Morgunblaðið - 31.07.2018, Page 23

Morgunblaðið - 31.07.2018, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2018 ✝ Filippus Björg-vinsson fæddist 16. október 1931 á Bólstað í Austur- Landeyjum. Hann lést á Landspít- alanum 10. júlí 2018. Foreldrar hans voru Jarþrúður Pétursdóttir f. 28. mars 1897, d. 16. mars 1971 og Björgvin Filippusson f. 1. desem- ber 1896, d. 6. nóvember 1987. Systkini hans eru Aðalheiður f. 2. október 1917, d. 27. júní 2017, Ingólfur f. 18. júní 1923, d. 30. september 2006, Ingibjörg f. 30. sept. 1924, Baldur f. 30. nóv- ember 1925, d. 30. ágúst 1928, Anna Steingerður f. 14. júní 1927, d. 27. maí 1944, Árný Vil- borg f. 11. janúar 1929, d. 25. mars 1984, Baldvin Aðils f. 18. apríl 1930, d. 15. des. 2010, Mar- grét Auður f. 16. ágúst 1934, Helga f. 1. desember 1937, d. 13. nóvember 1957. Fram á unglingsár ólst Filipp- us upp á Bólstað, árið 1949 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Fil- ippus kvæntist Sjöfn Árnadóttur f. 12. mars 1940, deildarstjóra á Hellu og síðar sérfræðingi hjá Ríkisskattstjóra, þann 25. des- University of Belfast á Norður- Írlandi 1959-1960. Hann stundaði skrifstofustörf í Reykjavík 1960-1962, var skip- aður skattstjóri í Suðurlands- skattumdæmi 1962-1968, kenn- ari og síðar skólastjóri á Hellu 1969-1975, rak eigin bókhalds- stofu 1968-1978 og var fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Rangæinga 1973-2002. Hann var með hrossarækt og fjárbúskap í Hallgeirseyjar- hjáleigu í Austur-Landeyjum 1965-2004 ásamt því að stunda þar garðrækt um tíma. Nytjaði hann Ölversholtshjáleigu, nú Öl- ver, Rangárþingi ytra, til beitar frá 1985. Það sama ár var hafist handa við trjárækt. Árið 2006 var húsið Skurn reist. Filippus sinnti ýmsum félags- og trún- aðarstörfum. Hann sat meðal annars í hreppsnefnd og bygg- inganefnd Rangárvallahrepps, var í skólanefnd Barna- og gagn- fræðaskólans á Hellu, í kjör- stjórn Rangárvallahrepps, í stjórn Hestamannafélagsins Geysis, var endurskoðandi reikninga Veiðifélags Affalls frá stofnun og síðar formaður þess félags. Helstu áhugamál Filipp- usar voru hrossarækt, kór- söngur, brids og ritstörf. Hann er höfundur tveggja bóka sem innihalda sögur og ljóð. Þriðja bók hans er tilbúin til prentunar. Útför Filippusar fer fram í dag, þriðjudaginn 31. júlí, kl. 13 frá Áskirkju í Reykjavík. Jarð- sett verður í Odda á Rang- árvöllum. ember 1959. For- eldrar hennar voru Anna Sæmunds- dóttir f. 27. ágúst 1914, d. 24. júlí 1974 og Árni Guð- mundur Erlendsson f. 20. febrúar 1910, d. 17. september 1966. Börn Sjafnar og Filippusar eru 1) Selma f. 10. sept- ember 1961, cand. oecon og MBA. Börn hennar og Markúsar G. Sveinbjarnarsonar f. 6. des- ember 1956, kennara, eru a) Fannar Freyr f. 21. ágúst 1985, maki Rannveig Lára Sig- urbjörnsdóttir f. 23. mars 1988, b) Ísak f. 8. nóvember 1985, c) Ív- ar f. 8. nóvember 1985. 2) Björg- vin f. 4. janúar 1964, cand.oecon, maki Kolbrún Jenný Gunn- arsdóttir f. 30. des. 1964, M.Ed. Börn þeirra eru a) Sjafnar f. 18. nóvember 1993, b) Filippus Darri f. 23. janúar 1997, c) Sigyn Jara f. 8. október 1999. Filippus lauk prófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar 1950, stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1954 og varð cand. oecon frá Háskóla Ís- lands 1958. Hann stundaði fram- haldsnám í hagfræði við Queen’s Ég þekki ekkert annað en að vera samferða pabba. Sem skattstjóri keyrði pabbi reglu- lega til Reykjavíkur. Þá tók hann dömuna sína með til að koma henni í Dansskóla Heið- ars Ástvaldssonar, allt skyldi gert á sem bestan hátt fyrir hana. Pabbi hóf sinn kennara- feril sama ár og ég hóf skóla- göngu frá sláturhúskjallaranum á Hellu og hætti