Morgunblaðið - 31.07.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 31.07.2018, Síða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. ágúst Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is UGLÝSINGA: nn 14. ágúst. SÉRBLAÐ jallað um þá em í boði er að auka við ærni í haust og vetur NÁNARI UPPLÝSINGAR: PÖNTUN A fyrir þriðjudagi Í blaðinu verður f fjölbreyttu valkosti s fyrir þá sem stefna á þekkingu sína og f Í dag eru liðin 70 ár frá vígslu Fossvogskirkju og bálstofunnar í Fossvogi. Langur aðdragandi var að þessum byggingaframkvæmdum. Söfnuðirnir í Reykjavík tóku við stjórn garðanna 1932 og var þá farið að ræða um byggingu útfararkirkju í Fossvogi. Stjórn kirkjugarðanna var í höndum sóknarnefndarinnar í Reykjavíkurprestakalli og safn- aðarstjórnar Fríkirkjusafnaðarins en þegar Reykjavíkurprestakalli var skipt í fjórar sóknir árið 1940 varð sú breyting að í kirkjugarðsstjórn var kosinn einn maður úr hverjum söfnuði og kaus safnaðarstjórn hann úr sínum hópi. Þessi nýja stjórn tók við störfum í ársbyrjun 1941 og var fyrsta verk hennar að skapa fjár- hagslegan grundvöll fyrir kirkju- byggingu. Byggingarstjórn fól húsa- meisturunum Sigurði Guðmunds- syni og Eiríki Einarssyni að gera uppdrætti að Fossvogskirkju og tengibyggingum. Ákveðið var að byggja útfararkirkju fyrir Reykjavík- urprófastsdæmi, sem tæki 250-300 manns í sæti og sambyggt við hana fullkomið líkhús. Samvinna var höfð við Bálfararfélag Íslands, sem þá var starfandi, um byggingu bálstofu í tengslum við kirkju- bygginguna. Á sum- ardaginn fyrsta, þann 25. apríl 1946, lagði forseti Íslands hr. Sveinn Björnsson hornstein í kór kirkj- unnar. Sr. Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, vígði kirkjuna rúmum tveimur árum síðar, þann 31. júlí 1948. Kirkjan var ekki fullbúin, en vígslu var flýtt vegna andláts dr. Gunnlaugs Claessen, formanns Bál- fararfélagsins. Með því var orðið við ósk hans um að útför hans yrði frá Fossvogskirkju og lík- ama hans yrði eytt í hinni nýju bálstofu. Þann 12. desember 1948 var Fossvogs- kirkja endanlega opn- uð til almennra nota. 48% landsmanna á þjónustusvæði KGRP Það voru framsýnir og stórhuga menn sem tóku þessa ákvörðun árið 1941 við erfiðar aðstæður á stríðs- tímum. Íbúar í Reykjavík voru 43.982 árið 1940 og það ár létust um 435 bæjarbúar. Á þjónustusvæði Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma (KGRP) eru nú þrjú sveit- arfélög: Reykjavík, Kópavogur og Seltjarnarnes. Samkvæmt nýrri íbúatölu frá Hagstofunni eru íbúar á þjónustusvæðinu um 166.586 eða um 48% af íbúatölu landsmanna. Dauðs- föll á öllu landinu árið 2017 voru skv. Hagstofunni 2.239, þar af innan KGRP 1.102 eða 49% af heildartölu látinna. Þess má geta að bálfarir hafa aukist gríðarlega hér á landi eins og í nágrannalöndum okkar. Á síðasta ári voru jarðsetningar hjá KGRP 50% duftgrafir og á landsvísu var hlutfall bálfara komið í 35,3%. KGRP hafa því miklum og aukn- um verkefnum að gegna og þurfa að vera í stakk búnir að takast á við mikla uppbyggingu á næstu árum og áratugum þegar litið er til endur- nýjunar bálstofu með þeim hreins- unartækjum sem tilskilin eru og byggingu nýs líkhúss fyrir höfuð- borgarsvæðið. Framlag ríkisins til málaflokksins hefur verið skert um 40% og á undanförnum árum hefur verið tregða hjá ráðamönnum að standa við samkomulag sem gert var 2005 um rétt framlag til garð- anna. Brugðist hefur verið við skert- um framlögum með aðhaldi og niðurskurði í rekstri. Þessi skerðing hefur gengið svo nærri KGRP að íhugað hefur verið að loka Foss- vogskirkju og tengibyggingum, þar með töldu líkhúsinu í Fossvogi. Von- andi kemur ekki til þess að stjórn KGRP neyðist til þess – en ef það gerðist yrði slíkt ekki aðeins til van- sæmdar og óþæginda innanlands heldur einnig dapurleg frétt til helstu nágrannaríkja okkar sem hafa þessa þjónustu við almenning í góðu lagi. Eftir að málefni kirkjugarðanna voru kynnt alþingismönnum fyrr á þessu ári virðist skilningur á alvar- legri rekstrarstöðu þeirra hafa aukist. Vonir eru bundnar við að á þessu ári láti dómsmálaráðherra og kirkjugarðaráð fara fram endur- skoðun á samkomulaginu frá 2005 sem muni fela í sér verulega leið- réttingu á framlagi til garðanna og að þau verkefni sem um ræðir verði skilgreind nákvæmar en áður hefur verið gert. 70 ár frá vígslu Fossvogskirkju og bálstofunnar í Fossvogi Eftir Þórstein Ragnarsson »KGRP hafa auknum verkefnum að gegna og þurfa að vera í stakk búnir að takast á við mikla uppbyggingu. Þórsteinn Ragnarsson Höfundur er forstjóri KGRP. Duftgarðurinn við Fossvogskirkju var tekinn í notkun 1950 skömmu eftir vígslu kirkjunnar. Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt sá um hönnun viðamikillar endurgerðar duftgarðsins, sem hófst 1991 en er nú lokið. Altaristaflan og aðrir munir í kór eru listaverk Helga Gíslasonar mynd- höggvara. Gluggi í stafninum er sveinsstykki Leifs Breiðfjörð, frá 1971. Vestan kirkjunnar er minnisvarði til minningar um sjómenn og sæfarendur er drukknuðu en fundust ekki og hafa ekki komist í vígða mold. Hann er frá 1996 og Halldór Guðmundsson arkitekt teiknaði hann. Vinsamlegast færið texta um hálfan sentimeter út á spássíur frá miðju, svo lesandi geti, án þess að slasa sig á höndum, lesið sér til ánægju. Aldinn bókaormur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Kæru umbrots- menn bóka og tímarita Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.