
ræðisherranum Pol Pot og Rauðu
kmerunum var steypt af stóli.
Segja má að með kosningum gær-
dagsins hafi í reynd verið snúið aftur
til flokksræðis. Flokkur Hun Sen,
Þjóðarflokkur Kambódíu, hlaut öll
þingsætin sem kosið var um. Deilt
hefur verið um lögmæti kosning-
anna. Stjórnarandstaðan hlaut 44
prósent atkvæða í kosningum árið
2013 en í þetta sinn stýfði Hun Sen
vængi hennar áður en kosið var.
Þjóðbjörgunarflokkur Kambódíu,
helsti stjórnarandstöðuflokkurinn,
var leystur upp og formaður hans
handtekinn fyrir landráð í aðdrag-
anda kosninganna. Meðlimir hans
hafa líkt niðurstöðunum við „dauða
lýðræðis“.
Í orðsendingu frá ríkisstjórn
Bandaríkjanna var lýst yfir að kosn-
ingarnar hefðu „hvorki verið frjálsar
né sanngjarnar“ og hefðu ekki sam-
ræmst vilja kambódísku þjóðar-
innar. Samkvæmt frétt Reuters eru
Bandaríkin og Evrópusambandið nú
að íhuga refsiaðgerðir gegn
kambódískum yfirvöldum. Kínverjar
sendu Hun Sen hins vegar ham-
ingjuóskir og sögðu framkvæmd
þingkosninganna vera kambódískt
innanríkismál.
„Dauði lýðræðis“ í Kambódíu
AFP
Sigurvegari Hun Sen, forsætisráðherra Kambódíu til tæpra 40 ára, greiðir
atkvæði í umdeildum þingkosningum sem haldnar voru á sunnudaginn
Stjórnarflokkur
fékk öll þingsætin
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Hinn 94 ára gamli Robert Mugabe
gekk í gær á kjörstað í þingkosn-
ingum í Simbabve ásamt löndum sín-
um eins og svo oft áður. Nú var þó sá
munur á að hann átti ekki kost á að
kjósa sjálfan sig, né kaus hann að
greiða sínum eigin flokki, Hinu afr-
íska þjóðarbandalagi Simbabve
(Zimbabwe African National Union
eða ZANU), atkvæðið. Þetta voru
nefnilega fyrstu kosningar Sim-
babve í tæp fjörutíu ár þar sem Mu-
gabe var ekki á kjörseðlinum.
Robert Mugabe réð harðri hendi
yfir Simbabve sem forsætisráðherra
og forseti frá árinu 1980 þar til hon-
um var steypt af stóli af eigin flokks-
mönnum síðla árs í fyrra. Valdaránið
gegn Mugabe var meðal annars
framið vegna umdeildra áætlana
hans um að láta valdakeflið ganga til
eiginkonu sinnar, Grace Mugabe. Í
stað Mugabe og konu hans settist á
forsetastól gamall samstarfsmaður
og varaforseti Mugabe, Emmerson
Mnangagwa, eða „krókódíllinn“ eins
og hann er stundum kallaður.
Brostin bandalög
Ljóst er að mikið vatn hefur runn-
ið til sjávar á milli Mugabe og fyrr-
verandi bandamanna hans því hann
lýsti því yfir á blaðamannafundi í
fyrradag að hann myndi ekki kjósa
Mnangagwa og ZANU-flokkinn í
kosningunum. Mugabe sagðist ekki
geta hugsað sér að styðja þannig
„kvalara“ sína og hvatti Simbabve-
menn þess í stað til að kjósa stjórn-
arandstöðuflokkinn, Hreyfinguna
fyrir lýðræðisumbótum (Movement
for democratic change eða MDC).
Má þetta heita mikill viðsnúningur
hjá Mugabe þar sem félagar MDC
hafa í tæp tuttugu ár verið helstu
andstæðingar hans í simbabveskum
stjórnmálum.