sem skóla- stjóri á mínu lokaári í Hellu- skóla. Þennan tíma kenndi pabbi mér margt, 11 ára gam- alli kenndi hann mér að færa bókhald hjá Lífeyrissjóði Rang- æinga þá var hann áður búinn að kenna mér hvernig ætti að vera ritari dómara á hesta- mannamótum, í Helluskóla kenndi hann mér dönsku og eðlisfræði og voru eðlisfræði- tímarnir mikil upplifun og upp- götvun hjá mér. Á þessum tíma sungum við líka saman í kirkju- kór Oddakirkju og brölluðum margt saman í hesthúsinu. Pabbi hafði metnað til mennta fyrir börnin sín, enda sjálfur vel menntaður, þegar ég þreytti landspróf frá Skógaskóla og einkunnin var komin í hús dönsuðum við sigurdans á Freyvangi 8 enda væntingar um að ná prófi litlar. Hann fylgdist líka grannt með námi afabarnanna sinna og allri framvindu hjá þeim. Hann hvatti þau áfram og sýndi þeim mikinn áhuga, meðal annars með því að mæta á alla viðburði sem hann hafði tækifæri til. Hann spurði þau út í margs- konar málefni og rúmum sólar- hring fyrir andlátið spurði hann Ísak hvað hann væri að lesa og hvort hann læsi sér til gagns, svarið fékk hann „Ég reyni að lesa eina bók á viku og núna er ég að lesa gríska heimspeki“ og ekki stóð á spaugsömu svari pabba: „Gæti ég fengið nýja gesti?“ Pabbi var mikill rækt- andi og skilur eftir sig fallegt hrossastóð. Hann hafði einnig áhuga á fiskeldi og sleppti áður fyrr seiðum í Affallið og Ytri- Rangá og var einn af frum- kvöðlum að uppbyggingu ánna. Minning um seiði í plastpoka, eftir danstíma í Reykjavík, und- ir dökkum jakka í aftursætinu á bílnum kemur upp í hugann. Pabbi var líka hugvitsmaður og kunni vel til verka, hann útbjó vatnsból fyrir hrossin sín í Öl- veri á einstakan hátt með áveit- um og yfirföllum. Þar gerði hann líka vel útfært frumtamn- ingargerði úr trjám sem féllu til úr skógræktinni, voru því margir staurarnir í gerðinu blómgaðir. Pabbi fylgdist mjög vel með íþróttum og þá sérstaklega handbolta og fótbolta. Honum var það því kært þegar við horfðum saman á Ísland sigra Argentínu 1-1 á HM núna snemma í sumar. En áður höfð- um við sammælst um að það væri fólginn sigur í því einu að strákarnir okkar fengju tæki- færi til að spila á heimsmeist- aramóti gegn Argentínu í fyrsta leik. Ekki var leiðinlegt að koma með hans aðra bók á spítalann í lok júní beint úr prentsmiðj- unni og afhenda honum fyrsta eintakið úr bókakassanum. Það er komið að leiðarlokum samferðar okkar pabba hér á jörð og vil ég þakka af alhug ferðina, betri ferðafélaga er vart hægt að óska sér. Móður minni, sem nú syrgir lífsföru- nautinn sinn góða, votta ég samúð. Blessuð sé minning Fil- ippusar Björgvinssonar, hann er kært kvaddur og Guði falinn. Selma. Ég minnist Filippusar móð- urbróður míns með hlýhug og þakklæti. Meðan báðir bjuggu á Hellu svo áratugum skipti voru samskipti okkar mikil og af margvíslegum toga. Stutt var milli heimila okkar og lengi bjuggum við í húsum hlið við hlið í Freyvangnum. Filippus frændi og móðir mín voru sam- rýnd systkini og á mínum æsku- og ungdómsárum hittust fjölskyldurnar oft, ferðuðust saman og sinntu ýmsum hugð- arefnum í sameiningu. Filippus kenndi mér í Helluskóla, var ávallt ráðhollur samferðamað- ur, hjálpsamur og leiðbeinandi. Um nokkurt skeið sinntum við hvor sínu starfinu undir sama þaki í Verkalýðshúsinu á Hellu og gott var að leita til hans við úrlausn ýmissa mála. Við áttum ótal samverustundir sem tengd- ust sameiginlegu áhugamáli, hestamennskunni. Filippus var ötull hestamaður og stundaði hrossarækt, tamningar og út- reiðar af kappi. Hann undi hag sínum vel í sveitinni og vann þar að bústörfum í tómstund- um, lengi vel í Hallgeirseyj- arhjáleigu og síðar í Ölvis- holtshjáleigu, en þetta voru eignajarðir hans