Stofnandi og helsti leiðtogi MDC,
Morgan Tsvangirai, lést í febrúar
síðastliðnum. Frambjóðandi stjórn-
arandstöðunnar gegn Mnangagwa í
kosningunum er því Nelson Cham-
isa, fjörutíu ára gamall lögfræðingur
og prestur. Chamisa er rétt nógu
gamall til þess að vera kjörgengur í
forsetaembættið en hann vonast til
þess að æska hans og léttleiki muni
einmitt skila honum sigri gegn hin-
um 75 ára og alvörugefna Mnan-
gagwa.
„Simbabve þarf ekki á stórum
manni að halda,“ sagði Chamisa í
samtali við Observer, „heldur stórri
hugmynd.“
Gengið til Mugabelausra kosninga
Simbabvemenn kusu milli breytinga og áframhaldandi stjórnar ZANU Mnangagwa og Chamisa
tókust á um forsetastólinn „Simbabve þarf ekki á stórum manni að halda, heldur stórri hugmynd“
AFP
Kjörstaður Simbabvemenn bíða í röð eftir því að fá að greiða atkvæði á kjörstað í kosningum gærdagsins. Þetta
voru fyrstu kosningarnar í tæp fjörutíu ár þar sem Robert Mugabe fyrrverandi forseti var ekki í framboði.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Serbneski lögfræðingurinn Drago-
slav Miša Ognjanovic var myrtur
fyrir utan heimili sitt í Belgrad á
sunnudaginn. Frá þessu er sagt á
fréttamiðlum AFP og The Guardian.
Ognjanovic var á sínum tíma verj-
andi Slobodans Miloševic, forseta
Júgóslavíu og síðar Serbíu og Svart-
fjallalands, í stríðsglæparéttarhöld-
um hins síðarnefnda.
Stríðsglæparéttarhöldin yfir Mi-
loševic fóru fram snemma eftir alda-
mótin á vegum Sameinuðu þjóðanna
í Haag. Aldrei var kveðinn upp úr-
skurður gegn fyrrverandi forsetan-
um þar sem hann lést í varðhaldi
meðan á réttarhöldunum stóð.
Ognjanovic hefur á ferli sínum far-
ið með málsvörn fyrir ýmsa aðra um-
deilda sakborninga, þar á meðal
eiturlyfjabaróninn Luka Bojovic,
sem er nú í fangavist á Spáni. Bojo-
vic er einn af leiðtogum stríðandi
fylkinga í gengjastríði í Svartfjalla-
landi sem hefur leitt til nokkurra
dauðsfalla. Meðal annars hefur einn
verjandi meðlims í öðru genginu ver-
ið myrtur.
Ekkert er þó hægt að fullyrða
hvort morðið á Ognjanovic tengist
málsvörnum hans fyrir Miloševic eða
Bojovic. Aleksandar Vucic, forseti
Serbíu, sagði lögregluna hafa nokkr-
ar vísbendingar undir höndum sem
gætu leitt til handtöku morðingjans.
Auk morðsins á Ognjanovic særðist
26 ára sonur hans á öxl.
Viktor Gostiljac, formaður serb-
neska lögmannafélagsins, sagði að
öll lögfræðistéttin væri steini lostin
vegna morðsins og að „skotið á Ognj-
anovic [væri] skot á alla lögfræð-
inga“.
Verjandi Miloš-
evics myrtur
Lögfræðingur skotinn í Belgrad
Í skoðanakönnunum í aðdrag-
anda kosninganna hefur Em-
merson Mnangagwa, núverandi
forseti, mælst með örlítið for-
skot á keppinaut sinn, Nelson
Chamisa. Mnangagwa hefur lof-
að lýðræðisumbótum og bætt-
um efnahag auk þess sem hann
hefur lagt til að Simbabve gangi
í breska samveldið á ný. Hann
hefur þó verið innsti koppur í
búri í stjórn Mugabe í mörg ár
og tók samkvæmt AFP þátt í of-
sóknum gegn stjórnarandstæð-
ingum þar sem um 20.000
manns létu lífið á níunda ára-
tugnum.
Krókódíllinn
Mnangagwa
SIMBABVE