á sínum tíma. Hann var ósérhlífinn og dugleg- ur, smiður góður og verklaginn og þessir eiginleikar nýttust vel við eigin húsbyggingar og við- hald annarra mannvirkja. Filippus var fjölhæfur, grandvar og traustur maður sem margt var til lista lagt. Hann var ritfær vel, hagyrtur og samviskusamur. Hann var prúðmenni en flutti mál sitt af festu og var afar fylginn sér ef hann vildi það við hafa. Hann var glaðbeittur, hláturmildur og spaugsamur, velviljaður og gerði ekki mannamun. Filippus var myndarmaður á velli, spengilegur, hraustur jafnan og hélt sér vel alla tíð. Eftir búferlaflutninga frá Hellu fækkaði samverustundum okkar en undir niðri bjó ná- lægðin sem hlý minning um liðna tíð. Nokkuð hafði dregið af frænda mínum síðustu mán- uði og illvígur sjúkdómur hafði tekið sér bólfestu í líkamanum. Andinn var þó óbugaður. Við systkinin heimsóttum hann á Landspítalann nokkru fyrir andlátið. Hann var ótrúlega hress og talaði við okkur um liðnar stundir og af fullkomnu æðruleysi um hið óhjákvæmi- lega sem fyrir lá. Ég er afar þakklátur fyrir þessa síðustu samverustund með góðum frænda og vini þar sem hann kvaddi með þéttu handabandi, horfði fast í augu mín og það brá fyrir brosi. Filippus var kærleiksríkur fjölskyldufaðir og gæfumaður í einkalífi. Við Hrafnhildur og fjölskylda sendum Sjöfn, Selmu, Björgvin og allri fjöl- skyldu þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Missir þeirra er mikill en minningin um góðan dreng lifir. Fannar Jónasson. Filippus Björgvinsson móð- urbróðir minn er allur. Í mínum huga, alla tíð, yndislegi Hibbi frændi. Hann var mér og mínu fólki einstaklega góður og kær- leiksríkur. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að hann réð mig sem ungling í vinnu hjá sér við kartöflurækt, húsbyggingar og fleira. Á þessum tíma styrktist enn frekar vinasam- band okkar frændanna. Þarna varð mér ljóst að ef einhvern mætti kalla gull af manni, þá væri það Hibbi. Hann talaði við unglinginn sem jafningja, treysti til flestra verka og ef eitthvað út af bar var áminn- ingin uppbyggjandi. Hibbi þoldi ekki órétt, var sannur og heill í gegn og alltaf var maður glað- ari eftir samvistir með honum. Hann treysti mér ungum til að keyra bíla og traktora, leyfði mér að ráða nafni á fyrstu mer- inni sinni, Shady Owens, stjan- aði við Bjarna minn lítinn þegar sá stutti fékk hestadellu og var alltaf til í skemmtilega vitleysu, svo fremi sem enginn væri sár eftir. Það var alltaf tilhlökkun eftir jólakortunum frá honum og Sjöfn. Þar var ekkert til sparað í rími, stuðlum og höfuðstöfum og kveðskapurinn speglaði mannvininn og náttúrubarnið Hibba. Góð kona líkti mér eitt sinn í spjalli við Hibba frænda, sem henni fannst svo skemmti- legur og hress. Og svo væri hann líka svo fallegur. Þetta gladdi mig mjög, þó ég vissi að ég stæðist ekki samjöfnuðinn. Hibbi var mér alltaf sönn fyrir- mynd. Fallega brosið hans og hláturinn mun ég geyma í minningunni. Þegar við hitt- umst í síðasta skipti í lok júní, þá áttum við hlýja stund sam- an. Hann kvaddi mig og sagði: „Ég átti nú alltaf dálítið í þér, Helgi minn.“ Það átti hann svo sannarlega. Hibbi minn gat kvatt, sáttur við sig og allt sitt góða fólk. Hafi hann hjartans þökk fyrir allt. Við Olla og börn biðjum Sjöfn, Selmu, Björgvin og fjöl- skyldum blessunar. Þeirra er missirinn mestur. Helgi. „Sæll meistari“ þannig heils- aði ég þér og faðmaði þig að mér þegar við hittumst. Ávallt var það unun að koma í heim- sókn til þín eða fá þig sem gest, því eftirvæntingin að sjá þig hefur alltaf verið mér kærkom- in vegna nærveru þinnar og þeim einstaka persónuleika sem þú hafðir. Það sem einkenndi þig var þitt fallega bros, þegar þú tókst á móti manni. Einlægt bros sem vakti upp hlýju í hjörtum vorum og svo virtist sem andinn í umhverfinu lyftist upp þegar þú varst nálægur. Þú hefur ávallt verið mér mikil fyrirmynd og sjálfsagt margra annarra sem hefur hlotnast heiðurinn af að kynn- ast þér. Þó svo þú hafir starfað sem kennari og skólastjóri varstu líka kennari og lærifaðir á hinum ýmsu hlutum lífsins. Hinn mesti lífskúnstner af Guðs náð og húmoristi í þokkabót. Á sífelldum þeytingi nútíma- mannsins þá var yfir þér stóísk ró. Því þú þurftir ekkert að flýta þér. Þú hafðir hreinlega ekki tíma fyrir að hafa áhyggj- ur, eftirsjá eða vera þungur í lund, heldur einblíndir þú á gleði og það sem var fallegt í lífinu. Þú hafðir einstakt lag á andlegu heilbrigði. Það er ákveðin andhverfa að sjá fegurðina í dauðanum og er eitthvað sem ekki allir sjá. Þú þekktir það reyndar eftir að hafa lifað í sveitinni og af nátt- úrunni sem er umhverfi og hringrás lífs og dauða. Fegurð- in er sú sem finnst í friðsælu hjarta, sáttri og ánægðri mann- eskju. Ég minnist orða þinna, sem þú mæltir fyrir löngu, að ég ætti ekki að gráta dauða þinn. Tárin koma af sjálfu sér, ekki vegna sorgar heldur vegna saknaðar, kærleiks og þakklæt- is. Ég mun ekki lifa í sorg, heldur minnast þín af gleði og lifa eftir þínum kærleik eins og þú sýndir öðrum. Takk fyrir elsku afi, við mun- um minnast þín. Sjafnar Björgvinsson. Filippus Björgvinsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÞORLEIFSSON, lést á heimili sínu 22. júlí síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum ættingjum og vinum hlýhug á þessum erfiða tíma. Sigríður R. Oddsteinsdóttir Stefán Þór Sigurðsson Kristín Frímannsdóttir Sigurður Maríus Sigurðsson Elisa Dagmar Andersen Þorleifur Geir Sigurðsson Ásthildur L. Benediktsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, ERLINGUR HALLSSON, lést á Landspítalanum föstudaginn 27. júlí. Útför hans verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Einar, Guðrún, Tryggvi og Erlingur Erlingsbörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR JÓN JÓNSSON bóndi á Teygingalæk, varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 28. júlí s.l. Útförin verður auglýst síðar. Sveinbjörg G. Ingimundardóttir Valgeir Ingi Ólafsson Kristín Anný Jónsdóttir Margrét Ólafsdóttir Ingi Kristinn Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN BALDVINA JÓNSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð, föstudaginn 27 júlí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. ágúst klukkan 13.30. Margrét Vala Grétarsdóttir Jón Gunnar Guðmundsson Baldvin Þór Grétarsson Jóhanna S. Sigurðardóttir Kristín Sigrún Grétarsdóttir Hörður Már Guðmundsson Anna María Grétarsdóttir Erlendur Níels Hermannsson Anna Kristín Guðjónsdóttir ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. Ástkær móðir okkar, AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 20, sem lést mánudaginn 16. júlí, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 3. ágúst klukkan 13. Jón Hermannsson og fjölskylda Ragnhildur Hermannsdóttir og fjölskylda Guðmundur Hermannsson Klara Njálsdóttir Aðalsteinn Hermannsson Jóhanna Þórarinsdóttir Sigurborg Ágústa Jónsdóttir og fjölskylda ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn Frændi okkar, SIGURÐUR BJÖRGVINSSON bóndi, Stóru Borg, Austur-Eyjafjöllum, lést á Kirkjuhvoli, heimili aldraðra á Hvolsvelli, miðvikudaginn 25. júlí. Útförin fer fram frá Eyvindarhólakirkju fimmtudaginn 2. ágúst klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Vilborg Ólafsdóttir Gestur Þór Sigurðsson Jóhann Ólafsson Hjördís Hjaltadóttir Elín Rut Ólafsdóttir Brynjólfur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.